Morgunblaðið - 26.08.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.08.1960, Blaðsíða 3
Föstudagur 26. ágúst 1960 ilOJtarnni aðið 3 Skátar riðu norður Kjöl SVO sem kunnugt er af frétt- um, ferðaðist hópur brezkra Skáta á hestum yfir Kjöl norð- ur í ]and. Fóru þeir síðan vest- ur um Dali til Reykjavíkur og voru alls þrjár vikur á ferða- laginu. Piltarnir í leiðangrinum eru allir nemendur frá Epsom College, sem er heimavistar- skóli í námunda við London. Fararstjóri þeirra, Mr Burt- on, er yfirkennari við skólann, en einnig var með í ferðinni læknir, sem er gamall nem- andi frá Epsom College en er mú starfandi í London. Með hópnum voru einnig nokkrir Islendingar, þeirra á meðal Gunnar Bjarnason hrossarækt arráðunautur. Ánægjulegt ferðalag Fréttamaður blaðsins hitti þá Mr. Burton og Gunnar að máli daginn áður en leiðang- ursmenn héldu heimleiðis. Voru þeir mjög ánægðir með ferðina, sem hafði gengið ágætlega að undanskildu hinu hörmulega slysi, er leiðsögu- maðurinn, Stuart Mc Intosh, fórst í Brúará. Ferðalag þetta var ákveðið fyrir tveim ár- um. Piltarnir, sem allir eru skátar og vanir útileguferð- um, fóru í fyrrasumar með Efnilegir hestamenn. w ■>' : ' V J Tjaldbúðir á áningarstað. — Mr. Burton í tveggja vikna nesiaferðalag um hálendi Skot lands. Var sú ferð farin til undirbúnings undir íslands- ferðina, en Mclntosh lánaði þeim hesta til fararinnar. Tömdu hesta á leiðinni Gunnar Bjarnason rómaði mjög hve vel piltarmr hefðu staðið sig við hestamennsk- una. Tveir voru verðlaunaðir sérstaklega fyrir góða hesta- mennsku og fyrir að temja hesta á leiðinni. En dagleiðir voru helzt til langar, sagði hann. Það er nokkrum erfiðleikum bundið að ferðast á hestbaki um óbyggðir landsins, þar sem hvergi sést stingandi strá dög- um saman. Ef við viljum færa okkur í nyt þann áhuga, sem nú er erlendis á hestaferða- lögum um ísland, er nauðsyn- legt að vinna að því að græða upp smáskika sem haglendi á nokkrum stöðum inni a hálend inu. Fólk sem er óvant löng- um hestaferðum getur ekki með góðu móti farið lengri dagleiðir en 20 km. Ef farið er lengra þreytist það og hefur þá ekki eins mikla ánægju af ferðinni. Mr. Burton fremst á myndinni. • Mr. IJurton lagði áherzlu á, að það fegursta sem við gæt- um sýnt erlendum ferðamönn um væri landslagið og væri að kaHandi að komið væri upp Jitlum fjallakofum víðs vegar um öræfin, þar sem fólk gæti gist og átt kost á einhvern þjónustu. Það þyrfti ekki aö vera svo ýkja fullkomið. Sagði hann, að það væri ekki at it efnað fólk, sem hefði hug á að komast til íslands, og þótt gistihús væru í helztu oæjum væri það ekki nóg. Leiðsögumenn nauðsynlegir Þess má geta, að i Þjófa- dölum hittu skátarnir fyrir leiðangur brezkra náms- marma, er þar voru við nátt- úruskoðun. Kvaðst Gunnar Bjarnason hafa sannfærzt um það, er hann heyrði um ferð- ir þeirra, hve nauðsynlegt væn að vel þjálfaðir og kunn- ugir leiðsögunnenn fylgdu slík- um hópum námsmanna. Ef hópnum er vel stjórnað, getur svona ferðalag orðið ungu fólki ógleymanlegt ævintýri sagði Gunnar að lokum. Mr. Burton tók undir orð hans og sagði að piltarnir væru mjög ánægðir með ferðina. STAKSl EIHAR Vígið ekki af laka’-i endanum í gær birti Morgunblaðið mynd af forsiðu Þjóðviljans frá deginum áður. Þar var frá því skýrt, að óvígur innrásarher hefði tekið land á Skaga og búiS sér vigi á Dígramúla. í gær upplýsir Þjóðviljinn að vígi þetta sé ekki af lakari end. anum. Orðrétt segir blaðið: „Stöðin stendur á múlanum, þar sem hann er hæstur, en þar er samfelld stuðlabergsklöpp“, Síðan heldur blaðið áfram: „Hefur verið komið þar upp —40 metra hárri stöng........ einnig er þarna á múlanum mik- ið af eldneytistunnum.