Morgunblaðið - 26.08.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.08.1960, Blaðsíða 8
8 MORCVisnr 4nio Föstudagur 26. ágúst 1960 Séra Jóhiann. — Segðu mér, Sigurbjörn, hvað er þér minnisstæðast úr þessari löngu dvöl þinni í Reykjavík? — Mitt kirkjulega starf. — Þú an. mjög trúaður? 7o/oð við Sigur- björn í Vísi hálfáttræðan ungling Ekki nógu harður við Dani — Fyrst þú minnist á fólk í Reykjavík, þá dettur mér í hug að þú þekktir Tryggva Gunnarsson vel. — Ég fór oft á fund hans að sníkja til hlutaveltu fyr- ir félög sem ég var í. Ég man sérstaklega eftir því, þegar ég fór í eitt skipti fyrir K.F.U.M. Tryggvi var okkur mjög góður, gaf bókasafni K.F.U.M t. d. Dýraverndarann og Þjóðvinafélagsbækurnar. Þegar ég kom til hans, lá hann í sessilón og hvíldi sig, enda þungur orðinn og mjög þrekvaxinn. Ég bauð honum góðan dag og spurði, hvort ég gerði honum ekki ónæði. Eitt- hvað umlaði í honum, svo sagði hann: — Það er ég viss um að þú ert kominn til að sníkja á tombóluna, á ekkert til að gefa núna, það er búið að reyta allt lauslegt af mér. Þar við bætist að ég verð að fara á hverja einustu tombólu til að draga, annars ei sagt: — Hvar er Tryggvi? ætlar Tryggvi nú að bregðast? Svo þegar ég er búinn að draga í einum kassa, þá kalla kerling- arnar til mín við næsta kassa: — Þú verður að draga hjá mér, Tryggvi. Svona gengur það koll af kolli, þangað til ég er orðinn auralaus. Ég hlustaði með athygli meðan hann sagði mér sínar farir ekki sléttar. Síðan spurði ég, hvort hann ætti ekki eitt- hvað af þessu tombólugóssi sem hann væri nýbúinn að draga: — Sjálfsagt, svaraði hann og hló, ég fleygi öliu draslinu í stóra skápinn og bókahillurnar, sem eru þarna beint á móti. Ef þú snýrð þér við, máttu hirða það sem þú villt af því. Það passar vel að þetta drásl flytjist frá einni tombólunni á aðra. En taktu ekki allt, því eitthvað verður að vera eftir, þegar sá næsti kemur að sníkja. Ég fékk svo iánaðan hjá honum strigapoka og tók af varningnum ágengdarlaust eft ir þörfum, þakkaði honum fyr- ir kvaddi og fór. Tók hann brosandi undir kveðju mína, eins og ég hefði gert honum stórgreiða. Svona var Tryggvi. — Hann var mikið í pólitík- inni? — Jú, jú. Hann skildi aldrei í því að ég væri á móti honum og fannst einkennilegt að Ásgeir Sigurðsson gæti ekki séð um að sínir menn kysu rétt. — En af hverju varstu á móti Tryggva í pólitík? — Af pví Tryggvi var á móti Sjálístæðisflokknum. En ég var gcður vinur hans fyrir það, því ég hef aldrei ruglað saman persónum og stjórn- málaskoðunum. — Þú sem varst svona skel- eggur í sjálfstæðismálinu og jafnvel a móti mörgum af þínum beztu vinum vegna þess þér fannst þeir ekki nógu harðir við Dani, hvað segir Sigurbjörn með nokkrum starfsmönnum sínum fyrir utan verzlunina. Kristinn Pétursson að ofan tit vinstri." — Ég vil meina það. — Hvernig stendur á því, að þú ert svona trúaður? — Ég held ég sé fæddur með trúarlegt eðli og svo er ég alinn upp hjá kristnu fólki. — Hefurðu séð nokkuð? — Nei, ég vil ekkert sjá, ég bara trúi. Ég trúi því að Jesús hafi dáið fyrir mig sem frels- ari minn írá synd og dauða. — Ég trúi þessu líka, veiztu það? — Það gleður mig, það segi ég satt. Mér leizt ekki svo- leiðis á þig. En séra Bjarni hefur þá jíklega fermt þig. — Þú hefur haldið ég væri trúlaus, af því ég er ekki í KFUM? — Nei, nei, það skiptir engu má'i sem betur fer. — Þú þekkir séra Bjarna vel? — Já, þeir séra Friðrik eru með allra beztu og tryggustu vinum mínum. Það