Morgunblaðið - 22.07.1960, Page 8

Morgunblaðið - 22.07.1960, Page 8
8 MORGUNBlAÐIÐ r Föstudagur 22. júlí 1960 Fögnuður í ferðabíl og kajak Eskimóinn fær sér smáhvíld l á bakkanum meðan hann skimar fránum augum éftir nýrri bráð. hrá meðan hún er volg. Það bykir Eskimóunum hið mesta hnossgæti. ★ Þegar líða tekur á sumar- ið og sólin hefur brætt ísinn við ströndina, skipta Eskimó- arnir á hundasleðum og kajök- unum. Og enn skjóta þeir seli. — Bráðin er dregin í land en síðan veitir veiðimaðurinn sér þarm munað að fá sér örlitla í hvild í landi, meðan hann t skimar fránum augum eftir / nýjum selskolli. 1 Eskimóinn útbýr ný aktygi á hundinn sinn og beitir við það tönnunum og litium hníf. FAIR Islendingar munu hafa verið jafn snemma á stjái á þjóð hátíðardaginn sem við íslend- ingar í Miinchen. Um kl. 6.00 um morguninn voru flestir okkar saman komnir, stignir inn í ferðabíl og biðu aðeins eftir nokkrum samlöndum, sem veitzt íhafði þyngra að rífa sig upp úr mjúku rúminu, og síðan skyldi stormað sem leið lá upp á hæsta fjall austurrísku Alpanna, Gross glockner, og virt fyrir sér fjalla- sýnin og fagrar sveitir. Undir- ritaður var einn hinna síðrisulli. Er hann loks mætti, var tekið á móti hoRum með tilhlýðilegum umferðin nú ört vaxardi, því að 17. júní er einnig haldinn há- tíðlegur í Vestur-Þýzkalandi, þá er dagur hinnar þýzku einingar, og notaði því hvef, sem vettlingi gat valdið, góða veðrið og bíl, skellinöðru eða jafnvel reiðhjól fjölskyldunnar, ef svo bar undir, til þess að bregða sér út úr bæn- um. ★ Þegar við vorum komin inn á Grossglocknerveginn, fékk því ferðalagið á sig hálfgerða jarð- arfararmynd, hvað ytri aðstæður snerti. Ein stór bílaöð fikraði sig upp eftir veginum, og það var fyrr orðinn ræðismaður en hann setti sig í samband við íslend- ingafélagið í Múnchen og kallaði til sín nokka stjórnarmeðlimi til skrafs og ráðagerða um það, hvað gera mætti fyrir íslendinga nær og fjær. Hann vildi drífa í því að gera ísland að ferða- mannalandi, — það væri ekki á hverju strái, sem finna mætti hveri, eldfjöll og norðurljós „á einu bretti“. Frúin fór þegar að bjástra við að- læra íslenzku og fyrr en varði var komið þetta virðulega skilti á æðismannsbú- staðinn með íslenzka skjaldar- merkinu: Islandisches Konsulat. Þar geta íslendingar Komið á nóttu og degi og sagt: Ég er fs- lendingur. Það þýðir svo mikið sem civis Romanus sum til forna, allar dyr á því húsi standa þá þegar opnar Fái ein- hver skyndilega löngun til þess að tefla eina skák, þá er bara að ■hringja í herra Bossert, sem er ávallt eiðubúinn, geti hann kom ið því við, því að hann er mikill á'hugamaður um þá íþrótt, hefur teflt á móti hjá okkur fslend- ingum og gefið sjálfur hin glæsi- legustu verðlaun. Hann hefur lánað okkur matstofu starfsliðs síns til afnota þau kvöld, sem eitthvað er á seyði hjá íslend- ingafélaginu og keypt í hana sjónvarp í því tilefni. Og þannig mætti lengi telja um mannsins góðgjörðir okkur til handa. Hvort hann hafi vitað mikið um fsland áður? Nei, heldur lít- ið, en eftir að hann varð ræðis- maður hefur hann lesið sér mik- ið til um bókmenntir þess og marga hluti aðra og veit vel, hvað íslendingar flytja út og inn, hvert og hvaðan. 