Morgunblaðið - 26.08.1960, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.08.1960, Blaðsíða 19
Töstudagur 26. ágúst 1960 MORGUISBLAÐ fo 19 l — Ólympiuleikarnir Frh. aí bls. 1 tíðlegu athöfn, er flokkur kín- verskra þjóðernissinna frá For- mósu gekk fylktu liði á leik- vanginn. Samkvæmt ákvörðun alþjóðlegu Olympíunefndarinn- ar, gerðri daginn áður, hafði þátttaka þjóðernissinna í leik- unum verið samþykkt með því skilyrði að þeir kepptu undir nafni Formósu. Á skilti því, sem borið var fyrir flokknum var því nafnið íormósa, en undir nafnið hafði verið skrifað með krít: „Við mótmælum“. Leikarnir settir Eftir að fyllkingar þátttöku- þjóðanna höfðu gengið inn á leik- völlinn, lýsti forseti Ítalíu, Gron- chi, Olympíuleikana setta. Er for setinn hafði lokið mali sínu var Olympíufáninn borinn inn á leik- vanginn af 8 stúdentum, en á eftir þeim gengu 12 ítalskir sjó- liðar. Fáninn var borinn að flagg- stöng á leikvanginum og dreginn að hún, en meðan sú athöfn fór fram sönig fjölmennur kór Olyin- píu lofsöngin n. Olympíueldurinn tendraður Nokkur þögn var, er lofsöngur- inn hafði verið sunginn, en hún var aðeins stutta stund og rof- in af fallbyssudrununum og síðan af klukknahljómi allra kirkna í Róm. Fallbyssuskotin og klukkna hringingin tilkynntu komu Olympíueldsins. Ungur ítalskur stúdent, Ginacarlo Paris, kom hlaupandi inn um aðaldyr leik- vangsins og hélt brennandi blys- inu hátt á lofti. Hundruðum af dúfum var sleppt í loft upp, með- an hinn 18 ára gamli Rómverji hljóp í hring kringum aðaleik- vanginn með eldinn, sem sem hafði verið kveyktur á Olympsfjalli í Grikklandi og borinn af hlaupurum til Ítallíu. Paris hélt blysinu tignarlega og er hann hljóp framhjá áhorfenda- j svæðunum stóðu áhorfendurnir á fætur og fögnuðw honum ákaft. Er hann hafði hlaupið hringinn, fór hann upp aðaltröppurnar og stakk blysinu í skál, sem Olympíu eldurinn mun loga í meðan leik- arnir standa yfir, en þeim lýkur 11. september. Consolini sór eiðinn Fulltrúi þátttakenda allra þjóða, ítalski kringlukastarinn Consolini, gekk þvínæst fram og sór Olympíueiðinn frá palli á miðjum leikvaniginum. Fánaber- ar þjóðanna mynduðu bálifhring kringum pallir.n og heilsuðu með fánunum meðan Consolini sór eiðinn. Þessari miklu opnunarhátið lauk er þátttakendur þjóðanna gengu fylgtu liði út af leikvang- inum og til Olympíuþorpsins. - sus Framh. af bls. 13. ur er víst flest af því óprent- hæft. Ég skal þó leyfa þér að heyra eina vísu. Þú manst eftir þrumuveðnnu sem hér kom á dögunum. Þá var þetta ort: Reiður Þur.dur rymja fer, regni er grundin þvegin. Ég sem hundur orðinn er upp af sundi dreginn. Við kveðjum nú Halldór og yfirgefum Hvalstöðina. Áður töldum við það undarlegt, að menn skyldu haldast við vinnu í slíkum óþef og þeim, er leggur af hvalnum. En nú getum við um það borið at eigin raun, að lykt- inni má vel venjast. Hún er nefnilega ennþá í fötunum okkar. B.l.G. Jón Valgeir Hallvarðsson JÓN Hallvarðsson var fæddur í| Skjaldarbjarnarvík í Árnes- hreppi 26/11 1902, sonur hjón- anna Hallvarðs Jóhannessonar og Sigríðar Dagsdóttur. Þegar Jón var tveggja ára, fluttu for- eldrar hans að Búðum í Sléttu- ■hreppi, en þar ólst hann upp. Æskuárin frá Hornströndum voru honum ógleymanleg vegna þess, að baráttan var hörð og miskunnarlaus við