Morgunblaðið - 22.07.1960, Qupperneq 16
16
MORCUNBr.4»1Ð
Fðstudagur 22. júlí 1960
. . PATRICIA WENTWORTH
Qnmlor syndir |
brjóta það. — Og ég segi nú, að
þú hefðir bezt af að fara heim
og leggja þig .... ef ekki bara
stæði svo á, að lögreglan verður
kömin hingað eftir stutta stund
og vill þá sjálfsagt tala við þig.
Frú Rogers snýtti sér svo« að
hvein í. — Heldurðu, að hún hafi
gert það?
Frú Beeston var einbeitt á
svipinn. — Það er ekki mitt að
halda eitt eða annað, og heldur
ekki þitt, og okkur veitir ekki
af að halda áfram með verkin
okkar.
Adela Castleton hafði þrátt
fyrir allt komið niður til morg-
unverðar. Hún nartaði eitthvað í
ávexti og drakk einn tebolla, og
var mjög fríð og örugg í fasi að
vanda.
Pippa hélt kyrru fyrir í her-
berginu sínu.
Carmona fór upp þegar þessi
dauflega máltíð var á enda, og
fann að ávextirnir og brauðið,
sem hún hafði sent Pippu, var
ósnert, en hins vegar hafði hún
klárað úr tebollanum. Svo virt-
ist sem Pippa hefði ekki hreyft
sig annað en til þess að seilast
eftir bollanum og setja hann á
sinn stað aftur. Hún sat þarna í
gagnsæju nærfötunum og með
hárið í allar áttir.
Carmöna sagði eins einbeitt-
lega og hún gat: — Þú verður
að klæða þig, Pippa .. það er
ekkert undanfæri. Og þú verður
að laga á þér hárið!
— Til hvers?
— Lögreglan hlýtur að koma
á hverri stundu.
— Gerir hún það?
— Hún hlýtur að gera það.
— Áttu við, að þessi hræðilegi
karlfauskur segi henni frá öllu?
Pippa talaði lágt og hljómlaust
og leit ekki einu sinni á Car-
monu. Ef hún hefði litið upp,
hefði hún líka séð sína eigin
mynd í gamla speglinum yfir
snyrtiborðinu. En hún leit ekki
hærra en á bollabakkann, sem
stóð við hlið hennar. Röndin á
bakkanum var skreytt rósum, og
Pippa hafði verið að telja rósirn-
ar. Ef hún taldi þær frá hægri
til vinstri, urðu þær sjö, en væru
þær taldar frá vinstri til hægri,
urðu þær níu.
Carmona stóð þögul. Það var
sama til hverrar handar iitið var,
alls staðar voru vandræð’in. Hún
hafði ekki gert sér Ijóst, hvort
hún tryði frásögn Pippu, en hún
varð að trúa henni, því að ekki
gat hún hugsað sér Pippu sem
morðingja. Maður trúir því yfir-
leitt ekki að kunningjar manns
eða stúlka, sem var í skóla með
manni, sé morðingjar. Nei, þetta
hlaut að vera algjörlega utanað-
komandi maður, einhver úr þeim
heimi, sem Alan hafði lifað í und
anfarið. Það gat ekki verið neinn,
sem þau þekktu. En þegar hún
hugsaði til James, fór um hana
hrollur. Til hvers hafði hann
farið að fara út um miðja nótt?
Klukkan var orðin yfir tólf þeg-
ar Pippa fór út til að hitta Alan.
Hvar var James þegar hún fór
út? Sjálf var Carmona þá sof-
andi. Og James hafði ekki komið
í rúmið; þá hefði hún vaknað. En
hann hafði ekki komið. Hvar
var hann? Þegar hún vaknaði
og heyrði fótatak Pippu og sá
hana koma upp stigann með
þennan hræðilega blóðblett á
kjólnum, hlaut klukkan að hafa
verið sem næst hálf-eitt, því að
stundarkorni seinna þegar hún
leit á klukkuna inni hjá Pippu,
vantaði hana tuttugu mínútur í
eitt. En hálf-tíma seinna, þegar
'þær höfðu lokið því, sem þær
þurftu að gera og höfðu farið i
rúmið aftur, var James háttaður
og sofnaður.
