Morgunblaðið - 30.09.1960, Blaðsíða 8
8
MORCrnvnr 4ntÐ
Föstudagur 30: sept. 1960
Litazt um í Sovétríkjunum:
Hættuspil Krúsjeffs
Eftir Edwcird Cralikshaw
London 23. ágús't.
RIÍBSAR hafa enn áhyggjur af
ástandinu í hinum ónumdu lönd
um í Kazakhstan og Suður-Sí-
beríu. Ekki þannig séð, að þau
aéu ónumin lengur. Það var á
árinu 1954 sem Krúsjeff kom af
stað því hættuspili að nýta til
kornyrkju hin víðáttumiklu,
vanræktu steppuiönd í mið- suð
austur hluta Sovétríkjanna, svo
að unnt yrði að nýta „svörtu
moldina“ í Úkraínu, hina æva-
fornu „brauðgerð" Rússa til
annarrar ræktunar, fyrst og
fremst til ræktunar á sykri, syk-
urófum og maís.
Þetta mikla fyrirtæki með öll-
um sínum glappaskotum og stór
sigrum, er nú söguleg staðreynd.
Á einni einustu árstíð voru 32
milljón ekrur af ónumdu eyði-
landi plægðar og í þær sáðar
korni, en þetta mikla fyrirtæki
hafði í för með sér, að fólk tók
sig upp tugþúsundum saman og
settist að í þessu nýja landi, þar
sem engar byggingar voru til,
og auk þess þurfti að flytja
þangað mörg þúsund vinnuvél-
ar. Þetta líktist helzt landnám-
inu í mið-vestur hluta Banda-
rikjanna, en þarna var þetta
framkvæmt með hinum ein-
kennandi hraða Rússanna. Enn
sem komið er hefur þetta borg-
a8 sig. En ólánið er alltaf á
næsta leiti.
Fyrsta uppskeran heppnaðist
stórkostlega ve! og það gerði
mikið til að styrkja persónulega
aðstöðu Krúsjeffs í valdabaráttu
hans. Önnur uppskeran, 1955,
sem hefði átt að verða miklu
meiri, mistókst að mestu. En ein
staklega góð uppskera í Úkra-
ínu bætti þetta upp og Krúsjeff
sagði, að engin ástæða væri til
að óttast. Hann byggist ekki við
góðri uppskeru á hverju ári á
þessum svæðum, þar sem þurrk
ar herjuðu á sumrum og geysi
legur kuldi ríkti á vetrum. Allt
væri í bezta lagi, sagði hann,
ef þama fengist ein góð upp-
skera, tvær sæmilegar og tvær,
algerlega væru misheppnaðar á
hverju fimm ára tímabili.
Reyndin er sú, að það hefur
aðeins tvisvar orðið uppskeru-
brestur á sex árum.
Önnur þeirra var sl. ár og hún
leiddi til mikilla eftirgrennslana
en að þeim loknum féll Belya-
ev, héraðsstjórinn í Kazakhstan
stuðningsmaður Krúsjeffs og
einn helzti valaamaður stjórn-
arinnar. í ónáð fyrir að hafa
staðið illa í stöðu sinni.
Eins og svo margar hreins-
anir Rússa, þá var þetta fyrir-
fram ákveðið. Krúsjef sagði. að
ástæðan fyrir uppskerubre stín-
i*m 1959 hafi verið sú, að komið
hafi ekki verið skorið álmenni-
lega og afgangurinn fengið að
rotna á ökrunum. Og hann sagði
að ástæðan fyrir því hefði verið,
Frá
Brauðskálanum
Langholtsveg 126
Seljum út í bæ, heitan og kald
an veizlumat.
Smurt brauð og snittur.
Sítni 36066.
Ingibjörg og Steingrímur
Karlsson.
að þeir, sem ábyrgir voru, hefðu
vanrækt viðhald vinnuvél-
anna. Meðan á uppskerunni
stóð hafi þúsundir vinnuvéla
verið ónothæfar sakir vöntunar
á varahlutum og af ónógu við-
haldi. Krúsjeff sagði, að ef hann
aðeins hefði vitað um þetta, þá
hefði hann látið flytja þangað
varahluti og nýjar vélar í skyndi
frá Úkraínu, en honum hefði
ekki verið skýrt frá þessu. Þetta
virðist ósennilegt, því í marga
mánuði áður hafði verið skýrt
frá því í sovézkum b'öðum, að
vinnuvélar væru þúsundum sam
an ónothæfar í Kazakhstan.
