Morgunblaðið - 30.09.1960, Blaðsíða 2
4
MORCVNBL4Ð1Ð
Föstuöagur 30. sept. 1960
Krúsjeff ókyrr
undir rœðu
Macmillans
New York, 29. sept.
(NTB-Reuter)
HAROLD Macmillan, for-
sætisráðherra Breta, hélt
ræðu í Allsherjarþingi SÞ í
dag. Var honum ákaft fagnað
er hann sté í ræðustólinn og
meðan hann talaði. En Krús-
jeff forsætisráðherra tók eng-
an þátt í fagnaðarlátunum,
heldur greip hvað eftir annað
fram í fyrir MacmiIIan, og
lambdi báðum höndum í borð
ið. —
Segir brezka útvarpið að
framkoma Krúsjeffs hafi vak
ið mikla furðu meðal fulltrúa
á AHsherjarþinginu.
Macmillan ræddi aðallega af-
yopnunarmálin, en tók einnig
Upp hanzkann fyrir Hammar-
skjöld og vítti árásir Krúsjeffs
— Varðarfundur
Framh af bls 1
að Rússar hafi með þessu fórnað
neinu af réttindum sínum.
Ræðu sinni lauk dómsmála-
ráðherra með því að lýsa yfir að
stjórnin hlyti að gera það í mál-
inu, sem bezt samrýmdist ís-
lenzkum hagsmunum, hvað sem
liði árásum óábyrgra æsinga-
manna.
Svikabrigzlin byrjuðu 1952
Er dómsmálaráðherra hafði
lokið máli sínu var orðið gefið
frjálst og tók fyrst til máls Davíð
Ólafsson, fiskimálastjóri. Þakk-
aði hann frummælanda frábæra
ræðu og rakti síðan gang land-
helgismálsins frá fyrstu tíð. —
Benti ræðumaður á að áhugi
kommúnista hefði ekki vaknað
á málinu fyrr en 1952 er Bretar
settu löndunarbannið. Máttu
kommúnistar ekki heyra nefnt
að tilraunir væru gerðar til að
fá löndunarbanninu aflétt. Er Is-
lendingar leituðu ásjár Efnahags
samvinnustofnunar Evrópu og
málið kom fyrir Evrópuráðið,
ærðust kommúnistar og töluðu
um svik, undanhald, leynisamn-
inga, afsal landsréttinda o. s.
frv. En það var kaldhæðni ör-
laganna, að málið skyldi siðan
leyst í tíð vinstri stjórnarinnar
á þann hátt, sem íslendingar
höfðu unnið að.
Fiskimálastjóri lauk máli sínu
með þessum orðum:
„Allir, sem líta á málin með
hagsmuni íslands eins í huga,
hljóta að vona og biðja, að ríkis-
stjórninni takist að leysa málið
á þann hátt, sem okkur væri
bæði hagur og sómi að“.
Þá kvaddir sér hljóðs Ottar
Möller skrifstofustjóri. Ræddi
hann einnig um óheilindi komm-
únista í landhelgismálinu, en þá
kvað hann reyna að nota málið
til að koma okkur úr Atlantshafs
bandalaginu. Taldi hann einsýnt
að við yrðum að reyna að leysa
landhelgismálið með samkomu-
lagi við Breta, enda verðum við
að krefjast af sjálfum okkur þess
sama og við krefjumst af öðr-
um.
Formaður sleit síðan fundi
með nokkrum hvatningarorðum.
Benti hann á að hinar einstæðu
undirtektir fundarmanna bæru
þess ljóst vitni, að Sjálfstæðis-
menn væru staðráðnir í að standa
fast að baki forystumannanna í
tilraunum þeirra til að leysa mál
ið á þann hátt, sem rakið hefði
verið á fundinum. Tóku fundar-
menn undir orð hans með dynj-
andi lófataki og lauk þar .ieð
þessum merka fundi.
á „nýlendustefnu“ Vesturveld-
anna.
Forsætisráðherrann lýsti því
yfir að Krúsjeff ætti sök á því
að „toppfundurinn“ í París fór út
um þúfur. Hann sagði að ágrein-
ingur ríkti í heiminum og væri
nauðsynlegt að vinna að því að
draga úr honum.
Lagði Macmillan til að komið
yrði á fót nefnd sérfræðinga á
sviði vísinda, hernaðar og stjórn-
mála og henni falið að undirbúa
tillögur um afvopnun, sem lagð-
ar verði fram innan ákveðins
tíma.
Lofar Hammarskjöld
Varðandi ásakanir Krúsjeffs á
Hammarskjöld, kvaðst Macmill-
an vilja ganga í lið með þeim
mörgu er hefðu lýst yfir trausti
sínu til hans og lofuðu dugnað,
ráðsnilld og heiðarleika Hamm-
arskjölds. Kvaðst Macmillan
vera eindregið á móti tillögu
Krúsjeffs um breytingu á fram-
kvæmdastjóm SÞ. Þegar hér var
komið, stökk Krúsjeff hrópandi
upp úr sæti sínu, veifaði hand-
leggjum og barði í borðið. Full-
trúarnir litu undrandi á hann,
en Macmillan hélt áfram eins og
ekkert hefði í skorizt.
