Morgunblaðið - 26.08.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.08.1960, Blaðsíða 11
1 Fostudagur 26. ágúst 1960 MORGVNhLAÐIÐ n Brezk blöð um fiskveiðideiluna: Otrúlegt aö Is- lendingar víki MBL. hafa enn borizt all- margar úrklippur úr brezkum blöðum, þar sem ritað er um fiskveiðideiiuna, bæði fyrir og eftir, að ákveðnar voru viðræður milli ríkisstjórna ís- lands og Bretlands um málið. — Enda þótt tónninn í þess- um skrifum sé yfirleitt held- ur kaldur gagnvart íslending- um og okkur þyki oftast gæta talsverðrar ósanngirni í skrif- um brezkra blaða um þessi mál, rangtulkana og jafnvel beinna falsana, heyrast þó alltaf öðru hverju einstakar raddir þar, sem taka drengi- lega upp tianzkann fyrir okk- ur. — Ein slík „rödd hrópand- ans í eyðimörkinni“ kom fram í hinu virta blaði „The Guardian“ í Manchester þann 16. ágúst. I bréfi til blaðsins frá frú einni í Lundúnum, Winifred L Miller, segir m.a.: „Það væri þýðingarmikið, ef hægt væri að láta fyrirhugaðar viðræður um fiskveiðideiluna fara fram í Keykjavík. I>á gætu brezku fulltrúarnir kynnzt land- inu ofurlítið, og mundu þá kannski betur skilja „þrákelkni“ íslendinga. Skyldi vera til önnur þjóð, sem er svo algerlega háð einum atvinnuvegi eins og ís- lendingar eru háðir fiskveiðun- um? Um annan útflutning er ekki að ræða. Þeir hafa engar aðrar tekjur — aðeins nægilegt kjöt og mjólk til eigin nota, og fáein- ar (sic) kartöflur, sem þeir geta ræktað að sumrinu, sem er mjög stutt.-------Ef ofveiði verður á Islandsmiðum þá kemur það líka fiskimönnum okkar í koll — þeir verða þá að leita á önnur mið eða snúa sér að öðrum störfum. Is- lendingar munu þá bókstaflega deyja. Hungur og hallæri eru gamalkunn fyrirbæri í sögu landsins, en til þessa hefir slíkt ekki stafað af harðneskjulegu til- litisleysi við hinar sérstæðu þarf- ir þess af hálfu stórþjóða, sem hafa aðra og miklu fjölbreyttari atvinnuvegi sér til fraimfæris. --------Ég þekki ísland. Enginn, sem ekki þekkir það, getur tal- izt hæfur að ræða málefni þess. Hér er ekki um að ræða .deilu milli jafningja, heldur það, að stór og auðug þjóð er að vinna að því að þurrka litla, djarfhuga þjóð út af jarðarkringlunni . . .“ — ★ — Þannig farast þessum vini okk ar orð, en það kemur fram, að frúin hefir dvalizt hér á stríðs- érunum. — Svo er það hinn óvinsamlegi tónn, sem kemur einna harkalegast fram í blaðinu „Dundee Evening Telegraph“ hinn 12. ágúst. Það segir m. a. í tilefni af væntanlegum viðræðum um fiskveiðideiluna: • Smáþjóðir „glefsa og gelta“ „Það er ljós vottur um hina breyttu tíma, að hið litla land, ísland, skuli hafa reynzt fært um að halda skammbyssu að höfði Bretlands — en nú eru dagar smáríkjanna það er að segja ut- an ríkis kommúnismans. Að hin- um nýja hætti geta þau nú glefs- að og gelt, án þess hinar stærri þjóðir fái að gert. Þessar aðstæð- ur eiga ríkum skilningi að flaena á Kúbu. En ef íslendingar mæta til við- ræðna, þá væri þeim hollast að koma með meiri sáttfýsi í huga en þeir hafa sýnt hingað til. Það sýndi sig á sjóréttarráðstefnunni, að margar þjóðir vilja ekki styðja málstað þeirra. Og jafnvel smáþjóð er ráðlegra að spotta ekki skoðanir þeirra, sem hún er tengd gömlum böndum ára og alda — og hinum nýrri t.engslum Atlantshafsbandalagsins. Það er að vísu svo, að íslend- ingar geta hallað sér að Rússum sem stendur. En þótt Rússland geti verið nothæfur stafur að styðjast við, er þá einnig víst, að það sé traust hækja? Þótt Rússar komi fram sem vinir — er þar með sagt, að þeir séu óhlutdrægir og ósérplægnir vin- ir? • Hverfandi litlir hagsmunir Breta Þannig þýtur í þeim skjá. — Ýmis blöð ræða sjónarmið beggja þótt þau dragi yfirleitt taum hinnar opinberu stefnu