En hér staldraði hún við. Var
hann þá sofandi? Eða var hann
bara að blekkja hana?
Um þetta var Carmona að
hugsa þegar Pippa raknaði snögg
lega úr mókinu og sneri að
henni. Nú var hún ekki lengur
eins og utan við sig. Augun
leiftruðu og kinnarnar voru
kafrjóðar.
— Hvaða gagn er okkur i að
sitja svona? Við verðum eitt-
hvað að aðhafast! Ég hef verið
eins og mús, sem bíður dauða
síns undir fjalaketti. Og það er
heldur ekki annað en dauðinn
fyrirsjáanlegur, ef við bíðum
lengur. En ég geri mér það bara
ekki að góðu! Ég veit alveg upp
á hár, hvað við eigum að gera og
við skulum gera það tafarlaust.
Við verðum að kalla á hana
Maud Silver okkur til hjálpar!
— Maud Silver? Rödd Car-
monu var ekkert nenia örvænt-
ingin.
Pippa var stokkin á fætur. Hún
opnaði nú skáp, tók kjól út úr
honum, sem hún fór i, stakk fót-
unum í fjöruskó og talaði óða-
mála á meðan.
— Já, Maud Silver. Veiztu
kannske ekki hver hún er? Ég
vissi það heldur ekki í fyrstunni
því að engan getur grunað það,
sem sér hana. En svo mundi ég
eftir því hvernig mér hafði ver
ið sagt, að hún liti út — lítil,
pipruð kennslukona, en afskap-
lega eftirtektarsöm og glúrin.
— Hvað ertu að tala um,
Pippa? Áttu við, að hún sé lög-
regluspæjari?
Pippa kinkaði kolli með mikl-
um ákafa. — Já, og við verðum
að hitta hana tafarlaust og f.á
hana til að koma hingað. Þessi
lögreglumaður, sem hér er, fer
alltaf í smiðju til hennar, þegar
hann veit ekkert upp eða niður
sjálfur. Ég skil bara ekki í sjálfri
mér að ná ekki í hana strax —
það er eins og ég hafi verið dauð
eða sofandi.
— En hvað ætlarðu að gera,
Pippa?
— Ná í Maud Silver undir
eins, áður en lögreglan nær í
okkur. Því náttúrlega kemur
hún hingað?
— Það er víst því miður eng-
inn vafi á því.
— Anthony ofursti fór að til-
kynna þetta. Hann sagði, að það
væri borgaraleg skylda sín.
— Æ, er ekki fólk andstyggi-
legt, sem segir annað eins. Það
þýðir aldrei annað en einhverja
bölvun eða óþægindi. Nú var
Pippa tekin til við að laga á sér
andlitið og bar á sig skjannarauð
an varalit. Carmona sagði:
— Þetta mundi ég ekki gera,
Pippa.
— Hvað mundirðu ekki gera?
— Nota svona glannalegan
varalit.....Og þessi höfuðklút-
ur þinn. Mér finnst hann heldur
ekki vel viðeigandi.
Pippa glápti. — Af því að hann
er rauður. Þú ætlast vonandi ekki
til, að ég fari að sorgarklæða mig
eftir hann Alan?
Pippa skipti höfuðklútnum fyr-
ir annan, en vildi ekki hrófla við
varalitnum.
— Og ég verð að komast burt
áður en lögreglan kemur. Ef mér
tekst það, er mögulegt, að ég
nái nógu snemma í hana Maud
Siiver, áður en þeir fara að koma
með þessar andstyggðar spurn-
ingar sínar.
Carmona sagði: — Sá sem þú
ættir fyrst og fremst að tala við,
er hann Bill, maðurinn þinn. —
Hefurðu sent eftir honum? Það
finnst mér nefnilega þú ættir
að gera.
— Bill? Nei, vitanlega ekki!
Þú hlustar aldrei á það sem mað-
ur er að segja við þig. Hann er
í Þýzkalandi að bera vitni í ein-
hverju óþverra máli. Ég býst
ekki við, áð ég gæti náð i hann,
jafnvel þó ég vildi.
