Morgunblaðið - 26.08.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.08.1960, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIfí Föstudagur 26. ágfist 1960 Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráðherra, var nýlega ■ opinberri heimsókn í Israel. Hér sést hann ræða við Golda Meir, utanríkisráðherra ísrael. Á milli þeirra situr dr. Chaim Yahii, ráðuneytisstjóri, áður sendiherra ísraels á íslandi. Sættir milli trúar og vísinda MILLJÓN dollara verðlaun frá forseta Bandaríkjanna er sú viðurkenning, sem veitt var fyrir nokkrum dögum bandarískum vísindamanni, Goddard —• fimmtán árum eftir lát hans — og þykir mér líklegt, að einsdæmi sé að þannig hafi verið gert til manns efíir dauðann. Þetta er því athyglisverðara, þegar þess er gætt, að meðan mað- urinn lifði, var hann lítils metinn og naut minni viður- kenningar en flestir aðrir: að nokkurntima gæti tekizt. Er þó að slíkir hlutir séu merkileg- ir, og eigi jafnvel eftir að færa mönnum heim sanninn um enn merkilegri hluti, þá er það nú annað, sem dregur að sér aifchygli fslendings, sem ýmsum tíðind-uim gefur gætur. Það eru þær hugs- anir, sem þessi framvinda mál- anna vekur hjá ýmsum hinum áhrifamestu mönnum erlendis. Ég var að lesa ritstjórnargrein í einu af stórblöðum Bandaríkj- anna um þennan atburð, verð- launaveitinguna, og er þar því líkast sem verið sé að játa á sig, fyrir hönd mannfélagsins, van- rækslusök og ósanngirni gagn- vart hinum framliðna merkis- manni. Sérstaklega segir blaðið, að nú séu að opnast augu manna fyrir þýðingu þeirra manna, sem fara sínar eigin götur í visindum og halda fram sérstæðum og ó- viðurkenndum skoðunum; séu þeir einmitt oft hinir mikilsverð- ustu, og væri mikil nauðsyn, að eftir þeim yrði betur tekið fram- vegis. Ég býst við, að flestum fslend- ingum, sem þetta lesa, muni þykja viturlega mælt, og vildu gjarnan taka undir þetta. En þó mætti hér gera meira en taka undir. Menn mættu minnast þess, að hér á íslandi hefur mönnum ekki farizt sem beat gagnvart þeim manni, sem benti til stjarn- anna og sagði, að hafa mætti sambönd þangað. Kenning dr. Helga Pjeturss um lífssamibandið er það, sem ég hef í huga, og það er óhætt að fullyrða, að mikil- vægi hennar er mjög fjarri því að vera minna en þess, sem ágæt- ir vísindamenn á öðrum sviðum hafa unnið. En gagnvart þessari kenningu er það, sem íslenzkir fræðimenn og áhrifamenn hafa ekki gætt sanngirninnar sem skyldi, og væri ástæða til, að þar yrði farið að breyta um stefnu. Það er t.d. engin hæfa, að í þau rúm 40 ár, sem liðin eru síðan Nýall kom fram, skuli því aldrei hafa verið gefið rúm við heimspekideild Háskóla fslands að fást við íslenzka heimspeki. íslenzk heimspeki hefur tæplega verið nokkurntíma nefnd á nafn við heimspekidsild Háskóla fs- lands af þeim sem þar ráða, og myndi þó ekkert eins geta orðið til að auka hróður deildarinnar og rétt og jákvæð afstaða til hins mikla máls. Eða með öðrum orð- um að gefa Nýal færi á að orka á hugina, að lofa sólinni að skína. Enginn ætlast til þess, að fallizt verði á kenningar Nýals gagn- rýnislaust eða án samanburðar við aðra þekkingu, rétta og raun- verulega þekkingu. Einmitt slík- ur samanburður er Nýal mest í hag og er það, sem hann ætlast til af lesendum sínum. — Og er þá ótalið það, sem mestu máli skiptir, en það eru þær sættir milli trúar og vísinda, sem Nýall hefur sýnt fram á að orðið geta. Hafa menn mátt sjá fróðlegt dæmi um þær mótsaignir, sem. þar eru, í málflutningi þeirra próf. Julians Huxley og séra E. L. Mascalll ,sem fýnst birtusf í brezka blaðinu Observer en nú nýlega þýddar í Morgunblaðinu- Mætti öllum vera ljóst, hverisiu óheillavænlegt það er, að svo djúpstæður ágreiningur skuli veri milli hinna tveggja höfuð- stefna í mannlegri sannleiksleit (það var aðalröksemd Sir Juli- ans að vísindin segðu sannara), og getur hann ekki stafað af öðru en því, að réttu lausnina vantar. En hér er það, sem Nýall markar stefnuna. Það sem vantaði, og vantar enn, gagnvart dr, Helga Pjeturss og kenningum hans er hið saima og vantaði gagnvart hinum banda ríska vísindamanni, að menn gerðu sér Ijóst, að maðurinn var ekki slíkur, að hann færi með heilaspuna og markleysu. Menn gerðu sér rangar hugmyndir um hann og skildu ekki, að það böl sem hann þoldi, bar hann einnig fyrir þá. „Sigur sannleikans er það sem ég þrái