Breta í málinu. Benda þessi blöð á það, hve mjög íslendingar séu háðir fiskveiðum, svo að hagsmunir Breta séu raunverulega hverfandi í samanburði við það, en íslend- ingar verði eigi að síður að taka tillit þeirrar hefðar og réttinda, sem brezkir fiskimenn hafi áunn- ið sér til veiða á íslandsmiðum. Þá verði að hafa í huga, að ótti Íslendínga við ofveiði á miðum sínum kunni að vera réttmætur. • íslendingar ekki líklegir til að víkja Flest blaðanna halda fram „bræðingstillögu" Kanada og Bandaríkjanna frá Genfarráð- stefnunni, sem helzta grundvelli lausnar á fiskveiðideilunni, en sum, svo sem „The Glasgow Herald", „Observer" og „Halifax Courier & Guardian", telja, að Bretar verði sennilega að ' slá nokkuð af, áð því er varðar „sögu lega réttindinn", frá því, sem gert var ráð fyrir í tillögunni (10 ára veiðiréttur milli 6 og 12 milna) — en þeir verði að fá ein- hvern tíma til að endurnýja tog- araflota sinn svo hann geti sótt á fjarlægari mið. „Scarborough Evening News“ segir í þessu sambandi, að tíminn vinni gegn þeim ríkjum, sem hallist að gömlu þriggja mílna landhelginni — „og við megum ekki búazt við að geta haldið fast við hana öllu lengur“, segir blaðið. — Sum blaðanna láta í ljós, að lítil von sé um árangur af væntanlegum viðræðum — ís- lendingar séu ekki líklegir til þess að víkja um hársbreidd frá fyrri afstöðu sinni. Tvö blöð, „Grimsby Evening Telegraph" og „The Yorkshire Post“ hafa það ákveðið eftir Dennis Weloh, formanni félags yfirmanna á togurum í Grimsby, að fyrrnefnd ,,bræðingstillaga“ hafi þegar verið ákveðin sem um- ræðugrundvöllur milli ríkis- stjórna íslands og Bretlands. — ★ — Loks má geta þess, að „Scunt- horpe Evening Telegraph" og „Huli Daily Mail“ skýra frá því, að sá möguleiki hafi þegar verið ræddur að framlengja nokkuð, ef þörf þyki, þann tíma, sem brezkir togaraeigendur hafa á- kveðið, að skip þeirra skuli halda sig utan 12 mílna við ísland, en það cru tveir mánuðir. ( Anton Rooskens raðaði eldri myndum og nýjum á gólfið. Fjórar fremstu myndirnar eru upp- drættir, sem hann hefur gert hér á landi og í Grænlandi, en fjarst eru tvær eidri myndir. (Ljósm. Mbl. Markús). Laxarnir runnu milli fóta mér Rætt v/ð hollenzkan listmálara, Anton Rooskens HOLLENZKI listmálarinn Ant- on Rooskens hefur dvalizt hér á landi að undanförnu. Rooskens, sem er í röð fremstu málara í heimalandi sínu, er íslendingum að nokkru kunnur, því verk hans hafa tvívegis verið sýnd hér í Reykjavík. Við hittum Rooskens að máli sl. sunnudag á heimiii dr. H C. Cassens, sendiráðs- fulltrúa í þýzka sendiráðinu. ★ — Ég hef verið fimm vikur hér á íslandi, en brá mér í stutta ferð til Grænlands á því tíma- bili, segir Rooskems. Það leit ekki vel út með veðrið í fyrstu, en rættist þeim mun betur úr. Ég var fyrir norðan og veiddi bleikju og silung í Laxá í Þing- eyjarsýslu. — Rooskens er ekki aðeins mikill málari. Hann er einnig mikill veiðimaður, segir dr. Cassens. — Ég gerði einnig tilraun til að veiða í Laxá í Kjós, segir Rooskens. En þar hafði ég ekki erindi aem erfiði. Laxarnir runnu milli fóta mér, en ég náði engum. — Ég hafði í hyggju að gefa Rooskens sem bezta yfirsýn yfir Frh. á bls. 19 j fáum orðum sagt Framh. af bls. 8 með 16 i einu, fæstir þeirra höfðu áður verið í reglunni. — Osenkanz, þú verður að svara fyrir karlinn, sagði einn þeirra, þegar hann átti að fara að játa. Annar sagði: — Ætlar þessi ganga milli Heródesar og Pílatusar aldrei að enda? Og allt í einu sjáum við einn þeirra, þar sem hann gengur fram gólfið og ætlar út. Dyravörðurinn sagði við hann: — Það er vínlykt af yð- ur, maður. Hinn svaraði: — Heldurðu að nokkur gangi ó- fullur í góðtemplararegluna, góðurinn minn. Björn