— Já, en þetta kemur í blöð-
unum!
— Fara þau nokkuð til Þýzka-
lands? Og þó svo væri, gerir mér
það ekkert til, því að þetta verð
ur allt um Alan og það að hann
er sonur Penderel Field, og svo
aðeins minnzt á þig og Ester og
James. Og þar sem Bill hefur
ekki einu sinni hugmynd um, að
ég sé hérna, þá......
— Nú? Veit hann það alls
ekki?
— Nei. Hann heldur, að ég sé
hjá henni Muriel gömlu frænku
hans — drepleiðinglegustu kell-
ingarhrotu, sem fyrir finnst á
jarðríki. Nei, ég hringdi til þín
í staðinn fyrir að fara þangað.
Hún lagði frá sér varalitinn,
púðraði sig með fimlegum hand-
tökum, og sneri svo frá speglin-
um hressilegri en áður.
— Jæja, elskan. Ég verð að
hlaupa. Biddu fyrir mér!
24. kafli.
— Þér óskið að tala við mig í
„embættiserindum“?
— Já, það geri ég.
Maud Silver horfði með alvöru
Svip á stúlkuna í sólskinsfötun-
um og með bláa klútinn bundinn
um hárið. Henni ofbauð klæðnað
urinn á unga fólkinu, hvernig
sem á stóð, og þessi stúlka hefði
að minnsta kosti ekki þurft að
mála varirnar á sér svona gasa-
lega ofan á allt annað. Alan Field
hafði þó nýlega verið myrtur,
skammt frá dvalarstað hennar og
stjúpa hans var þó undir sama
þaki. Hún hefði að minnsta kosti
getað sýnt tilfinningum hennar
þá nærgætni að klæða sig ofur-
lítið minna áberandi. En hún
stillti sig um að hafa hátt um
þennan smekk sinn. Sjálf hafði
hún auðvitað dregizt aftur úr.
Fólk var nú ekki lengur með
þessa gömlu smámunasemi og
kannske var það jafnvel fyrir
beztu. Það var ekki nema satt,
að fólk hafði gert óþarflega mik-
ið að því að hengja sorgina utan
á sig, í hennar ungdæmi. Nú á
tímum dugði ekki að horfa ein-
göngu á ytra borðið; þar varð að
skyggnast dýpra.
Eitthvað á þessa leið voru hugs
anirnar hjá Maud Silver, meðan
hún horfði á stúlkuna. Hún gat
séð á henni greinileg merki and-
legrar áreynzlu — gegn um alla
málninguna. En gamla konan
skyggndist dýpra. Málrómurinn
var of hressilegur og hláturinn
of hvellur, og öll framkoman yf-
irleitt óþarflega frjálsmannleg,
til þess að geta verið fullkomlega
eðlileg. Þetta minnti ósjálfrátt á
grammofónplötu, sem er látin
ganga hraðara en henni er ætlað
Svo sagði hún, og talaði hægara
en hún var vön:
— Þér viljið leita ráða hjá
mér. Og hvers vegna?
Pippa beit á vörina. Hún hafði
vitað, að hún ætlaði að leita
ráða, en hún hafði alls ekki
ákveðið, hvað hún ætlaði að
segja, þegar á hólminn kæmi. —
Fyrir henni var aðalatriðið að
komast út úr húsinu og ná til
Maud Silver, áður en lögreglan
gæti stöðvað hana. Jæja, hún var
sloppin út úr húsinu og hafði náð
fundi Maud Silver.
Þær sátu nú hvor andspænis
annarri í stóra herberginu, og
henni gat ekkert dottið í hug til
að segja. Maud Silver sat í hæg
indastól úti við gluggann. Þegar
stúlkan starði á hana eins og í
vandræðum, tók gamla konan
ljósrauða bandhnykilinn, sem
prjónarnir hennar voru nældir í,
byrjaði að prjóna.
Ef til vill hefur það verið ró
og jafnvægi gömlu konunnar,
sem gerðu það að verkum, að
Pippa fór að tala, rétt eins og
krakki, og stórum eðlilegar en
áður.
