Morgunblaðið - 08.09.1960, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 8. sept_ 1960
EINS og skýrt hefir verið frá
lauk aðaliundi Stéttarsam-
bands bænda að Bifröst í
Borgarfirði sl. þriðjudags-
kvöld. Formaður samtakanna
Sverrir Gíslason bóndi í
Hvammi upplýsti að ekki
hefði komið til uppsagnar á
verðlagsgrundvellinum og
um þessar mundir stæðu yfir
samræðufundir innan 6 m.
nefndarinnar um hvert útsölu
verð yrði á landbúnaðarvör-
um. Samkomulagi væri
næstum náð.
Það hefir tekizt að semja um
1210 kr. hækkun á grundvellin-
tun vegna vaxtahækkana. Þá
hefir hagstofustjóri reiknað út
hækkanir á öðrum rekstrarlið-
um ,svo sem fóðurbæti, áburði,
flutningskostnaði, viðhaldi fast-
einga o.fl. Þessar breytingar
valda heildarhækkun á verðlags
grundvellinum, er nema 7,55%.
Vegna þess að hægt var að
semja um vaxtahækkunina sér-
staklega var verðlagsgrundvell-
inum ekki sagt upp.
Á þessu stigi málsins er ekki
hægt að segja nákvæmlega um
hverjar verði hækkanir á útsölu-
verði landbún'aðarvara af völd-
um þessarar hækkunar á verð-
lagsgrundvellinum, en væntan-
lega verður það hægt innan
skamms.
Á Stéttarsambandsfundinum
urðu allharðar umræður um
verðlagsgrundvöllinn og stóðu
þeir Sverrir Gíslason, Einar
Olafsson í Lækjarhvammi og
Sveinn Tryggvason, framkvsy.
Framleiðsluráðs í andsvörum
fyrir gerðum Framleiðsluráfes og
stjórnar samtakanna. Fundurinn
gerði ýmsar samþykktir í þess-
um málum og fleirum og birtast
þær hér í heild.
FRAMLEIÐSLUNEFND:
Kornrækt.
Aðalfundur Stéttarsambands
bænda 1960 skorar á næsta Al-
þingi að samþykkja frumvarp
það til laga um kornrækt, sem
lá fyrir síðasta þingi ,en hlaut
ekki afgreiðslu.
Afurðalán út á kartöflur
Aðalfundur Stéttarsambands
bænda 1960 skorar á bankana að
lána afurðavíxla út á kartöflur
eins og aðrar framleiðsluvörur,
enda séu kartöflurnar metnar og
komnar í tryggar geymslur.
Mjólkurbú.
Aðalfundur Stéttarsambands
bænda 1960 skorar á Alþingi að
stórauka framlög á fjárlögum til
stofnunar mjólkurbúa, á þeim
stöðum, sem skilyrði hafa til
aukinnar mjólkurframleiðslu, en
takmörkuð til fjölgunar sauðfjár.
VERÐLAGSNEFND:
Verðlagsgrundvöllurinn.
Aðalfúndur Stéttarsambands
bænda haldinn að Bifröst 1960
telur að verðlagsgrundvöllur sá
sem nú gildir sé algerlega óvið-
undandi og þurfi því bráðrar og
gagngerðar endurskoðunar við.
Meginorsakir fyrir því, að ekki
hefur tekizt að fá byggðan upp
verðlagsgrundvöll ,sem bændur
telja viðhlítandi, telur fundurinn
vera ófullkomin og ótraust gögn,
sem verðlagsnefnd hefur í hönd-
um.
Því ályktar fundurinn að fela
stjórn Stéttarsamb. að að hefja
nú þegar aihliða endurbætur um
öflun gagna, til að byggja upp
nýjan verðlagsgrundvöll, sem
tryggi bændum þau lífskjör, sem
þeim eru ætluð að lögum.
Stjórn sambandsins beiti sér
fyrir því í Framleiðsluráði að
samin verði og staðfest reglugerð
um hvernig sá verðlagsgrund-
völlur skuli gerður.
Leggur fundurinn ríka áherzlu
á að ekkert sé til sparað af hálfu
Stéttarsamb. að afla sem traust-
astra gagna í þessu efni og ítrek-
ar fyrri óskir um að Stéttarsamb
ráði vel menntaðan og dugandi
mann til að vinna að þessum mál
um með stjórn sambandsins.
VERÐLAGSNEFND.
Fullt grundvallarverð.
