Morgunblaðið - 30.09.1960, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 30.09.1960, Qupperneq 3
Föstudagur 30. sept. 1960 MORGVNBLAÐ1E 3 í>AÐ VERÐUR ekki dregið í efa, að aldurinn færist mun hægar yfir menn í nútímanum en fyrir nokrum áratugum — þó að þeir komist eðlilega ekki hjá því að eiga afmæli einu sinni á ári. Unglingar komnir yfir miðjan aldur eru alls ekki sjaldgæft fyrirbrigði. Magnús Ólafsson, bílstjóri á BSR er einn þeirra, sem enn er fullur æskufjörs, þó að hann eigi 71 ár að baki. Um daginn áttum við leið með Magnúsi í rauða Doddsinum og fórum að rabba um starfsferil hans sem bifreiðar stjóra í Reykjavík — allt frá þeim dögum er vélknúin farar tæki tóku fyrst að þyrla upp rykinu í Austurstrætinu og öðrum reiðstígum í höfuðborg- inni. — Ég byrjaði að keyra 1914, segir Magnús, en tók ekki próf ið fyrr en ári seinna. Það var enginn til að fetta fingur út í það þótt maður hefði ekki ökuskirteini upp á vasann. — Þannig var nefnilega, að ég lærði mótorfræði hjá Jessen og tók próf í henni um ára- mót 1914 og þá var ég talinn fullfær um að aka bifreið, þar sem það var meginatriði að vera vel að sér í mekanism- anum. Umferðarreglur skiptu engu máli þá. Nú, — ég byrj- Magnús Olafsson við stýrið. Unir sér bezt við stýrið aði strax að keyra vörúbíl, það var R-62, fyrir Garðar Gíslason, en svo þegar árið var í þann veg að kveðja kom Jessen einn góðan veðurdag til mín og sagði að nú yrði ég víst að taka ökupróf — svona pro forma. Ég var alveg til í það og við ókum upp í Kirkju garð og aftur heim til Jessens, og þá fékk ég stórt og skraut- legt skjal, sem var ökuskír- teinið. Það var númer 78, en hefði ég fengið það árið áður, eins og vera bar, væri það ein hversstaðar innan við 12. — En hvernig var það. Tróð þessu virðulega plaggi í brjóstvasann? — Nei, ekki aldeilis. Égx rammaði það auðvitað inn og hengdi upp á vegg. Ef ég hefði tekið það með mér í bílinn, hefði það kostað mig heila skjalatösku. Þegar ég var hjá Garðari keyrði ég White-vörubíl. Ann- ars var Gamli Ford náttúru- lega algengastur og mjög Vel af honum látið, en menn urðu að vera stöðugt á varðbergi og það þóttj bara gott að kom- ast klakklaust suður í Hafnar- fjörð. Jón Ólafsson í bifreiða eftirlitinu og Mangi Skaft. voru báðir á Ford, en mig minnir að þeir hafi aldrei komizit lengra en upp á Öskju hiíðina — því að þeir voru alltaf að flýta sér svo mikið og gleymdu annað hvort að setja vatn eða olíu á bílinn. — Þú hefur kunnað vel við þig hjá Garðari? — Já — það var prýðisgott að vinna fyrir hann. Ég var aðallega í vöruflutningum um nærsveitirnar og auðvitað eru margar skemmtilegar minning ar tengdar við þá tíma. Veg- irnir voru þannig að ég þurfti iðulega að fara út og taka allt hlassið af pallinum, bera það yfir ófærurnar og hlaða svo bílinn á nýjan leik. Mað- ur lét sér þetta allt lynda, vegirnir voru bara ætlaðir hestvögnum og þess vegna lit- um við á þetta sem eðlilegan hlut. — En þegar óhapp bar að höndum? — Við urðum að ráða fram úr öllu sjúlfir. Verkfærakass- inn var alltaf í framsætinu hjá okkur, enda þurfti maður allt- af að grípa til hans öðru hverju. Einu sinni var ég aö keyra frá Ölfusá í bæinn og um mið nættið, þegar kom að vega- mótunum upp í Grímsnesið, hvellsprakk á öðru afturhjól- inu. Ég skauzt út með lím og bætur en fann naglann hvergi í barðanum. Þegar ég var bú- inn að setja hjólið á aftur fór ég af stað, en allt á sömu leið. Samtals sprakk 13 sinnum á þessu sama hjóli á vegarspott- anum vestur að Kögunarhóli en þangað komst ég klukkan 8 næsta morgun. Ég tók þessu með jafnaðargeði, fékk líka af- bragðs kaffi þegar ég kom að Kotsströnd. — Hvernig féll bílnum við vegina? — Uss — bílar eru alveg jafn léttlyndir og ég. Vegirnir voru oftast nær eit-t forarsvað. Ég lenti einu sinni í því að fara með 20 manns á palli suður í Grindavík. Það