Morgunblaðið - 30.09.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.09.1960, Blaðsíða 24
fUc?íPí#faíMfí> 223. tbl. — Föstudagur 30. september 1960 ÍÞRÓTTIH eru á bls. 22. Thor Thors Sjá bls. 13. Kaupmenn hœffa sölu c kartöflum Grænmetisverzlunin selur i heilum og hálfum pokum MATVÖRU- og kjötkaupmenn ætla að hætta að selja kartöflur frá og með nk. mánudegi. Græn- metisverzlun landbúnaðarins, sem dreifir kartöfium til kaup- Náði Cylfi flóðinu ? PATREKSFJARÐARTOGARINN Gylfi átti að landa í Grimsby í nótt. Óvíst var í gærkvöldi hvort hann næði flóðinu og kæmist inn í höfnina í tæka tíð. Af hálfu útgerðarinnar var lögð áherzla á að skipið gæti iandað í nótt eink um vegna þess að yfirmenn á tog- urum halda fund í dag. Töldu menn, að e. t. v yrði eitthvað óhagstæðara að landa eftir fund- inn. ísafjarðartogarinn Sólborg landaði 100 tonnum í Þýzkalandi í gær, en ekki var kunnugt um söluna, þegar Mbl. fór í prentun í gærkvöldi. 1 fyrradag seldi Harðbakur 161 tonn fyrir 114.800 mörk. í dag landar Ágúst 110 tonnum í Þýzkalandi. Afli tog- aranna, sem selja í Þýzkalandi er mestmegnis ufsi, þorskur og karfi. manna í bænum, hyggst setja upp útsölu á kartöflum í heiluin og hálfum pokum, e. t. v. á fleiri en einum stað í bænum, þar til Iausn málsins verður fundin. Samkvæmt því, er Sveinn Snorrason, framkvæmdastjóri kaupmannasamtakanna, tjáði Mbl. í gærkvöldi, eru málvextir þeir, að kaupmenn telja sig ekki getað vigtað kartöflurnar og selt í smábréfapokum, þar eð mikill halli sé á þeim viðskiptum, bæði vegna þess að álagning sé lítil á kartöflur og vegna þess, að papp- írspokar hafi hækkað í verði. Sveinn sagði, að kaupmenn töp uðu a. m. k. 94 krónum á því að selja 100 kg. af kartöflum vigtuð í eins kg. bréfpoka. Ef sama magn vigtað í 10 kg. poka væri Alþingi kvatt saman 10. okt. HANDHAFAR valds forseta ís- lands, hafa, að tillögu forsætis- ráðherra, kvatt reglulegt Alþingi 1960 til fundar mánudaginn 10. október, og fer þingsetning fram að lokinni guðsþjónustu, er hefst í dómkirkjunni kl. 13.30. (Frá forsætisráðuneytinu) Tíðar skemmdir á sæsímanum Slifncði enn einu sinni fyrir nœr 10 dögum SÆSÍM ASTREN GURINN milli Seyðisfjarðar og Færeyja er nú óvirkur til símskeytasendinga. — Fyrir nær 10 dögum slitnaði hann og hefur ekki verið aðstaða til þess að framkvæma viðgerð á honum. Þorsteinn Gíslason, fyrrum simstöðvarstjóri á Seyðisfirði, sem betur þekkir hinn gamla sæ- mw%jt m Bobby Fischer kemur hingað SKÁKSAMBAND íslands reyndi fyrr á þessu ári að fá hingað bandariskan skák- meistara, og þá helzt Bobby Fischer, og var ætlunin að hann keppti á Gilfers-mót- inu. Af þessu gat ekki orðið, en í gær barst skáksamband inu skeyti um að Bobby Fischer væri væntanlegur til íslands I dag. Enn mun ekki ákveðið, hvernig keppni hans hér verður háttað. símastreng en nokkur annar, sagði í símtali við Mbl. í gær, að á þessu ári hefðu orðið oftar bilanir á sæsímastrengnum en nokkru sinni áður. Það er einkennandi fyrir þess- ar bilanir, sagði hann, að þær verða ýmist suður við Færeyjar eða hér upp undir landi — á veiðisvæðum hinna stóru togara. Það eru þeir sem skemmdunum valda með botnvörpu sinni. Þegar sæsímastrengurinn slitn- aði nú síðast, var sæsimaviðgerð- arskipið frá Stóra norræna síma- félaginu í Kaupmannahöfn rétt nýkomið heim, eftir að hafa fram kvæmt viðgerð á strengnum um 70 milur út af Seyðisfirði. Mælingar, sem Þorsteinn Gísla son hefur nú gert á strengnum, sýna að hann hefur slitnað um 60 mílur út af ströndinni. Þetta er í fjórða skiptið sem sæsíminn slitnar á þessu árL — Óhagstætt veður og slæmt sjó- lag hefur hindrað viðgerð und- anfarið. tapið allt frá 16 krónum, vinnan væri það mikil, pokarnir dýrir og álagningin lítil. Auk þess hefði borgarlæknir gert þær kröfur, að kartöflur væru vigtaðar og settar í neyt- endaumbúðir í sérstökum her- bergjum, sem eingöngu væru til þess ætluð. Kartöflur mætti ekki