Morgunblaðið - 09.08.1960, Page 19
Þriðjudagur 9. ágúst 1960
MORCVTS BL AÐIB
19
— Kongó
Framh at' bls 1
Kasavúbu var síðan kjörinn for-
seti, til þess að reyna að sætta
hin ólíku sjónarmið.
* MÚTUR OG FJARKÚGUN
Þær fregnir gengu í Elisabeth-
ville í dag, að beitt væri bæði
mútum og fjárkúgun til þess að
fá belgiska borgara til þess að
dveljast áfram í Katanga og gefa
með því héraðinu „friðsemdar-
svip“ — til þess að styðja sjálf-
stæðiskröfurnar. Það er ekkert
leyndarmál, að það eru belgisk-
ir stjómarherrar, tæknifræðing-
ar og hermenn, sem hafa tryggt
hið tiltölulega góða ástand, sem
ríkir í héraðinu — og Tshombe !
forsætisráðherra hefir notað sem
aðalröksemd gegn íhlutun S. þ.!
þar. — Heimildir segja, að Belg-
ir hafi fengið kauphækkanir, sem
nemi 85—100 dollurum á mán-
uði, til þess að þeir dveljist enn
um skeið í landinu — og loforð
um frekari uppbætur, þegar þeir ;
kunni að halda heim síðar. Ef
þeir hins vegar ætli úr landi án
leyfis, þá hafi þeir fengið að-
vörun um það, að þeir muni ekki
fá atvinnu heima í Belgíu.
— ★ —
Tshombe reynir nú að koma
sér upp eigin her, sem raunar er
sagður telja aðeins um 1.000
menn sem stendur. — Talsmaður
innanríkisráðuneytis Katanga
sagði í dag, að boð yrði látið
út ganga víða um heim til þess
að fá erlenda sjálfboðaliða til
þess að ganga í „útlendingaher-
sveitir Katanga" til þess að berj-
ast við hlið innborinna fyrir
sjálfstæði og frelsi héraðsins.
— Ræða Ingólfs
Jónssonar
Framh. af bls. 6.
i því, hvers konar iðnaður er
heppilegastur og arðvænlegastur,
sem gerði hvort tveggja að greiða
kostnaðarverð fyrir orkuna og
skila þjóðarbúinu miklum verð-
mætum. Rétt er að upplýsa hér,
að iðnaðarmálaráðherra og rík-
isstjórnin í heild munu gera ráð-
stafanir til þess^ að þetta liggi
ljóst fyrir og hvers konar stór-
iðnaður væri heppilegastur við
þær aðstæðu sem hér eru. Aug-
Ijóst er, að stórvirkjun, sem hér
um ræðir, getur ekki verið lok-
ið 1960, þegar orkuskortur er
kominn hér á ný. Er
því nú hafin athugun á
því, hvort heppilegt er að
virkja gufuvirkjun í Hveragerði
eða Krýsuvík, en sú virkjun
mundi tryggja veitusvæðið gegn
raforkuskorti til ársins 1967. Einn
ig er í athugun til samanburðar
virkjun við Hestvatn, sem gæti
fullnægt rafmagnsþörfinni á
sama hátt. Á árunum 1967—68
þarf að vera lokið stærri virkj-
un í Þjórsá, sem tryggi nægilega
orku nokkuð fram í tímann, til
venjulegrar notkunar og einnig
til nýrra iðjuvera, sem reist verða I
á grundvelli nauðsynlegra athug-
ana fyrir framleiðslu þeirra iðn-
aðarvara, sem gefa þjóðarbúinu
mestan hagnað. Verði að því horf
ið, eins og brýna nauðsyn ber til,
að beiala og nýta, þótt ekki væri
nema nokkur hluti af því mikla
afli sem aðeins tvær stórár lands
ins 'hafa, t.d. Jökulsá og Þjórsá,
þá hefur þjóðin bætt aðstöðu sína
efnalega og lagt grundvöll að
bættum lífskjörum fyrir almenn-
ing í landinu.
Um leið og þeirri framkvæmd,
sem hér hefur verið lokið við
Efra Sog, er fagnað, er sjálfsagt
að horfa fram til næstu verkefna.