20. júlí hefur hann svo í hyggju að skjót ast sjálfur með frú sinni norður var komin hin mesta andakt í bílinn. Herra Bossert þakkaði fyrir það, að við skyldum minn- ast hans klofnu þjóðar á þessum einingardegi hennar. Það þótti honum sýnilega vænt um. Þ.ið hafði skapazt einlægur andlegur andi og skilningur milli hans og 30 manna hópsins hans, á 17. júní hans og 17. júní okkar. Þessi dagur hefur þjappað sam- an nokkrum samstilltum sálum í dimmum ferðabíl. Eftir gleði- ríkan dag ríkti þar allt í einu kyrr hátíð í hverju brjósti. Svo var sungið: fsland ögrum skorið! Eg vil nefna þig, sem á brjóstum borið og blessað hefur mig. Við áttum líka okkar sönnu þjóðhátíð. ólm. Heinrich Bossert eftir og kynna sér land og þjóð af eigin raun. Er hann þegar orð- inn harla spenntur. Það er ósk- andi, að hann njóti vel ferðar- innar og dvöl hans á íslandi verði honum til sem mestrar á- nægju. ★ Þegar hér var komið sögu í samtali okkar, kvaddi varafor- maður Félags íslendinga í Múnchen, Gylfi ísaksson alias Grivas offursti, sér hljóðs og hélt okkur þjóðhátíðartölu, mikla og góða. Gylfi þakkaði herra Bossert fyrir alla hans velvild í okkar garð og íslands, sem værf heiður í því að eiga slíkan ræðismann. En nú væri sá dagur, sem báðar þjóðir, ísland og Þýzkaland, héldu hátíðlegan, og þó væru því miður tilefnin harla óskyld. Við skyldum því óska hver öðrum góðs gengis í allri framtíð og óska þess, að báðar þjóðir megi ganga' til góðs götuna fram eftir vegi. Það Eigin vefnis- sprengja PARÍS, 20. júlí (Reuter): Frakk- ar tilkynntu í dag að þeir myndu leggja allt kapp á að eignast sem fyrst eigin vetnissprengjur. Frakkar komust í tölu þeirra ríkja sem hafa yfir að ráða ■kjarnavopnum, er þeir sprengdu fyrstu kjarnorkusprengju sína í Saharaeyðimörkinni. Á Franz Josefs hæðinni (2541 m.) Grossglockner og hr. Bossert með hópinn sinn. (Ljósm. Pétur Stefánsson). gauragangi, en næsta litlum þjóðhátíðarkærleika: „Kemur helvítið hann Hippókrates"! Enn var beðið eftir nokkrum síð- búnum persónuleikum, s. s. Grivasi foringja, Píkasso, Kjötva, Toskaníni og Pétri klemmda, sem smám saman týnd ust á staðinn. Síðastur mætti Shakespeare, sem reyndist þá hafa gleymt passanum sínum, svo að enn þurfti að bíða góða stund á meðan verið var að sækja hann (passann). Þegar loks var unnt að leggja af stað voru jafnvel hinir svefnþyngstu farnir að ranka við sér og taka gleði sína, það var kyrjað við raust, brandarar fuku af ferlegri andagift, og í slíku sólskinsskapi hélt þessi hópur íslendinga í af- bragðs góðu veðri á vit hinna austurrísku steintrölla og fjalla- loftsins. ★ Sá maður, sem við eigum þessa skemmtilegu ferð að þakka, _er hinn nýskipaði ræðismaðúr Is- lands í Múndhen, herra Heinrich Bossert. Eftir að hann var skip- aður í embættið í haust hefur hann verið með eindæmum á- hugasamur í sínu starfi og verið okkur íslendingum í Múnchen hin mesta hjálparhella eins og hann ætti í okkur hvert bein. Og nú bauð hann öllum hópnum sínum í ferðalag. Hver maður fékk 20 mörk í vasapeninga, og því skyldi hann eyða sem bezt hann kunni. Sjálfur var herra Bossert fararstjóri og leiðsögu- maður og stjómaði hjörð sinni af mesta skörungsskap. ★ Haldið var af stað eftir bíla- brautinni Múndhen-Salzburg. Þar var skoðuð alveg ný og vold ug brú, sem kom verkfræðisál- um hópsins í algjört uppnám af hrifningu. Brátt var ekið út af bílabrautinni og tók nú lands- lagið smám saman að skipta um svip, það