Morgunblaðið - 26.08.1960, Blaðsíða 18
18
MORCVNTtl 4ÐIÐ
Föstudagur 26. ágúst 1960
Leikur hinna giötuðu tœkifœra
Fram — K.R. 0
ÞEIR VORU margir, sem fóru
vonsviknir af vellinum í fyrra-
kvöld eftír leik KR og Fram í 1.
deild íslandsmótsins. Bót er þó
í máli, að flestallir vallargestir
voru sammála um að leikur hafi
verið fjörugur og skemmtilegur
— og það sem meira var um vert
að leikmenn beggja liðanna lögðu
sig yfirleitt fram um að reyna að
liðsmaður, Jónsson sendingu frá
Beck. Landsliðsmaðurinn er ó-
valdaður á markteig, — en lætur
Geir hirða knöttinn frá sér . . .
23. mín. Fram er í upphlaupi
hægra megin og knötturinn er
miðjaður. Skotið er á KR-markið
og varnarmaður bjargar á línu . . .
24. mín. örn er með knöttinn.
Sendir til Beck, sem aftur sendir
Óskarsson sendir vel til Grétars,
sem spyrnir viðstöðulaust en
beint í fangið á markmanni KR.
— KR-ingar sækja strax, eftir að
markmaður spyrnir út og tví-
vegis eru þeir í tækifæri, án þess
að skora . . . .69. mín. Eftir send-
ingu frá Leifi Gíslasyni spyrnír
Sveinn föstu skoti, sem lendir i
Geir markverði og knötburinn
hrekkur útfyrir stöng. — Horn er
tekið og Ellert skallar og Sig-
urður Einarsson bjargar á maik-
— Oft var mannþyrping mikil fyrir miðju marki
né samleik og sýna góða knatt-
spyrnu. En það sam óneitanlega
skyggði á þennan leik er, hve
framherjar liðanna voru klaufsk-
ir við að skora ,þótt góð tækifæri
byðust til þess.
Viiji til að leika
Leikmenn gerðu sér far um að
reyna að ná samræmi í leikinn,
með því að leita og senda til
samherja hverju sinni. Hjá báo-
um iiðunum gekk þetta sæmilega
vel úti á vellinum miðjum, en
er nálgaðist markið rann allt út
í sandinn. Enn sem fyrr var það
áberandi gaili, hvað spilið dróst
saman, er að markinu kom og
menn gerðu of mikil þrengsli
og gerðu sér og samherjum sín-
um þannig erfiðara fyrir að
binda endahnútinn með því að
skora mark.
Glötuð tækifæri
Ef eftirfarandi atvik, sem hér
verða talin, eru atbuguð, má
með sanni segja að þetta hafi ver-
ið leikur hinna glötuðu tækifæra.
10. mín. Aukaspyrna á KR við
vítateig. Skotið er beint á mark-
manninn . . . 14. mín. Guðjón
Jónsson á gott skot á mark KR
af 30—40 metra færi. Knöttur-
inn klýfur loftið. Gísli stendur
sem negldur í marki KR, og horf-
ir á knöttinn lenda ofan á þver-
slánni . . . Heppinn þar ....
Stuttu síðar fær Sveinn, lands-
út til Arnar og örn miðjar til
Ellerts og Ellert skaliar ytir. —
Þetta var eitt hættulegasta augna
blik leiksins fyrir Fram. — 29.
mín. Þórólfur tekur aukaspyrnu
rétt utan vítateigs. Hann lyftir
knettinum létt yfir varnarvegig-
inn, og Sveinn Jónsson hleypur
um leið innfyrir en skallar yfir.
Þetta var gott tækifæri, en í
þetta sinn sem oftar var mikið
— Sveinn Jónsson fyrir opnu
marki, en lætur Geir ná
knettinum
flaustur yfir öllum tilþrifum
Sveins og því ekki að sökum að
spyrja ... 40. mín. Eftir gott sam-
spil KR-inga á Þórólfur fast og
hnittmíðað sikot á Fram markið,
sem Geir ver glæsilega. 48. mín.
Þórólfur rennir sendingu frá
Ellert framihjá marki Fram. —
Og glataði þar með góðu tæki-
færi. ... 58. mín. Guðmundur
línunni. Og enn stuttu síðar skall
ar Þórólfur fram hjá úr sendingu
frá Leifi Gíslasyni.....82. mín.
