Morgunblaðið - 26.07.1960, Page 8
8
MORGUWBl4ÐIÐ
Þriðjudagur 26. júlí 1960
„Þeir komust að því
síðar hvað ég meinti’
VIÐ SJÁUM hann standa á
bryggjunni, þegar togararnir
koma, með baukinn í annarri
hendinni og tappann 4 hinni.
Hann er rauður í kinnum og
selta í svipnum. Við höldum
hann sé Færeyingur, því þeir
bera í andliti sterkari svip af
sjónum en aðrir sem við þekkj-
um. Hann er ekki hár maður
en þrekinn, ef út í það færi.
Bjarni Guðmundsson, verk-
stjóri hjá Togaraafgreiðslunni er
sextugur í dag. Þegar ég gekk
með honum um bryggjurnar einn
dag í júnímánuði og rabbaði við
hann um þorskinn, sem hann
veiddi fyrir mörgum árum úti
á Köntunum, var hann með kyn
legan glampa í augum allan tím
ann og það var eins og honum
fyndist gamari að ég skyldi hafa
komið og minnt hann á að fleira
er matur en feitt ket.
— Hvað komstu með af sjón-
um, Bjarni?
— Þetta andlit.
— Þetta rauða andlit?
— Já, sjórinn var rauður fyrir
vestan. Þeir segja hann sé
grænn, það fer eftir því hver
horfir.
— Ég átti við reynsluna.
— Hvað ég kom með af reynsl
unni í land?
— Já.
— Ég held að sjórinn hafi ekki
gert mig að verri manni. Af
hverju spyrðu?
— Ég hé'.t þú værir Færey-
ingur.
Nei, ég er ekki Færeyingur, ef
ég væri það, sæti ég á þessari
stund niðri í gamalli skútu og
væri að drekka Alaborgaráka-
víti.
— Þeir drukku mikið fyrir
vestan?
— Nei, en þeir drukku.
— Fyrir vestan, hvað er það?
— Grunnavík.
— Grunnavík, það hljómar
eins og Oxford, þegar þú segir
það.
— Oxford já, það er víst úti
í Skotlandi, er það ekki?
— Oxford er skrítið nafn. Er
ekki eitthvert skrítið nafn í
þinni ætt, Biarni?
-— Jú, ætii það ekki. Móðir
mín hét Ketiiríður Guðrún Vet-
urliðadóttir og faðir minn Guð-
mundur Theófílusson, er það
nógu skrítið? Svo þekkti ég
tvær kerlingar sem hétu Svía-
lín og Listalín.
Ég kinkaði kolli.
— Já, en þetta var ekki beys-
ið, aðeins nokkrar skepnur og
svo það sem fékkst úr sjónum.
Ég var 11 ára þegar ég fór fyrst
á handfæri með föður mínum,
en svo hættum við að fara sam
an, þegar ég var 17 ára.
— Af hverju?
— Hann drukknaði.
— Drukknaði? það var eins-
konar tízka í þá daga.
— Tízka, nei. Þú skilur þetta
ekki; þú hefur aldrei spurt:
Hvenær kemur pabbi? Og þú
hefur aldrei staðið í fjörunni.
ég mundi ekki gleyma því, þó
ég yrði 160 ára. Við stóðum þar
öll og móðir mín, 5 systkini und
ir fermingu.
Ég skammaðist mín.
— Ég held bara þú sért orð-
inn rauðari í andlitinu en ég,
kímdi Bjarni og tók hendurnar
úr vösunum og snússaði sig.
Svo settumst við.
— Það þýddí ekkert annað en
taka til höndum, sagði hann. —
Fimm systkini undir fermingu,
sjáðu til. Ég hét því við kistu föð
ur míns að fara ekki frá móður
Samtal við Bjarna Guðmundsson
verkstjóra
minni fyrr en barnið sem hún
þá gekk með og tveimur mánuð
um síðar varð bróðir minn, væri
komið á legg. Það er eitt af
fáu sem ég hef aldrei séð eftir.
Ég þagði.
Bjarni hélt áfram:
— Við þurftum að sjá um
þennan hóp, ég og elzti bróðir
minn. Og það var enginn tími
til að fara á skemmtun eða lyfta
sér upp eða horfa á stúlkurnar,
enginn tími. Halldór Sigurðsson,
skipstjóri, frá ísafirði ætti að
vita það, ég reri með honum á
haustin fram undir jól og legið
til þegar búið var að draga, nema
vont væri veður, þá var farið
inn. Þetta var okkar Vetrargarð-
ur. Þeir fara ekki allir í fötin
hans Halldórs Sigurðssonar. Eina
nóttina undan Jökli, sagði hann
okkur að gá á loggið, það var í
veðrinu sem Skúli fógeti fórst
í man ég. Mælirinn sýndi að við
áttum “ftir 10 mílur í land.
Hann er vitlaus, sagði hann.
Tveimur mínútum siðar braut
rétt fyrir framan stefnið og við
áttum ekki eftir nema nokkra
faðma í land. Hann hafði séð
þetta á sjólaginu. Þessir menn
kunnu að horfa til veðúrs. Það
þurfti meira til en þara í logg-
spaðana, til að setja þá út af
laginu.