var bless- un mín að kynnast KFUM snemma. — Svo þekktirðu séra Jó- hann líka? — Já, hánn fermdi mig. Hann var dásamlegur maður, trúarhetja og gáfumaður og ágætur ræðumaður. Einu sinni var verið að deila um séra Jóhann að séra Ölafi fríkirkjupresti viðstöddum. Ég gleymi aldrei, hvað ég var glaður, þegar séra Ólafur tók svari séra Jóhanns. Þá sagði hann: — Þið ættuð að heyra í kór englunna þú nú um Bretann og land- helgina? — Ég er eindreginn 12 mílna maður en gæti vel hugs að mér að samið yrði við Breta í fáein ár. En er ekki bezt ég segi þér heldur frá Ásgeiri S'gurðssyni, þú veizt ég vann i pakkhúsinu í Edin- borg. — Já, iivenær byrjaðirðu að vinna þar? — Það var 1901. Þar var margt sagt. Þar komu sjálf- stæðismenn saman til að ráða ráðum sínum og þess vegna var pakkhúsið kallað „ljóna- gryfjan“. En ég ætla að segja þér frá Ásgeiri Sigurðssyni, hann er einhver merkilegasti kaupsýslumaður hér á landi. Þegar hann var að greiða verkamönnunum kaupið á kvöldin, kom hann með pen- ingana og borgaði þeim, stund um borgaði hann jafnvel í gulli sem hann fékk frá Skot- landi 'til að greiða fyrir ís- lenzka fiskinn, sem hann flutti út til ítalíu og Spánar. Verka- karlarnir vildu helzt ekki taka við peningum og sögðu: — Er ekki bezt að skrifa það inn og við tökum svo út eftir þörf- um. — Nei, sagði Ásgeir, en ég hef ekkert á móti því að þið verzlið við mig, ef ég hef jafngóðar og ódýrar vörur og aðrir. Þegar verkalýðsfélagið Dagsbrún var stofí^að, kom formaður þess til mín og lagði fyrir mig kaupkröfur og spurði, hvort ég vildi ekki fara til Asgeirs og skýra hon- um frá þeim þar sem hann væri umsvifamesti atvinnu- rekandinn í bænum. Ég fór með hálfum hug, því þetta var í fyrsta skipti, sem kaup- ið var næKkað, ég held í 25 aura á klukkustund. Þegar ég lagði mádð fyrir Ásgeir, hugsaði hann sig um, segir svo: — F.ru þetta ekki sann- gjarnir ir enn. — Jú, ég sagði það vera, þetta væru sann- gjarnir menn. — Og þurfa þeir ekki á þessu að halda, spurði hann. — Jú, ég var á því. — Þá skulum við borga Síðari hluti ♦------------------------♦ þeim betta, sagði hann. Hann er þanmg fyrsti atvinnurek- andinn, sem samþykkir kaup- hækkun hér á landi og það möglunar iaust. 1914 hætti ég hjá Edinborg og gerðist verzlunarstjóri hjá Chouillou í 17 í Hafnarstræti, þar sem nú er matsala og kaffisala. Chouillou var fransk ur maður og skildi ekki ís- lenzku frekar en viðskipta- vinirnir sem flestir voru franskir skútukarlar og tog- aramenn. — Og þú lézt þig ekki muna um að læra frönskuna? — Ja, ég lærði frönsku hjá sendikennaranum við háskól- ann, það var erfitt, jú það var það, því é° hafði stuttan tíma til stefnu. Ég léttist líka um 16 pund frá því ég byrjaði að læra þangað til ég tók við verzluninni, eða á rúmum þremur mánuðum. Nú er þetta allt gleymt og ég tala ekkert mál nema íslenzku ofurlitið. mig halda ræðurnar hans séra Jóhanns, þá segðuð þið eitt- hvað annað. Séra Jóhann samdi nefnilega ágætar ræð- ur, en flutti illa. Hann var mjög fyndinn.eins og þú hefir kannski neyrt. Hann kom eitt sinn sem oftar niður í Vísi að kaupa brjóstsykur og súkku- laði handa börnunum og seg- ir: — Ég fletti upp í biblíunni minni í morgun. — Gerir þú það ekki á hverjum morgni? spurði Guðmundur Ásbjörns- son, hverju lentirðu á? — Þessum orðum: Skuldið ekki neinum neitt. Og þá mundi ég eftir að ég skuldaði fjórar krónur þrjátíu og sjö aura í Vísi. Einu sirini var séra Jóhann á leið ofan úr Hegningarhúsi og kom við