Sveinn Jónsson fyrir opnu marki,
en lætur Geir ná knettinum (sjá
mynd) ... 88. mín. Sóikn Fram
svo hörð við KR-markið að næst-
um er óskiljanlegt hvernig þeir
fara að því að skora ekki.
Leikmenn
Um einstaka leikmenn er það
að segja að Hörður Feiixson var
maður dagsins, ef svo mætti að
orði komast. Hann var bezti mað-
ur vallarins. Traustur og ósérhlíf-
inn fram til síðustu stundar. —
Ásamt bræðrum sínum Gunnari
og Bjarna myndaði hann betri
helming KR-varnarinnar. Gunn-
ar er sérlega efnilegur leik-
maður og verður vart langt þar
til hann skipar sess meðal beztu
framvarða. Framlina KR skipuð
landsliðsmönnunum Erni Stein-
sen, Sveini Jónssyni, Þórólfi
Beck og Ellert Schram, afsann-
aði sjáif í þessum leik það, sem
margir hafa viljað halda fram að
framlina landsliðsins yrði bezt
skipuð með KR-ingum, því fram-
herjar, sem ekki geta skorað
möik, þótt þeir standi fyrir opnu
marki, eiga ekkert að geva í
landslið.
í Framliðinu voru Rúnar Guð-
mannsson og Geir Kristjánsson
beztir og athygli vakti dugnaður
hins unga bakvarðar Sigurðar
Einarssonar, sem lék sinn fyrsta
leik með meistaraflokki aðeins
17 ára.
Á. Á.
Leikir í íslands-
mótinu kærðir
Utboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurbæjar óskar að kaupa
vegna Hitaveitu Reykjavíkur, renniloka, keiluloka,
hemilloka, einstreymisloka og síur, allt fyrir heitt
vatn. — Útboðslýsingar má vitja í skrifstofu vora,
Traðarkotssundi 6.
Innkaupastofnun Reykjavíkurbæjar
4ra - 5 herb. íbúÖ
óskast hinn 1. sept. n.k. fyrir bandarískan sendi-
kennara við Háskólann, annað hvort með eða án
húsgagna. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir þriðjud.
merkt: „Sendikennari — 638“.
Ragnar Jóhannsson, sem
iék h.úth. í 1. deildarliði Fram
í leiknum á móti KR i fyrra-
kvöld, skarst illilega á hægri
legg, rétt fyrir lok hálfleiks-
ins. Er Úlfar Þórðarson, lækn-
ir hafði skoðað sárið, úrskurð
aði hann að Ragnar væri ekki
fær um að leika áfram og var
Ragnar eftir boði Úlfars send
ur á Blysavarðstofuna, þar
sem sárið var saumað saman.
Af þessum sökum reis upp
mikið vandamál. — Spurning
in var: Mátti Fram setja inn
varamann í stað Ragnars? —
Hingað til hefir verið farið
eftirreglum, sem segja svo fyr
ir að varam. megi setja inn í
leik, meðan fyrri hálfleikur
stendur yfir. (45 mín.). Eftir
það megi ekki setja varamann
inn fyrir slasaðan mann nema
markmann. Hins vegar munu
vera komnar fram nýjar regl
ur, sem heimila að setja vara
mann inn, ef það er gert áð-
ur en síðari hálfleikur hefst.
Leikmenn KR leyfðu fyrir
sitt leyti að varamaður yrði
settur inn, en auðvitað hafa
þeir ekki úrskurðarvald þar
um
Engin endanleg úrslit feng-
ust í málinu í fyrrakvöld, með
an leikhlé stóð yfir, svo Fram
tók þá ákvörðun að setja vara
mann inn. Eftir leikinn
kærðu forráðamenn KR leik-
inn.
Við þesssar fréttir hefir
komið fram að Fram og Akur
eyringar hafa einnig kært
leiki í mótinu. Fram kærði
leikinn gegn Akurnesingum,
sem leikinn var á sunnudag-
inn. Annar línuvörðurinn í
fyrri hálfleik var Skagamaður
og er leikurinn var orðinn
spennandi treysti hann sér
ekki til að vera hlutlaus í
dómum sínum og gafst upp á
starfanum. Maður sá, er tók
við, hafði ekki réttindi til að
vera línuvörður í 1. deild og
hafa því Frammarar kært leik
inn.
