Morgunblaðið - 22.07.1960, Side 11

Morgunblaðið - 22.07.1960, Side 11
MORCUNBL AÐ1Ð 11 Föstudagur 22. júlí 1960 'Wojr Frá kappreiounum. — Kirkjubæjar-Blesi jafnar Isl.met í 250 m. hlaupi í harðri keppni við Ör. (Myndirnar tók vig.) Glœsilegt fjórðungsmót hestamanna \ Borgarfirði Koma þarf fastara sniði á hesta- mannamótin son, Hæli formaður L. H. mótið með ræðu. Þá flutti séra Guð- mundur Þorsteinsson á Hvann- eyri ávarp og blessunarorð og síðasta atriðið fyrir hádegi var sýning stóðhesta. í dómnefnd voru Gunnar Bjarnason hrossa- ræktarráðunautur, Símon Teits- son, Borgarnesi og Ingólfur Guð- mundsson, Reykjavík. Tamdir stóðhestar 1. Baldur frá Bóndhól, mó- brúnn, 7 ára, eigandi HRSB, Borgarfjarðar. Hann hlaut silfur- bikar, sem á sínum tíma var gef inn af alþingismönnunum Pétri Ottesen og Bjarna heit. Ásgeirs- syni. Er bikar þessi faraadgrip- ur. 2. Roði frá Skörðugili í Skaga firði, rauður, 9 ára. Eigandi HRSB Borgarfjarðar. 3. Rökkvi frá Dalkoti, dökk- jarpur, 4ra vetra, eigendur Guð- mundur Magnússon, Stóra-Ási og Garðar Halldórsson, Hóli, Borg. Ótamdir stóðhestar 1. Hrímfaxi frá Langholtsparti í Flóa, 3ja vetra, tleikvindóttur (faðir Silfurtoppur). Eigandi HRSB Borg. 2. Stjörnufákur, brúnn, 2ja vetra. Eigandi Þorlákur Ottesen, Reykjavík. 3. Skuggi frá Kiðafelli, jarp ur, 3ja vetra. Eigandi Hjalti Sig- urbjörnsson, Kiðafelli, Kjós. Eftir hádegi hófst dagskrá með því að Pétur Ottesen, fyyrv. al- þingismaður, flutti ávarp. Síðan voru hryssur sýndar. Tamdar hryssur Dómnefnd skipuðu: Bogi Egg- Verðlaun afhent fyrir Baldur, bezta stóðhestinn. T. v. Pétur Ottesen, fyrrv. alþingismaður, sem verðlaunin afhenti en þau eru farandgripur gefinn af honum og Bjarna heitnum Ás- geirssyni fyrrv. alþingismanni og sendiherra. Símon Teitsson veitir verðlaununum móttöku. Að baki þeirra Baldur og U M síðustu helgi var háð fjórðungsmót hestamanna á Vesturlandi á vegum Búnað- arfélags Islands og Lands- sambands hestamannafélaga. Mótið fór fram á mótstað hestamannafélagsins Faxa á Hvítárbökkum, þar sem heit- ir að Faxaborg. Veður var hið ákjósanlegasta báða mótsdagana, nema hvað, moldryks gætti nokkuð, enda brakandi þurrkur. Þetta fjórð- ungsmót mun að líkindum eitt hið -^"fjölsóttasta sem háð hefur verið og sýnir það greinilega vax andi vinsældir slíkra móta svo og grózku í hestamennsku lands- manna. Það er vel til fallið að halda þessi fjó^ðungsmót þau ár- in sem landsmot eru ekki haldin og skipta þeim milli landsfjórð- unga. Mót sem þessi er í raun- inni ákaflega víða hægt að halda, aðeins þarf að ganga frá löglega byggðum skeiðvelli. Við höfum ekki enn komizt upp á lag með að tileinka okkur svipaðan út- búnað og erlendis tíðkast á mót- um sem þessum. Enn erum við ekki farnir að nota hestflutninga vagna (trailers) sem þar eru mjög ailgengir og eru ekki síður nauðsynlegir hér, þar sem að til- tölu við hesta- og fólksfjölda eru veglengdirnar miklum mun meiri. Vagnar sem mótsbyggingar Flutningavagnar þessir eru af ýmsum stærðum og gerðum. Hin ir stærstu þeirra eru svo notaðir á mótunum sem