mest“, segir hann í síðustu bók sinni (1947), og án slíks takmarks hefði ævi- starf hans ekki orðið svo sem það varð. En mun þeirri ósk framgengt verða? Svo er nú kom- ið, að sú skoðun hefur nú fyLgi mikilmetinna erlendra vLsinda- manna, að á því velti örlög mann kynsins, að samband takist við vitrari og betri íbúa annarra stjarna. En undarlegt er til þess að vita, að frá slíku skuili geta verið sagt á fslandi, án þesis að minnast einu orði á íslenzka heimspekinga, sem haldið hafa, og halda enn, þessu fram. Þorsteinn Guðjónsson. Þeir voru margir, sem töldu hann ekki með réttu ráði, og honum voru valin orð eins og tunglsjúkur og tunglóður, en þó fékk hann einhvern styrk til rannsókna hjá tveimur stofnunum, og til þeirra stofn ana renna nú verðlaunin og verður líkast til varið til rannsókna, sem ganga í sömu átt og það, sem Goddard lagði til málanna. Goddard hugsaði til stjarnanna af meiri alhug en aðrir, og sú var sökin til þess að samtímamenn hans kölluðu hann óðan. Það jþarf varla að taka það fram, að aá sem nú hefur verið verðlaun aður þannig fyrir stjarnhugsun hefur í þeim efnum unnið eitt- hvað verkfræðilegt, eitthvað til undirbúnings eldflaugaferðum frá jörðinni og út í geim. Og þetta var einmitt það, sem til Skamrrks tíma þóttj svo ótrúlegt, • Ókurteisi færist íaukana Ég held að fslendingar séu að verða siðlaus þjóð, sagði kona sem hringdi til Velvak- anda fyrir nokkrum dögum. Ég hef svo víða rekizt á ó- kurteisi að undanfömu, að ég get ekki lengur orða bund- izt, hélt hún áfram. Svo nefndi hún dæmin: Fyrir nokkrum dögum var ég að hringja í símann. en fékk skakkt númer. Ég bað kurteislega afsökunar, en maðurinn, sem svaraði, hreytti út úr sér: — Getið þér ekki valið réttar tölur? Nú virðist síminn hafa verið eitthvað einkennilega bilað- ur, því ég fékk sama ranga númerið tvisvar aftur. í fyrra skiptið var bara skellt á í vonzku, en í síðara skiptið var alls ekki lagt á og átti ég þess þá engan kost að ná síma sambandi út úr húsi mínu. Ég stóð í stöðugu sambandi við reiða manninn og þegar ég tók upp tólið til að vita hvort lagt hefði verið á heyrði ég samræður hinum megin. Konu rödd bað manninn að hætta þessu, en hann bannaði sínu fólki að leggja niður tólið og þannig stóðu málin í klukku- tíma. Þá hefur honum annað hvort verið rumnin reiðin eða kona hans hefur komið fyrir hann vitinu, en svo mikið er víst, að ég fékk samband og varð ekki oftar fyrir þvi ó- láni að fá þetta núrner í ann- ars stað. * ,,ÞaS vantaði nú bara!“ Þá var ég í strætisvagni um daginm. Það var nokkuð margt um manninn í vagn- inum, og hvert sæti skipað og nokkrir stóðu, þeirra á meðal ég. Á einni biðstöðinni kom mjög gömul og lasburða kona inn í vagninn. Stanzaði hún framarlega í vagninum, en enginn gerði sig líklegan til að bjóða henni sæti. í fremsta bekknum sátu tvær ungar stúlkur. Ég gekk til þeirra og spurði hvort þær vildu ekki leyfa gömlu kon- unni að setjast. Þær sneru sér við og horfðu á mig með slíkum vandlætingarsvip að ég gleymi ekki og önnur þeirra sagði: „Það vantaði nú bara“. — Bílstjórinn í vagn- FERDIIMAIMD ☆ Til sölu 2 íbúðir í nýju steinhúsi í miðbænum. fbúðimar eru á 3. og 4. hæð. — Á 3 hæð, 4 herb. og eldhús 108 ferm. — Á 4. hæð 3 herb. og eldhús, 95 ferrn. — íbúðirnar eru 1. fl. og stórglæsilegar FASTEIGNASALA ÁKA JAKOBSSONAR, Laugaveg 27. Sími 14226 og eftir kl. 7, sími 34087 Matráðskona aðstoðarráðskona og stúlka vön bakstri óskast fyrsta október eða fyrr. Uppl. í síma 9, Laugarvatni. Mötuneyti skólamia, Laugarvatni inum hlutaðist nú til um að konan fengi sæti og þá stóð karlmaður upp fyrir henni. D Eitthvað sýnileift fyrir svalirnar Svalir í háhúsum og öðrum sambýlishúsum hafa verið nokkuð til • umræðu hér í dálkunum. XJm daginn kom maður að máli við Velvak- anda og vakti máls á nýju at- riði í þessu sambandi. Kvaðst hann hafa litið upp eftir stór- hýsi hér í borginni og séð börn leika sér á svölum hátt uppi sem ekki sást neitt rimlaverk fyrir. Sagðist mað- urinn hafa fengið „sjokk“ í fyrstu, en þegar hann að- gætti betur, sá hann að ein- hvers konar net var strengt framan við svalirnar. — Nú má vera að þessi net séu ör- ugg, bætti maðurinn við e*i þau geta a. m. k. glapið veg- farendur alvarlega. Ættu húseigendur þvi að láta eitt- hvað sýnilegt fyrir svaiirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.