Akureyringar hafa kært tvo
leiki í mótinu. Leikinn við
Akranes og leikinn við Kefla-
vík í Njarðvík. í báðum þess-
um tilfellum töldu Akureyr-
ingar að ekki hafði liðið til-
skildur sími milli leikja, en
hann er 48 klst. Regla þessi
er þó háð þeirri undantekn-
ingu, að framkvæmdanefnd
móta getur fært niður tímann
og því hefir báðum kærunum
verið vísað frá o,g leikirnir
taldir löglegir.
feft «gig ntii iiMði'tiftéii
í DAC
Föstudagurinn 26. ágúst
Keppni Olympíuleikanna í dag
verður, sem hér segir: (ísl. tími).
7:00 Hjólreiðar.
7:30 Sund — undanrásir — 100
m skriðsund karla o,g 200 m
bringusund kvenna.
8:00 Hjóireiðar.
Körfuknattleikur: c-riðill:
Rússland — Mexicó. — a-
riðill: Ungverjaland — Jap-
an.
Kajak.
9:00 Land-hokkí: b-riðill: Paki-
stan — Ástralía.
Grísk-rómversk glíma.
10:00 Sundknattleikur: Belgía —
Frakkland og Rúmenia •—
Arabíska-sambandslýðv.
13:30 Körfuknattleikur: Fillipps-
eyjar — Pólland, Búlgaria
— Júgóslavia og FrakkJand
— Tékkóslóvakía.
14:00 Kajak.
Hnefaleikar.
Hjólreiðar.
Land-hokki: d-riðill: Japan
— Pólland og Bretland —
Spánn.
Sund: Undanrásir 100 m
skriðsund kvenna.
15:00 Knattspyrna: Júgóslavía -—
Arabíska-samibandslýðv., —
Búlgaría — Tyrkland, —
Brazilía — Bretland, —
Italía — Formósa, — Dan-
mörk — Argentína —- og
Frakklánd — Perú.
Hnefaleikar.
Sundknattleikur: Þýzkaland
— Brasilía og Holland —
Ástralía.
21:30 Sundknattleikur: Ítalía —
Japan Oig Ungverjaland —
Bandaríkin.
0*'
Cuömundur og Agusta
GUÐMUNDUR GÍSLASON verð-
ur fyrstur tslendinganna til aö
lenda í eldraun keppninnar á
Olympíuleikunum Hann keppir í
undanrásum 100 m. skriðsunds
karla, en þær hefjast í Róm kl.
9,30 f.h. (ísl. tími). — Samkvæmt
fréttaskeyti frá Atla Steinarssyni
eru 7 riðlar í undankeppninni og
syndir Guðmundur í 5. riðli henn
ar. Riðillinn er mjög sterkur og
því litlir möguleikar á að Guð-
munJur komist áfram í keppn-
inni. í riðli hans eru: Hans
Elisalde, Filippseyjum, Clarke,
Englandi, Latos, Ungverjalandi,
Henricks, Ástralíu, Lindberg,
Svíþjóð, Ábreu, Brazilíu og Dow-
ling, Möltu.
ÁGÚSTA ÞORSTEINSDÓTTIR
keppir einnig í dag í 100 m.
skriðsundi kvenna, en undanrás-
ir hefjast kl. 16.00 (ísl. tími) f. h.
Fimm riðlar eru í keppninni og
syndir Ágústa í 2. riðli hennar
Það er skoðun Atla Steinarsson-
ar að Ágústa ætti að hata mögu-
leika á að halda áfram i keppn-
inni. Keppendur eru 35 og 16
komast áfram. Hennar riðill frá
2. braut er: Ágústa, Thorngren,
Svíþjóð, Frazer, Astralíu, Gasta-
laars Hollandi og Sate Japan. Ef
Ágústa kemst áfram keppir hún
í undanúrslitum á morgun og
sú keppni fram kl. 20.40 — 21.10
e. h.
Færeyingar
sigur
AKUREYRI, 25. ágúst: — í fyrra
kvöld og gærkvöldi keppti fær-
eyska handknattleiksliðið á Ak-
ureyri.
Fyrra kvöldið vann færeyska
karlaliðið KA með 26:23, og
færeyska kvennaliðið vann sam-
einað lið akureyskra kvenna frá
ÍBA með 8:6.
í gærkvöldi fóru leikar þannig
að ÍBA vann færeysku stúlkurnar
með 7:6, en í karlaflokki unnu
Færeyingar KA með 14:13.
Karlaleikurinn í gærkvöldi var
afar spennandi. T. d. gerði KA
þrjú mörk á 44 sekúndum. Þegar
seinasta mark þeirra var gert,
voru 20 sek. eftir til leiksloka.
— St. E. Sig.