Morgunblaðið - 26.07.1960, Síða 13

Morgunblaðið - 26.07.1960, Síða 13
Þriðjudaj|ir 26. júlí 1960 MORCVNBIAÐIÐ 13 Hátíð á við Ólafsvökuna ÞAÐ var hrópað og kallað kallað og hrópað, því að grindalivalavaða hafði sézt úti fyrir höfninni í Þórs- höfn í Kæreyjum. Allir bæj- arbúar tóku viðbragð og ungir sem gamlir þuztu nið ur að höfninni. Sjómennirnir hoppuðu um borð í báta sína og reru út til að reka vöðuna á land — þar hófst síðan blóðbaðiö — og cftir nokkra stund lágu 80 grindhvalir í valn- um. 1 nokkra daga á eftir var sjórinn í höfninni litað- ur blóði þeirra. Að kvöldi slíks afladags er haldin hátíð sem jafnast á við Olafsvökuna. Þá eru grindurnar skornar og fengnum skipt. Myndin er tekin þegar verið er að reka hvalina inn í hófnina. Jón Guðjónsson raf virlíjam. — Kveðja JÓN Guðjónsson rafvirkjameist- ari í Kópavogi og skátaforingi er fallinn í vahnn langt fyrir aldur fram. Hann lézt á heimili sínu að Borgarholtsbraut 21 í Kópa- vogi aðfaranótt hins 21. þ. m. Guðfinnur Jón Guðjónsson fæddist í Hafnarfirði hinn 7. júní 1921, yngstur 5 systkina. Foreldr- ar hans eru þau hjónin Guðjón Jónsson kaupmaður í Hafnar- firði og Ingibjörg Snorradóttir. Foreldrar Guðjóns voru hjónin Guðfinna Helgadóttir og Jón Jónsson, Sandvík. Foreldrar Ingibjargar voru hjónin Vigdís Tómasdóttir frá Skarði í Lundareykjardal og Snorri Sveinsson skipstjóri á Bíldudal. Foreldrar Snorra voru Sveinn Magnússon í Gerðum í Garði, en hann var frá Berjanesi undir Eyjajöllum, og Eyvör Snorrad. Sæmundssonar prests að Desjamýri. Jón ólst upp í foreldrahúsum í Hafnarfirði ásamt systkinum sín- um Kristni, Hreiðari' og Elínu, en Sveinn bróðir hans var látinn í bernsku fyrir fæðingu Jóns. Hann stundaði nám í rafvélavirkj un í R-vík hjá rafvirkjameistur- unum Gissuri Pálssyni og Eiríki Karli Eiríkssyni og lauk sveins prófi í þeirri iðn 1943 eða 1944, en þá hafði hann nokkru áður lokið iðnskólaprófi. Hann stund- aði síðan iðn sína á Akranesi um tveggja ára skeið og síðan í Reykjavík allt til ársins 1954, en síðan hefur hann starfað sem sjáifstæður rafvirkjameistari í Kópavogi til dauðadags. Jón Guðjónsson kvæntist árið 1943 eftirlifandi konu sinni Guð- rúnu, dóttur Guðmundar Runólfs sonar járnsmíðameistara í Reykjavík og konu hans Sesselju Friðriksdóttur. Þau hjónin eign- uðust þrjú börn, Guðjón f. 1944, Ingibjörgu f. 1950 og Asdísi f. 1952. Eftir að þau hjón komu frá Akranesi 1947 hófust þau brátt handa að reisa séf framtiðarheim ili að Borgarholtsbraut 21 í Kópa- vogi. Þar hafa þau búið síðan. I sérstæðri byggingu við heimili þeirra hafði Jón verkstæði, sem hann vann í, oftast einn. í seinni tíð eftir að hann varð að draga saman seglin vegna heilsuleysis. Elzta barn Jóns, Guðjón, var honum mjög samhentur, bæði í daglegum störfum hans og félags- störfum. Jón Guðjónsson var maður mjög félagslyndur. Á ármu 1936 um. Hafnarfjarðarskátarnir tóku snemma upp þann sið að halda fundi eða mót með foreldrum skátanna. Það hefur sagt mér skátaforingi sá, sem mestan þátt átti í því að koma skátafélags- skap í Hafnarfirði á laggirnar, að þar hafi Jón Guðjónsson sem í öðru verið aðaldriffjöður. A meðan Jón starfaði á Akranesi tók hann þátt í skátastörfum þar og safnaðist þar um hann flokkur ungra mann, sem síðan hafa orð- ið góðir liðsmenn í Skátafélagi Akraness. Störf Jóns fyrir skátafélags- skapinn á íslandi hafa verið met- in að verðleikum. Hann hefur verið sæmdur flestum heiðurs- merkjum