Morgunblaðið - 22.07.1960, Side 2
2
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 22. júlí 1960
Leopóldville, 21. júlí.
RÚSSNESKAR flutningaflug
vélar lentu á flugvellinum í
Leopoldville í dag og fluttu
þangað sykur og hermenn frá
Ghana, sem gerast nú liðs-
menn Sameinuðu þjóðanna í
Kongó. I Leopoldville áttu
menn von á sykri og Ghana-
mönnum, en ekki stórum hópi
Rússa úr utanríkisþjónust-
— Vilhjálmur Þór
Frh. af bls. 1
Vilhjálmur Þór lýsti því í
gær yfir í fréttatilkynningu,
að hann hefði orðið við til-
mælum bankamálaráðherra
um að láta af bankastjóra-
störfum um stundarsakir. —
Sendi hann út eftirfarandi
yfirlýsingu:
YFIRLÝSING
VILHJÁLMS ÞÓR
„Ég hef orðið við þeim til-
mælum þess ráðherra, sem
fer með bankamál, að láta af
störfum aðalbankastjóra
Seðlabankans um stundarsak-
ir, þar sem því hefur verið
haldið fram, að það gæti ef til
vill flýtt og greitt fyrir rann-
sókn vegna gjaldeyrisskila
Olíufélagsins h,f. og meintra
brota fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra þess.
Vilhjálmur Þór“.
/ 'A'
Samkvæmt upplýsingum,
sem Mbl. fékk í gær mun Jón
G. Maríusson, bankastjóri
Seðlabankans, gegna störfum
aðalbankastjóra bankans
fyrst um sinn, þar til öðru
vísi hefur verið ákveðið.
unni. Þeir stigu út úr flug-
vélunum á undan Ghana-
mönnunum og héldu þegar
inn í borgina, til fundar við
Lumumba.
Síðar skýrði blaðafulltrúi
Lumumba frá því, að fundur for-
sætisráðherrans með Rússunum
hefði verið stuttur. Hann hefði
þakkað fyrir sykursendinguna
og síðan slitið fundinum.
Áður hafði Lumumba öllum á
óvænt tilkynnt, að hann mundi
fara flugleiðis til New York þá
þegar til að flytja mál Kongó
í Öryggisráðinu. Bað hann ráðið
jafnframt að fresta fundum sin-
um þar til hann kæmi. — Ekki
varð Öryggisráðið við þeirri ósk
Lumumba og fundur var boðað-
ur þar í kvöld, eins og ráð hafði
verið fyrir gert.
Upphaflega hafði verið ráðgert
að Lumumba færi til New York
í næstu viku eftir að hafa rætt
við Hammarskjöld í Kongó, en
þangað er framkvæmdastjórinn
væntanlegur á már.udaginn.
Hermenn Sameinuðu þjóðanna
streyma til Kongó. í dag voru
þeir orðnir 4,500 og búizt er við
að innan fárra daga verði þeir
10,000. Sænskir herflokkar voru
meðal þeirra, sem komu í dag.
Þeir taka við varðstöðunni á
flugvellinum í Leopoldville af
belgískum failhlífaliðum.
Fyrstu írsku hermennirnir
fara áleiðis til Kongó á morgun
og fleiri koma á eftir, en í dag
hafði Lumumba enn ekki aftur-
kallað hótun sína um að Rússar
verði beðnir um hernaðarað-
stoð, ef belgíski herinn verður
ekki þegar á brott. En í dag
sagði Lumumba, að ekkert mundi
aðhafzt fyrr en Öryggisráðið
hefði lokið umræðum sínum um
málið.
Fofystumenn Katanga-héraðs-
ins, sem sagt hefur sig úr lögum
við Kongó-ríkið, skoruðu í dag á
allar þjóðir að viðurkenna sjálf-
stæði fylkisms.
jr _
Islanasblað ..Politiken
fy* NA 15 hnútor SVSOhnútar Snjólomo • ÚSi V Skúrk IC Þrumur W.%, Kutíaskit Hifaski/ H Hml L LmgS
í GÆR fylgdi danska dagblað-
inu „Politiken" 20 síðna auka-
blað, sem allt fjallar um fsland,
og verður það selt á götum
Reykjavíkur í dag.
Blaðið er gefið út í tilefni þess,
að í gær kom Norræna menning-
armálanefndin saman á fyrsta
fund sinn, en á miðvikudaginn
27 þ. m. hefjast fundir Norður-
landaráðsins í Reykjavík.
