Morgunblaðið - 08.09.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.09.1960, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. sept_ 1960 M n *? nrr \ rt rTA f> 1Ð 3 ★ Papa, BLAÐAMAÐURINN og ljós- myndarinn reigðu höfuðin aftur á bak, þarna sem þeir stóðu úti í Slipp, og góndu upp eftir himinhárri skips- hliðinni. Þarna uppi einhvers staðar var sú sem át'.í að rabba við og mynda, skip- stjórafrúin á hollenzka skip- inu Nisse, sem tók niðri skammt frá Raufarhöfn fyrir skömmu. Menn voru að setja bót á kjölinn, áður en skipið legði út á Atlantshafið, og þarna lá reyndar mjór stigi upp í loftið. En þegar svaðilförin upp í skipið var afstaðin, var eins og komið væri í annan heim. STAKSTIINAR Skipstjóralijónin á Nisse komu út á þilfar og buðu gestunum til stofu. (Ljósm.: Markús) ég held við séum komin á þurrt land Móðurleg, brosmild kona bauð til stofu með ljósmynd- um á veggjum og veggtepp- um með landlagsmyndum. Það var rétt eins og að vera kominn á íslenzkt sveita- heimili. — Ferðast holleiizkar skjp- stjórakonur mikið með mönn um sinum? hófum við sam- taiið. — Já, já heilmikið, annars mundum við aldre’ sjá þá, svaraði frú Penning. Flutn- ingaskipin geta vervð allt að fjögur ár fjarverandi frá heimahöfn, og hugsanlegt er að vera giftur í 30—40 ár og hafa manninn aðeins heima í eitt ár samtats. Ég fór fyrst að búa um borð árið 1955, eftir að börnin voru uppkomin og hefi verið þar mest síðan, nema yfir há- veturinn. Við eigum þrjár giftar dætur og einn son, sem er verkfræðir.gur. Þau eru alltaf að reyna að fá mig til að vera meira heima í Flard- inger sem er sKammt frá Rotterdam. — Og þér viljið hafa hana með? spyrjum við skipstjór- ann. — N-ú, hún er konan mín, svarar hann og finnst þetta auðheyrilega bjálfaíega spurt. Mér finnst ólíkt betra að hafa hana með og hún veit það, annars væri hún ekki um borð. Hún er fy.rsia flokks sjómaður. ágæt í siglingar- fræði, getur stýrt. og allt þess háttar. — Ég hef ekki séö neinar konur á íslenzku skipunum, segir nú frúin. En ég vil ráð- leggja eiginkonum skips- mannanna að vera með þeim, ef þær hafa tækifæri til. Við búum hér þægilega, höfum tvö lítil herbergi. og það er okkar litla heimili — Ekkert sjóveik? — Nei, nei, og rnér þykir gaman að ferðast, fe ðaðist mikið með bíl áður. Og iú e’c ég búin að koma til ítalíu, Spánar, Portúgal, Afríku og víðar. Já, og tvisvar til ís- lands. — Og í þessari ferð strand- aði skipið. Urðuð þé' ekki hrædd? — Nei, alls ekki. Við vor- um að koma okkur i bólið. þegar það gerðist. — Papa, sagði ég. Ég held að við séum komin á þurrt lai^l. — Já, þannig vissi ég að við vorum strandaðir, sagði Penn ing skipstjóri og kímdi, svo hláturhrukkurnar mynduðu net kringum augun á hoaum. Svo fylgdu þau hjónin okk- ur út að borðstokknum, eins og góðra húsbænda er siður, og við lokuðum augunum og hófum hættuförina niður. E. Pá. Markmiðinu uáð Morgunblaðið birti á dögunum forystugrein dr. Jóhannesar Nor- dal bankastjóra í f jármálatíðind- tm. Þar segir m.a. um tilgang efnahagsráðstafananna á sl. vori: „Annars vegar var að því stefnt