Morgunblaðið - 26.07.1960, Síða 10

Morgunblaðið - 26.07.1960, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 26. júlí 1960 Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konróð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. VISINDI I ÞAGU BJARGRÆÐIS- VEGANNA ¥ ORÐSKVIÐUM hins vitra -*• Salómons konungs er m.a. komizt að orði á þessa leið: „Á speki verður hús reist og fyrir hyggni verður það staðfast. Fyrir þekking fyll- ast forðabúrin alls konar dýr- um og yndislegum fjármun- um.“ Boðskapur þessara orða er fyrst og fremst sá, að vitið og þekkingin sé grundvöllur mannlegrar farsældar og framfara og uppbyggingar í heiminum. Þessi boðskapur á ekki síður erindi til okkar nútíma- manna en þeirra ,sem með- tóku hann af vörum Saló- mons konungs. I dag byggir mannkynxð vonir sínar um farsælan og batnandi heim fyrst og fremst á afrekum vísindanna. Snilligáfa mannsandans hefur að vísu leitt yfir mannkynið hrikalegri hættur í dag en nokkru sinni fyrr. En hún hefur jafnframt skapað meiri og glæsilegri möguleika fag- urs og þroskavænlegs mannlífs en nokkur kyn- slóð hefur áður notið. , Hagnýt vísindi Allt atvinnulíf þjóðanna byggist í raun og veru á því í dag, að þær kunni að taka hin hagnýtu vísindi í þjón- ustu sína. Þannig getur til dæmis íslenzkur landbúnað- ur ekki verið án þess að njóta leiðbeininga vísindanna um hagnýtingu gróðurmoldarinn ar, ræktun nýrra skóga, heft- ingu uppblásturs og örfoks. Á sama hátt kemst íslenzkur sjávarútvegur ekki hjá því að hagnýta sér hina nýju tækni og vísindi, til dæmis við síld- veiðar og ýmsar aðrar grein- ar fiskveiðanna. Nýjar upp- götvanir á sviði orku og efnis valda byltingu í iðnaðinum. í þágu atvinnulífsins Allt þetta er okkur íslend- ingum, eins og öllum þjóð- um greinileg vísbending um það, að án vísindalegrar vinnu og sérfræðilegrar menntunar vaxandi fjölda landsmartna, getum við ekki haldið áfram að bæta lífskjör okkar eða náð því takmarki að skapa og viðhalda full- komnu þjóðfélagi, sem býður borgurum sínum afkomuör- yggi og þroskavænleg skil- yrði. Við verðum þess vegna að leggja stóraukna á- herzlu á stuðning við hvers konar vísindastörf í þágu bjargræðisvega okk- ar, heilbrigðismála og annarra mikilvægustu þátta þjóðlífsins. KJARVAL Allir íslendingar fagna því, þegar einhver landi þeirra hefur unnið afrek og getið sér frægð og frama. íslenzka þjóðin fagnaði því þess vegna þegar Jóhannesi Kjarval-list- málara var sýndur sá heiður, að honum var boðið að halda málverkasýningu í stærsta lístsýningahúsi Oslóarborgar fyrir skömmu. Þessi sýning hlaut síðan glæsilega dóma í öllum helztu blöðum hinn- ar norsku höfuðborgar og sjálfum var listamanninum sýndur margvíslegur sómi og viðurkenning. Á hátindi listamannsferlis síns Kjarval ej- í dag að verð- leikum frægastur islenzkra myndlistamanna. Rúmlega sjötugur að aldri stendur hann á hátindi listamanna- ferils síns. I list sinni er hann í senn ramm-íslenzkur og stórbrotinn heimsborgari í hinu mikla ríki listanna. Þjóð hans samfagnar hon- um með unna sigra um leið og hún þakkar honum stór- kostlegt fiamlag hans til sköpunar íslenzkra menning- arverðmæta. Morgunblaðinu er það hið mesta gleðiefni, að það hefur nú fengið tækifæri til þess að sýna nokkur verk hins mikla listamanns í sýningarglugga sínum. Er blaðinu ekki sízt á- nægja að þessari sýningu, þar sem mikill fjöldi frænda okkar frá Norður- löndum gistir um þessar mundir hina íslenzku höf- uðborg. UTAN UR HEIMI vopn FYRIR skömmu var einn af kjarnorkukafbátum Banda- ríkjanna, „Skate“ á ferð und- an Floridaströnd — í kafi. Annað bandarískt skip, tund- urspillirinn „Norfolk“, var einnig á siglingu á svipuðum slóðum — og hafði fyrirskip- anir um að „sökkva“ kaf- bátnum. Ekki þarf að taka það fram, að um æfingu var að ræða. — En þar sem „Skate“ er nokkurn veginn jafnhraðskreiður og hvaða tundurspillir sem er, og get- ur auk þess „skotizt út und- an sér“ eins og kanína, hafði tundurspillirinn litla mögu- leika til að „granda“ honum með venjulegum vopnum, sem ætluð eru gegn kafbát- um. — • EILDFLAUG OG TUNDUR- SKEYTI En Norfolk hafði nokkuð nýtt í pokahorninu. Á afturþilfarinu opnuðust dyr * dálitlu skýli - og löng, grennluleg eldflaug þaut skáhalt upp í loftið með beljandi ASROC — hin nýja eldflaug