Blaðið er afar glæsilegt að öll-
um ytri og innri búnaði og svni-
legt, að mjög hefur verið tii
þess vandað og ekkert sparað til
að gera það sem bezt úr garði.
Á forsíðu er skemmtilegí landa
bréf af fslandi í biáum og grá-
um lit, sem ber yfirsitriftina:
„fsiand den gamle Saga0 — den
unge Republik“. Þar er kvæði
eftir hið þekkta skáld, Ove Ab-
ildgaard, „Den lyse 0“, en hann
hefur dvalizt hér á landi.
Skemmtileg og fróðleg grein er
þar einnig eftir Martin I.arsen,
sem nefnist ,,Et helt nyt land at
leve i“. og fjallar um sögu lands-
ins á seinustu árum. Á annarri
síðu eru ávörp frá forseta ís-
lands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni,
utanríkisráðherra, Guðmundi f.
Guðmundssyni, utanríkisráð"
herra Dana, Jens Otto Krag
(ávarp hans heitir „Samme
vestlige alliance"), ambassadör
fslands í Danmörku. Stefán Jóh.
Stefánsson og ambassadör Dana
hér, Bjarne Paulson.
Þá eru margar greinar um
ýmsa þætti í málefnum íslands
eftir danska höfunda. Má þar
helzt nefna grein jarðfræðilegs
efnis eftir dr. phil. Niel Nielsen,
próf., sem heitir „Heklas helvede
og Gunnars fagre li“, grein eftir
Ove Abildgaard, „Jeg möder min
elskede“, grein um tónlist (með
skemmtilegri teikningu af Páli
ísólfssyni eftir Bendix) eftir
Frede Schandorf Petersen, grein
um raforku „Seks millioner heste
kræfter í fossen" eftir Jörgen
Söholt Christensen, grein eftir dr.
med. Johannes Frandsen, land
lækni Dana, er nefnist „Det er
landnamstid pá ny“, „Ung kunst
í gammelt land“ eftir Bertel
Engelstoft, „Skálholt" eftir Svend
Erik Möller, grein um Thors-
bræður eftir Martin Larsen,
Altid i Norden“ eftir Johannes
Lindskov Hansen, „Andet end
glima“ eftir Wilbour Nielsen,
„Flyvende landnamsmænd östpá
og vestpá“ eftir Jörgen Sandvad,
„Festdag i Island" eftir Gerd
Grieg, „Post og passagerer med
mælkebilerne" eftir Chr. Nyborg
Madsen, „Da handelen blev fri“
eftir Sören Hansen, „Adam i
Paradis" eftir Martin Larsen og
Den lille ’ádne klippe-hest“ eft-
ir Holger Worm.
Þessir íslendingar skrifa í blað-
ið auk þeirra, sem áður er getið:
Gunnar Thoroddsen, fjármála-
ráðherra, á greinina „Drastisk
ökonomisk sanering", Atli Stein-
POLITIKEN og dótturblað
þess, Ekstrabladet réðu hóp
reykvískra blaðsöludrengja
í þjónustu sína í gær til
þess að ganga með auglýs-
ingaspjöld um borgina
vegna íslandsblaðsins, sem
fylgdi Politiken í gær. Hér
er mynd af einum piltanna,
sem er vitaskuld stoltur af
búningi sinum.
arsson, blaðamaður, „Vi oplever
kampen mellem ild og is“, Hall-
dór Laxness „Digter og publikum
i Island“, Davíð Ólafsson, fiski-
málastjóri, „Trawlere mod krigs-
skibe“, Jón Helgason, prófessor,
„Stadig nye fund“ og Bjarni M.
Gíslason á kvæðið „Afskedens
time“.
Fjöldinn allur er af alls konar
smágreinum um ísland. Ötalinn
er enn einn höfuðkostur blaðsins,
en það eru myndirnar, sem
skreyta síður þess. Þær eru bæði
margar og fagrar. Mikið er um
auglýsingar frá íslenzkum fyrir-
tækjum í blaðinu. SÍS og Sem-
entsverksmiðja rikisins eiga t. d.
heilsíðuauglýsinguar inni í blað-
inu, en Flugfélag Islands hefur
litprentaða auglýsingu yíir alla
öftustu siðu.
Ekki ber að efa, að blað þetta
muni stuðla mjög að aukinm
þekkingu Dana á íslandi og íbú-
um þess, því að „Politiken" er
eitt útbreiddasta blað Danmerk-
ur, en greinarnar allar ritaðar af
góðum skilningi á högum lands
og þjóðar.
