Morgunblaðið - 26.07.1960, Blaðsíða 1
20 síðv^
Brezkur aflakóngur
rekinn úr starfi
*
Var á Kingsfori Jade, sem Oðinn
reyndi að taka
BtiAÐIÐ Fishingr News skýrir frá
því, að skipstjóra togarans King-
ston Jade hafi verið vikið úr
starfi í þrjá mánuði fyrir að ó-
hlýðnast fyrirmætam eigenda
skipsins um að halda sig utan við
tólf mílna mörkin við ísland.
Skipstjórinn, sem er 58 ára heit
ir James Shaughnessy og er ein
mesta aflakló Hull-borgar. Hefur
hann verið ailakóngur Kingston-
James Shaughne«c-'
togarafélagsins og unnið hin svo-
nefndu Copper Chat verðlaun.
Þykja það mikil tíðindi þar að
honum hefur verið vikið þannig
frá starfi.
Kaus betri kostinn
Fishing News hefur átt samtal
við hann vegna þessara atburða.
Þar segir hann, að hvorki hann
sjálfur né loftskeytamaður tog-
arans vilji viðurkenna að þeir
hafi verið innan tólf-mílna mark-
Um áreksturinn við Óðin að-
fararíótt 4. júlí segir skipstjórinn:
— Ef ég hefði numið staðar og
látið íslenzka fallbyssubátinn
taka mig, hefðu þeir farið með
okkur inn til Iteykjavíkur. Ég
kaus betri kostinn af tveimur
slæmum og sígildi á brott frá
honum.
Ræktar garðinn
Shaughnessy skipstjóri kveðst
ætla að sitja um kyrrt heima og
rækta garðinn sinn þennan tíma,
sem hann verður frá starfi. Hann
segir að brottvikningin geri sér
ekkert til fjárhagslega, því að
hann sé vel efnum búinn.
Framhald á bls. 19.
í fyrsta sinri á fslandi:
Norðurlandaráð byrjar 8. þing
sitt í Reykjavík á fimmtudag
Nixon
talinn
öruggur
CHICAGO 25. júlí. — t dag
hófst hér í borg flokksþing
republikana. Er það verkefni
þingsins að velja forsetaefni
flokksins í kosmngunum
næsta haust. Þingið hófst með
því að Morton framkvæmda-
stjóri flokksins flutti ræðu
þar sem hann réðst karkalega
á demokrata fyrir það að þeir
hefðu samþykkt á dögunum
stefnuskrá sem þeir gætu
aldrei staðið við.
Á meðan hann var að flytja
1 ræðuna kom Richard Nixon
varaforseti fljúgandi til Chi-
cago. Það þykir nú alveg víst,
að hann verði kjörinn forseta
efni flokksins. Við komuna
kvaðst hann mjög ánægður
yfir því að hafa náð samkomu
lagi við Rockefeller, höfuð
keppinaut sinn um stefnuna
í varnarmálum og mannrétt-
indamálum. Samkomulag það
sem þeir gerðu með sér varð
andi mannréttindamál gengur
miklu lengra en tillögur
stefnuskrárnefndar flokksins.
Kveðst Nixson vonast til
þess að stefnuskárnefndin
endurskoði nú fyrri tillögur
sinar til samræmis við þetta,
ella muni hann sjálfur leggja
tillögur fram um þetta á þing
inu.
j Allir forsætisráðherrar Norðurlanda
verða meðal 96 fulltrúa
25 mál liggía fyrir þinginu og má
búast við miklum umrœðum
norðurlandarAð —
sem fyrst kom saman árið
1953 í Kaupm.höfn — heldur
8. þing sitt í Reykjavík dag-
ana 27.—31. þ. m., eins og áð-
ur hefur verið getið hér í
blaðinu, og er það í fyrsta
skipti, sem ráðið sezt á rök-
stóla hér á landi.
Mikill undirbúningur
Mikill undirbúningur hefur
staðið yfir að undanförnu í sam-
bandi við þingið, og hefur mest-
ur hluti þess starfs mætt á skrif-
stofustjóra Alþingis, Friðjóni
Sigurðs^yni, en hann er formað-
ur undirbúnir.gsnefndar þeirrar,
sem íslands-deild ráðsins kjöri
um miðjan júní-mánuð síðastl.,
aðrir nefndarmenn eru þeir Har-
aldur Kröyer, Jóhannes Hall-
dórsson og Ólafur Ólafsson. —
Mbl. leitaði sér í gær upplýs-
inga um þinghaldið hjá Friðjóni
Sigurðssyni, og skýrði hann m. a.
frá því, er nú skal greina.
25 mál til meðferðar
Þingið verður í styttra lagi að
þessu sinni, bæði sökum þess, að
skammt er liðið frá því að Norð-
urlandaráð kom síðast saman —
og einnig þar sem ákveðið bef-
ur verið að halda næsta þing
strax í febrúar næstkomandi.