voru sjó- menn að fara í verið. Þeir voru á pallinum skemmstan hluta leiðarinnar — þurftu nefni- lega að kafa leirinn og ýta. Svona var það næstum alla leið. En þegar ég fór til baka var vegurinn nærri þurr — vatnið hafði streymt eftir hjól förunum og rokið út í veður og vind. — Mótorfræðin hefur komið að góðu gagni í þann tíð? — Já, maður varð að beita -allri sinni hugkvæmni á þess- um árum. Sumir voru alveg úti að aka og vissu ekkert í sinn haus í „læknavísindun- um“. Einu sinni var ég að keyra fisk úr togara og verk- stjórinn við uppskipunina settist inn í bílinn hjá mér, en þegar hann fór út aftur gekk hann niður úr gangbrettinu. Ég varð að grípa til þess ráðs að binda brettið upp með löng- um snærisspotta þangað til ég kæmist til járnsmiðs. Það dróst nú dálítið, svo að gár- ungarnir voru farnir að kalla mig Snæra-Manga og sögðu: ,,Manga er óhætt — meðan hann á snæri.“ Annað slagið var ég með kassafjalir fyrir bremsuborða og svo var mað- ur að drýgj-a benzínið með steinolíu, — þeir notuðu stund um hreina steinolíu á Ford- inn — en yið hinir áræddum það ekki — okkar bílar sót- uðu svo mikið. Þetta kostaði allt óhemju heilabrot — þó að innvolsið væri ekki mikið í þessum gömlu tíkum. —Svo hefurðu keyrt á BSR? — Síðan fjörutíu og tvö, og ætla að keyrá eins lengi og heilsan leyfir — en hún verð- ur 1-íklega ekki bundin upp með snæri. — Ekker-t f-arinn að kalka? — Nei, nei. Hef fulla sjón og ágæta heyrn. Ég nota stund um gleraugu í akstri, en þeg- ar ég t. d. les á gjaldmælinn, þarf ég þeirra ekki með og tek þau alltaf ofan. — Jæja, þú ert þá stór- spekúlant líka? — Ha? — Nei, ég veit ekki. Ætli kúnninn sleppi ekki held- ur nokkrum krónum ríkari fyrir bragðið. — Heyrðu Magnús. Hefurðu nokkun tíma verið tekinn fyr- ir ölvun við akstur? — Nei, og heldur aldrei sloppið. Það er mjög strangt eftirlit núna. En í gaml-a daga léku þeir sér að því að keyra blindfullir, það gat heldur enginn haft hendur í hári þeirra. Lögreglan fylgdist ekk ert með í tækninni. — Valdi pólití reið alltaf gráum hesti. Sumir voru svo „nervösir" við að keyra að þeir fóru ekki upp í bílinn án þess að fá sér neðan í því. Þetta var bara fyrst í stað. Við vorum einu sinni í lest með nokkra bíl-a af timbri á leið austur í Rangárvallasýslu Einn bílstjórinn var kominn svolítið í kippinn. Þegar við stönzuðum í Kömbum gekk ég til h-ans og spurði hvort ég ætti ekki að keyra fyrir hann niður Kamba. Hann hélt nú ekki og fór af stað og komst án teljandi skakkafalla niður brattann — en næstu klukku- stund máttum við hinir bíl- stjórarnir hlaupa um alla Kamba að safna saman spýt- um sem dottið höfðu af pall- inum, segir Magnús og rekur upp skelli-hlátur. — Þú ert tannlaus sé ég. — Já, þær eru fáar tenn- urnar í þessum munni. Það er ágætt. Þá er engin hætta á að ég nagi pípumunnstykkið i sundur. — Þú reykir pípu. — Já, það er ákaflega gott að reykja pípu — sérstaklega þegar maður er að bíða eftir farþegum — sko þegar ég sæki þá — en ekki meðan þeir þykjast far-a inn að ná í aur- ana. Svo reyki ég stundum vindla. Þeir eru dýrir vindl- arnir. Mangi Skaft. reykir líka vindla — en, svona okkar á milli sagt, þá sýnist mér þetta alltaf ver-a sami vindilstubbur- inn sem Mangi er að totta. — möa. STAKSTEINAR Dínus saga drambláta í vísindalegri útgáfu DÍNUS SAGA DRAMBLÁTA er nýkomin út í vísindalegri út- gáfu, sem Jónas Kristjánsson, cand. mag. hefur gengið frá. Er sagan þriðja bók sem kemur út á vegum Háskóla íslands með þessu útgáfusmði, en háskólinn hefur fyrir skömmu hafið vís- indalega útgáfu fornrita sam- kvæmt beztu handritum. Áður eru útkomnar Skarðsárbók og Íslendingabók Ara fróða. Nefnd var skipuð 1955 til að annast þessar útgáfu og skipa hana eftirtaldir menn: prófessor Alex ander Jóhannesson, prófessor Einar Ólafur Sveinsson, prófes- sor Ólafur Lárusson og prófessor Þorkell