Aðalfundur Stéttarsambands
bænda 1960 ítrekar fyrri álykt-
anir sínar um það að tryggt verði
að bændur fái að fullu grund-
vallarverðið, með öruggri verð-
lagningu og. eftirliti um verð-
skráninguna sé framfylgt.
Þá felur fundurinn stjórn sam-
bandsins að taka til athugunar
hvort fært sé að tryggja að þessu
marki verði náð með því, að vanti
á verðið eitthvert ár, verði það
tekið sem gjaldliður í verðlags-
grundvellinum næsta ár á eftir.
Verðhlutföll mjólkur- og sauð-
f járafurða.
Þar sem skýrsla nefndar þeirr
ar, sem rannsakað hefir verð-
hlutföll mjólkur- og sauðfjáraf-
urða bendir ótvírætt á það, að
tekjur sauðfjárframleiðenda séu
minni en þeirra, sem hafa hvort
tveggja, kjötframleiðslu og mjólk
urframleiðslu, til sölu, skorar
fundurinn á Framleiðsluráð að
gera alvarlega tilraun til að ráða
bót á þessu misræmi, þannig að
afkomumöguleikar landbúnaðar-
ins verði sem jafnastir í landinu,
m.a. með breyttri verðskráningu.
Borgun við afhendingu.
Aðalfundur Stéttarsambands
bænda 1960 telur nauðsyn á að
breytt verði um fyrirkomulag við
útborgun á verði framleiðsluvara
landbúnaðarins, þannig að bænd-
ur geti fengið mikinn hluta verðs
ins, ekki minna en 90% útborgað
við afhendingu vörunnar.
Til þess að þessu marki verði
náð telur fundurinn nauðsynlegt
að verzlunarfélögum og mjólkur
búum verði tryggt rekstursfé til
þessara hluta og að kostnaður við
það og áhætta við sölu vörunnar
verði tekin í dreifingarkostnað-
inum við ákvörðun hans.
ALLSHER J ARNEFND:
Búf jártryggingar.
Út af erindi Hafsteins Péturs-
sonar um búfjártryggingar og
sjóðstofnun í því sambandi lýsir
fundurinn yfir því, að hann telur
ekki tímabært að taka afstöðu í
málinu þar sem það sé nú að til
hlutan Búnaðarþings í athugun
hjá stjórn Búnaðarfélags íslands.
Raforkumál.
Aðalfundur Stéttarsambands
bænda 1960 ítrekar samþykkt
sína frá síðasta aðalfundi, þar
sem skorað er á raforkumála-
stjórn rikisins að hraða sem auð
ið er rafvæðingu dreifbýlisins að
beita sér jafnframt fyrir því, að
.raforkan verði seld sama verði
til allra landsmanna.
Þá verði ennfremur séð fyrir
nægum hagkvæmum lánum úr
raforkusjóði til þess að þau býli
sem ekki fá rafmagn frá sam-
veitum á næstunni, geti komið
sér upp einkastöðvum.
12 mílna landhelgi.
Aðalfundur Stéttarsambands
bænda, haldinn í Bifröst 5. og 6..
sept. 1960 lýsir fullúm stuðningi
við ákvörðunina um 12 mílna
landhelgi íslands, og skorar á
stjórnarvöldin að kvika í engu
frá einróma samþykktum Alþing
is og halda á málinu með festu
og einurð.
Áfengisvarnir.
Aðalfundur Stéttarsambands
bænda 1960 skorar á stjórn sam-
bandsins að vinna að því við A1
þingi og ríkisstjórn að stóraukn
ar verði áfengisvarnir í sveitum
landsins. M.a. með því að veita
áfengisvarnarráði aukið fjár-
magn til að starfa með. Jafn-
framt að nú þegar verði staðfest
ar þær löggæzlusamþykktir hér
aðanna, sem enn eru óstaðfestar.
Ennfremur að þau sýslufélög,
sem þess óska geti fengið full-
komna lögreglubíla til afnota við
störf löggæzlumanna.
Gæðamat á fóðurvörum.
Aðalfundur Stéttarsambands
bænda 1960 skorar eindregið á
stjórn sambandsins að hafa sam
vinnu við stjórn B. í. um að
framkvæmt verði öruggt gæða-
mat á öllum þeim fóðurvörum,
sem seldar eru innanlands.
Söluskattur.
Aðalfundur Stéttarsambands
bænda 1960 skorar á stjórn sam-
bandsins að vinna að pví við A1
þingi og ríkisstjórn að Ræktunar
sambönd og búnaðarfélög verði
undanþegin söluskatti af þeirri
þjónustu, sem þau veita bænd-
um landsins.