Gromyko tekur undir
Benti hann á að Bretar hafi á
undanförnum árum veitt 510
milljónum manna sjálfstæði og
kvað árásir Krúsjeff á „nýlendu-
stefnuna“ vera út í bláinn. Hins-
vegar hefðu 2,5 milljónir manna
flúið Austur-Þýzkaland til að
setjast að í Vestur-Þýzkalandi á
síðustu 12 árum.
I þetta sinn tók Gromyko und-
ir með Krúsjeff, og börðu þeir
nú báðir í borð sín.
Eitt sinn þegar Krúsjeff stökk
á fætur í miðri ræðu Macmillans
og hrópaði eitthvað á rússnesku,
sagði hann:
„Mér þætti vænt um að fá
þetta þýtt, ef unnt er“, og vakti
það mikinn fögnuð í fundarsaln-
um. —
Prófastar settir
BISKUPINN hefur nýlega sett
séra Trausta Pétursson á Djúpa-
vogi, prófast í S-Múlaprófasts-
dæmi. Þá hefur séra Þórarinn
Þór á Reykhólum verið settur til
að gegna prófastsembætti í
Barðastrandarprófastsdæmi, í for
föllum séra Jóns ísfelds á Bíldu-
dal. —
Macmillan í Keflavík
sl. sunnudag
Búast við erfiðleikum
London, 29. sept.
(NTB-Reuter)
BREZKA utanríkisráðuneyt-
ið skýrði frá því í dag að við-
ræðunefnd færi til íslands á
föstudag til að ræða um fisk-
veiðilögsöguna. Væri það von
nefndarmanna að málamiðl-
unarsamkomulag næðist og
með því bundinn endir á
tveggja ára deilu þjóðanna.
Vonast eftir undanþágum
En talið er að erfiðara reynist
að ná samkomulagi við íslend-
inga en Norðmenn, sem nýlega
hafa samið við Breta um heimild
til að stunda veiðar allt að 6
mílum frá Noregsströnd næstu
tíu árin.
Hótunarherferð komm-
únista i A.5.B.
KOMMÚNISTASTJÓRNIN í
ASB, félagi afgreiðslustúlkna
í brauð- og mjólkurbúðum er
nú aivarlega farin að óttast
um völd sín. Fyrir nokkru
var skýrt frá því hér í blað-
inu, að félagsstjórnin ákvað
að hundsa löglega kröfu 18
félagskvenna af liðlega 200,
um að allsherjaratkvæða-
greiðsla færi fram í félaginu
um kjör fulltrúa á alþýðusam
bandsþing. Lét stjórnin kjósa
fulltrúana á fámennum fundi,
en heyktist síðar meir á of-
beldi sínu, ógilti fyrri kosn-
ingu og ákvað að láta undan
kröfunni um aUsherjarat-
kvæðagreiðslu. Fer kosningin
fram nú um helgina.
Hinsvegar hefur kommún-
Korl ísfeld
bloðamaður og
skold lótinn
BLAÐAMENN mega nú sjá á
bak ágætum félaga, Karli ísfeld,
blaðamanni og skáldi. Hann lézt
í fyrrakvöld í Landakotsspítalan-
um, en þangað var hann fluttur
fyrir nokkrum dögum.
Karl var fæddur á Sandi í Að-
aldal, en móðir hans, Áslaug, er
systir Guðmundar skálds á
Sandi. Faðir Karls var Niels
Lilliendahl kaupmaður á Akur-
eyri. Karl brautskráðist stúdent
MJÖG hefur dregið úr suð- Veðurspáin kl 10 í gær-
austanáttinni og í gær voru kvöldi:
ekki nema 4—5 vindstig í SV-land og SV-mið: Austan
Eyjum, en hægviðri eða gola gola eða kaldi, úrkomulítið.
annars staðar á landinu. Við Faxafiói til Vestfjarða og
; suður og vesturströndina var bæði miðin: Sunnan gola eða
■ skýjað, en bjart norðan lands kaldi, dálítil rigning með köfl-
og austan. Hæðin fyrir aust- um.
an land er enn nokkuð stöð- Norðurland til Austfjarða og
ug, og er því varla að vænta bæði miðin: Sunnan gola, létt
áttarbreytingai eins og er. skýjað með köfium.
SA-land og SA-mið: Austan
gola, skýjað.
istastjórnin tekið upp sömu
aðferð og kommúnistar í Dags
brún og haft í hóOunum við
þær stúlkur, sem undirrituðu
kröfuna um allsherjarat-
kvæðagreiðslu. Hefur formað
ur félagsins hringt í fjölmarg
ar stúlkur og lesið yfir þeim
hinar ofboðslegustu skammir
fyrir að bera fram jafn sjálf-
sagða ósk. Hefur formaður-
inn jafnvel haft í hótunum
við stúlkurnar og borið þeim
á brýn að hafa falsað nöfn á á
skorendal is tana!
