Morgunblaðið - 26.08.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.08.1960, Blaðsíða 20
SUS- síða er á bls. 13. 193. tbl. — Föstudagur 26. ágúst 1960 ÍÞRÓTTIR eru á bls. 18. Nýtt lyf: „Super- penicil- lin" London, 25. ágúst. (Reuter). — BLAÐIÐ „Daily Express“ skýrir í dag frá miklu afreki brezkra vísindamanna. Hafa þeir fundið upp nýtt lyf, svo- nefnt „Super-penicillin“, sem vinnur á sóttkveikjum, sem orðnar eru ónæmar fyrir venjulegu penicillini, þannig, að lyfið megnar ekki lengur að granda þeim. — ★ — Blaðið segir, að læknar séu þess fullvissir, að hið nýja lyf muni stöðva þá uggvæn- legu þróun, sem orðið hafi æ meira áberandi á síðari árum, að sívaxandi fjöldi þeirra, sem liggja í sjúkrahúsum, smitast af einhvers konar ígerðar- og bólgukvillum, sem reynzt hafa mjög erfiðir við- fangs. Sérstaklega hefir þetta verið ábcrandi í fæðingar- spítölum. — ★ — I*að eru nokkrir ungir vís indamenn, undir forystu dr. George Rolinsons við Beec ham-tilraunastöðina, sem hafa fundið upp „Super- penicillin“, en það gengur einnig undir nafninu „gervi- penicillin'*. Eitri stolið f GÆR saknaði Þórður Þor- steinsson, fyrrverandi hrepp- stjóri, Sæbóli | Fossvogi, fjögurra lítra brúsa úr fórum gróðrastöðvarinnar. Á brúsan- um, sem mun hafa horfið í gær eða fyrradag, var óbland- að nikotín, sem útþvnnt er notað til úðunar. Er þetta ban- vænt eitur, og því voðinn vís, ef böm eða unglingar hafa hann undir höndum. Þeir, sem einhverjar upplýsingar gætu gefið um málið, eru beðnir að snúa sér til lögreglunnar hið allra fyrst. | V. 'viiímjnr Jarðhitinn ekki meiri í Krýsuvík en Hveragerði Samkvæmt borunum á báðum stöðum ÚTLIT er fyrir að næsta stór- virkjun á íslandi verði jarð- hitastöð í Hveragerði eða Krýsuvík eða þá virkjun Hvítár við Hestvatn, eins og skýrt var frá hér í blaðinu í fyrradag. Rannsóknir raf- orkumálaskrifstofunnar bein- ast því í sumar að þessu tvennu, til að fá samanburð og úrskurð um hvort sé heppilegra. í fyrradag var skýrt nokkuð frá rannsóknum í sumar á Hvítár Hefir Hannibal skotið undan 2—300 þús. kr. SAMKVÆMT skattskránni er ist forseti Alþýðusambandsins Hannibal Valdimarssyni alþm. hafa stolið þessari upphæð og forseta Alþýðusambands- undan skatti. ins, gert að greiða í skatta og Mbl. er ekki tamt að vera útsvar svipaða upphæð og með persónulegar aðdróttanir, öðrum aiþingismönnum, sem en hjá því verður þó ekki hafa auk þingfararkaups sæmi komizt að benda á svo stór- leg laun fyrir önnur störf. felld skattsvik, því varla get- Út af fyrir sig er ekkert við þetta að athuga, ef það væri ekki á margra vitorði, að á síðasta ári flutti Hannibal inn dýran ameriskan bíl toll- ur verið um annað að ræða, hvort sem Hannibal hefur sleppt þessari upphæð á fram- tali sínu eða þá ekki talið fram í þeim tilgangi að dylja frjáisan og seldi hann beint þennan gróða. til stöðvarbílstjóra í Haínar- Eins og kunnugt er hefur firðL Hagnaður hins fyrrv. Hannibal Valdimarsson ætíð ráðherra af þessum viðskipt- reynt að slá sig til riddara með um hefur varla verið ininni en því að ætla öðrum það, sem eitthvað á þriðja hundrað þús. hann nú hefur gerzt sekur um krónur. Skv. skattskránni virð sjálfur. svæðinu. Nú höfum við snúið Okkur til Gunnars Böðvarssonar, forstöðumanns Jarðhitadeildar- inrar í Hveragerði og Krýsuvík. Þar er aðallega um boranir að ræða. Áður höfðu verið boraðar fimm holur í Hveragerði, sú síð- asta í vor. Og í sumar fara fram boranir í Krýsuvík, sérstaklega til að mæla hita og fá saman- burð milli Hveragerðissvæðisins og Krýsuvíkursvæðisins vegna hugsanlegrar rafstöðvar. Svipaður