hjá okkur í Vísi. Ég spurði, hvaðan hann kæmi. — Ur Hesrdngarhúsinu, svar- aði hann, ég var á sáttafundi. — Hvernig gekk þér að sætta? spurði ég. — Ég reyndi það nú ekki, það borgar sig ekki, ég fæ jafnt fyrir þetta, hvort sem ég sætti eða sætti ekki, 28 aura á mann. — Þú hefur skrifstofu í Fossvogskirkjugarði, hefurðu setið einn í henni á kvöldin? — Já. — Og hvemig hefur þér liðið? — Akaflega vel. — Aldrei orðið neins var? —• Nei, aldrei. Þar liggja allir kyrrir. Þar þarf ekki að slökkva ijósin, svo ekki verði slegist, eins og stundum þurfti í niðurjöfnunarnefnd- inni í gamla daga þegar við vorum fimmtán. Þegar ég var í Edinborg ætluðu þeir að hafa borðdans og buðu mér að taka þátt í honum, en ráku mig út þegar ekkert gerðist, sögðu það væri mér að kenna. — Þú ert þá ekki spíritisti! — Guð hjálpi þér. — Það er ekki laust við ég sé spíritisti, veiztu það? — Jaeia, mikið þykir mér það leiðinlegt, þeir eru ekki kristnir. — Ekki kristnir? — Nei, en margir ágætir menn fyrir það og trúaðir á sína vísu, en ekki kristnir. Trúir þú að Jesús Krist- ur sé frelsari þinn frá synd og dauða? Þeir einir sem það gera eru Kristnir. — Ég !ít á spíritisma sem vísindi, en ekki trúarbrögð. — Það er rétt afstaða, þó ég sé á móti þessu grufli. — Ertu kannski hræddur um að kristindómurinn verði afsannaður með spíritisma? — Nei, það er ég ekki. Hann er sönnun í sjálfum sér, hann er trú, ekki vísindi eða skoðun. Þegar Björn Kristjánsson komst að því að spíritistar afneituðu Jesú Kristi sem frelsara og guðs syni, sneri hann við blaðinu og sagðist ætla að trúa því sem amma hans í Hreiður- borg í Flóa hefði kfennt hon- um, að Jesús Kristur- væri frelsari frá synd og dauða. f þeirri trú ætlaði hann að lifa og gerði seinni hluta ævinnar. Áður hatði hann verið ákafur spíritisti. . — Það er auðvelt að vera spíritisti og trúa á Jesú sem frelsara. — Jæja, það kalla ég vel gert. Biblían er ekki vísindi, hún er meira. Hún er innblás- ið guðsorð Það er gott að hvíla í guði og láta hann ráða fyrir sig. Það hlýtur að vera mikill sálarórói samfara gruflinu, þessi sifellda leit. Við eigum að leggja líf okk- ar heilt og óskorið í drottins hönd. — Það er einkennilegt að svona miklir æringjar eins og þið séra Bjarni skulið vera leiðtogar í KFUM, mér finnst þeir menn ættu að vera graf- alvarlegir. — Fáir skemmta sér betur en við. Við erum glaðir í guði. — Hefurðu fundið til návist ar guðs’ — Já, hann hefur oft gert kraftaverk í lífi minu. — Þú taiar við hann á hverj um degi? — Jó, um öll mál, stundum oft á dag. — Hefurðu talað við hann um peninga? — Já ailt. — Heldurðu hann sé á móti spíritistum? — Já, ég er viss um það. Það er aum trú að trúa á kapalinn, sagði Bjarni frá Vogi einu sinni við mig. Eins segi ég við þig, fyrirgefðu. Til að vita hvað trú er, verða menn að vera reiðubúnir að kasta sér ósyndum í þrítugt djúpið. En nú skulum við ekki tala meira um kristindóm og spíritisma. Ég get verið hvass í munninum, það er rétt. Einu sinni sagði ég eitthvað við minn ágæta vin, Matthías lækni, sem honum líkaði ekki. Þá svarjði hann: — Þetta hefði farið betur í munnin- um á mér en munninum á þér, sem ert kristinn. Þá hló séra Bjarni. Of fallegur kollur — Annars er bezt ég segi þér smásögu úr stúkunni Verðandi. Björn Rósenkranz var dálítið vínhneigður, eins og þú kannski veizt, en hafði stundum löngun til að fara í bindindi og fá aðra með sér í stúku. Eim’ sinni kom hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.