Og það leit þannig út, að enda
þótt enginn vafi léki á van-
rækslu í meðferð vélanna, þá
ættu ástæðurnar fyrir því. að
uppskeran fór svo seint fram,
dýpri rætur en Krúsjeff gaf í
skyn. Sannleikurinn hefur líka
komið í Ijós. Hin raunverulega
orsök hefur nú nýverið komið
fram óbeinlínis eins og svo oft
í Sovétrikjunum og það frá ekkí
minni manni en sjálfum Lysen-
ko, undralífeðlisfræðingi Stal-
íns, sem kom aftur fram á sjón-
arsviðið fyrir nokkrum árum eft
ir að hafa verið lengi í ónáð og
nú hefur fengið sitt rétta hlut-
verk. ekki sem vísindamaður,
heldur sem mikilhæfur búfræð-
ingur.
I síðasta mánuði var Lysenko
í Kazakhstan til að segja ráða-
mönnum þar fáein orð í ful’ri
ineiningu, og af því, sem hann
sagði, má draga þá ályktun. að
nú sé einnig tvísýnt með upp-
skeruhorfur í ár.
I Kazakhstan eru veturnir svo
langir og harðir, að sá verður
hveitinu á vorin; það er ekki
hægt að plægja jarðveginn eftir
uppskeruna og sá vetrarhveiti
þegar í stað. Sáningin verður að
bíða vorsins, og vorið kemur
seint. Ennfremur koma frost og
snjóar snemma að haustinu. —
Þetta hefur það í för með sér,
að tíminn, sem líður milli sán-
ingar og uppskeru, er mjög
stuttur. Án heppni og góðrar
stjórnar verður kornið ekki
þroskað og þurrkað fyrir kcmu
hins raka og kalda veðurfars.
Lysenko sagði, að miður septem
ber væri sá tími, þegar í síðasta
lagi væri hægt að skera kornið
án áhættu, en án mikiiliar skipu
lagningar er hætt við, að upp-
skeran fari ekki fram fyrr en
í lok október. Það var þetta, sem
gerðist í fyrra, er mikill hluti
kornsins grófst undir snjó. Það
var að nokkru leyti því að kenna
að sáningin fór seint fram.
Það er skoðun margra í Sov-
étríkjunum, að það #beri að
geyma sáninguna. unz jarðveg-
urinn hefur hlýnað. Lysenko
segir, að það megi ekki gera;
það verði að sá í apríl og kornið
verði að fá tínii til að þroskast
ofurlítið, áður en sumarþurrk-
anir komi til sögunnar.
En hvernig er hægt að sá í
april? Það er ekki unnt að
plægja akrana eftir uppskeruna
að haustinu. Það þýðir, að plægja
verður jarðveginn á vorin, áður
en sáningin getur átt sér stað.
Það er ógerlegt að plægja
nógu snemma, til þess að hægt
sé að sá apríl. Og svarið? Svar-
ið, segir Lysenko, er að láta
ákveðinn hluta landsins standa
ónytjaðan á ári hverju, svo að
þann hluta megi plægja síðara
hluta sumars, þannig að hægt sé
að sá, strax og snjór hverfur að
vori.
Þetta virðist svo sem nógu
skynsamlegt. En það gengur í
berhögg við þá stefnu Krúsjeffs
að nytja hverja einustu ekru
lands á hverju ári. Lysenko
segir, að þetta sé ógerlegt. Bænd
urnir í Kazakhstan (og herra
Krúsjeff) verði að horfast í augu
við það að láta ákveðinn hluta
landsins standa ónytjaðan á áii
hverju. Einn fugl í hendi er botri
en tveir í skógi, segir hann. Það
er betra að verða af einum
þriðja hluta uppskerunnar til að
tryggja tvo þriðju hluta hennar.
Þetta þýðir að ef menn eiga að
fylgja ráðum Lysenkos,’ þá verð
ur Krúsjeff að sætta sig við, að
minna landssvæði verði tekið til
ræktunar ár hvert, en það hef-
ur í för með sér minni uppskeru.
Krúsjeff mun ekki falla þetta
í geð: Það brýtur í bág við
stefnu hans.
(Observer — Öll réttindi
ásklin).
Frá vinstri: Walter Buzollo, stud. med., Christel Weiss, stud.
med., og Hansjörg Köhl., stud. oec.
Þar
líka
eru
fjöll
ÞAÐ telst vart lengur til frétta
þótt ungir útlendingar leggi
leið sína til íslands, gangi þar
um fjöll og firnindi og skoði
náttúruna. Það hafa þeir gert
lengi, svo lengi, að íslending-
ar eru sjálfir farnir að apa
þetta eftir.