að forða algjöru öngþveiti, er við blasti í íslenzkum efnahagsmál- um, ef ekkert yrði að gert, en hinsvegar var um leið hafizt handa um að leggja grundvöll frjálsrar og heilbrigðrar efnahags starfsemi, er tryggt gæti vaxandi framleiðslu og bætt lífskjör í framtiðinni. Óhætt er að segja, að fyrra markmiðinu hafi þegar verið náð. í stað þráláts gjaldeyrisskorts, sem við lok síðasta árs v«.r, þrátt fyrir stranga skömmtun, orðinn svo alvarlegur að lá við neyðar- ástandi, heflur síðustu mánuði komizt á sæmilegt jafnvægi í gjaldeyrisverzluninni Gjaldeyris- staða bankanna batnaði um 226 millj. kr. frá febrúarlokum til júníloka, en innan við helming þessarar upphæðar má rekja tU þess, að innflytjendur hafa not- að sér greiðslufrest erlendis um- fram það, sem áður tíðkaðist. Með gjaldeyrisstöðunni eru þá talin yfirdráttarlán hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Evrópu- sjóðnum, sem í reyndinni hafa því aðeins verið notuð til að greiða erfiðar lausaskuldir bank- anna erlendis". Heimsmethoíinn í 8. sæti RÓM, 4. sept.: — Sleggjukasts- keppnin var óvæntasta og dram- antískasta greinin á laugardag. Óvæntast af öllu var þó hve illa nýkrýndum heimsmebhafa og Ólympíumeistara frá Melbourne gekk í keppninni. Conolly Banda ríkiunum var 6 í kaströð og eftir fyrstu umferð var hann þriðji í röðinni. í þeirri umferð náði hann „aðeins'* 63.05 m — maðurinn, eem nýlega setti heimsmet 70.33 metrar. 1 annari umferð gekk honum enn ver. Eftir þá umferð var hann í 7. sæti — óiheppnin blasti við, — að heimsmethafinu kæm- ist ekki í lokaúrslit 6 manna. Þriðja umferð staðfesti þessa köldu staðreynd. Honum tókst að kasta 63.59, en það nægði aðeins ti) 8. sætis í þessari keppni — og þó virtust flestir sleggjukastar- *nna vera miður sín í þessari keppni nema Rudenkov Rúss- landi. Hann átti jafna og góða ceríu og bætti Olympiumet Conollys 63.19 frá 1956. , Eftir heimsmetið var Conolly einna öruggastur sigurvegari á þessum leikum. Nú hafa Banda- ríkjamenn misst af tveim slíkum „öruggum" sigrum á leikunum. JHvað er öruggt — og hvað ekki é Olympíuleikum? Það er undir hælinn lagt hvort menn ná sínu bezta er í slíka keppni er komið. — A.St. Nú er farið að nálgast lok hinna miklu Olympíuleik.. í Róm. í gær var lokið 101 grein og var skipting verðlaunapeninga milli landa þá þessi: Gull Silfur Bronz Bandarikin 27 15 15 Rússland 24 16 16 Ítalía 10 8 6 Þýzkaland 8 15 9 Ástralia 6 7 5 Ungverjaland 4 7 4 Tyrkland 4 0 0 Pólland 3 4 8 Bretland 3 3 9 Danmörk 2 2 1 Tékkóslóvakia 2 1 3 Nýja Sjáland 2 0 0 Svíþjóð 1 3 2 Rúmenía 1 1 4 Búlgaria 1 1 1 Austurriki 1 1 0 Grikkland 1 0 0 Noregur 1 0 0 Japan 0 4 4 Frakkland 0 2 2 Belgía 0 2 1 Holland 0 1 3 S-Afríka 0 1 2 Arabalýðv. 