Morgunblaðið - 08.09.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.09.1960, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 8. sept_ 1960 MORGU1SBLAÐ1Ð 5 •— Koníak? Whiský? Sígarett- ur? spurði tollþjónninn. — Nei, þökk, svaraði prófess- orinn, en kannske einn kaffi- bolla. ★ — Ég heyrði að þú hefðir kom- izt í kynni við gullfallega stúlku á grímuballinu í gærkvöldi, en hvernig var í lokin, þegar grím- urnar féllu? — Það var ekki gott. •— Nú, var hún þá ljót eftir allt saman? — Nei, nei, en hún bað mig um að setja grímuna á mig aftur. Árnað heilla Páll Einarsson frá Þórisholti í Mýrdal verður 60 ára á morg- un, 9. september. 2. september voru gefin saman í hjónaband, ungfrú Una Guðrún Jónsdóttir og Geir Hansen. Heim ili þeirra er að Njálsgötu 36. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Jóni Þorvarð- arsyni, ungfrú Sigrún Gísladótt- ir, exam. pharm., Stigahlíð 2, og Jóhann Már Maríusson, stud. polyt., Meðalholti 8. Ungu hjón- in eru á förum til Kaupmanna- Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína, ungfrú Guðrún Jóns- dóttir, skrifstofumær, Grundar- gerði 35, og Gunnar Tómasson, stúdent, Grenimel 19. „Þótt hann rigni, þótt ég digni, |>ótt hann lygni aldrei meir‘% fram skal stauta blautar brautir, buga þraut, unz fjörið deyr. Varhug gjalda horfi halda, hitta valda braut um leir. þótt hann rigni, þótt ég digni, þá mun lygna síðar meir. Hannes Hafstein: t»ótt hann rigni. Smástúlikubetkkur í sænskum sveitaskóla átti að fara í leík- fimi í fyrsta sinn. Kennslukonan áleit, að betra væri fyrir stúlk- urnar að vera ekki í öllum fötun- um í leikfimitímanum og sagði þeim að afklæða sig. Þær hlýddu því allar nema ein. Hún stóð vandræðaleg og horfði á skóla- systur sínar. — Ætlar þú ekiki llka að fara úr fötunum- spurði kexmslukon- an. — Nei, ég get það ekki, mamma saumaði þau föst á mig fyrir mánuðinn. BLÖÐ OG TÍMARIT Nýlega kom út tímaritið Húsfreyjan 11. árg. 3. tölublað. I heftinu er margt greina, meðal þeirra má nefna Konan og Heimilið eftir Sr. Jón Auðuns. Sam- tal við frú Halínu Kowalska, sendi- fulltrúa. Sagt frá Handavinnusýningu frá Statens Kvinnelige Industriskole í Osló. Heimilisþáttur, Manneldisþáttur og margt fleira. Strandakirkja: — SS 100. Sigrún 50. VHL 100, OK 50. ÞJL 200. GPH 50. HB 35. AV Laxfoss 10. Dísa *00. NN 30. AG 15. GH 100. EM 100. NN 10. DP 100. G áh. frá BA 300. Frá Sigurbjörg 100. Nemenda 75. Stefanía 20Ö. Afh. af sr. Bjarna Jónssyni, Rúna 10. IJ 100. NN 50. Ferðalangar 40. SE 100. Þakklát móðir 25. Guðbjörg 25. GFR 50. NN 100. MG 100. GG 10. g. áh. ÞK 300. Anna 22. EK 25. Sólheimadrengurinn: — Þakklát móð ir kr. 25.00. Bæjarbíó í Hafnarfirði er nú með 6. sýningarvikuna á þýzku myndinni Rosemarie Nitribitt, sem fjallar um ævi stúlku með sama nafni, sem myrt var fyrir nokkrum árum. Vakti hún mikið umtal í Þýzkalandi á sínum tíma. ÞESSI mynd er af unglinga- meisturum í ísknattleik í Manitoba. Þykir mjög gott af- rek að vinna þennan titil, en hvaða áhuga höfum við á því, þegar Ólympíuleikarnir standa sem hæst, þó að nokkr ir drengir verði meistarar í ísknattleik, iþrótt, sem ekki er mjög algeng hér á landi? Þó má vera að hann vakni, þcgar skýrt er frá að allir þessir drengir, að einum und- anskildum, eru af íslenzku bergi brotnir. Nöfn þeirra eru, aftari röð: John Eirick- son, Michael Danielson, Ken Sigurdson, Tom Bergthorson, Bob Eirickson. Fremri röð: G. A. Breckman Coach, Chris Johnson, Ron Peterson, Denn- is Sigurdson, David Sigfússon, Chris Erlendson, Vern John- son, Wayne Eirickson og P. O. Sigurðson. B Bílstjóri eða farþegi í Moskowitch bifreiðinni er rakst á Volkswagen á horni Hverfisg. og Ingólfs- strætis kl. 12,10 sl. laugard. er beðinn að hringja í síma 32400. i Stúlka óskast í lengri eða skemmri tíma, hálfan eða allan daginn. Helga Valtýsdóttir, Laugavegi 69. Sími 14220 eftir kl. 2. Til sölu litið hús (skúrbygging) 2 herb., eldhús og bað ásamt eignalóð. Tilb. sendist Mbl. fyrr 11. sept. merkt: „Við Miðbæinn — 1523“. Tveir