hækkaði undir fótum (hjólum), við vorum að komast inn á Alpasvæðið með öllu þess stórbrotria landslagi og stemn- ingu. Húsin fengu á sig hina al- kunnu Alpamynd, úr dökkum viði með stórum svölum á fram- hilð, öll útskorin, steind og blóm um skreytt. Maður andaði ilmi úr grasi og mykjulykt úr fjósi, var kominn í sveitasæluna. Fór engan veginn unnt að spretta úr spori, því að Grossglocknerveg- urinn er svo sém enginn skot- vegur og okkar góðu Kambar aðeins „mismunandi flatir“ í samanburði við hann. Þó dró vitaskuld ekkert úr kátínu ferða langa, sem gátu bara fyrir bragð ið virt betur fyrir sér hið stór- brotna landslag pg Alpatindana, sem bar við himin á alla vegu, hvassa, stollta og glæsilega í sín- um næðingssama einmanaleik og létu skrölt og óðagot tugþús- unda akandi ferðalanga úr öll- um heimshornum dag hvern ekki raska sinni heimspekilegu, kyrrlátu ró. Og yfir þeim öllum gnæfir karl Grossgíockner eins og gamall höfðingi, fastur í sessi og mikilúðlegur. Skóga hafði nú þorrið og landslagið hefði alveg eins geta átt við gömlu, góðu Mosfellsheiði. Kunnum vér ferðalangar því harla vel. ★ Á stað, sem Franz Jósef Höhne (2541 m) nefnist, sést vítt yfir og þó bezt sjálfur Grossglockner tindur. Þar endar Grossglockner vegurinn, áfangastað var náð, um kl. 2.30. Allir hresstu nú dug- lega upp á sál og maga, um- hverfið var skoðað og þegar allir höfðu borðað og skoðað sig sadda, var aftur haldið niður í mót, niður I ös og skarkala þétt- býlisins. Þótti ferðin hafa tekizt hið bezta og þjóðhátíðardegi okkar svo varið sem bezt var völ á. Ferðabílar geta átt marga töfra gamalla skólaferðalaga, og slíkir töfrar hljóta að magnast, þegar . íslendingar í útlöndum eru samankomnir í slíkum bíl á þjóðhátíðardegi sínum, skoða fagrar sveitir og syngja: Siggi var úti með ærnar í haga. Á heimleið, þegar orðið var dimmt, tók ég herra Bossert t«li og innti um hans hagi. Herra Bossert er helzti húsnæðismið’- ari Þýzkalands. Hefur hann sem stendur hönd á bagga með höndl un 7000 íbúða. Hann hefur fjölda manna í vinnu og nýtur hvarvetna mikils álits Herra Bossert er snaggaralegur náungi, sem veit hvað hann vlll, og sýni- lega hinn mestj kjarnorkumaður í öllum þeim mglum, sem hann hefur áhuga á. Þessi áhugi hefur nú beinzt að íslandi og öllu bví, sem íslenzkt er. Ekki var hann Með hundasleða í NORÐUR-Grænlandi skin sólin nú dag og nótt og þá er bezti tíminn fyrir Eskimóana að stunda selveiðarnar á hundasleðum. Selirnir láta freistast af sól- inni, koma upp úr sjónum og baka sig á hjarnbreiðunum. En það ættu þeir ekki að gera, því að veiðimennirnir á Græn- landi eru glöggir, sjónin skörp og athyglin vakandi. í margra kílómetra fjarlægð sjá þeir selina sleikja sig í sólskini. ★ Það skiptir engum togum — veiðarfærin eru gerð til reiðu, þaggað niður í hundunum, snúið upp í vindinn og byssan munduð. Síðan læðist Eskimó- inn að bráðinni, stundum tveggja til þriggja kílómetra vegalengd, þar til hann er kom inn svo nærri, að lyktina af selnum leggur fyrir vit hans. Skotið ríður af og hundarnir rjúka áfram eins og hungrað- ir úlfar. En þeir fá ekki ann- að í sinn hlut en að sleikja blóðugan snjóinn kringum bráðina. ★ Selurinn er látinn á sieðann og ekið heim. Þar er hann und ir eins fleginn og lifurin etin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.