Framundan er mikið starf og
margþætt. Mörg verkefni þarf að
leysa og vinna að næsiu árin til
öryggis fyrir efnahag þjóðarinn-
ar. Megi sú gifta fylgja landi okk
ar, að það takist vel og farsæl-
lega, svo að hver landsins þegn
geti búið við aukið öryggi og
batnandi lífsafkomu. Heill fylgi
þessari nýju framkvæmd, sem
fagnað er yfir í dag, og öðrum
slíkum, sem á eftir koma.
— Norðmaðurinn
Frh. af bls. 20.
„Þessir þrír menn voru: Tveir
mjög drukknir unglingar, 17 ára.
Tvímenningarnir voru það ölvað-
ir, að þeir munu hafa sofnað fljót
lega eftir að þeir komu um borð
og hafa aðrir skipverjar bor-
ið að hafa séð þá sofandi þarna
inni. Þriðji maðurinn var Gunnar
H. Olsen, en hann var hinn spræk
asti allan tímann. Var ýmist niðri
í þessum klefa, eða á þeytingi
fram og aftur um skipið — og
lét ófriðlega á köflum“.
Hafði slegið og sparkað
„Gunnar hafði lent í áflogum
við hinn látna í landi“, hélt Er-
lendur áfram, „slegið hann og
sparkað í hann — og skömmu
áður en látið var úr höfn hafði
Gunnar verið á bryggjunj mjög
æstur í skapi og síðar verið með
hníf á lofti og látið dólgslega".
Erlendur Björnsson hefur nú
yfirheyrt 11 skipsfélaga Gunnars
H. Olsen og mun þeim þætti rarnn
sóknarinnar lokið. Einn íslend
ingur var einnig yfirheyrður,
Benedikt Jónsson, Háagerði 87 í
Reykjavík.
Sagði skipstjóranium að fara frá
Hann er starfsmaður Skeljungs
og hefur verið nokkra daga á
Seyðisfirði við afgreiðslu á olíu
til síldveiðiskipanna. „Hann var
á bryggjunni, þegar grunaði veif-
aði hnifnum á þilfari skips síns
og hafði í hótunum við Islend-
inga“, sagði Erlendur. „Benedikt
kallaði þá til skipstjórans og skip
aði honum að fara með skipið frá
bryggjunni áður en eitthvað
verra hlytist af — og gerði skip-
stjórinn það“.
Mbl. hafði tal af Benedikt í gær
og sagðist hann hafa orðið vitni
að því, er hinn umræddi Olsen
og Finni einn úr skipshöfninni
áttust við skammt fyrir ofan
bryggjuna. Hafði Olsen kastað
grjóti í Finnann.
Þeir héldiu Olsen
„Svo fór ég niður á bryggju",
sagði Benedikt, „um klukkustund
áður en Sjannöy fór. Þá kom lög-
reglan með Alfred Eltvig. Olsen
var þá búinn að slá hann og hjálp
aði ég Tryggva lögregluþjóni að
styðja Eltvig úr bílnum og yfir
borðstokkinn niður á þilfarið, en
þar tóku skipstjórinn og annar
skipsmaður við honum og fóru
með hann undir þiljur. Eltvig var
þá blóðugur og illa til reika. Lög-
reglan flutti annan um borð, það
var unglingur, ofurölvi".
„Olsen lét ófriðlega, þegar hann
gekk niður bryggjuna — og þeg-
ar hann kom um borð brá hann
hnífnum. Þeir héldu honum, en
hann var ólmur og við leystum
spottana og skipið sigldi frá,“
sagði Benedikt.
í sjómannaheimilinu
Sjannoy liggur nú við festar
úti á höfninni á Seyðisfirði og
bíður komu Garm. Gunnar H.