fátæktina, kuldann og myrkrið á löngum og stormasömum vetrum norð- ur á Ströndum. Þegar Jón var um tvítugt, yf- irgaf hann æskustöðvarnar og flutti að Görðum í Aðalvík á- samt Sigurði bróður sínum. Þar mun Jón lítt hafa fest rætur. Hann var eins og aðrir ungir menn í þá daga, sem sjórinn lokkaði og seiddi til sín. Hann gerðist síðan sjómaður vestur í Bolungarvík við ísafjarðardjúp. Frá Bolungarvík fór hann til Súðavíkur í Álftafirði. Þar réði hann sig í skipsrúm hjá Grími Jónssyni, frænda sínum, er rak þar útgerð með miklum myndar brag á þeirra tíma vísu. Hér verða mikil og stór þáttaskil í lífi Jóns Hallvarðssonar. Þar kynntist hann Guðrúnu Krist- jánsdóttur, er síðar varð kona hans, og lifir hún mann sinn. Þau voru í hjónabandi í 32 ár. Þeim varð ekki barna auðið, er. þau tóku 2 fósturdætur, Olgu Pálmadóttur og Rósu Vagnsdótt- ur. Olga er gift í Ameríku en Rósa í Keflavík. Heimili þeirra hjóna stóð öll- um opið, þangað komu vinir og kunningjar og þágu góðgerðir, sem veittar voru af miklum myndarskap. Þarna réði góð hús- móðir, rismikil kona. Jón stund- aði sjómennsku meðan hann ótti heima í Súðavík eða þar til árið 1948, að hann flytur til Reykjavíkur, að Suðurlands- braut 27, en þar átti hann heima til dauðadags og starfaði í Þvottahúsinu Grýtu. Jón Hallvarðsson var ekm af þeim mönnum, sem vann verk sín af trúmennsku og samvizku- semi. Hanin var enginn hávaða- maður, enginn yfirborðsmennska einkenndi störf hans. Hann var hinn sístarfandi alþýðumaður, sem vildi vinna landi sínu allt það gagn, er hann mátti til síð- ustu stundar. Laugardaginn 13. ágúst hitti ég Jón Hallvarðsson niður i Lækj- argötu og tókum við tal saman. Hann var kátur og hress að vanda, hann sagði mér, að hann væri að fara í sumarfrí. Mánu- daginn 22/8 er mér tilkynnt i síma, að Jón hafi látizt af slys- förum steinsnar frá heimili sínu, og mér varð á að spyrja: Var þetta staðreynd? Jú, því miður, sorgleg staðreynd. Sláttumaður- inn mikli var á ferð. Hver skil- ur þessi rök í önn dagsins. Minn kæri frændi og vinur, ég þakka þér fyrir velvild þína og vináttu, fyrir mannkosti og hjartagæzku, er þú auðsýndir mér og mínum frá fyrsta til hins síðasta, og nú, þegar þú leggur af stað í þína hinztu för, bið ég guð að fylgja þér. Vertu sæll vinur. Syrgjandi eiginkonu, fóstur- dætrum og systkinum hins látna votta ég mína dýpstu samúð. — B. G. — Laxarnir Framh. af bls. 11 ísland, segir dr. Cassens. Við ætluðum þvert yfir hálendið frá Mýri í Bárðardal. en það reynd- ist ekki fært vegna rigninga. En við vorum á Kirkjubæjar- klaustri og fórum þar á hestum til fjalla. Einnig vorum við á Þingvöllum, í Hveragerði og á Snæfellsnesi. Við komum í Berserkjahraun og klifum Drápu hlíðarfjall í ljósaskiptunum. — Ég varð fyrir miklum á- hrifum af margbreytileik Ber- serkjahrauns, segir Rooskens. Og ísland hefur haft gagntakandi áhrif á mig. Landið er svo ó- snortið af mannlegum höndum. Það er mikill munur eða Holland þar sem hver skiki er plægður og erjaður. ★ — Hafið þér kynnzt ísler.zkri málaralist? — Ég sá sýninguna í Lista- mannaskálanum og hér er margt málara. Kjarval er í allrafremstu röð landslagsmálara. — Hvað viljið þér að öðru leyti segja um íslenzka málara- list í dag? — Hún er dálítið íhaldssöm og of háð Parísarskólanum, sem bar hæst