Jóhannesson rektor. Mörg handrit Einar Ólafur Sveinsson pró- fessor ræddi um Dínus sögu við fréttamenn í gær. Sagði hann að mörg handrit væru til að sög- unni, því hún hefði verið vinsæl. Mundu vinsældir sögunnar stafa af því m. a. hve kvensamlega hún væri rituð á köflum. Það hefði verið mjög yfirgripsmikið verk að kanna öll bessi handrit og ganga frá þessari vísindaiegu útgáfu. Affrar útgáfur byggffar á þessari Prófessor Einar Ólafur sagði að í ráði væri að halda þessum útgáfum áfram og ennfremur mundu rímur gefnar út á vegum háskólans á næstunni. Teldu allir þeir sem fengjust við rann- sóknir á miðaldabókmenntum hinn mesta feng að þessum út- gáfum. Á þessum útgáfum mætti Frh. á bls. 23 , Þurfum baráttu og átök Ritstjóri Þjóðviljans hefur runnið illa út at línunni í gær. Hann talar um það í forystu- grein, að fólkiff í landinu þurfi áð slá vörff um lýðréttindj sín, rétt eins og við íslendingar bú- um í lýðfrjálsu landi. Hingað til hefur manni þó skilizt, að ís- Iendingar byggju við ógnar- stjóm kapitalismans og það þjóðskipulag þyrfti að rífa upp með rótum og koma á alþýffu- ,lýðræðinu‘.Fær ritstjórinn varla miklar þakkir fyrir það hjá hús- bændunum að telja það til æðstu markmiða að berjast fyrir því að viðhalda núverandi þjóðskipu lagi. En fleira er eftirtektarvert í orffum ritstjórnargreinarinnar. Þar segir m. a. að menn eigi ekki að láta samþykktir nægja, held- ur fylgja þeim eftir með baráttu og nauðsynlegast sé að efna til átaka. Orðrétt segir blaðið: „Á lýðræði að þróast hér og eflast, eða á það að verða innan tómt skrum, form og hræsni? Ef ekki á illa að fara, verður fólkið í Iandinu að slá vörð um lýðréttindi sín, láta ekki sam- þykktir sínar nægja, heldur fylgja þeim eftir með baráttu og er landhelgismálið augljóst dæmi um nauðsyn þeirra átaka“. LÍV og ASÍ í forystugrein í Alþýðublað- inu í gær er rætt um inntöku- beiðni Landssambands íslenzkra verzlunarmanna í Alþýðusam- band íslands. Er þar bent á að LÍV hafi skýlausan rétt til inn.göngu í Aiþýðusambandið en kommúnistar muni ótt- ast um hag sinn, ef 35 fulltrúar komi frá Landssam- bandinu og muni því e. t. v. enn beita bolabrögðum og reyna að koma í veg fyrir inngöngu LÍV En orðrétt segir blaðiff um þetta: „Ef kommúnistar reyna slík bolabrögð og komast upp meff þau, er Alþýðusamband íslands komið i hina mestu hættu. Það mun koma í hlut Alþýffu- sambandsþings að taka endan- lega afstöðu til inntökubeiðni Landssambands ísl. verzlunar- manna. Vera kann, að við it- kvæðagreiðslu um það mál, hafi Framsóknarmenn oddaaðstöðu, eins og reyndar er sennilegt að þeir hafi á þinginu öllu. Mun vel verða fylgzt með afstöðu Fram- sóknarmanna í því máli og öll- um öðrum málum á þinginu, þar eð Framsókn kann að geta ráðið því, hvort kommúnistar halda völdum í Alþýðusambandinu og hvort þeir hafa þar áfram tæki- færi til að misnota verkalýðs- samtökin á sama hátt og þeir hafa gert undanfarið“. Það er rétt hjá Alþýðublað- inu, að fylgzt mun verða með afstöðu Framsóknarflokksins, en fáir munu gera sér miklar vonir um að Framsóknarmenn standi gegn kommúnistum. Daníelsmálið Alþýðumálið segir í gær um Daníelsmálið á Akranesi: „Samkvæmt íslenskum lögum, geta aukakosningar til bæjar- stjórnar á Akranesi alls ekki fariff fram. Með því að safna undirskriftum undir kröfu um nýjar kosningar hafa því fylgis- menn fyrrverandi bæjarstjóra þar beffiff Akranesinga að skrifa undir ósk, sem ekki er lagalega hægt að fullnægja. Þeir hafa því blekkt Akranesinga til að skrifa undir lagalega tilgangslaust Plagg. Samkvæmt sveitarstjórnarlög- unum frá 1936, 5. gr., er því að eins hægt að efna til nýrra bæjarstjórnarkosninga í kaup- stöffum að ekki náist meirihluti fyrir kosningu bæjarstjóra. Nú er styrkur meirihluti fyrir Hálf- dán Sveinsson sem bæjarstjóra.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.