Morgunblaðið - 22.07.1960, Page 13

Morgunblaðið - 22.07.1960, Page 13
Föstudagur 22. júlí 1960 MORC111SH1AÐIÐ 13 Fimmfugur i dag Henrik Thorlacius HENRIK Thorlacius, lektor, er fimmtíu ára í "dag. Við vinir hans viljum gjarnan minnast hans ó þessu stóra afmæli. Henrik Thorlacius er af góð- um ættum. Hann er fæddur 22. júlí 1910 á Bakkafirði. Hann er sonur hjónana Samsonar Jóns- sonar og Guðrúnar Thorlacius. Faðir Henriks Thorlacius er kunnur hagleiksmaður, sem er bæði húsa- og bátasmiður, og þekkja hann margir að öilu góðu. Móðir Henriks var Guðrún dóttir Daníels Thorlacius í Stykk- ishólmi, mæt kona og vinsæl. Mín virðing fyrir Henrik Thorlacius vaknaði, þegar kona mín benti mér á það eitt sinn, er hann borðaði miðdag hjá okk- ur. Ég sagði: „Hvað er nú að ske? Af hverju dekkarðu svona fínt borð fyrir okkur?“ Þá sagði hún: „Hann er vinur þinn“. Okkar samstarf hefir verið sérstaklega gott og vonandi kem- ur það mörgum að gagni. Hið vandasama starf um íslenzka málið á bókinni „Verklegri sjó- vinnu“ er meira honum að þakka — Utan úr heimi Framhald af ols. 10. Á meðan sovézkar eldflaugar hafa forystuna um könnun geimsins, meðan efnahagur Sov- étríkjanna tekur stórstígari fram förum en okkar, meðan við erum of svifaseinir að gera okkur grein fyrir þróun mála í hinum frjálsu ríkjum í Asíu, Afríku og Suður- og Mið-Ameríku, þá mun máttur Sovétveldisins sífellt aukast — og Krúsjeff. mun sýna okkur fyrirlitningu. * VERÐÉM AÐ EINBEITA ORKUNNI Fyrsta vandamálið varðandi afstöðu okkar til Krúsjeffs er þannig að finna hjá okkur sjálf- um — og því verðum við að ein- beita allri orku okkar og vilja til þess að takast á við þau miklu verkefni, sem. fyrir liggja á næsta áratug. — Og annar vandi okkar felst í afstöðunni til ann- arra þjóða heimsins — til þess mikla hluta mannkynsins, sem hvorki er amerískur né komm- únískur. Ef við miðum stefnu okkar við þetta —>að efla eigin styrk og koma á traustu samstarfi við sem flestar þjóðir heims, þá getum við mætt Krúsjeff í trausti á okkur sjálf og styrka afstöðu okkar í heiminum. en nokkrum öðrum, og er senni- legt, að hans almenna starf og þátttaka, eins og^margra ungra drengja á íslandi, í vinnu sinni til sjós og lands eigi þar sinn uppruna. Ahugi Henriks Thorlacius hefir líka fengið byr í starfi hans í Stýrimannaskóla Islands og hefir hann fengið mikla þökk hjá mörg um nemendum skólans, sem notið hafa kennslu hans á menntavegi þeirra. Starf Henriks Thorlacius í Slysavarnafélagi Islands er á margan hátt merkilegt, og hefir hann sér í lagi borið Austur- land fyrir brjósti, og gleyma fáir hans góðu ræðu, þegar hann fékk samþykkt á Slysavarnaþingi upp- haf að byggingu björgunarskútu fyrir Austurlandi, og endaði hans skilmerkilega ræða á þessum orð- um: „Látum Austurland ekki gleymast". Henrik Thoriacius hefir verið rithöfundur frá unga aldri, og hefir hann skrifað margar góðar bækur, sem eru mikið lesnar af góðum bókamönnum og prýða góð heimili víða um land. Henrik Thorlacius á marga vini hér og erlendis, og hefir hans „correspondance" við merka er- lenda menn orðið honum og Is- iendingum til sótna. í starfi sínu sem lektor við Maryland University" og kennsl una á Keflavíkurflugvelli, bar sem hann kennir íslenzkú, þýzku og frönsku, hefir hann orðið sér og landinu til virðingar, en þarna hafa margir fyrirmenn fra Ame- ríku starfað og notið kennslu hr. Henriks Thorlacius, og sú vinátta, sem þar hefir skapazt, er bæði góð og æskileg. Um leið og ég skrifa þessar fáu línur um góðan vin minn og starfsfélaga, vil ég að sjálísögðu „Vöiuóvísaníinar" ekhi lótnoi í vinnulaunnumslög? Kaupfélagsmenn segja þœr nofaðar i öðrum viðskiptum óska