Rosenkranz vann með mér í Edinborgarpakkhúsi og fannst ég vera léttur og fljót- ur í snúningum. Og svo sagði hann að enginn væri eins sniðugur uð sækja bjór og ég, því ég gæti haft 6 flöskur af gamla Cailsberg innan á mér í einu án þess nokkur merkti það. Sama væri þó ég hitti Ásgeir Si-gurðsson, húsbónda okkar, ég gæti átt langt sam- tal við hann og jafnvel hreyft mig án þess hann yrði var við ílöskurnar. — Þetta er óviðjafnanlegur kostur og engum óðrum fært, sagði Bjöm með virðingu fyrir sendlinum. Björn var bráð- skemmtilegur maður og sagði skínandi vel frá. Hann var efni í stórtenór. — En heyrðu, við vorum að tala urn pólitíkina, kannski þú segir mér eitthvað frá kosningunum 1908? — Þá var hörð kosninga- barátta. Erindrekar voru sendir út um allt land til að vinna á móti uppkastinu og hvetja fólk til að kjósa þá menn á þing, sem þjónuðu málstað fslands eins og við sögðum. Eitt af þvi sem fólk hræddist mest var það, að ís- lendingar yrðu kannski her- skyldir í Danmörku, ef upp- kastið yrði samþykkt. Þessu var dálítið hampað í kosn- ingahríðinni, því öll meðul voru notuð eins og gengur. Einn ágætur sendiboði okkar á Snæfellsnesinu, sem vann gegn Lárusi H. Bjarnasyni, kom á bæ nokkum í sýslunni. Og þar sem hann var hrædd- ur um að Lárus ætti fylgi að fagna á bænum, þótti honum mikið við liggja að honuin tækist að snúa húsbændunum til fylgis við málstað sinn. Þegar hann kom á bæinn, stóð heimilisfólkið úti á hlaði, Hjónin áttu fjölda barna, þar á meðal nokkra efnilega syni, sem voru einnig á hlaðinu. Þegar sendiboðinn ríður í garð, kastar hann kveðju á fólkið, stígur síðan af baki, gengur að einu rn drengjanna, klappar á kollinn á honum og segir grafalvar- legur: — Of fallegur kollur þetta til að verða fyrir byssu- kúlum Dana! Var þá fljótlega farið að spyrja, hvað hann ætti við með þessu og sagði hann þá, að drengurinn yrði herskyldur í Danmörku, ef Lárus yrði kosinn á þing. Svona væri uppkastið voða- legt. Það þarf ekki að taka það fram að Lárus féll. Mér þótti mestur dugur í Birni Jónssyni, Bjarna frá Vogi, Benedikt Sveinssyni og Skúla Thoroddsen í þessum kosningum. Við Bjarni frá Vogi vorum alltaf miklir mát ar og sammála í pólitík, en í trúmálum vorum við á önd- verðum meiði. Einu sinni sagði hann við mig: — Það er enginn kristinn maður góð ur stjómmálamaður. Ég benti honum á ýmsa menn, sem mér komu í hug á stundinni, en hann vildi ekki samþjkkja þá. — Þeir eru í það minnsta ekki sjálfstæðismenn, sagði hann. Ef þér getið bent mér á þó ekki væri nema einn mann sem er kristinn og góð- ur Sjálfstæðismaður, þá hafið þér unnið, hélt hann áfram. Nú greip ég til þess ör- þrifaráðs sem ég hef aldrei notað, hvorki fyrr né síðar og segi: — Já, ég get það, þér verðið að viðurkenna að mað urinn er það sem þér heimtið af honum, að hann sé bæði trúmaður og góður sjálf stæðismaður. Þá hlakitaði í Bjarna: — Nefnið hann, sagði hann, nefnið hann, það verð- ur gaman að virða hann fyrir sér i huganum. — Það er ég sjálfur, svaraði ég. Þá sagði Bjarni: — Þér hafið sigrað, Sigurbjörn. — Jæja, þakka þér nú kær. lega fyrir samtalið. En segðu mér eitt að lokum: Þú heldur þú eigir eftir að fara til himnaríkis? — Já, ég er ekki í neinum vafa um það. — Heldurðu við hittumst þar? — Ég hef dálitla von um það. Og þá skaltu sjá að þar verður yndislegt. Ég hef lítið sungið síðustu árin, því rödd- in bilaði, en ég er viss um að ég fæ inngöngu í kór engl- anna og þá tekur enginn eftir því, þó röddin sé ekki góð. Þá verður gaman, það get é; þér. — M. ¥ í samtalinu við Sigurbjörn í gær var talað um Pétur Jónsson ráðherra, en átti auð vitað að vera Sigurður Jóns- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.