Olsen hefur ekki fengið að ræða
við skiþsfélaga sína síðan hann
var færður frá borði. Fyrstu nótt-
ina var hann í herbergi í skrif-
stofuhúsi bæjarfógetans, en síð-
an var hann fluttur í norska sjó-
mannaheimilið, því ekkert fanga-
hús er á staðnum. ^
Hann borðar þar í matsalnum '
með öðrum gestum, en lögreglu- J
þjónn er ávallt við hlið hans. Á
Seyðisfirði eru tveir lögregluþjón |
ar og einn var sendur frá Reykja J
vík þeim til liðsauka yfir síld-
arvertíðina.
Þrimenningarnir skiptast á um
að gæta hins 23 ára gæzlufanga,
fara oft með hann út undir ber-
an himin, en víkja aldrei hárs-
breidd frá honum.
Óhug hefur slegið á menn á
Seyðisfirði vegna þessa atburð-
ar. Áfengisverzlunin vár lokuð á
föstudag og laugardag, en í gær
fækkaðj skipunum í höfninni og
var útsalan þá opnuð aftur.
- /þróffir
* Framh. af bls. 8
4. Þórður Indriðason HSH 13.85
110 m grindahlaup:
Isl.m.: Pétur Rögnvaldsson KR 14.6
(Met)
2. Sigurður Björnsson KR 15.3
3. Ingi Þorsteinsson KR 15.6
400 m hlaup:
Isl.m.: Hörður Haraldsson A 50,2
2. Grétar Þorsteinsson A 50,6
3. Guðm. Hallgrímsson IBK 53.9 ^
Úrslit á laugardag:
200 m hlaup:
Isl.m.: Hörður Haraldsson A 22,8 I
2. Valbjörn Þorláksson IR 23.0 |
3. Grétar Þorsteinsson A 23.1 1
4. Ulfar Teitsson KR 23.8 '
Kúluvarp:
Isl.m.: Guðm. Hermannss. KR 15.58
2. Gunnar Huseby KR 15.25
3. Erling Jóhannesson HSH 13.91
4. Björgvin Hólm IR 13.49
Hástökk:
Isl.m.: Jón Pétursson KR 2.00
2. Jón Þ. Olafsson IR 1.80
3. Birgir Helgason KR 1.70
800 m hlaup:
Isl.m.: Svavar Markússon KR 1:54,3
2. Guðm. Þorsteinsson IBA 1:57,1
3. Helgi Hólm IR 2:05,0
Spjótkast:
Isl.m.: Valbj. Þorláksson ÍR 61.32
2. Björgvin Hólm IR 57.08
3. Pétur Rögnvaldsson KR 54,61
4. Kristján Stefánsson FH 48,18
Langstökk:
Isl.m.: Vilhj. Einarsson ÍR 7.01
2. Einar Frímannsson KR 6.61
3. Þórður Indriðason HSH 6.49
4. Þorvaldur Jónasson KR 6.48
5000 m hlaup:
Isl.m.: Kristl. Guðbj. KR
2. Agnar Levi KR
400 m grindahlaup:
15:27,0
17.16,0
Hjartans þakkir læri ég öllum þeim, sem glöddu mig
á sjötugs afmælinu með gjöfum, heimsóknum og skeyt-
um. — Guð blessi ykkur öll.
Lovísa Jónsdóttir, Hrisey.
Hjartanlegar þalikir til fjölskyldu minnar, samstarfs-
fólks og annaria frænda og vina, sem glöddu mig á
sjötugsafmæli mínu 2. ágúst s.l. með höfðinglegum
gjöfum, heimsóknum og heillaóskaskeytum.
Guð blessi ykkur öll.
Brynjólfur Kinarsson, Skeiðarvogi 20.
Lokað í dag
frá kl. 1—4 vegna jarðarfarar.
Skólavörðustíg 13.
