Morgunblaðið - 26.07.1960, Side 11

Morgunblaðið - 26.07.1960, Side 11
Þriðjudagur 26. júlí 1960 MORGUNBLAÐ1Ð 11 Stýra má hátn- at þilfari um Vestmanneyjabátur í reynsluferð GAUTABORG í júlí. — Sl. laug- ardag fór Hringver Ve. 393 í reynsluferð frá skipasmíðastöð- inni í Djúpvík skammt fyrir ut- an Gautaborg. Báturinn er smíð aður fyrir Helga Benediktsson útgerðarmann í Vestmannaeyj- um og er fimmti báturinn sem smíðaður er fyrir hann í Djúp- vík. Hringver er 89 feta langur byggður úr stáli með yfirbygg- ingu úr aluminium. í bátnum er 6 cyl. June Munktell dieselvél. Báturinn hefur vakið mikla eftirtekt hér í Svíþjóð fyrir vandaða vinnu og fyrir hve vel hann er útbúinn tsekjum. Hafa meðal annars blöðin hér gert sér mikinn mat »r þessu. Báturinn er m. a. búinn radar, japanskri ljósmiðunarstöð þar sem ljósgeislinn fellur inn yfir miðunarskífuna, — sjálfvirk asdic síldarleitartæki eru í skipinu, tveir bergmálsdýptar- mælar og vökvaþrýst spil. Tal- stöð ásamt síma frá brú til íbúða skipsmanna, heitt og kallt vatn í snyrtiherbergjum og eldhúsi. X eldhúsinu er olíukynnt elda- vél af norskri gerð, — einnig má nefna ísskáp og steypiböð fyrir áhöifnina. Fjarstýrður Attavitinn er ofan á stýrishús- inu og sér maður á hann úr stýrishúsinu með speglum. í bátnum er einnig fjarstýri, þann ig að skipstjórinn getur stýrt bátnum þótt hann sé á þilfari og reyndar hvar sem er í bátn- um einungis með að þrýsta á hnappa. Lestarnar eru einangraðar með glerull og plasti. Áhöfnin býr í tveimur herbergjum, 6 menn frammí og 4 afturí, — skipstjór- inn hefur eigið herbergi inn af stýrisklefanum, sem allur er klæddur innan með harðvið. I reynsluferðinni voru um 30 gestir sem síðan var boðinn veizlumatur af forstjóra skipa- smíðastöðvarinnar Einari Jó- hannssyni. Meðal gesta var aðal- ræðismaður íslands í Gautaborg, fulltrúar frá June Munktell, full trúar og eftirlitsmenn frá norska Veritas, sem tóku út skipið á- samt fulltrúa frá íslenzka skipa- eftirlitinu. Sonur Helga Bene- diktssonar, Stefán hefur verið eftirlitsmaður við smíði skips- ins. Eins og áður er sagt er þetta fimmti báturinn sem útgerðar- maðurinn lætur smíða fyrir sig hjá þessari sömu skipasmíða- stöð, — fimmti af átta sem hann hefur látið smíða fyrir sig. Stefán Helgason kvað sérstak- lega til hans vandað og mun það alls ekki ofmæli. Skipasmíðastöðin í Djúpvík hefur nú smíðað um 40 fiski báta fyrir íslendinga og það eitt er góður mælikvarði á gæði bát- anna sem þaðan koma. — Fréttaritari. Hringver VE 393 Ályktanir um skatta tryggingar, og hjúskap frá kvenréttingarþingi KVENRETTINDAFELAG Is- lands hélt 10. landsfund sinn dagana 19.