vigta upp úr strigapokunum í búðinni vegna ryksins og óþrif- anna, sem af því hiytust. Ennfremur sagði Sveinn, að Frh. á bls. 23 Kosið á Akureyri um miðjan okt. NORÐUR á Akureyri er verið að undirbúa prestkosningar, en á þesSu hausti verður þar kosinn annar tveggja presta bæjarins. Biskupsstofan skýrði Mbl. svo frá í gær að prestkosningar myndu fram fara um miðjan næsta mánuð. Johan Johansen, skipstjórinn á Rodny. Bróðir hans leitar nú með Garm við ísröndina. Þíennt slasaðist i gœrkveldi Billinn ók á brúarhandrið SEINT í gærkvöldi varð alvar- legt slys á Suðurlandsvegi. Stór amerískur fólksbíll ók á hand- AKRANESI, 29. sept. — Á morg- un, 30. sept. kl. 5 s.d. er boðað til bæjarstjórnarfundar og með- al þess, sem þar verður tekið til umræðu, er ályktun borgarafund arins — Oddur. Bókmenntakynning á verkum Grðmundar Daníelssonar ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ og ísafoldarprentsmiðja hf. gangast fyrir bókmenntakynningu á verk um Guðmundar Daníelssonar í hátíðasal háiskólans kl. 3 síðd. n. k. sunnudag. Er kynningin hald- in í tilefni af fimmtugsafmæli rit höfundarins, sem er 4 okt. n.k. Á bókmenntakynningunni flyt ur Helgi Sæmundsson erindi um Guðmund Danielsson, en úr verk um hans lesa þau Iðunn Guð- mundsdóttir, dóttir rithöfundar- ins, Þórarinn Giuðnason læknir, Ævar Kvaran leikari og rithöf- undurinn sjálfur. Einsöng syngur Árni Jónsson við undirleik Karls Billich. Aðgangur er ókevpis og öllum heimill. Hvalveiðibáturinn Rodny, sem let ur heimahöfn 13. ágúst og ekkert samband hefur náðst við síðan 16. ágúst. Árangurslaus leit Veðurskilyrði á leitarsvæðinu lakrri i dag LEITIN að norska hvalveiði- bátnum Rodny bar engan árangur í gær. Tvær Neptune flotaflugvélar frá varnarlið- inu voru yfir 12 stundir á Iofti. Þær flugu allt frá Prins Christians Sund við Hvarf norður á 67. breiddargráðu og könnuðu 50 mílna breitt belti meðfram strandlengjunni. — Sáu flugvélarnar mörg fiski- skip á þessum slóðum. Norsku og dönsku Katalínubátarnir könnuðu strandlengjuna og samkvæmt upplýsingum frá varnarliðinu voru báðir flug- bátarnir um kyrrt í Kulusuk í nótt. Danski báturinn kann- aði syðsta hluía strandlengj- unnar, en sá norski svæðið fyrir norðan Kulusuk og þar umhverfis. — ★ — Veðrið var Sæmilegt til leitar- innar í gær. Sunnan til var allt að 3.000 feta skýjahæð og skyggm allt að 20 km. Upp við strönd. ina var víða logn, en nokkur strekkingur utan við strandlengj una. Nyrðra á leitarsvæðinu voru skilyrði hins vegar lakari. Banda rísku flugvélarnar lentu í þoku, Frh. á bls. 23 riðið á Hólmsárbrú, sem er skammt fyrir neðan Gunnars- hólma. Þrennt var í bílnum og slasaðist það allt. Bíll frá Vega- gerðinni kom fyrstur á slysstað- inn. Var það ljót aðkoma, fólks- bíllinn hékk í handriðinu og fólk ið gat sér enga björg veitt. Vegagerðarbíllinn hefur talstöð og kallaði bílstjórinn þegar í loftskeytastöðina, sem hafði strax samband við slökkvistöðina. Fór sj úkrabíll á vettvang og kom með fólkið í bæinn um miðnætt- ið. í bílnum var Jóhann Karls- son, forstjóri verksmiðjunnar Magna í Hveragerði, kona hans og sonur, sem ók. ÖH voru þau meira og minna slösuð, Jóhann þó mest. Voru þau flutt í Slysa- varðstofuna. DREGIÐ hefur verið í skyndi- happdrætti Karlakórs Reykja- víkur og kom upp nr. 2016. Vinn ings skal vitjað til húsgagna- verzlunarinnar Meiðs við Hall- armúla. Þeir dansa á rós- um í Hólminum Stykkishólmi, 29. sept. HAUSTVEÐRÁTTAN hef- ur verið með afbrigðum góð við Breiðafjörð, sólskin og hiti. Blómin eru meira að segja enn að springa út í görðum. 1 garði Harðar Ásgeirssonar, verkstj., eru meira að segja nýútsprungn ar rósir. Þessi garður er við aðalgötu þorpsins og staldra margir vegfarendur við til þess að horfa á blómadýrðina í garði Harð- ar, enda er það einsdæmi, að rósir springi út í septem berlok hér vestur á Snæ- fellsnesi. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.