Engu síður liggja fyrir til
■•nrjBí" "" hafa átta
þeirra einnig verið rædd á
fyrri þingum en 17 eru ný.
Auk þess hefur þingið til með-
ferðar skýrslur frá ríkisstjórn-
um landanna, þar sem gerð er
grein fyrir, hvað þeim hefur
orðið ágengt við að hrinda ein-
stökum ályktunum fyrri þinga í
framkvæmd.
Almennar umræður
Siðast en ekki sízt er svo að
geta greinargerðar frá stjórnar-
nefnd þingsins um störf Norður-
landaráðsins frá síðasta þingi,
en í sambandi við hana fara
fram á þinginu almennar um-
ræður um norræna samvinnu.
Taka þær umræður oftast mest-
an tíma þingsins, og má t. d.
gera ráð fyrir, að ráðherrar þeir,
* j.óustu viku gerðu Banda-
ríkjamenn tilraunir með að
skjóta Polaris-flugskeytum
loft frá kafbátnum George
Washington. Tókust tilraunir
þessar mjög vel. Kafbáturinn
var á 30 metra dýpi, þegar
hann hleypti af tveimur eld-
flaugum. Þær þutu fyrst upp
að yfirborði sjávar, hófu sig
síðar upp í háloftin og hittu
eftir fjórtán mínútur í mark í
1700 km fjarlægð. Mynd þessi
var tekin þegar fyrra flug-1
skeytið af tveimur þaut upp ]
úr hafinu.
sem þingið sækja, geri við það
tækifæri grein fyrir afstöðu
sinni til mala — fremur en við
umræður um einstök mál síðar.
Líkur eru til, að talsverðar
umræður t.akist um ýmis þeirra
mála, sem fyrir þinginu liggja
nú. Þar á meðal eru tiliögur á
sviði utanrikismála, um breytt
fyrirkomulag sendiráðanna á
Norðurlöndunum innbyrðis og
sameiginleg sendiráð í nýjum
Framhald á bls. 19.
Þing Norðurlandaráðsins:
Forsætisráðherra
deildaforsetar komu
rinna og
*
i
FORSÆTISRÁÐHERRA
Finnlands, V. J. Sukselainen,
og þeir deildaforsetar Norð-
urlandaráðsins K. A. Fager-
holm frá Finnlandi, Erik Er-
iksen frá Danmörku, og Bert-
il Ohlin frá Svíþjóð, voru
meðal farþega „Hrímfaxa",
sem lenti á Reykjavíkurflug-
velli um 11-leytið í gær-
kvöldi.
Eru þeir, sem kunnugt er, all-
ir komnir hingað til lands, til
þátttöku í 8. þingi Norðurlanda-
ráðsins. Voru í fylgd með þeim
nokkrir fleiri af þátttakendum í
þinginu.
Á móti þeim tóku þeir Gísli
Jónsson, formaður tslandsdeildar
Norðurlandaráðsins, Friðjón Sig-
urðsson, skrifstofustjóri og Har-
aldur Kröyer, forsetaritari, auk
sendiráðsstarfsmanna o. fl.
— Tíðindamaður Mbl. var stadd
ur á flugvellinum, þegar hinir
norrænu gestir komu út úr flug-
vélinni, og hitti örskamma stund
að máii þá Sukseiainen, forsætis-
ráðherra, og Fager'-olm, þing-
forseta.
í fyrsta sinn á tslandi
Báðir létu þeir hið bezta af því,
að vera komnir til tslands.
— Þetta er í fyrsta skipti, sem
ég kem hingað, sagði Sukselain-
en, forsætisráðherra, — en mig
heur lengi langað til þess.
— Hver af málum þingsins
telur finnska sendinefndin mikil-
verðust?
ÖII málin mikilsverS
— Við leggjum ekki höfuð-
áherzlu á neitt eitt umfram önn-
ur, svaraði forsætisráðherrann,
um leið og hann svipaðist þolin-
móðlega um eftir farangrj sin-
um, sem starfsmenn F. f. komu
aðvífandi með í sömu andrá.
— Þetta eru allt stórmál, sagði
Fagerholm þingforseti. — Mjög
erfitt að gera upp á milli margra
þeirra. Það stærsta fyrir jkkur
er máske það, að vera komnir til
íslands.
Gekk fljótt.
Farþegaafgreiðslan gekk mjög
greiðlega fyrir sig og voru ekki
nema rúmar 10 niínútur liðnar
frá því að hinir norrænu fulltrúar
stigu út úr flugvélinni, þangað til
rykið þyrlaðist upp að baki bif-
reiðum þeim, tem fluttu þá tii
næturgistingar.