Ennfremur verði innflutningur
landbúnaðarvéla látinn njóta
sömu kjara í þessu efni eins og
skip og veiðarfæri.
Benzínskattur .
Vegna þess hve rekstur land-
búnaðarvéla, sem knúnar eru
með benzínvélum er orðinn ó.
hagstæður í samanburði við
rekstur dieselknuinna véla, skor
ar aðalfundur Ssb.b. 1960 á
stjórn sambandsins að beita sér
fyrir því, við ríkisstjórnina að
tollur sá, sem lagður var á ben-
zín samkvæmt lögum frá síð-
asta Alþingi verði að fullu end-
urgreiddur af því benzíni, sem
notað er til reksturs landbúnað-
arvéla.
Fjárveiting til Vélasjóðs.
Aðalf. St.b. 1960 skorar á Alþ.
og ríkisstjórn að taka nú þegar
upp nægjanlega fjárveitingu til
Vélasjóðs ríkisins og ræktunar-
sambandanna, svo ekki komi til
þess að algjör stöðvun verði á
ræktun landsins þar sem að úti
•lokað er að hægt sé að öðrum
kosti að endurnýja hin kostn-
aðarsömu og stórvirku tæki til
frumvinnslu landsins.
Efling ræktunar- og byggingar-
sjóðs.
Aðalf. St.b. 1960 skorar á AI-
þingi og ríkisstjórn að gera eft-
irtaldar ráðstafanir svo Bygginga
sjóður og Ræktunarsj. Búnb. ísl.
geti hér eftir ekki síður en hing-
að til sinnt því hlutverki sínu
að veita lán til ræktunar, bygg-
inga og vélvæðingar hjá bænd-
um, ásamt því að séð verði fyr-
ir nægjanlegum lánum til
vinnslustöðva landbúnaðarins s.
s. mjólkurbúa, sláturhúsa og
frytstihúsa.
1. að lækka útlánsvexti af
stofnlánum landbúnaðarins í það
horf, sem áður var og gildandi
löggjöf mælir fyrir um.
2. Að ríkissjóður taki að sér
greiðslu hinna erlendu lána, sem
sjóðirnir hafa fengið.
3. Að útvega, inanlands eða
utan það fjármagn. sem þörf er
á, svo uppbygging og framleiðsla
landbúnaðarihs haldi áfram með
eðlilegum hætti.
Aukið lánsfé til Veðdeildar.
Aðalf. St.b. 1960 skorar á stjórn
sambandsins að vinna að því við
Alþingi og ríkisstjórn að aukið
verði lánsfé Veðdeildar Búnaðar
bankans svo unnt verði að sinna
brýnni þörf lána til bænda og
nemi hámarksupphæð lánanna
eigi minna en kr. 100 þúsund á
býli. Ennfremur að veitt lán til
bústofnsaukningar og bættur
verði hagur þeirra bænda, sem
erfiðasta aðstöðu eiga til að
stækka búin með því:
1. Að veita þeim uppeldis-
styrk á búfé.
2. Að stórauka lán til bygg-
inga.
3. Að þeim verði tryggt ör-
uggt vegasamband.
Vaxtahækkun aflétt.
Aðalf. Stf. b. 1960 telur aS
efnahagsráðstafanir þær, sem
gerðar voru sl. vetur komi mjög
hart niður á bændastéttinni.
Felur fundurinn því stjóm
Stéttarsambandsins að vinna ötul
lega að því við Alþingi og ríki*
Framhald á bls. 19.
Sendisveinn
Duglegur sendisveinn óskast
Kexverksmiðjan Frón hf.
Skúlagötu 28
Noluð húsgögn — Gólfteppi
Svefnherbergishúsgögn úr hnotu. — Fataskápur með
stórum spegli. — Tvö rúm. — Tvö náttborð. —
Snyrtiborð með þrísettum spegli. — Tveir stólar.
GÓLFTEPPI 270x360 og 270x330, óslitin — Dívan
Borðstofuborð og 4 stólar og buffet með spegli. —
Nýtízku svefnherbergishúsgögn — Snyrtiborð með
stórum spegli — 2 ná,ttborð — Herrakommóða og
stóll. — Til sýnis og sölu í kvöld kl. 8i—10 í Bröttu-
götu 6, 1. hæð.
Bónusútborgun
í kvöld milli kl. 5—7.
Ha'kkanir á líftryggingum
á sama tíma.
Vátryggingarskrifstofa
SIGFÚSAK SIGHVATSSONAR H.F.