Morgunblaðið - 30.09.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.09.1960, Blaðsíða 13
Föstudagur 30. sept. 1960 MnnarnvhL 4 ðið 13 Uggur og dvissa í alþjdðamálum New York, mánudaginn 26. sept. Þ A Ð er enginn vafi á því, að þckking alheimsins á Islandi hefur aukizt stórkostlega við þátttöku okkar í samtökum Sam- einuðu þjóðanna. Það er einnig viðurkennt, að íslenzka sendi- nefndin hefur komið mjög mál- efnalega fram og oft reynt bein- línis að miðla málum. Er óhætt að fullyrða að inntaka Islands í SÞ var síðasta sporið í hinni pólitísku sjálfstæðisbaráttu okk- ar. Þá fengum við viðurkenningu allra þjóða heims á sjálfstæði okkar og skipuðum okkur á bekk með öðrum sjálfstæðum þjóðum, með atkvæðisrétti á alheimsþing- inu á borð við aðrar þjóðir, jafn- vei stórveldin. Þannig komst Thor Thors ambassador, formaður íslenzku sendinefndarinnar á 15. allsherj- arþinginu m. a. að orði þegar Mbl. átti stutt samtal við hann í fundarhléi eftir árdegisfundinn í dag. Thor Thors hefur verið formaður íslenzku sendinefndar- innar allt frá því, að ísland gerð- ist aðili að SÞ 19. nóvember árið 1946. Hann hefur getið sér þar ágætan orðstír og verið landi sínu og þjóð til hins mesta sóma og gagns. Forsetakosningarnar — Hvert er álit þitt á upphafi þessa þings og þá m. a. forseta- Thor Thors, for- rnaður íslenzku sendinefndar- innar á allsherj- arþingi SÞ síðan 1946. (Ljósm.: SÞ) Samtal við sendiherra allsherjarþingsins verkefni þess Thor Thors um upphaf og kosningunum, sem þú varst sjálíur viðriðinn? — Um þær er það að segja, að þegar vitað var, að Krúsjeff og helztu leiðtogar kommúnista- rikjanna í Austur-Evrópu myndu sækja það, þá varð það Ijóst, að forsetakosningarnar myndu verða eitt fyrsta átakamálið milli stórveldanna, og að bæði Bandaríkin og Sovétríkin myndu sækja það af alefli að tryggja sér sem flest atkvæði. Annars vegar með Boland frá írlandi, sem studdur var af Bandaríkj- unum, Bretlandi og Frakklandi, hins vegar með Nosek frá Tékkó- slóvakíu, sem var frambjóðandi kommúnistaríkj anna. Þessi harða sókn stórveldanna hafði þau áhrif, að nær öll Suð- ur-Ameríkuríkin, sem höfðu tal- ið líklegt að þau myndu kjósa fulltrúa Islands, og jafnvel veitt vilyrði í þá átt, hétu nú að kjósa Boland. Ýmis Afríku- og Asíuríki, sem höfðu verið hlynnt framboði ís- lands og talað um, að hvorug stórvéldin ættu að ráða forseta þessa þings, hétu nú Rússlandi að kjósa frambjóðanda þess. Það hafði verið talið líklegt, alveg fram til síðustu daga fyrir þing- ið, að Nosek fengi ekki meira en um 15 atkvæði. En vegna fyrrgreindra átaka urðu atkvæði hans 25. Rússarnir beittu einnig mjög þeirri röksemd, að hópríki þeirra hefðu haft forsetaefni í kjöri i 14 ár og aldrei fengið nema örfá atkvæði. En það væri réttlætismál, að þeir fengju nú að ráða vali þingforsetans. Hins vegar hafði verið talið að Boland ætti ekki von á nema 32 atkvæðum. En hann hlaut 46, sem var nægilegt til þess að ná kosn- ingu í fyrstu umferð. Þetta voru sem sagt átök milli stórveldanna, og svo fór líka að vesturveldin unnu. Norðurlöndin stóðu saman ísland má fagna því að Norð- urlöndin öll stóðu eindregið sam an og sýndu enn einu sinni að þau láta ekki segja sér fyrir verkum. Það var líka ánægjulegt að það voru merkustu og sjálf- stæðustu ríki Suður-Ameríku, sem sé Mexíkó, Brazilía og Arg- entína, sem greiddu fulltrúa ís- lands atkvæði. Einnig mun ísrael hafa^greitt atkvæði með íslandi enda þótt það ríki verði að sjálf- sögðu að hafa nána samvinnu við stórveldin meðal vestrænna ríkja. Thor Thors segir að hann sé því feginn að hafa losnað við þann alveg óvenjulega og ófyrir- sjáanlega vanda að stjórna þessu þingi, þar sem togað verður í forsetann úr báðum áttum. Það hefði verið ánægjulegt, s.egir hann, að vera kjörinn forseti venjulegs ársþings Sameinuðu þjóðanna. En nú sé ekki um neitt slíkt að ræða, því hinir óvænt- ustu og alvarlegustu atburðir geti gerzt hér á hverri stundu. Uggur og óvissa — Hvernig lízt þér á þessa fyrstu daga 15. þingsins? — Það eru að sjálfsögðu eink- um tvær ræður, sem mesta at- hyglina hafa vakið. í fyrsta lagi ræða Eisenhowers Bandaríkja- forseta, sem þótti hógvær og frið- samleg. I öðru lagi hin hálfs þriggja klukkutíma ræða, sem Krúsjeff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, flutti daginn eftir. Sú ræða hef- ur sett svip sinn á þingið og fyllt menn ugg og óvissu. Hin grimmilega árás hans á