Sarht birtum við hér mynd
af þrem þýzkum stúdentum,
tveim úr læknisfræði, einum
úr hagfræði, sem dvöldust hér
Og auðvitað hafa þau unnið
í fiski — til að kynnast aðal-
atvinnuvegi íslendinga.
— ★ —
Hitt þótti blaðamanninum
öllu furðulegra, að þrátt fyrir
fimmtán daga stöðuga rign-
ingu — og tvo sólardaga, a
þriggja vikna óbyggðargöng-
um í fyrrasumar, kómu þau
aftur í sumar. Það var tölu-
vert eftir af fjöllum á íslandi
— og veðrið gat aldrei orðið
verra en í fyrra.
— Og hafið þið ferðazt svona
um Þýzkaland? spyrjum við.
Nei, alls ekki — það verður
að bíða, þar til við erum orð-
in gömul, að minnsta kosti
en engin norðurljós
um nokkurra mánaða skeið í
sumar og fyrrasumar.
Það þarf svo sem ekki að
taka fram, að þau hafi gengið
upp og niður Kjöl, vaðið fljót,
gengið á Öskju og fleiri fjöll
á þeim slóðum, komið á flest
landshorn, jafnvel flogið til
Vestmannaeyja og loks eytt
tveim sólarhringum á Heklu
— lagzt fyrir í miðri fjalls-
hlíð í svefnpokum, án tjalds
— legið — með augu og nef út
úr — og horft á samskipti
stjarnanna, gervitunglanna og
norðurljósanna.
þrítug. Þá verður ef til vill
komið hjónaband, föst at-
vinna, kannske börn og maður
bundinn á alla vegu. Það er
nauðsynlegt að vera ungur til
að fara svona ferðir.
— ★ —
— En önnur lönd — ekki er
ísland eina landið, sem þið
hafið heimsótt?
— Nei, auðvitað ekki, segja
þau. Noregur, Svíþjóð, Aust-
urríki, Frakkland og Sviss. Já,
þar eru líka fjöll en öðruvísi
fjöll, aðrir litir, önnur. útsýn
og engin norðurljós.
Starfsemi Siálfsbjarg-
ar orðin margþœtt
V> í
ÍSAFIRÐI, 28. mai — Eins og
getið hefur venð í fréttum var
í sumar byrjað að malbika göt-
ur hér á ísafirði. Bæjarsjóður
hafði keypt malbikunarvél til
' I verksins.
Malbikun hófst 27. júlí ?1.
Nú þegar hefir verið malbikað
hluti af Austurvegi, Hafnar-
stræti upp að Mjallargötu, Silf-
urtorg, Mjósund og mikill h'.uti
Aðalstrætis. Alls verða malbik-
aðir í sumar 6202 fermetiéi
Nú er verið með síðasta
fangann á þessu sumri, neðri
hluta aðalstrætis. Meðfylgjandi
mynd sýnir framkvæmdirnar.
G. K.
AÐALFUNDUR Sjálfsbjargar,
félags fatlaðra í Reykjavík, var
haldinn í Sjómannaskólanum
laugard. 17. sept. sl. Fráfarandi
stjórn flutti skýrslu um starf-
semi félagsins á sl. ári. Á starfs-
árinu hefur félagið unnið að
ýmsum málum og leitazt hefur
verið við að gera starfsemina
marglþættari.
Skrifstofan að Sjafnargötu 14
var höfð opin allt árið tvisvar í
viiku á miðvikudagskvöldum oig
laugardögum. Jafnan var þar
fyrir stjórnarmeðlimur, sem upp
lýsingar veitti, ef um beðið var
um, og annaðist aðra fyrir-
greiðslu eftir því s©m hægt var,
Formaður félagsins, Aðalibjöm
Gunnlaugsson, baðst undan end-
urkosningu vegna brottfarar úr
bænum. Hrein eign félagsins var
í árslok kr. 107.549,30. Samkv.
lögum félagsins eru fimm menn
kosnir í stjórn og skipta þeir
með sér verkum. Stjórnina sikipa
þessir: Guðlaugur Gíslason, for-
maður. Vigfús Gunnarsson, gjald
keri. ViLborg Tryggvadóttir rit-
ari. Zóphónías Benediktsson og
Helgi Eggertsson meðstjórnend-
ur. Varastjórn: Rósa Sigurjóns-
dóttir, Gylfi Baldursson, Sigfús
Brynjólfsson, Klara Halligrims-
dóttir og Jóhann Snjólfseon.