fyrir tíu árum, Eftir þann tíma kom nýi expression- isminn fram, en hans gætir lítið í verkum listmálara. Tachisma gætir nokkuð hjá Kristjáni Da- víðssyni, en það er eins og nýi expressionisminn hafi ekki náð að festa rætur á Norðurlöndum. Það er eins í Svíþjóð og hér, að málararnir halda sér við gamla Parísarskólann. — Hitt er annað mál, heldur Rooskens áfram, að því fer fjarri að listþróun hér á landi sé gamaldags og það gladdi mig sérstaklega að margir íslenzkir listmálarar, sem ég hef kynnzt nú, þekkja marga sömu lista- mennina, sem ég þekki í París. ★ Nú fáum við að sjá upp- drætti að myndum, sem Roosk- ens hefur gert hér á landi og í Almenna bilasalan Barónsstíg 3. — Sími 13038. Höfum kaupendur að inn flutningsleyfum. Almenna bílasalan Barónsstíg 3. — Sími 13038. Peningalán Útvega hagkvæmt peningalán til 3ja og 6 mánaða gegn ör- uggu mtryggingum. Uppl. kl. Margeir J. Magnússon. Stýrimannastíg 9. Sími 15385. 11—12 f.h. og 8—9 e.h. 5 UNDARSÖTU 2 5 'SIMI 1)74 3 ] Málflutninesskrifstofa JÓN N. SIGURÐSSON hæstaréttarlögmaður liaugavegi 10. — Sími: 14934. Grænlandi. Til samanburðar eru eldri myndir og jafnvel leik- mannsauga greinir glöggt mun þeirra mynda, sem málarina hefur áður gert og þeirra, sem hann hefur gert drætti að eftir kynni sín af löndum elds og ísa, hrikalegra fjalla og miðnætur- sólar. Dr. Cassens segir: — Það verður lengi hægt að sjá íslenzk áhrif í málverkum Roosxens. Fyrir nokkrum árum dvaldist hann hjá okkur suður í Nairobi og í langan tíma á eftir var hægt að skynja Afríku í verkum hans. j. h. a. — Utan úr heimi Framhald af ols. 10. hrópa: „Farðu úr bílnum, geym- irinn brennur!" En Klusmann hélt ferðinni áfram þar til hann var kominn út úr þorpinu, þar sem slökkviliðið náði honum. Að lokinni viðgerð á biireið- inni, hélt Klusmann áfram ferð- inni eins og ekkert hefði í skorizt. Hann var alveg hissa á því hvað íbúarnir í Sassenberg gerðu mik- ið úr þessu atviki. En í Sassenberg munu menn lengi minnast dagsins þegar kviknaði í tankbifreiðinni. Þakka hjartanlega mér auðsýnda vináttu og sæmd, á sextugsafmæli mínu 19. þ.m. Guðmundur Benjamínsson Skattstofa Reykjavíkur verður lokuð frá hádegi í dag vegna jarðarfarar. Skattstjórinn Lokað allan daginn vegna jarðarfarar Þvottahusið Grýta Laugavegi 9 Föðursystir mín RÁGNHILDUR JÓNSDÓTTIR frá Skiphyl andaðist á Elliheimilinu Grund 25. ágúst. Guðbjörg Guðmundsdóttir Maðurinn minn IILÖÐVER MAGNÚSSON Kamp Knox E-22 andaðist þann 23. ágúst Sigrún Halldórsdóttir Útför RUNÓLFS STEFANSSONAR frá Litla-Holti fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudag. 29. ágúst kl. 1 e.h. — Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Slysavarnafélagið. Vandamenn Innilegustu þakkir sendum við öllum vinum og vanda- mönnum fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför litlu dóttur okkar og systur Ö R N U Jarðþrúður Guðmundsdóttir, Einar Arnason Helga Einarsdóttir Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar GUÐRÚNAR EIRlKSDÓTTUR Margrét Sveinsdóttir, Asgrímur P. Lúðvíkssson Þökkum samúð við andlát og útför KOLBEINS ÞORSTEINSSONAR fyrrverandi skipstjóra Vandamenn Þökkum auðsynaa samúð við fráfall og jarðarför föður okkar ELlAS F. HÓLM Fyrir hönd aðstandenda: Atií Elíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.