laghentir menn óskast 1 byggingar- vinnu. Upplýsingar í sima 10427 milli 12—1 og 7—10 e.h. næstu daga. Stúlka óskar eftir atvinnu. Er vön afgreiðslustörfum. Uppl. í sima 34700. Góð 3ja herb. íbúð óskast 1. okt. Fyrirfram- greiðsla, ef óskað er. Uppl. í síma 10294. Ullartaukjólar til sölu, sanngjarnt verð. Sími 36199. Til sölu Hraunsteinn á gamla verð- inu. Uppl. í síma 17204. Flugfélag íslands hf.: — Gullfaxi fer til Glasgow og Khafnar kl% 8 í dag. Kemur aftur kl. 22:30 í kvöld. Sólfaxi fer til Lundúna kl. 8:30 í dag. Kemur aftur kl. 21:30 í kvöld. Hrímfaxi fer til Glasgow og Khafnar kl. 8 í fyrramálið. Innanlandsflug: I dag til Akureyrar, Egilsstaða, Isafjarðar, Kópaskers, Pat- reksfjarðar, Vestmannaeyja og Þórs- hafnar. A morgun til Akureyrar, Egils staða, Fagurhólsmýrar, Flateyrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar, Isafjarðar, Kirkjubæj arklausturs, Vestmannaeyj a, Þingeyrar. Loftlciðir hf.: — Leifur Eiríksson er væntanlegur kl. 9 frá New York. Fer til Osló, Gautaborgar, Khafnar og H im borgar kl. 10:30. Snorri Sturluson er væntanlégur kl. 23 frá Stavangri. Fer til New York kl. 00:30. H.f. Eimskipafélag íslands: — Detti- foss er á leið til New York. Fjallfoss og Gullfoss eru í Rvík. Goðafoss er á leið til Hull. Lagarfoss er í New York. Reykjafoss er á Akureyri. Selfoss er í Vestmannaeyjum. Tröllafoss er í -lam borg. Tungufoss er í Vestmannaeyjum. Skipadeild SÍS. — Hvassafell er 1 Gufunesi. Arnarfell er á leið til Málm eyjar. Jökulfell er á Norðurlandshófn- um. Díaarfell er á leið til Horsens. Litlafell er á Húsavík. Helgafell er á leið til Rvíkur. Hamrafell er í Ham- borg. Eimskipafélag Reykjavíkur hf.: — Katla er á leið til Noregs. Askja er á leið til Faxaflóahafna. H.f. Jöklar: — Langjökull er á leið til Grimsby. Vatnajökull er í Lenin- grad. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er í Khöfn. Esja er á Siglufirði á austur- leið. Herðubreið er á Vestfjörðum á suðurleið. Skjaldbreið er á Skagafirði. Þyrill er í Vestmannaeyjum. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum í dag til Hornafjarðar. Til leigu Lítið risherbergi að Hjarð- arhaga 40. Uppl. á 3ju hæð til vinstri. Keflavík Handsnúin saumavél til sölu á Birkiteig 7. Sími 2357. Hagstætt verð. Heildsalar — Franil eiðendur! Óskum eftir að taka að okk ur sölu á góðum vörum gegn prósentum. Tilb. send ist Mbl. f. 13. þ.m. merkt: „Vanir — 1531“ Telpa óskast Ung hjón við heimavistar- barnaskóla, óska eftir 10— 12 ára telpu næsta vetur. Tilb. sendist Mbl. sem fyrst merkt: „1. október — 1529“. Tvær litlar íbúðir til sölu. skilmálar eftir sam komulagi. Skipti á bíl eða verðbréfi æskileg. Upplýs- ingasími 32100 næstu kvöld frá kl. 6—8. Frystitæki lítið frystitæki til sölu^ — mjög hentugt fyrir stórt heimili eða matsölu. Uppl. sími 14 C Brúarland. Húshjálp — herbergi lítið herbergi sem næst Hrafnistu óskast gegn hús- hjálp. Uppl. í síma 15137. Herbergi óskast Tvo reglusama iðnnema vantar herbergi sem næst miðbænum. Sími 12662. Gamalt píanó til sölu. Verð kr. 8500,00. Upplýsingar í síma 33316. Herbergi til leigu. Uppl. i síma 10114 kl. 7—9 í kvöld. Bíll Til sölu Ford Prefect ’47, hagkvæmt verð. Uppl. eft- ir kl. 7 e.h. í síma 19915. ATHUGID/ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en í öðrum blöðum. — Ástin eySir timanum og tíminn eySlr ástinni. — Franskur málsháttur. Þegar kona elskar eða hatar, þá hik- ar hún ekki við neitt. I.atne/.kur málsháttur. Maður getur alltaf ráðið augum sin- um. en maður missir stundum taum- hald á tungu sinni. W. J. Loeke. ÚTSALA á skólaúlpum (smásala) — Laugavegi 81 NœrfatagerB Vel þekkt nærfatagerð er til sölu ef um semst. Þeir, sem áhuga kynnu að hafa á kaupum, sendi nöfn sín til afgr. Mbl. fyrir 15. þ.m. merkt: ,Nærfatagerð — 1524“ Verzlunarstjóra vantar að matvöruverzlun. — Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og starfs- reynslu, sendist afgr. Mbl. fyrir 10. þ.m. merkt: „1528“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.