— Og hafði þetta eitthvað
upp á sig?
—• Upp á sig?
— Já, ég á við fiskiríið.
— Það var auðvitað misjafnt,
en líklega ekki verra en nú, ef
dæma á af línufjöldanum. Við'
höfðum ekki nema 70—80 lóðir,
fórum í mesta lagi upp í 120 lóð
ir á vorin. Þá vorum við sunnan
undir Jökli og höfðum meðferð
is beitu í 5 lagnir og sváfum að-
eins einu sinni á milli, ef nokk
uð var að fá. þurftum oft að
standa í prjá sólarhringa, Við
fórum ekki langa göngutúra til
að sýna hug okkar til íslands og
héldum ekki ræður yfir Snæ-
fellsjökli. Við bara stóðum -og
elskuðum triand þegjandi. Svo
sigldum við með fiskinn til ísa-
fjarðar.
— En pú fórst af sjónum,
hvers vegna?
— Ég vildi ekki fara af sjón
um. Mér líður hvergi betur. En
ég fékk slæmar bólgur í maga
og konan sagðist ætla að lækna
þær, svo ég varð að vera heima
og hún stóð við sín orð, því
Svanhild er góð kona.
— Og ég sem hélt þú hefðir
ekki haft neinn tíma til að ná
þér í konu.
— Ojú.
— Hvernig fórstu að því?
— Ég var að bíða eftir Snorra
goða og þá notaði ég tækifærið.
En það voru erfiðustu róðrarnir
þegar við rerum frá Aðalvík.
*— SvanhiJd ér norsk, er það
ekki?
— Jú, hún er norsx.
— Hvað var hún að gera hér
á íslandi?
— Hún var bara vinnukona.
Við höfum bæði verið þetta
„bara“ alla okkar tíð. Þegar ég
beið eftir Snorra, bjó ég á Hem
um. Svanhild var þar ganga-
stúlka og sá um herbergið mitt.
Ég hafði ekki efni á að drekka
vín og vildi hafa það rólegt og
bað um eins manns herbergi.
Þeir sögðu ég mætti ekki hafa
hjá mér kvenfólk eftir 10 á
kvöldin, en ég svaraði að ég
gæti talað við karlmenn úti á
götu, en xvenfólk vildi ég tala
við inni. Þeir komust að því síð-
ar, hvað ég meinti.
— Já, fra Aðalvík, sagðirðu.
—• Og sérstaklega þegar við
vorum með árabátanna. Þá var
maður þreyttur eftir róðurinn
og þurfa svo að bera soðmatinn
yfir fjallið 10 km vegalengd frá
Látrum til Hesteyrar, þar sem
ég bjó.
— Hefurðu blotnað illa á sjó,
Bjarni?
Þögn.
— Hefurðu séð boða, Bjarni?
— Einu sinni hélt ég væri
búinn heilagur. Það var 1924. Þá
átti ég að heita formaður á
skektu, ssem Halldór Ólafsson
átti. Við rerum úr Hnífsdal og
lögðum norður af Vigur. Hann
hvessir af norðvestan og mér
dettur í hug að sigla upp í Ögur
nesið, en veit þar er brim og
vandasamt að lenda og tek þá
ákvörðun að fara heldur í Álfta
fjörð. En þá voru svo miklir
boðar út af Vigur og svartabylur
að ekki var árennilegt, en svo
lygnir hann aðeins og við felld
um segl og róum beint út frá
eynni og setjum svo aftur upp
við Stóraboða, en hann óttaðist
ég mest, og þegar við komum
yfir boðan.i, heyri ég mikinn
skell og lít við í ofboði og þá
brotnar hann fáa faðma fyrir
aftan okkur, það var eins og
hönd sem ætlar að slá flugu á
rúðu, en hittir ekki, og við vor-
um hólpnir.
— Þú sást hana á hernum,
hvað var það fyrsta, sem þú
sagðir við liana?
— „Ég vil brauð með kaffinu
og stundvíslega." Það var 1935.
Þá sá ég hana fyrst undir auga og
svo hélt ég þetta mundi breytast,
en það er alltaf það sama, því við
eigum engin böm og þar sem
börn eru ekki, stendur allt í stað.
En við höfum haft marga kost-
gangara og nú eru þeir að sjálf-
sögðu allir orðnir menntaðir
menn.
— Þótti þér ekki stundum
erfitt að vera ógiftur svona
lengi?
— Nei, ekki eins og þú held-
ur. Ég var trúlofaður ýsunni
þangað til.
— Þetta hefur verið þræl-
dómur.
Bjarni Guðmundsson
— En vandist. Þá létu menn
sér ekki aiit fyrir brjósti brenna.
Verzlunin var á Hesteyri, úti-
bú frá Ásgeirsverzlun á ísa-
firði og þeir komu þangað alla
leið frá Horni, 10 tíma ferð og
báru 100 pund af vörum á bak-
inu heim aítur. Stundum komu
þeir í hópum, 7—8 saman og
fóru geyst á skíðunum. Þetta
voru- menn, sem bjuggu fyrir
vestan í þá daga. Þeir höfðu
einn poka á bakinu og tvo að
auki sinn á hvorri öxl og súrr-
uðu þá fasta með snærisspotta.