—-22. júní, eins og áð- ur hefur verið sagt frá í fréttum. Mörg mál og merkileg voru rædd á fundinum, svo sem skattamái, tryggingarmál,. mat á heimilis- störfum, hjúskaparlöggjöfin, áfengisvarnarmál o. fl. Ýmsar til- lögur voru gerðar og eru þessar þær helztu: Launa- og atvinnumál Konur fagna þeim merka á- fanga, sem unnizt hefur frá því að siðasti landsfundur kom sam- an, að Island hefur gerzt aðili að samþykkt Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafn verð- mæt störf, og telur fullgilding samþykktarinnar skuldbinda ís- lenzk stjórnarvöld til að vinna að því, að fullt launajafnrétti komist á hér á landi. Jafnframt fagnar fundurinn því, að stjórn- skipuð 5 manna nefnd, jafnlauna nefnd, hefur tekið til stai-fa og eiga í henni sæti 4 konur. Hefur nefndin hafið ítarlegar rannsókn- ir á launakjörum kvenna í land- inu, en hefur ekki enn lokið störf um. Ennfremur lýsir fundurinn ánægju sinni yfir því, að verka- kvennafélögin í landinu hýggjast í næstu samningum sínum, sem nú standa fyrir dyrum, undir- búa verulegt átak til jöfnunar á launum kvenna og karla innan verkalýðsfélaganna. Skattamál Þá skoraði Landsfundur KRFI á fjármálaráðherra að bæta tveim konum í starfandi skatta- málanefnd, og á skattamálanefnd ina að leggja til að skattfrjálsar Frá Húsafellsskógi Bindindismót í Húsafel Isskógi erzlunarmannahelgina um UM verzlunarmannahelgina verð ur haldið bindindismannamót í Húsfellsskógi. Verður mótið sett á laugardagskvöld. en á sunnu- daginn verður efnt til göngu- ferða um nágrennið og í Surts- helli. Verða leiðsögumenn með hverjum hóp. Ef veður leyfir, verður dansað við Selgil. Vorþing umdæmisstúkunnar nr. 1, sem háð var í maí sl. sam- þykkti að umdæmisstúkan geng- ist fyrir þessari samkomu um verzlunarmannahelgma. Var Húsafellsskógur valinn sem móts staður með tilliti til þess, að unnt væri að sækja mótið úr Norður- landi, af Vestfjörðum, Snæfells- nesi og Suðvesturlandi. Ferðir verða til mótsins frá BSÍ kl. 2 á laugardag. Er athygli manna vakin á að útbúa sig vel að skjólfatnaði, viðleguútbúnaði og matföngum. Aliir eru vel- komnir til mótsins, en tilskilið er að menn neyti þar ekki á- fengs og verða engin drykkjar- föng seld á mótsstað nema ný- mjólk. tekjur hjóna yrðu hækkaðar svo, að þau greiði ekki skatt af lægri launatekjum en tveir einstakling ar. Ennfremur að einstæðir for- eldrar hafi sama skattfrádrátt og hjón, eins og gert var ráð fyrir í breytingu á skattalögum 1958, og að yfirskattanefnd og ríkisskattanefnd endurskoði af- stöðu sína varðandi frádrátt frá tekjum giftra kvenna, sem komn ar eru á eftirlaun og orðalagi skattalaga breytt þannig, að eftir- laun kvenna, sem eru ríkisstarfs- menn séu ótvírætt talin vinnu- tekjur, þegar skattur er á lagð- ur. Tryggingarmál Tryggingarmál voru ítarlega rædd á landsfundinum, og taldi fundurinn að þrátt fyrir mikils- verðar lagfæringar, sem nýlega hafa verið gerðar á lögum um al- mannatrygg'ingar, sé þeim enn í mörgu ábótavant. Fer fundurinn fram á að eftirfarandi breytingar verði gerðar: 1. Meðlag eða barnalífeyrir hækki í % af upphæð ellilífeyr- is, svo sem var, þegar lögin voru sett. 2. Barnalífeyrir vegna munað- arlausra barna verði greiddur tvöfaldur. í stað heimildar komi skilyrðislaus réttur, Sbr. 17. gr. 3. Greiddur verði lífeyrir með barni látinnar móður á sama hátt og nú er gert með barni látins föður 4. Elli- og örorkuþega, sem missir maka sinn, skuli greiddar dánarbætur. Sbr. 20. grein. 