hiti Við þessar boranir hefur kom- ið í ljós að hiti virðist mjög svip- aður á báðum stöðum, og ekki ástæða til að taka Krýsuvík fram yfir Hveragerði vegna hærri hita. Áður þótti ekki ólíklegt að hiti væri hærri í Krýsuvík, en mæl- ingarnar sýna sem sagt að það er ekki svo nokkru nemi. Auk hitans koma svo aðstöðu- atriði til greina, þegar þessir stað ir eru bornir saman, og er Sveinn Einarsson, verkfræðingur að vinna að því að kanna þau. Þrjár holur boraðar I Krýsuvík hefur í sumar ver- ið boruð ein 1270 m. djúp hola Tvö héraðslæknis- embætti laus HÉRAÐSLÆKNISEMBÆTTIÐ í Hofsóshéraði er laust til umsókn- ar. Umsóknarfrestur er til 18. sept., en embættið veitist frá 1. október næstkomandi. Þá er héraðslæknisembættið í Kópaskershéraði laust. Þar er um sóknarfrestur til 15. sept., en em bættið veitt frá 1. okt. n.k. og borinn verið fluttur á annan stað, þar sem ætlunin er að bora 500—1000 m niður. Þá er áformað að bora þarna þriðju holuna. Nokkrar tafir urðu í sumar vegna bilunar á mótornum í bornum, og nokkrar minni háttar tafir. Þegar borunum í Krýsuvík lýkur mun Jarðhitadeildin leggja sínar niðurstöður af jarðhitarann sóknunum í Krýsuvík og Hvera- gerði fram, til samanburðar við rannsóknirnar á Hvítársvæðinu og við Hestvatn. Á mánudagskvöld kviknaði í bíl frá Akureyri, þar sem hann stóð skammt frá Bægisá. Var það ráð tekið að hrinda honum fram af 8—10 metra háum bakka ofan í ána. Tók fréttamaður Mbl. á Akureyri, St. E, Sig., þessa mynd ai bílnum í ánni. Eigandi bílsins var ásamt fleirum að veiða í Bægisá og hafði skilið bílinn eftir mann lausan. Börn, sem voru með í ferðinni, voru í berjamó skammt frá. Urðu þau eldsins vör og gerðu aðvart. Er komið var að bílnum, var hann al- elda. Var það þá tekið til bragðs að láta hann renna logandi fram af 8—10 m há- um bakka ofan í ána. Bíl.lin brotnaði mikið við fallið, en mun þess utan hafa verið orðinn ónýtur af eldi áður. Þrjú prófessorsembætti lous í NÝÚTKOMNU Lögbirtinga- blaði auglýsir menntamálaráðu- neytið þrjú prófessorsembætti við Háskóla íslands laus til um- sóknar. í fyrsta lagi er það prófessors- embætti í geðlæknisfræði við læknadeiid skólans, en prófessor- inn í geðlæknisfræði er jafn- framt yfirlæknir sjúkradeildar við Kleppsspítala. í öðru lagi prófessorsembætti í efnafræði, einnig við læknadeild háskólans, og í þriðja lagi próf- essorsembætti í eðlisfræði við verkfræðideild skólans. Umsóknarfrestur er í öllum til- vikunum til 20. september n.k. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni ýtarlega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Með umsókninni skulu send ein- tölc af vísindalegum ritum og rit- Forseti Hæstaréttar GIZUR Bergsteinsson, hæstarétt ardómari, verður forseti Hæsta- réttar næsta tímabil (1. sept. ’60 til 31. ágúst ’61). geiðum umsækjenda, prentuðum og óprentuðum. RænJur í Vatns- mýrinni t FYRRAKVÖLD fór maður einn í Vetrargarðinn til þess að skemmta sér. Að dansleikn um loknum mun hann hafa verið orðinn mjög ölvaður, því að á heimleiðinni sofnaði hann fyrir utan Njarðargöt- una úti í Vatnsmýri. Ekki veit hann, hve lengi hann lá þar, en hann vaknaði um síðir og komst heim til sín. Næsta morgun kemst hann að því, að hann hafði verið rændur öllu fémætu — ) veski með einhverju af pen- ingum, þó ekki miklu, vega- bréfi og ýmsum mikilsverð- um skilríkjum, og gyllta Roamer-armbandsúri. Þeir, sem geta veitt eln- hverjar upplýsingar um mál- ið, eða hafa orðið varir við úrið í umferð, eru beðnir að láta rannsóknarlögregluna i vita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.