skáta sat til dauðadags í stjórn Bandalags íslenzkra skáta, sem er æðsta stjórr.arstofn un íslenzkra skáta. Hjálparsveit skáta í Hafnar- firði hefur unnið mörg verk giftusamleg. í þeim félagsskap var Jón Guðjónsson helzti hvata- maður og hinn ósérhlífnasti liðs- maður, hvort sem hann var þar foringi eða ekki. Flugbjörgunar- sveitin átti hauk í horni þar sem Jón var og vár náið samband milli hans og þess félagsskapar, en ekki er mér kunnugt hvort hann var þar skráður félagi. Ég sem þessar línur rita kynnt- ist Jóni Guðjónssyni fyrir tæp- um aldarfjórðungi. Ég var þá um fermingaraldur og var áhuga- samur skáti í Skátafélaginu Vær- ingjar í Reykjavík. Þá störfuðu oft með okkur skátar utan af landi, sem vegna náms eða ann- arra orsaka dvöldu í Reykjavík um stundarsakir, og einnig skát- ar eða verðandi skátar, sem unnu að félagsstofnunum utan mun Reykjavíkur. Einn þessara skáta var Jón Guðjónsson. Hann var þá skáti í Hafnarfirði en starfaði með skátasveit þeirri, sem ég var í, enda var foringi hennar gamall Hafnarfjarðarskáti. Mér var mjög í minni hversu vel mér leizt í upphafi kynna okkar á þennan aðkomna jafnaldra minn. Mér fannst strax af útliti hans og framkomu við fyrstu viðkynn- ingu, að þar mufidi vera góður drengur. Öll síðari kynni hafa staðfest það álit. Næstu árin störf uðum við Jón Guðjónsson mikið saman að skátamálum. Ég á margar góðar endurminningar frá þeim árum, sem ég var virk- ur félagi í Skátafélaginu Vær- ingjar og Skátafélagi Reykjavík- ur fram yfir árið 1941, en ekki eru sízt Ijúfar minningar um hinn góða jafnaldra minn frá Hafnarfirði, sem mér fannst þá bæði í skátastarfi og öllu dagfari hafa náð þeim þroska, sem skáta- félagsskapurinn stefnir að. Ég dróst aftur úr í skátastárfinu á háskólaárum mínum, en Jón mun andrei hafa slakað þar neitt á. Fór svo að í rúman áratug sá ég lítið til Jóns en frétti þó alltaf öðru hvoru af dugnaði hans og ósérhlífni í skátastörfum. Er ég fluttist í Kópavog fyrir nokkrum árum urðum við Jón nágrannar og endurnýjuðum okkar gömlu kynni. Hann starfaði þá eins og alltaf með Hafnarfjarðarskátun- um, en oft ræddum við um nauð- syn þess að endurlífga skátafé- lagsskap hér í Kópavogi, þótt hvorugur okkar treysti sér til að ganga þar fram fyrir skjöldu, hann vegna sinna miklu félags- starfa í fæðingarbæ sínum en ég af öðrum orsökum. Skátafélags- skapurinn í Kópavogi var endur- lífgaður og er mér kunnugt um, að Jón átti drjúgan þátt í því, þótt hann vildi ekki sjálfur slíta sig frá sínum félögum í Hafnar- firði. Jón varð fyrir því óláni í starfi sínu fyrir 8 árum að verða fyrir slysi. Hann átti við heilsuieysi að stríða síðan, sem miklar þrautir fylgdu á stundum, en fæstir munú hafa vitað nema hans góða kona hvað honum leið, því hvorki flíkaði hann heilsuleysi sínu né heldur breytti það hans góða dag fari. Þau Jón og frú Guðrún höfðu búið sér gott heimili í húsi þeirra að Borgarholtsbraut 21. Höfðu þau haldið áfram sífelld- um umbótum á því þrátt fyrir heilsuleysi Jóns. Mér finnst heim ili þeirra fallegt. Ekki er það þó af því að það sé ríkmannlegar búið en gengur pg gerist, heldur þar frekar ráða snyrti- mennska þeirra hjóna og sú ró og friður, sem mér virtist ein- kenna Jón GuðjónssOn við okkar fyrstu kynni og mér síðan hefur sýnzt einkenna konu hans og börn og heimilisbrag allan. Með skátalögunum og skáta- heitinu setti hinn vitri höfundur skátafélagsskaparins öllum skát- um mark til að keppa