5. Mæðralaun skuli greidd með tilliti til barnafjölda, en ekki eins og nú er, að hæstu mæðralaunin miðast við þrjú börn. 6 Kona öryrkja eða ellilífeyr- isþega, sem hefur börn á fram- færi, eigi rétt til mæðralauna eftir sömu reglum og gilda um einsíæðar mæður, enda komi þá í stað makabóta, ef hagstæðara reynist. 7. Heimilt sé að láta rétt tii ellilífeyris ekki falla niður við sjúkrahúsvist allt upp í 26 vikur á ári. Samanber 59. grein. 8. Hjónum séu greiddir sjúkra- dagpeningar eftir sömu reglum og öðrum einstaklingum og gildi það um gifta konu, hvort sem hún vinnur utan heimilis eða á eigin heimili. Samanber seinustu málsgrein 53. greinar. 9. Fjölskyldubætur, meðlag eða barnalífeyrir er framfærslueyrir barnsins sjálfs. Þar af leiðandi skulu öll börn innan 16 ára ald- urs eiga rétt til fjölskyldubóta. 10. Sé gift kona öryrki, skal hún hafa rétt til örorkubóta án tillits til tekna eiginmannsins. Tilsvarandi gildi um eiginmann, sem er öryrki, og tekjur konu hans. Þá telur fundurinn eðlilegt, að konur í öllum atvinnustéttum hafi rétt til fæðingarorlofs, eins og nú gildir um starfsmenn rík- is og bæja. Mat á heimilisstörfum Þá beindi landsfundurinn því til Hagstofu Islands, að rangt væri að telja heimilisíöðurinn eina framfærenda þess, eins og oft er gert, því framfærsla venju- legs heimilis hvíldi á starfi hjón anna beggja. Telja bæri pau hjón sem stunda í sameiningu búskap eða annan atvinnurekstur, en skrá húsmæður, sem hefðu heim- ilisstörf að aðalatvinnu í flokk, sem nefndist þjónustustörf, og að persónuleg þjónusta, sem veitt er á heimilum, væri reiknuð í fram færslukostnaði. Hjúskapar- og sifjalögin 10. landsfundur KRIF skoraði á stjórn félagsins, að hún hlutað- ist til um, að breytingar yrðu gerðar á hjúskaparlöggjöfinni, og lagði fram uppkast að frv. til laga, sem Magnús Thorlacius, hæstaréttarlögmaður, samdi. Snerist uppkastið um afnám laga frá 1900 um fjármál hjóna, enn- fremur um afnám bráðabirgða- ákvæða í iögum frá 1923. Þá lagði fundurinn til að fulltrúi íslands í samnorrænu laganefnd- inni bæri fram tillögur um breyt- ingar á hjúskapar- og sifjalaga- bálkunum, sem tryggi hjónum gagnkvæmt jafnrétti, og að fuíl- trúinn gæfi KRFÍ kost á að fylgj- ast með því, sem gerðist í þessum málum hjá nefndinni. Áfengisvarnarmál Að síðustu gerði fundurinn ýmsar tillögur um áfengisvarnar- mál. Taldi fundurinn að löggæzla á samkomum væri óframkvæm- anleg án vegabréfsskyldu og skor aði á dómsmálaráðherra, að hann fceitti sér fyrir því að sett yrðu lög um vegabréfsskyldu ung- menna, sem gilti um allt landið. Ennfremur að eigendur skemmti- staða sættu ábyrgð, ef ungling- ar innan 16 ára fengju aðgang að opinberum danssamkomum, sem haldnar væru í húsum þeirra. Þá benti fundurinn á þá slysahættu, sem stafaði af því, er mönnum væri hent ósjálf- bjarga út úr dyrum sainkomu- húsanna og lagði tii að iöggæzlu mönnum yrði séð fyrir nægum bílakosti til að flytja ósjilfbjarga samkomugestL heim eða á annaa öruggan stað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.