Hamm- arskjöld, framkvæmdastjóra SÞ, og allt skipulag þeirra, gerir það að verkum, að enginn veit, hvernig þetta þing á að geta starfað og unnið að nokkrum skynsamlegum árangri. Krúsjeff heimtaði að Hammar- skjöld yrði vikið frá, og að þrír aðalforstjórar tækju við völdum, einn sem fulltrúi Rússa, annar sem fulltrúi svokallaðra hlut- lausra ' ríkja, og Hammarskjöld fengi svo e. t. v. að dingla með sem fulltrúi vestrænna lýðræðis- þjóða. Einnig vildi hann láta flytja bækistöðvar SÞ burt frá Bandaríkjunum og minntist í því sambandi á Sviss, Austur- ríki eða jafnvel Moskvu. Einstæð árásarræða Önnur eins árásarræða hefur aldrei verið flutt í sögu Samein- uðu þjóðanna hér á þingi þeirra. Menn voru hreinlega undrandi og agndofa undir henni. Síðan hefur Krúsjeff sagt við blaðamenn hér, að það þýði ekki að tala um lausn mála, eins og t. d. afvopnunarmálsins, fyrr en kröfum hans sé fullnægt. Slíkt er viðhorfið í dag, og þess vegna skal engu spáð um, hvað við taki. Þó eru margir að vona að úr þessum ofsa dragi og að unnt verði að hefja málefna- legar umræður. Diefenbaker, forsætisráðherrá Kanada, var rétt í þessu að ljúka ræðu sinni. Hann svaraði Krús- jeff fullum hálsi, en lét í ljós von um að Rússar sýndu að athuguðu máli vilja til samninga og við- ræðna. Það er einnig vitað, að Mac- millan, forsætisráðherra Breta, sem var í fyrsta sinni á fundin um í dag, muni tala á svipaða lund og e. t. v. vinna að því bak við tjöldin að viðræður geti haf- izt. Nehru, forsætisráðherra Ind- lands, mætti einnig hér í dag og er vitað að hann mun beita sér fyrir málamiðlun. — Árásin á Hammarskjöld kom að því leyti á óvart, að fyrir örfáum dögum hafði aukaþing SÞ veitt honum traustsyfirlýsingu með 70 atkvæðum gegn engu. Jafnvel kommúnistaríkin sátu hjá. Afvopnun og efnahagsaðstoð — Hver eru helztu málin, sem fyrir þessu þingi liggja? — Það eru fjölmörg vandamál, sem koma til kasta þess, fyrst og fremst afvopnunarmálið og önn- ur skyld mál. Ennfremur marg- vísleg efnahagsmál, einkum um fjárhagslega aðstoð við hin nýju Afrikuríki og önnur miður sett lönd. Svipur þingsins hefur ger- breytzt við það, að 13 ný Afríku- ríki hafa tekið hér sæti. Mun það geta breytt styrkleikahlutföll unum á þessu þingi og fram- vegis. Stríðir stormar geysa Hér á allsherjarþinginu geysa nú stríðir stormar. Og ekki mun sennjlega lægja við ræðu Castros, forsætisráðherra Kúbu, sem ætl- ar að tala hér á eftir í „aðeins“ fjórar klukkustundir, að því er boðað hefur verið. Á morgun mun Nasser, forseti Arabíska sambandslýðveldisins, svo taka til máls. En menn bú- ast við að hann wilji fara ein- hverja millileið. Þegar leiðtogar allra þjóða eru búnir að tala mun setzt á rök- stóla í nefndum. Þá fyrst mun andrúmsloftið hreinsast eitt- hvað, og menn geta gert sér í hugarlund, hver verða muni ör- lög þessa 15. þings Sameinuðu þjóðanna, sagði Thor Thörs að lokum. Stormasamur síðdegisfundur Við höfum aðeins tíma til að fá okkur kaffisopa áður en síð- degisfundurinn hefst kl. 3 síð- degis. Forsætisráðherra Albaníu er fyrstur á mælendaskrá. Hann talar í um það bil eina klukku- stund. En á eftir honum flytur Fidel Castro ræðu, sem stendur á fimmta tíma. Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin. Kúbumaður- inn slær öll met í fáryrðum og málalengingum. Hann rekur sögu Kúbu frá upphafi, ræðst ákaflega á nýlenduskipulagið og kemst að þeirri niðurstöðu að Rússar séu eina þjóðin, sem aldrei hafi gerzt sek um slíkan ósóma! Til gamans má geta þess, að Castro eyddi a. m. k. hálftíma af ræðutíma sínum til þess að skamma hótel það hér í New York, sem hann fékk fyrst inni hjá, en flutti af eftir einn sólar- hring. En í blöðum hér var frá því skýrt að aðalástæða þess að hann flutti hafi verið sú, að að- stoðarmenn hans sumir hafi komið með óreitta kjúklinga, sem þeir plokkuðu og matreiddu í herbergjum sinum til lítilla þrifa á staðnum! Síðdegisfundinum lýkur klukk an að ganga níu. Leið okkar liggur frá bökkum Austurár, þar sem alheimsþingið hlustar á leið- toga þjóðanna flytja boðskap sinn. Það er komið myrkur, heitt myrkur yndislegs haustkvölds í hrikalegri stórborg. Sírenur lög- reglubifreiða og bifhjóla, sem eiga að vernda þá Krúsjeff og Castro, skrækja svo að sker í eyrun. Svo er önn þessa dags á allsherjarþinginu lokið. S. Bj. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á fundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.