að. Fæst- um skátum tekst að uppfylla ströngustu kröfur skátalaganna í bókstaflegri merkingu. Einn af þeim skátum, sem í mínum aug- um hafa komizt næst því að vera sannur skáti, var Jón Guðjónsson. ÖU breytni hans i lífinu bæði I .ikátaíélagsskapnum og utan hans, var slík, að þar fór sannur skáti i hinni beztu merkingu. Á þessari stundu, er Jón Guð- jónsson er horfinn okkur um stund, vil ég skora á alla unga menn, sem áttu því láni að fagna að kynnast Jóni Guðjónssyni í fé- lagsstörfum hans, að taka hann sér til fyrirmyndar í drengskap, prúðmennsku, starfsáhuga og ósérhlífni. Við hinir eldri, sem ekki tökum nú beinan þátt í þeim félagsstörfum, sem hann vann að, getum unnið í anda hans með því að hlynna hver eftir beztu getu að þeim góðu málum, sem hann helgaði krafta sína. Sigurgeir Jónsson. skrifar um KVIKMYNDIR var hann, þá aðeins 15 ára að aldri, einn helzti forgöngumaður að endureisn skátafélagsskapar í Hafnarfirði, sem legið hafði í dvala, en þar hafði Jón þá verið féiagi um nokkurt skeið. Hann varð þá fljótlega flokksforingi í skátasveit í Hafnarfirði, sem þá starfaði undir stjórn Erlends Jó- hannssonar skátaforingja í Reykjavik og síðan sveitarfor- ingi og tvisvar félagsforingi skátafélagsins Hraunbúa í Hafn- arfirði. Mér er ekki kunnugt um öll þau störf, sem Jón vann fyrir skátafélagsskapinn í Hafnarfirði, en óhætt mun að fullyrða að fá ráð hafa í því félagi verið ráðin og fáir hlutir framkvæmdir án þess að Jón Guðjónsson kæmi þar við sögu. Hafnarfjarðarskátarnir eiga skátaskála við Kleifarvatn. Þar eða í Helgadal halda þeir mót á hverju vori. Jón Guðjónsson hefur komið þar mjög við sögu, bæöi skálans og vormótanna, og hefur hann oft stýrt þeim mót- Austur bæjarbíó: — Símavændi Á SÍÐUSTU áratugum hafa opinber vændishús verið bönn- uð víða um heim. En þeir, sem á þessum ógeðslega starfa hafa lifað, bæði forstöðumenn hús- anna og vændiskonurnar, hafa kunnað að sniðganga þessi bönn með nýju vændis-fyrirkomulagi, hinu svokallaða „Call-girls“, eða símavændi, sem er með þeim hætti að milligöngumenn vísa „viðskiptavinunum“ á stúlkur, sem þeir geta sótt heim, eða þær þá, venjulega eftir samkomulagi í síma. — Um þetta fyrirbæri vændís-lífsins fjallax mynd sú, sem hér ræðir um. Venjulega leið ast hinar ungu stúlkur til þessa lifnaðar, vegna vonbrigða í ást- um, fátæktar eða illra heimilis- ástæðna. Og það er einmitt allt þetta, sem hefur orðið orsök þess, að hin unga, þýzka stúlka, Eva, sem er aðalpersóna myndar þessarar, hefur leiðst til þessarar óhugnanlegu „atvinnu". Hún á heima í Austur-þýzkum bæ. Unn- usti hennar bregst henni, henni er sagt upp starfi í verksmiðj- unni, sem hún vinnur í og móðir hennar, sem er ekkert dyggða- Úr kvikmyndinni blóð, rekur hana á dyr. — Hin unga stúlka stendur nú uppi alls laus og yfirgefin og ákveður að leita á fund vinkonu sinnar, sem hefur, að hún sjálf hefúr sagt henni, góða atvinnu í Kaup- mannahöfn. Eva er vegabréfs- laus, en hún hittir fyrir, í Þýzka- landi, ungan bílstjóra danskan, sem tekst að smygla henni til Kaupmannah^fnar. Þeim lízt vel hvoru á annað og ákveða að hitt ast aftur. Fyrir mistök verður ekkert úr því og þau missa sjón- ar hvort á öðru, enda heldur Eva að hinn ungi maður hafi brugðizt sér. Hún hefur hitt vin konu sína, sem stundar síma- vændi sem sýningarstúlka hjá fyrirtæki einu, að yfirvarpi og eggjar hún Evu á að gera slíkt Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.