Bandaríkjaflota er talin eina vopnið, sem dugar gegn kjarnorkukafbátuin. gegn kjarnorkukafbálum hávaða, spúandi aftur úr sér eld rák. Þegar eldflaugin náði mestu hæð, féll einn hluti hennar af, skeytið stanzaði andartak í loft- inu og steypti sér síðan niður að sjávarfletinum. Tveir hlutar féllu enn af eldflauginni, og lítil fallhlíf breiddist út, sem dró úr hraða hennar. Þegar flaugin snart yfirborð sjávarins, losnað' fallhlífin — og jafnskjótt varð hún eldflaugín að fjarstýrðu tundurskeyti og þaut í áttina til kafbátsins. Ef skeytið hefði verið hlaðið sprengiefni, hefðu Bandaríkin nú verið einum kjarn orkukafbátnum fátækari. • ERFIÐ „BRÁГ ASROC, eins og þetta flugskeyti er nefnt (skammstöfun fyrir antisubmarine rocket), er sér- staklega gert til þess. að granda slíkum kafbátum, sem gert hafa vopn þau, sem notuð voru gegn kafbátum í síðari heimsstyrjöld- inni, álíka gagnslaus eins og venjuleg fjölskota-skammbyssa. — Venjuegir kafbátar geta að- eins forið á fuLlum hraða neðan- sjáar nokurra mílna leið — verða síðan að hægja á sér, til þess að verða ekki rafmagnslausir. — Tundurspillir, sem finnur slíkan kafbót með bergmálsmæli sín- um, getur sveimað yfir honum klukkustundum saman og varp- að honum djúpsprengjum. Kjarn orkukafbátarnir geta hins vegar farið á fullri ferð neðansjávar vikum saman. Ef, tundurspillir verður var við einn slíkan með mælitækjum sínum, er ekki um annað að gera en árás þegar í stað, annars getur þessi erfiða „bráð“ snúið við á einu andar- taki og siglt burt á fullum hraða og í alls kyns krákustígum. Að eins hraðvirk og langdræg skeyti geta komið að gagni gegn óvina kafbátum af slikxi gerð. • FLJÓTVIRKAR „REIKNI- VÉLAR“ Og það er einmitt höfuðkost- urinn við ASROCeldflaugina, að henni er hægt að skjóta að óvina kafbát svo að segja jafnskjótt og vart verður við hann með bergmálsmælinum. — I fyrr- greindu skýli aftur á tundurspill inum eru átta slík flugskeyti til- búin til árásar — og í sambandi við þau er hugvitssamlegur út- búnaður, sem á svipstundu reikn ar út allt, sem gera þarf ráð fyr- ir, þegar skotið er — velting, hraða og aðrar hreyfingar skips- ins, stefnu og hraða vindsins o. s. frv. — Frá .bergmálsmælinum fá þessar flóknu „reiknivélar" upplýsingar um hraða og stefnu kafbátsins, hve langt hann er í burtu og hve djúpt. Úr öllum þessum atriðum vinna þser með eldhraða og stilla ræsiútbúnað eldflaugarinnar í rétta stefnu í samræmi við það — og kafbáts- menn geta ekki vitað, en verið er að gera árás á þá, fyrr en skeytið er komið niður í sjóinn. • ASROC f 150 SKIP Það er bæði hægt að nota ASROC sem tundurskeyti, eins og fyr segir, eða djúpsprengju. OSLÓ, 22. júlí (Reuter): — / Norðmenn hafa svarað mótmæl- um Rússa við norsk stjórnarvöld vegna meintrar aðildar Norð- manna að flugi bandarísku flug- vélarinnar RB-47, sem skotin var niður yfir Barentshafi 1. júlí sl. Sagði í norsku orðsendingunni að Norðmenn hafi aldrei gefið Ef síðarnefnda aðferðin er notuð er eldflaugin látin steypast beint niður í sjóinn, án fallhlífar, og springa á nokkru dýpi. — Flot- inn vill annars litlar upplýsing- ar gefa um um þetta nýja vopn — annað en það, að miklar von- ir séu við það tengdar, en það er enn ekki fullreynt. Fyrirhug- að mun vera að búa a. m. k. 150 skip Bandaríkjaflota þessum nýýju vopnum. Lof tárás á óþekkt sldp? MANILA, 22. júlí. — (Reuter). — Óstaðfestar fregnir herma, að tvær bandarískar flotaflugvélar hafi sl. sunnudag gert loftárás á óþekkt skip og sökkt því. Er sagt, að atburður þessi hafi orðið skammt undan strönd Batanes eyjar á norður Filippseyjum. Talsmaður flotadeildar Banda- ríkjanna á Manila, sagði í dag, að Joseph M. Carson, yfirmaður flota Bandaríkjanna á Filippseyj- um hefði skipað fyrir um ná- kvæm,a rannsókn á atburði þess- um. Sagði talsmaðurinn að fregn- ir þessar væru alveg óstaðfestar og álitnar ósennilegar. leyfi sitt til lendingar á norsku landi og það hafi verið rannsak- að að flugvélin hafi aldrei haft samband við norska aðila. Segir í lok norsku orðsending- arinnar, að stjórnin telji ástæðu til að mótmæla þeim fullyrðing- um Rússa að Atlantshafsríkin haldi uppi árásarstefnu gegn Sovétríkjunum. Mólmæla ósökum Rússu Segjast ekki hafa gefið leyfi til lendinger

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.