Unga fólkið í dag á víst sínar
hetjur. Okkar hetjur voru ekki
í kvikmyndum og þær voru
ekki einu s’nni útlenzkar. Mín
hetja var sterkasti maður á
Vestfjörðum, Friðrik Geir-
mundsson. Hann átti heima í
Aðalvík og Fljótavík og ég man
e’ftir því hann kom einu sinni
til Hesteyrar í vondri færð og
tók 50 kg. af rúgmjöli á bakið og
25 kíló af annarri vöru á aðra öxl
ina og þá vantaði hann eitthvað á
hina. Karlarnir fengu sér oft rif
úr hvölum, sem var sagað niður
og notað undir sleðana fyrir járn
drag. Friðrik fékk sér nú hval-
bein á hina öxlina hjá Vagni
bónda á Hesteyri og með þetta
fór hann í 6 tíma ferð heim í
Fljótavík, og enginn sagði neitt.
— Mér dettur í hug, Bjarni,
þú átt margar skemmtilegar
endurminmngar úr æsku þinni.
— Já, en ég man einna bezt
eftir því að krakkarnir voru
hræddir við drauga og álfa og
hvað það nú heitir. Það var
varla talað um annað í rökkr-
inu og minnsta hljóð var tilefni
skelfilegs ótta. Þá stóð ég
kannski úti á túni og kallaði allt
í einu: — Sjáið þið þarna er
hann! Þá skræktu krakkarnir
af hræðslu og hlupu heim, en
ég hló með öllum maganum.
Svo lagðist ég milli þúfna næsta
kvöld.
Og einhvern veginn hefur það
alltaf verið svo að mér hefur
fylgt mikil draugagangur.
M.
T æknifræðingafél.
íslands stofnað
ÞANN 6. júlí sl. var haldinn í
Tjarnarcafé stofnfundur Tækni-
fræðingafélags Islands, en það er
stofnað af þeim mönnum, sem
Norskt síldarskip
landar á Jlkureyri
Akureyri 21. júlí
AÐFARANÓTT fimmtudags
kom hingað norskt skip til við-
gerðar. Þetta er 260 tonna skip,
Völund R-10-SH frá Álasundi.
Skiptiteinn bilaði í skrúfunni,
og mun gert við hann hér í slipp
num í kvöld og nótt, en í fyrra-
málið fer skipið aftur út. Að
fengnu leyfi landaði skipið 730
málum af síld í Krossanesi.
Veiða fyrir móðurskip.
Skipið hefur fengið 6000 hektó
lítra af síld hér við land. Ekki er
saltað um borð, heldur er aflinn
úr því og fjórum öðrum skipum
fluttur um borð í 600 tonna
móðurskip, sem fer með síld-
ina til bræðslu í Noregi. I móð-
urskioinu er síldin geymd í e.k.
formalínlegi. Skipstjórinn sagð-
ist fiska mest 45-50 mílur NN
eða NV af Hraunhafnartanga og
á svæðinu umhverfis Kolbeins-
ey.
12. mílurnar.
Aðspurður sagði skipstjórinn,
sem heitir S. Poulsen, að 12 míl-
na mörkin við ísland hái engum
Norðmanni við veiðar. Hann
kvaðst hafa séð marga enska tog
ara við ísland, en engan innan
takmarkanna, enda fiskar hann
sjálfur sjaldan nær landi en 20
mílur. Hann sagði lífsnauðsyn að
fá 12 mílna fiskveiðilandhelgi
við Norður-Noreg, en það
skipti minna máli við Suður-
Noreg, enda lítinn fisk þar að fá
á grunnmiðum. — Einar.
lokið hafa ingeniörprófi frá ríkis-
viðurkenndum æðri tækniskól-
um.
Á seinni árum hefir þeim stöð-
ugt farið fjölgandi, sem sótt
hafa þessa menntun, og þá aðal-
lega til Norðurlandanna og Þýzka
lands.
Tilgangur félagsins er m. a. sá
að gæta hagsmuna tæknifræðinga
og auðvelda þeim aðstöðu til þess
að fylgjast ávalt með helztu nýj.
ungum, sem fram koma á sviði
hagnýtar tækni.
Félagið var stofnað af 30 tækni
fræðingum og voru þessir menn
kosnir í stjórn. /
Formaður, Axel Kristjánsson,
forstjóri. Meðstjórnendur: Sig-
urður Flygering, Sveinn Guð-
munlsson, forstjóri, Bernh. Hann-
esson, Baldur Helgason.
Varastjórn: Gunnar J. Þor-
steinsson, Ásgeir Höskuldsson.
Nú þegar er hafin undirbún-
ingur að því að félagið gerist með
limur í norræna tæknifræðinga-
sambandinu (Nordisk ingeniör-
samfund), en hingað til hefir ís-
iand eitt Norðurlandanna staðið
utan þeirra samtaka.