íverustaðir starfsmanna og sem dómpallar og matarvagnar. Veitingar eru í tjaldborgum. Segja má að ekki sé eðlilegt að einstaklingar hér á landi eigi hina stærri hestflutn- ingavagna, en jafn eðlilegt væri að Landssamband hestamannafé- laga og stærstu hestamannafélög in ættu slíka vagna. Það er firra að ætla sér, að leggja mikinn kostnað í byggingar fyrir mót, sem standa tvo daga ár hvert. Þess vegna verðum við að til- einka okkur háttu annarra, sem lengri reynzlu hafa á þessu sviði. En þetta var í rauninni útúr- dúr, þótt skylt sé skeggið -hök- unni. Faxaborg er vel búin að húsum, þótt fyrirferðarlítil hefðu þau orðið fyrir fjöldann ef stór- rigningu hefði gert. Allur undir búningur þessa móts var vel og skipulega framkvæmdur og létu þeir aðkomustarfsmenn, sem þarna þurftu að vinna bæði í dómnefndum og fleiru, vel yfir. Á laugardaginn var mætt með skrásett hross hjá dómnefndum og unnu þær að dómum fram eft ir degi. Um kvöldið voru kapp- reiðar og sölusýning. Smekklegri ldæðnaó ' og betri ásetu Á sunnudagsmorguninn kl. 10,30 riðu hestamenn fylktu liði undir félagsfánum inn á sýning- arsvæðið og mátti þar líta glæsi- lega fylkingu. Það eina sem skyggir á slíkar hópsýningar hjá okkur enn er hve búningur margra knapanna er ósmekkleg- ur. Það verður að fara að leggja meiri áherzlu á að búningar knapa séu viðunandi og ásetan í föstum stíl. Það er einhver losara bragur yfir þessu hjá okkur ennþá. Það er ekki síður nauðsynlegt að setja fastar reglur um hegðun og búnað sýningarknapa heldur en knapa á kappreiðum. Það verð ur einnig að ■ setja rpglur um, hvernig sýningarsvæði skuli skipulagt og á hvern hátt skuli mætt með hestana fyrir dóm- nefnd. Erlendis er þetta í mjög föstum skorðum og ákveðnar reglur, sem um þetta gilda. Þess vegna getur allt gengið í röð og reglu og sýningin getur borið glæsibrag. Engar skipulagsreglur Landssamband hestamannafé- laga verður að taka þessi mál fastari tökum en verið hefur. — Mestur tími þinga þess hefur far ið í rifrildi um peningamál og framkvæmdir, sem engar skipu- lagsreglur eru fyrir. Það er hlægilegt að henda tugum og hundruðum þúsunda í byggingu sýningarsvæða án þess að nokk- ur skipulagsreglugerð skuli vera fyrir um það, hvernig slík sýning arsvæði eiga að vera. Útkoman verður því að eitt mótið er haldið við þessar aðstæður og annað við hinar og hvorki starfsmenn, dómnefndir eða sjáifir sýnendur hafa raunverulega áttað sig á skipulaginu fyrr en mótinu er lokið. Hér er ekki á þetta bent vegna þess að skipulagið hafi verið venju fremur slæmt á Hvítár- bökkum. Þar var það eins og bezt verður á kosið við núverandi aðstæður. Hitt er verkefni hins unga Landssambands, og knapinn. — kannske vart von að lengra sé komið, enda verður ekki allt unnið í senn, að sjá um að bæði fullkomin kappreiðareglugerð og sýningarreglugerð ásamt viður- kenndum dómstigum sé gefið út, svo menn viti að hverju þeir ganga og ekki þurfi eilífar móðg anir og rifrildi eftir á. Kl. 11,15 setti Steinþór Gests- ertsson, Guðm. Pétursson, Hesti, og Gísli Ellertsson, Meðalfelli. 