Isl.m.: Sigurður Björnsson KR 56.8
2. Ingi Þorsteinsson KR 58.4
3. Hjörl. Bergsteinsson A 60.4
MOT KVENNA (laugardagur)
100 m hlaup:
Isl.m.: Rannveig Laxdal IR 13.0
2. Guðlaug Steingrímsd. USAH 13.3
3. Svandís Hallsdóttir HSH 13.6
4. Helga Ivarsdóttir, Samh. 13.8
Kúluvarp:
Isl.m.: Oddrún Guðm.d. UMSS 10.96
(Met)
2. Guðlaúg Kristinsdóttir FH 10.71
3. Ragnheiður Pálsd., Hvöt 9.32
4. Sigríður Kolbeinsd., Akran. 8.55
Hástökk:
Isl.m.: Guðlaug Kristinsd., FH 1.41
(Met)
2. Sigrún Jóhannsd., Akrah. 1.30
3. Þórdís Jónsdóttir IR 1,30
4. Ragnh. Pálsd., Hvöt 1,25
(Sunnudagur,
80 m grindahlaup:
Isl.m.: Rannveig Laxdal IR 13.3
(Met)
2. Mjöll Hólm IR 17.3
Kringlukast:
Isl.m.: Ragnh. Pálsd. Hvöt 31.67
2. Guðlaug Kristinsd. FH 29.65
3. Oddrún Guðmunds. UMSS 29.18
4. Fríða Júlíusd., Akranesi 25,26
4x100 m boðhlaup:
Isl.m.: Sveit IR ............ 57,2
2. Sveit Samhyggðar .......... 58,3
Dóttir okkar og unnusta mín
ÞÚKÍÖUR SIGUKÐARDÓTTIK
Hrófá, Steingrímsfirði,
lézt í Landsspítalanum 7. þessa mánaðar.
Guðrún Jónatansdóttir,
Sigurður Helgason, Birgir Kritjánsson.
Systir okkar
ÓLAFlA AGCSTA GUÐMUNDSDÓTTIR
sem lézt 1. ágúst verður jarðsungin frá Fríkirkjunni
í Hafnarfirði miðvikudaginn 10. ágúst kl. 2 e.h.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningar-
sjóð Guðrúnar Einarsdóttur. ,
Hjördís Guðmundsdóttit, Kristín Guðmundsdóttir,
Sigríður Guðmundsdóttir, Asgeir Guðmundsson,
Guðmundur Guðmundsson, Þorleifur Guðmundsson.
Jarðarför móður okkar og stjúpmóður
MARGKKl AR G. ÞORSTEINSDÓTTUR
fer fram miðvikudaginn 10. ágúst frá Fossvogskirkju
kl. 10,30 f. h. — Þeim sem vildu minnast hinnar lá,tnu er
bent á líknarstofnanir.
Hlíf Sigurjónsdóttir, Kgili Skúli Ingihergsson,
Krlingur Þ. Gissurarson, Kbba U. Jakobsdóttir.
Útför
JÚLfUSAR HAVSTKKN
fyrrverandi sýslumanns Þingeyinga,
fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, miðvikudaginn 10.
ágúst kl. 3 s. d. Athöfninni verður útvarpað.
BLóm afbeðin, en þeir, sem vildu minnast hins látna
eru beðnir að hafa Slysavarnafélag Islands í huga.
Börn og tengdabörn.
Útför föðursystur okkar
SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR
frá Móhúsum, Stokkseyri,
fer fram frá Fríkirkjunni 11. ágúst kl. 1,30 e. h.
Valgerður’ Andrésdóttir, Magnús Andrésson.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför
móður minnar
GUÐRÚNAR PALMADÓTTUR
Zophonias Zophoniasson, Blönduósi.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför
MATTHILDAR ÞORSTEINSDÓTT UR
Skaiði, Vestmannaeyjum.
Ragnhildur Þórarinsdóttir Stolzenwald,
Hlíí Þórarinsdóttir, Þórður Bjarnason,
Hildur Þórarinsdóttir, Theódóra Þórarinsdóttir.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar-
för mannsins míns
LÁRUSAR bjarnasonar
Eskihlíð 20A.
• Klísabet Jón&sdóttir, börn og tengdabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
GUÐMUNDAR NARFASONAR
Sérstaklega þökkum við Haraldi og Sturlaugi H. Böðv-
arssonum.
Jóhanna Jónasdóttir, Ánii Heigason.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
SIGRlÐAR KJARTANSDÓTTUR
prestsekkju frá Holti undir Eyjafjöllum.
Börn, tengdabörn og barnabörn.