Tíminn ' við sama
heygarúshornið
— Þykir ríkissjóður nú ekki hafa greift
nóg vegna Hellu-brúarinnar
Vaxandi lægð við Gæsaflóa.
Á hádegi í gær var grunn
lægð yfir fslandi. Lægsti
þrýstingur við sjávarmál var
um 1003 millibör. Önnur
lægð, nýlega mynduð og vax
andi, var skammt suðaustur
af Gæsaflóa í Labrador og
stefndi norðaustur á bóginn.
Búasf má við, að hún _ verð:
komin í námunda við ísland
á laugardag.
Stórt þokusvæði er á haf-
inu austur af Nýfundnalandi,
en eins og lesendur hafa ef-
laust ráðið í, er þoka táknuð
á kortinu með þremur, lárétt-
um, samhliða strikum.
Við Labrador er alldjúp
lægð á hreyfingu norðaustur.
Veðurhorfur næsta sólarhring
SV-land til Vestfjarða og SV
mið til Vestfjarðamiða, hæg
breytileg átt og viðast létt-
skýjað í nótt og fram eftir
morgundeginum, SA-kaldi og
skýjað með kvöldinu. Norður
land til Austfjarða og Norður
mið og Norðausturmið: NA-
gola, skýjað og víða þoka til
fyrrramáls, S-gola og þoka í
nótt en léttir til á morgun.
SA-land og SA-mið : vestan
gola og síðar kaldi, bjart veð-
ur.
I MÁLEFNASNAUÐ sinni
heldur „Tíminn“ enn áfram
að fjölyrða um skaðabætur
þær, sem ríkissjóður var
dæmdur til að greiða kaupfé-
laginu „Þór“ á Hellu, vegna
þess að horfið var frá stað-
festum skipulagsuppdrætti um
lagningu brúar yfir Rangá.
SAMA NIÐURSTAÐA VÍS
I ritstjórnargrein í gær reyn
ir blaðið enn að ala á tor-
tryggni í garð fjármálaráð-
herra vegna þess að gert
hafði verið út um málið
„án þess að farið væri
hin venjulega dómstólaleið“. í
tilefni af þessu skal það enn
rifjað upp „Tímanum“ til
fróðleiks, að gerðardómur sá,
sem um málið fjallaði, var
skipaður 3 hæstaréttardómur-
um, og voru þeir sammála um
niðurstöðuna. Þar sem dómar-
ar þessir mynda meiri
hluta í Hæstarétti, hefði nið-
urstaða málsins í Hæstarétti
óhjákvæmilega orðið hin
sama, ef málið hefði komið til
kasta hans — aðeins kostnað-
urinn við málsmeðferðina
hefði þá orðið annar — og
það miklu meiri.
VÖXTUM AFSTÝRT
Þá kvartar „Tíminn“ nú yf-
ir því, að ríkissjóður skuli
hafa staðið í skilum með
greiðslu skaðabótanna. I því
sambandi er ástæða til að
benda „Tímanum" á það, að
hæstaréttardómararnir úr-
skurðuðu, að bæturnar skyldu
greiðast fyrir 1. júní 1960 —
en ella falla á greiðsluupphæð
ina 10% ársvextir. Það er því
vægast sagt vafasöm f jármála
speki að álíta skynsamlegra
að bíða eftir því að vextir hlað
ist á skuldina. En ef „Tíminn“
er ekki enn búinn að fá sig
fullsaddan af skrifum um mál-
ið, upplýsir hann máske í
næsta sinn, hversu þunga
vaxtabyrði hann hefði talið
hyggilegt að baka ríkissjóði,
áður en skuldin var greidd.
„TÍMINN“ EINN
>essi tvö atriði sem að of-
an eru rakin og „Tíminn" hcf-
ur nú síðast lagt megin-
áherzlu á, hafa því verið leidd
til lykta á þann hátt, sem ríkis
sjóði var ódýrastur og hag-
kvæmastur — og svo var nm
málið í heild. Þetta er öllum
landsmönnum löngu ljóst. Það
er aðeins hið vesæla blað
„Tíminn“ sem ekki hefur enn
skilið þetta til fulls — eða
kannske getur hann bara ekki
sætt sig við, að fjármálum
landsins sé svn vel stjórnað
sem raun ber vitni, nú þegar
hans aðstendur eru víðs f jarri.
Rússneskar
flugvélar
í Leopoldville
Lumumba fer til New York, en Öryggis-
ráðið bíður ekki