1. Venus frá Reykjum í Mos- fellssveit, leirljós, 8 vetra. Eig- andi Málmfríður Bjarnadóttir, Reykjum. Venus hlaut í verð- laun, silfurbikar, gefinn af Kaup félagi Borgfirðinga. 7 2. Nótt frá Kolstöðum í Dala- sýslu, brún, 7 vetra. Eigandi Guð mundur Guðmundsson, Kolstöð- 3. Gletta frá Skeljabrekku I Borgarfirði rauð, 10 vetra. Eig- andi Jón G slason, Skeljabrekku. Góðhestar Dómnefnd skipuðu: Steinþór Gestsson, Hæli, Björn Jónsson, Akureyri og Jón Bjarnason, Selfossi. Sýndir voru góðhestar frá 6 hestamannafélögum, fyrstur varð Hrannar, brúnskjóttur, 11 vetra, eigandi Sólveig Baldvinsdóttir, Hafnarfirði. Hrannar hlaut Vest- urlandsskeifuna 1960. 2. Börkur, sótrauður, 13 vetra, eigandi Þorlákur Ottesen, Rvík. i. Goði, leirljós, 15 v., eigandi Höskuldur Eyjólfsson, Hofsstöð- um í Hálsasveit. 4. Glókollur, rauður, 10 vetra, eigandi Leo Sveinsson, Rvík. 5. Svaði, brúnstjörnóttur, 9 vetra, eigandi Björn Jóhannes- son, Sturlu-Reykjum. Að lokinni góðhestasýningunni voru verðlaun afhent þeim er Faxaskeifuna hlaut, en hún er ár- lega veitt af Hestamannafélag- inu Faxa í Borgarfirði. Skeifuna hlaut að þessu sinni Reykur, grár, 6 vetra, eigandi Gisli Hös- kuldsson, Hofsstöðum, Borgar- firði. Kappreiðar Á laugardaginn kl. 17,00 síðdeg is fóru fram undanrásir í kapp- reiðum. Hófust þær með skeiði. Sá háttur var hafður á á þessu móti að hverjum skeiðhesti var gefinn kostur á að hlaupa tvo spretti og réði betri tíminn úr- slitum, hvort sem hann náðist í fyrri eða seinni spretti. Sprett- lengd var 250 m. þar af hreint skeið 200 m. Hið gamalkunna skeiðhross Gletta Sigurðar Ólafssonar vann skeiðið og lá hún fyrri sprettinn á 25,2 sek. og voru henni veitt fyrstu verðlaun. Það má merki- legt telja hve vel Gletta heldur út orðin 22 ára gömul. Önnur varð Venus Málfríðar Bjarnadóttur á Reykjum. Hún lá báða sprettina en fékk betri tíma seinni daginn, 25,7 sek. Þriðja var Frekja Tryggva Stefánssonar, Skrauthólum, Kjal arnesi. Hún lá fyrri daginn og hljóp á 26,1 sek. Þátttökuna í skeiðinu má telja góða en 11 hross mættu til leiks. Má telja vir4 að sú tilhögun að taka gildan betri sprett skeið- hrossanna sé orsök í vaxandi þátttöku í skeiðinu og er það vel, því mörgum áhorfendum þykir skeiðið skemmtilegust keppnis- greina, sem við eigum völ á hér. 250 m. folahlaup Þar mættu til leiks 7 hestar. — Sigurvegari varð Kirkjubæjar- Blesi Jóns M. Guðmundssonax á Reykjum. Hljóp hann í undanrás á 19,9 sek., en í úrslitum á 19,8 sek. og er það sami tími og stað fest met. 2. varð Ör Þorkels- Bjarnasonar á Laugarvatni. — Hljóp í úrslitum á 19,9 sek. — 3. varð Fálki Þorgeirs í Gufunesi, hljóp á 20,8 sek. 300 m. stökk Þar mættu 8 hestar til leiks. Fraiohald á bls. 13. Þessar myndir eru frá afhendingu verðlauna fyrir góðhestakeppni og kynbótahryssur.______T. v. Björn Jónsson afhendir Kristni Hákonarsyni verðlaunin fyrir bezta góðhestinn, Hrannar úr Hafnarfirði. T. h. Gunnar Bjarnason afhendir Jóni Guðmundssyni verðiauuúi fyrir beztu kyn- bótahryssuna, Venus frá Reykjum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.