0 1 1 Sviss 0 1 1 Formósa Ghana Kanada Portugal Finnland Argentía Persía Brasilía Júgóslavía Mexikó V-Indíur 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 1 1 1 0 0 0 0 0 0 0 • 0 0 0 3 2 2 1 1 1 1 leiðrétting í FRÉTT um brunann í Grinda- vík í gær ruglaðist nafnið á drengnum, sem fyrstur sá brun- ann. Hann heitir Almar Þórólfs son. Framkvæmdastjóri Frysti- hússins heitir Guðsteinn Einars- son, (ekkf Eyjólfsson). Breytingar á lands- lidinu í knattspyrnu — en gengið framhjá Jóni Stefánssyni SAMKVÆMT tilkynningu frá stjórn Knattspyrnusambands ís- lands, hefir orðið sú breyting á landsliðinu, sem fara á til írlands, að Akurnesingarnir Þórður Jóns- son og Kristinn Gunnlaugsson hafa tilkynnt forföll. Hefir lands liðsnefnd valið í þeirra stað KR- ingana Ellert Schram og Hreiðar Ársælsson. Samkvæmt fyrra vali nefndar innar var Þórður Jónsson v. út- herji landsliðsins og Kristinn Gunnlaugsson varamaður. Við þetta breytist aðalliðið þannig, að Steingrímur Björnsson frá Ak ureyri hefir verið settur v. út- herji í stað Þórðar, en Ellert Schram kemur inn sem varamað- Það er álit manna að koma Steingríms Björnssonar inn í að alliðið veiki það ekki. Steingrím úr lék í þessari stöðu í landsleikn um við Þjóðverja og skilaði henni vel. Menn eru aftur á móti enn undrandi yfir því að landsliðs- nefndin, skuli ganga fram hjá Jóni Stefánssyni frá Akureyri. Jón hefir í sumar og þá sérstak- lega í undanförnum leikjum með blaðaliðinu og Akureyrarliðinu, sýnt að hann á heima í hópi lands liðsmanna. Hann er tvímælalaust einn sterkasti varnarleikmaður islenzkra knattspyrnumanna í dag. „Uggvænlega lítill árangur“ Þetta fyrra meginatriði í skoð- unum dr. Jóhannesar Nordals á árangri af efnahagslöggjöfinni, gerir Tíminn að umræðuefni í gær og segir um gjaldeyrisstöð- una: „Staðan er að vísu óljós, en menn hljóta að spyrja: Er nokk- ur vissa fyrir því, að gjaldeyris- staðan hafi nokkuð lagazt í raun og veru? Þá kemur einnig fram að frílistinn svonefndi hefur auk- ið gjaldeyrissöluna, og á móti hafa menn aðeins vonir og likur til að hún dragist saman síðar. Loks er svo þegar ljóst, að veru- legur halli verður á greiðslujöfn uði á þessu ári. Allir sem á þetta Iíta hljóta að sjá, að uggvænlega lítill árangur hefur náðst .. “ ■ Eftir orðalagi Tímans að dæma, virðast Framsóknarmenn þrátt fyrir allt hafa búizt við verulegtum árangri af viðreisn- inni úr því þeir nú tala um að hann hafi orðið „uggvænlega lít- ill“ En gott er þó að viðurkenn- ing skuli nú fást á því, að nokkur árangur hafi þegar náðst. Hitt meginatriðið Hitt meginatriðið ræðir TímiNfl hinsvegar ekki, þ.e.a.s, að leggja grundvöll að frjálsri og heil- brigðri efnahagsstarfsemi, sem tryggði vaxandi framleiðslu og bætt lífskjör. Um það segir dr. Jóhannes Nordal hinsvegar með- al annars: „Annað meginmarkmið efna- hagsaðgerðanna var að koma á frjálsu og heilbrigðu verðmynd- unarkerfi og nema Mrt hið marg víslega misræmi í verðlagi, sem uppbótakerfinu fylgdi. Ekki er hins vegar við því að búast, að árangur af slikum breytingum sé áberandi fyrst í stað, en þegar frá líður, eiga réttari verðhlutföU og meira athafnafrelsi að hafa í för með sér bætta nýtingu fram- leiðsluþátta þjóðarbúsins og auk- in framleiðsluafköst. Þess eru reyndar þegar merki, að áhugl hefur vaknað með afnámi upp- bótakerfisins á því að auka fjöl- breyttni útflutningsframleiðslunn ar og bæta vörugæði".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.