honum til hamingju með fimmtíu ára afmæiið og þakka honum fyrir góða vináttu og sér- staklega hógværðina, sem kernur mér svo vel. Ársæll Jónasson — Hestamannamót Framh. al bls. 11 Sigurvegari varð Reykur Skúla Kristjánssonar á Svignaskarði. Hljóp í undanrás á 24,0 sek., en í úrslitum á 22,3 sek. — 2. varð Þröstur Bjarna Jóhannssonar, hljóp í úrslitum á 23,1 sek. 3. varð Litli-Raúður Guðmundar Ragnarssonar, Rvík. Hljóp í úr- slitum á 23,2 sek. Fjórði varð Gregori Ásgeirs Gestssonar, Hvanneyri á sama tíma en sjón- armun á eftir. Rétt er að geta þess að Kirkjuibæjar-Blesi var fyrstur i sínum riðli i 300 m. hlaupinu og átti rétt til þátttöku í úrslitum, en eigandi dró hann til baka, þar sem hann taldi ekki gott fyrir hestinn að fá e. t. v. þrjá spretti með stuttu millibili. 350 m. stökk í þessu hlaupi voru 7 hestar. Sigurvegari varð Garpur Jó- hanns Kr. Jónssonar í Dalsgarði, hljóp í undanrás á 26,7 sek., en í úrslitum á 25,5 sek., sem er sami tími og staðfest met. — 2. varð Blakkur Þorgeirs í Gufu- nesi, hljóp í úrslitum á 26,2 sek. 3. varð Skenkur Sigfúsar Guð- mundssonar, Svignaskarði, hljóp ó 26 2 sek., en sjónarmun á eftir Blakk. Leikarar biðja um skúr NOKKRIR leikarar, með Krist- björgu Kjeld í fylkingarbrjósti, hafa skrifað bæjarráði, þar sem þeir fara fram á að fá skúr sem stendur á hinni gömlu ísbjarn- arlóð við suðurenda Tjarnarinn- ar. Munu leikararnir hafa í byggju að gera einhvers konar leikhús þarna. Þetta erindi leik" aranna taldi bæjarráð heyra undir embætti borgarlæknis og þangað var því vísað. MBL. HEFUR borizt frá Kaup- félaginu Dagsbrún í Olafsvík bréf það, sem hér er birt. Skv. þréfi þessu halda kaupfélags- menn því fram, að „Vöruávísan- ir“ þeirra, sem í umferð eru í Olafsvík, hafi ekki verið látnar í vinnulaunaumslög, heldur séu þær notaðar í öðrum viðskiptum. Skv. uppiýsingum, sem Mbl. fékk með „vöruávísun" Kaupfélags- ins hafa ávísanir þessar verið not aðar beint og óbeint til vinnu- launagreiðslna. Stangast því á staðhæfingar heimildarmanna blaðsins og kaupfélagsins. Blað- ið telur hinsvegar sjálfsagt að birta bréf kaupfélagsins, sem stutt er yfirlýsingum frá forráða- mönnum verkalýðsfélagsins á staðnum. Birtist bréfið með orða- lagi höfundar, Alexanders Stef- ánssonar, kaupfélagsstjóra: „Hasafrétt“ „í blaði yðar 16. júlí sl. birtið þér grein, ,hasafrétt“ á áberandi stað, sem ber yfirskriftina „Há- þróaðir" viðskiptahættir í SÍS— kaupfélagi, ásamt mynd af vöru- ávísun frá Kaupfélaginu Dags brún. Vér viljum hér með tjá yður að skrif þessi eru rakalaus lygi frá rótum. Kaupfélagið Dagsbrún hefur aldrei greitt vinnulaún með vöruávísunum, né sett slíkar ávís- anir í vinnulaunaumslög verka- fólks. Ekki einn einasti verka- maður né launþegi hjá Kaupfé- laginu Dagsbrún gæti haldið slíku fram, og er þessi lygafregn yðar fordæmd af öllum í Ólafs- vík og nágrenni. Fylgja hér með yfirlýsíngar frá trúnaðarmanni verkalýðsfélagsins á vinnustað, istjórn Verkalýðsfélagsins Jökuls ó>=D>=b>=2’=:ö>=2>=:ö>=9>=:ö>=2>=ö>=2>=ö>=9>==ö>=2’=:ö>=5>=b>=0>=^<r:^Q=-:C=^Q=rfCp5<Q=^<Fs<Q=*ö:=':Q='<ó=':Q=' og gjaidkera kaupfélagsins. Til upplýsinga fyrir fátróða en illgjarna blaðamenn skal upp- lýst að vér notum vöruávísanir aðailega á eftirfarandi hátt: 1. Nokkuð margir viðskipta- menn vorir kaupa þessi vöruávís- anahefti þar sem þeir telja sig og tjölskyldur sínar fylgjast bet- ur með eyðslu til vörukaupa á þann hátt. 2. Einstaka viðskiptamenn vorir er skulda oss meira í vöru- kaupum en framleiðsla þeirra kemur til að geta greitt upp, semja við oss um úttektarlán, og í stað nótuskrifta í deildum fé- lagsins fá þeir vöruávísanahefti til að taka út á. 3. Allmargar