Ennfremur hefur formaður-
inn og meðframbjóðandi hans
sent út dreifibréf undirritað
af þeim sjálfum, þar sem er
persónulegt skítkast í mót-
frambjóðendurna, en hinsveg-
Karl Isfeld
frá MA 1932, settist í norrænu-
deild háskólans og nam þair í 3
ár. Þá gerðist hann blaðamaður
við Alþýðuiblaðið, en síðar varð
hann ritstjóri „Vinnunnar" blaðs
Alþýðusambands íslands. Þá var
Bretar vonast þó til að unnt
verði að ná samkomulagi um ein
hverjar undanþágur til veiða inn
an 12 mílnanna. Er talið að
brezka nefndin geri sér helzt von
ir um að semja um heimild fyrir
brezka togara til tímabundinna
veiða á ákveðnum svæðum inn-
an 12 mílnanna.
Tíu dagar
Vonir standa til að unnt verði
að ljúka viðræðum á tíu dögum
og á það bent að brezkir togara-
eigendur hafi bannað skipstjór-
um sínum að fara inn fyrir 12
mílna mörkin við ísland. En það
bann renni út hinn 12. okt. n.k.
Norska fréttastofan NTB segir
að formaður brezku nefndarinn-
ar verði Patrick Reilly, deildar-
stjóri í brezka utanríkisráðuneyt
inu.
ar hrósa þær sjálfum sér á
hvert reipi fyrir reynslu og
þekkingu í félagsmálum auk
þess sem þær segjast „fyrr og
síðar hafa unnið að hagsmuna
málum félagskvenna“ Allt er
plagg þetta hið broslegasta og
vel til þess fallið að rýra fylgi
félagsstjórnarinnar enn meir
en orðið er.
í gærkvöldi var svo hald-
inn fundur í félaginu og var
hann fjölsóttur. Varð stjórn-
in þar fyrir harkalegri gagn-
rýni fyrir hin ofsafengnu við-
brögð sín við kröfunni um
allshcrjaratkvæðagreiðslu. —
Átti formaður að vonum erf-
itt með að afsaka hótunarher-
ferð sína, sem rædd var sér-
staklega. Málsvarar lýðræðis-
sinna voru i miklum meiri-
hluta á fundinum enda óttast
félagsstjórnin nú mjög um
völd sín, en þau hafa komm-
únistar haft frá því félagið
var stofnað.
hann um skeið blaðamaður viö
VLsi.
Karl hlaut fyrstur íslenzkra
blaðamanna verðlaun úr Móður.
málssjóði Björns Jónssonar ráð-
herra. Var það á 100 ára afmæli
Björns í október 1946.
Karl ,sem gaf sig að ijóðagerð,
gaf út ljóðabókina „Svartar
morgunfrúr“. Hann þýddi fjölda
bóka, t.d. „Ævintýri góða dátans
Svæks“, „Og sólin rennur upp“,
eftir Hemmingway, „Ævisögu“,
eftir Steinbeck og ljóðaflokkinn
Kalevala. Var Karl sæmdur
finnsku heiðursmerki, er Finn-
landsíorseti var hér á ferð fyrir
nokkrum árum. Mikinn fjölda
smásagna þýddi Karl einnig svo
og leikrit.
Undanfarin ár hafði Karl ver-
ið heilsutæpur og varð hann öðru
hvoru að leggjast 1 sjúkrahús.
Sem fyrr segir veifctist Karl
snögglega fyrir nokkrum dögum
og var fluttur í Landakot, en það
an átti hann eigi afturkvæmt.
Friðrik og Ingi efstir fyrir
síðustu umferð
BIÐSKÁK Friðriks Ólafssonar
og Svein Johannessen var tefld
áfram í gærkvöldi, og lauk með
jafntefli eftir 59 leiki alls. Bauð
Johannessen þá jafntefli, sem
Friðrik þáði. Ólafur gaf biðskák
sína úr 9. umferð án þess að tefla
hana frekar og í 10. umferð vann
Arinbjörn Kára.
Þá er staðan þannig:
1.—2. Friðrik Ólafsson og Ingi R.
Jóhannsson 8!4 vinning.
3. Arinbjörn Guðmundsson
8 vinninga.
4.—5. Ingvar Ásmundsson og
Svein Johannessen 614 v.
6. Guðmundur Ágústsson
5!4 vinning.
7. Gunnar Gunnarsson 4 v.
8. Ólafur Magpússon 3!é v.
9. Benóný Benediktsson 3 v.
10. Kárj Sólmundarson 2!4 v.
11. Guðmundur Lárusson 2 v
12. Jónas Þorvaldsson 1% v.
Ellefta og síðasta umferð verð-
ur tefld í kvöld í Sjómannaskól-
anum og hefst kl. 7,30 e.h. Þá
tefla saman Gunnar og Friðrik,
Kári og Ingi R., Johannessen og
Arinbjöm, Guðm. Ágústsson og
Benóný, Guðm. Lárusson og
Ingvar og Jónas og Ólafur,