“ Samkvæmt þessu virðist ,.inn- rásarliðið“ ekki ætla að láia undan síga fyrir fyrsta áhlaupi, sem á það verður gert, cn „gegn-her-ílandi-menn‘“ munu nú safni Jiði til aðfarar. Enga þjóðhátíð í gær lætur ný stjarna að nafni Bent Bjarnason ljós sitt skina í Þjóðviljanum. Hann segir m. a.: „Á meðan þjóðin er hersctin erlendu stórveldi, finnst mér eðlilegra að þráttað væri um það í blöðunum, hvort halda skuli þjóðhátiðardaginn hátíð- legan eða ekki“. Eins og menn sjá af þessum spekingslegu hugleiðingum, er mikið í húfi að þeim „gegn-her- í-landi-mönnum“ takist að hrekja innrásarliðið á Digra- múla í hafið. Annars verður hcr enga þjóðhátíð hægt að halda. En óhægt getur sem sagt orðið 11,11 sókn, því að auk þess sem áður segir um viðbúnað innrás- Molotov i vinskap við Maó — Er jpað ástæðan til að stalinistinn gamli verður fluttur vestur fyrir „tjald' ÚTNEFNING Molotovs sem fulltrúa Russa hjá Alþjóða- kjarnorkumálastofnuninni í Vínarborg hefir vakið mikla athygli í vestrænum löndum. Hafa blöð skrifað ýtarlega um þessa frétt, og eru ýmsar getgátur uppi um það, hver vera muni ástæðan til þess- arar einstæðu ráðstöfunar, en Molotov mun vera hinn fyrsti þeirra rússnesku ráðamanna, er einu sinni hafa verið lækk- aðir í tign og sendir í eins konar útlegð sem aftur kem- ur fram á sjónarsviðið — og það meira að segja vestan „járntjalds“. • Til að klekkja á Krúsjeff? Tvær tilgátur eru helzt uppi um orsakir hins nýja frama Molo tovs. Önnur sú, að hér hafi Krúsjeff enn einu sinni orðið að gefa eftir fyrir vaxandi áhrifum stalinista í innsta hring stjórn- ar Sovétríkjanna. Sé þá ekki endilega um að ræða, að hagur Molotovs hafi hækkað svo mjög, heldur hafi stalinistar komið þessu fram til þess að sýna Krú- sjeff enn í tvo heimana — að hann geti ekki öllu ráðið einn. • í „hættulegu“ sambandi við Maó? Hin tilgótan, sem fleiri virð- ast hallast að, er í stuttu náli þessi: Krúsjeff og jábræður hans hafi talið vænlegt að flytja Molotov úr sendiherraembættinu í Ulan Bator í Ytri-Mongólíu, vegna þess að hann, sem helzti samnefnari hins gamla stalin- isma, hafi verið í ,,hættulega“ nánu sambandi við Maó Tse turig og aðra helztu leiðtoga kín verskra kommúnista. Maó hafi nokkrum sinnum boðið Molotov til Peking, og sá síðarnefndi hafi í ræðum beint ráðizt á stefnu Krúsjeffs og tal hans um nauð- syn „friðsamlegrar sambúðar“ þjóðanna, en hyllt hina harðsvír uðu stefnu Kínverja. ■— Vilji nú Krúsjeff jafnvel frekar vita af Molotov gamla vestan „tjalds“ en austur í Ulan Bator, þar sem hann hafi tækifæri til að brugga launráð með Maó. 5ENDINEFND Kongo-stjórnar kom við á Keflavíkurflugvelli í fyrradag á leið sinni heim eftir fund öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna um Kongomálið. Hér eru sendimennirnir þrír að verzla í fríhöfninni á flug- vellinium. Og hvað keyptu þessir þeldökku menn sunnan frá miðbaug? Ullarpeysu! — Mennirnir eru frá vinstrl: Thomas Kanza, André Mandi úr utanríkisráðuneytinu og Antoine Gizenga, varaforsætis ráðherra Kongo, formaður sendinefndarinnar. (Ljósm. vlg). armannanna og tekið er af for- 1 síðu Þjóðviljans, hermir blaðið eftirfarandi í ritstjórnargrein: „Hernámsliðið hefur gert inn- ras norður á Skaga og hreiðrar um sig með miklum úlbúnaði“. Hvað með ræðu Karls? Morgunblaðið og Alþýðublaðið hafa bæði skorað á Þjóðviljann að birta ræðu þá, sem Karl Guð. jónsson, alþingismaður. flutti i hóíi fyrir rússnesku þingmenn- ina, sem hér voru og haldið var að Hlégarði í Kjós. Enn hefur ekkert bryddað á þessari ræðu og er því að vonum að menn spyrji: Þorir þingmaðurinn alls ekki að lofa islenzkum kjósend- um að kynnast því, hvenig hann lýsi þeim við erlenda húsbæudur sína? Þeir, sem á ræðuna hlýddu munu skilja þá afstöðu Karls, en karlmannaleg getur hún þó ekki talizt. Rúblur Sigurjóns Fyrir skömmu hefur í blööum verið rifjað upp, er séra Sigur- jón Einarsson, kommúnisti, stundaði rúbluviðskipti fyrir flokk sinn hérlendis. Þjóðvilj- inn virðist vera jafnfeiminn við að minnast á það mál eins og ræðu Karls Guðjónssonar. Þó er vitað að þessi sami Sigurjón var settur í hina svokölluðu „framkvæmdanetnd hernáms- andstæðinga“ og hefur þar það hlutverk að sjá um fjárreiðurn. ar. Ef Þjóðviljinn þorir ekki að minnast á rúbluviðskipti Sigur- jóns, væri ekki fjarri lagi að Frjalsiþýðingar gorðu það, því að hingað til hafa þeir einir þotzt heiðarlegir og ekki talið starfsemi sína kostaða af Kreml- verjum. Vegna hinnar nýju „innrásar“ á Digramúla má þó vera, að „gegn lier í-Iandi-samtökin séu í svo mikilli fjárþröng, að rúbl- urnar séu bgra vel þegnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.