fjölskyldur þurfa oft á aðstoð að halda, t. d. fá ekki útborgað á réttum tima hjá bát eða fyrirtæki, t. d. Hraðfrysti- húsi Ölafsvíkur h.f. Þetta fólk leitar gjarnan til vor um vörulán meðan ofangreint ástand varir. Ef við hjálpum þessu fólki, sem er æði oft, heimilast því vöru- úttekt í verzlunardeildum vorum með vöruávísunum. Vér viljum að lokum taka fram, að Kaupfélagið Dagsbrún hefur frá fyrstu tíð reynt eftir megni að stuðla að sem beztri verzlunar þjónustu við fólkið í Ólafsvík og nærsveitum, ennfremur að byggja upp sem blómlegast at- vinnulíf í Ólafsvík með beinum afskriftum, og hefur hér náðst töluverður árangur, sem betur fer, það geta allir séð sem vilja sjá. T. d. greiddi kaupfélagið rúmlega 7 millj. í vinnulaun árið 1959. En því miður eru alltaf til menn sem eru haldnir hvötum til að draga slíka uppbyggingu niður í svaðið, slíkir menn eru óþurftarmenn, niðurrifsmenn I þjóðfélaginu, venjulegast menn sem minnst gagn gera, hver á sínum stað. Ef til vill hefur einhver slíkur komið ritstjóra Morgunblaðsins til að birta þessa frétt.“ •=ö>=9i!=:b>=£i>=ös=£>>rT5>=C>>=í)>=2>=:ö<a I £ i 1 I Grænmeti NÚ gengur í hönd grænmetis tímabilið, sem því miður er alltof stutt hér á landi, og því nauðsynlegt að húsmæður gæti þess að heimilisfólkið fái eins mikið og mögulegt er af nýju, vítamínsríku "græn meti. Húsráð • Það getur verið erfitt að ná burtu blettum, sem rign- ingardropar skilja eftir á leð- urtöskum; það er alveg sama hve mikið töskurnar eru nuddaðar og fægðar, blettirn- ir fara ekki. Óbrigðult ráð við því er að nudda töskuna með vatt-hnoðra, sem undinn hef- ur verið í mjólk. Blettirnir hverfa gersamlega og eftir verður mött himna, sem hverfur ef taskan er fægð upp úr hvítu skókremi. • Flestar húsmæður gráta yfir lauk, en laukur er ei.tt af því sem þær þurfa alltaf að vera að nota. En setji þær upp gleraugu, sem falla að andlitinu, svo sem snjógler- augu, sundgleraugu eða bara ljósagleraugu, er vandamálið leyst. Þær gráta ekki meira yfir lauknum. Fyrirtak er að bragðbæta allan mat með söxuðu græn- meti á degi hverjum, svo sem með steinselju og grænkáli. Báðar þær káltegundir eru mjög auðugar af C-vítamíni, og auk þess A-vítamíni, og auk þess A-.vítamíni og járni. Bezt er að saxa kálið um leið og maturinn er borinn fram og nota til þess þar til gert raspjárn. Ekki má heldur gleyma að borða nóg af hrásalati. sem búið er til úr ýmsum kálteg undum, svo sem hvít-, rauð- og blómkáli, sem allar inni- halda mikið af C-vítamíni. Er hægt að blanda hinar ýmsu a degi hverjum káltegundir á margvíslegan hátt og skal hér nefnd aðeins örfá dæmi: í saxað hvítkál er gott að bæta við eplabitum og að vild ellegar niðursoðnar rauð- rúsínum og hnetukjörnum, beður eða piparrót. Salatið er látið í lög, sem samanstendur af sítrónusafa, örlitlu vatni og sykri. Úr rauðkáli er hægt að búa til ljúffengt salat með eplum og appelsínum (einnig sett í sítrónulög, svo sem að ofan greinir) eða með rauðbeðum og eplum og salatið bragð- bætt með sinnepi, salti, ed- diki og litlu af sykri. Hrásalat úr blómkáli er bezt með rifum gulrótum eða • 'Sé blómkálshöfuðið flekk ótt og svo mislitt, að leiðin- legt sé að bera það fram, er heillaráð að setja mjólkur- slettu út í vatnið, sem það er soðið i. Þá hverfa flekkirnir og blómkálið verður hvítt og fallegt. Sama gildir með gaml ar kartöflur; þær líta út eins og nýjar, séu þær soðnar á sama hátt. eplum, vætt í sítrónulög. Ó>=0.'-=2>=b>=O>=:ö>=ó>=ti>=£5>=:ö>=2>=ó>=2>=ö>=2>=ó.'-=2:=:ó>=2>Æó>=0>=ó>=2>=ö>=2>=ö>=2>=ó>=P>"2>^S>=ó>=D>=2>=ó.'-=2>Æö>=2>=í)>^D>=íi>=£)>=ö>=£)V=í)>^£)>=í,.^=£iv==í)^

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.