— Ég er svo hrædd....
Maud Silver hélt áfram að
horfa á hana, en prjónaði áfram.
— Viljið þér ekki segja mér,
hvers vegna?
— Lögreglan .... Carmona
sagði, að hún kæmi áreiðanlega.
— Voruð þér hræddar við, ef
lögreglan kæmi og spyrði yður?
— Já, vegna þessa blóðs á
stigaþrepunum. Það hlýtur að
hafa lekið úr kjólnum mínum.
Þér skiljið .... ég datt á hnén I
það og kjóllinn varð allur blóð-
ugur að framan. Frú Rogers var
að sópa stigann. Enginn vissi, að
það var þarna — en rýjan henn-
ar varð blóðug og hún öskraði
upp yfir sig....... Allir komu
fram á ganginn og ég sagði, að
þetta hlyti að vera blóð, sem
hefði komið úr kjólnum mínum,
af því að hann hefði verið allur
SHlItvarpiö
Föstudagur 22. júlí
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. —-
•8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. —
8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.)
12.00 Hádegisútvarp.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.25 Tónleikar: „Gamlir og nýir kunn
ingjar“.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp.
Fréttir kl. 15.00 og 16.00).
16.30 Veðurfregnir.
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Ferðaþankar: Austan tjalds og
vestan (dr. Páll Isólfsson).
20.55 Tékkneski fiðluleikarinn Karel
Sneberger leikur á fiðlu við und-
irleik Veru Repkovu:
a) Alfadans eftir Bazzini.
b) Canzonetta eftir d’Ambrosio.
c) Serenata eftir Toselli.
d) Cavatina eftir Raff.
e) La Gitana, Sigeunalag eftir
Kreisler.
f) Danssýningarlag eftir Bériot.
21.30 Utvarpssagan: „Djákninn í Sand
ey“ eftir Martin A. Hansen; IV.
(Séra Sveinn Víkingur þýðir og
les).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Knittel“ eftir Hein-
rich Spoerl, III (Fríða Sigurðsson
þýddi. — Ævar Kvaran leikari
les).
22.30 Harmonikuþáttur (Henry J. Ey-
land).
23.00 Dagskrárlok.
WE'RE ALL PACKED, MARK.
EVEN IF YOUR BLIND DOG
SHOWED UP NOW, WE ^
COULDN'T STAY TO PO J
THE FILM STORY/
And in spite of his
FAILING STRENGTH, HE
PUSHES EAGERLV ON
Fló'-iTING TO
OVERCOME
EXHAUSTION,
GOOBER
SUDDENLV
STRIKES A
FAMILIAR
SCENT...
T-THANKS,
MR. LAWTON
" IT WAS L
SWELL OF
VOU TO COME,
, BARNEY/
Bangsi er orðinn dauðuppgef-
inn þegar hann allt í einu finnur
lykt, sem hann kannast við. Og
þrátt fyrir þreytuna heldur hann
ákafur áfram.
Á meðan.
Við erum tilbúnir að fara
Markús. Jafnvel þótt blindi
hundurinn kæmi í leitirnar núna
gætum við ekki verið hér áfram
til að taka myndina.
Það var fallega gert að þér að
koma Barney.
Þakka yður fyrir herra I.aw-
ton.
Laugardagur 23. júlí
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. —-
8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir —
8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfr.).
12.00 Hádegisútvarp.
12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sigur
jónsdóttir).
14.00 Laugardagslögin. — (Fréttir kl.
15.00 og 16.00).
16.30 Veðurfregnir.
19.25 Veðurfrégnir.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Leikrit: ..Djöfullinn og Daníel
Webster“ eftir Stephen Vincent
Bennett. (Þýðandi og leikstjóri
Lárus Pálsson).
21.10 Valsar eftir Waldteufel. (Hljóm-
sveitin Fílharmonia'* í Lundúnum
leikur. — Constant Lambert stj.)
21.35 Upplestur: „María“, smásaga eft-
ir Jón Björnsson ritstjóra frá
Dalvík (Snorri Sigfússon les).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.