Morgunblaðið - 30.09.1960, Qupperneq 12
12
MORGUNBI. AfííÐ
rusiuuagur o\f. sept. 15JÖU
Utg.: H.f. Arvakur Reykjavlk.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar= Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók.: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 2?,480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 3.00 eintakið.
EFTIRLITSMAÐUR
f^INS og frá er skýrt í Morg-
" unblaðinu í gær, hefur
hinn kommúniski meirihluti
miðstjórnar Alþýðusambands
Islands ákveðið að setja sér-
stakan eftirlitsmann í kosn-
ingum í Trésmíðafélagi
Reykjavíkur. Hlýtur sú á-
kvörðun að vera 'rökstudd
með því að hætta sé á, að
einhvers konar misferli geti
átt sér stað við kosningarnar.
Þannig hagar til í Trésmiða
félaginu að kommúnistar
ráða stjórn þess, en lýðræð-
issinnar eru hins vegar í
meiri hluta í kjörstjórn. —
Skyldi maður því ætla að
eftirlit stjórnarinar með
störfum kjörstjórnar ætti að
vera nægileg trygging fyrir
því, að ekki kæmi til neinnar
misbeitingar í þessu félagi.
Hins vegar er á allra vit-
orði, að í þeim félögum, þar
sem kommúnistar einir ráða,
er nú beitt hvers kyns bola-
brögðum, kjörskrárfölsunum
og ofsóknum. Væri því fyllsta
ástæða til að setja sérstakt
eftirlit með kosningum í
þeim félögum. Ábending mið-
stjórnar ASÍ um þörf eftirlits
í Trésmíðafélagi Reykjavíkur
er því vísbending um það, að
heppilegasta leiðin til að
reyna að koma í veg fyrir
hin margendurteknu misferli
við kosningar í verkalýðsfé-
lögunum, sé sú að skipa sér-
stakan eftirlitsmann með sér-
hverjum kosningum.
Að vísu er þess ekki að
vænta að pólitískur eftirlits-
maður, sem skipaður er af
þeim meirihluta, sem hverju
sinni er í Alþýðusambandi
íslands, sé líklegastur til að
gæta hlutleysis og koma í veg
fyrir lögbrot. Þvert á móti
ætti þar að vera opinber em-
bættismaður, sem t. d. heyrði
undir borgarfógetann.
Morgunblaðið gat þess á
miðvikudaginn að svo rammt
kvæði orðið að óhæfuverkum
kommúnista í verkalýðsfé-
lögunum að jafnaðist við verk
þeirra glæpaklíka, sem sums
staðar erlendis hafa orðið
uppvísar að því að halda stór-
um verkalýðssamböndum í
heljargreip með hvers kyns
ofsóknum og kúgunum. Þjóð-
viljinn gerir þessa grein
Morgunblaðsins að umtals-
efni í gær en treystir sér þó
ekki til að neita því að að-
ferðirnar í Dagsbrún og öðr-
um félögum. sem kommún-
istar ráða, sé í ætt við gerðir
bandaríska glæpamannsins í
sambandi flutningaverka-
manna, Hoffa og félaga hans,
Dave Beck.
Vegna hinna endurteknu
ofbeldisverka í verkalýðsfé-
lögunum, er nú brýn þörf á
nýrri vinnulöggjöf, sem
tryggi réttindi félagsmanna.
Færi þá vel á því að fylgja
fordæmi stjórnar A.S.Í. og
setja sérstaka eftirlitsmenn
með kosningum.
FRAMSÓKN
UTAN ÚR HEIMI |
Boðskapur leiðto^a austurs og vesturs
Dwight Eisenhower Nikita Krúsjeff
SÍÐAN allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kom saman í
New York í fyrri viku, hafa leiðtogar þjóðanna hver af
oðrum flutt heiminum boðskap sinn. Enda þótt sitthvað
athyglisvert hafi komið fram í flestum þeim ræðum, sem
flutiar hafa verið á þinginu fram til þessa, er með litlum
vafa hægt að staðhæfa, að mestur gaumur hafi verið gefinn
að máli þeirra Eisenhowers, forseta Bandaríkjanna, og
Krúsjeffs, forsætisráðherra Sovétríkjanna. •— Öllum er ljóst,
að engir tveir menn eru valdameiri í heiminum í dag en
einmitt þessir aðalleiðtogar austurs og vesturs — og getur
því oltið meira á afstöðu þeirra til málanna en nokkru
öðru, hver þróunin verður í framtíðinni. Með þetta í huga
er ekki ófróðlegt að rifja upp nokkur meginatriði í ræðum
þeirra á þingi þjóðanna í síðustu viku.
Eisenhower sagði: Krúsjeff sagði:
Um Afríku:
BRÝNUSTU nauðsyn ber til þess, að samtök
þjóðanna verndi hin nýju ríki fyrir utanað-
komandi áhrifum, sem sjálfstæði þeirra getur
stafað hætta af. 1) Öllum aðildarríkjum SÞ ber
að virða rétt Afríku-búa til að marka eigin
stefnu. 2) SÞ eiga eftir því sem þörf krefur
að aðstoða afrísku ríkin við að tryggja öryggi
þeirra. 3) Stofnaður verði hjálparsjóður fyrir
Kongó með 100 milljónum dala, til þess að
greiða úr efnahagsörðugleikum landsins. 4)
Tækniaðstoð á vegum SÞ verði aukin. 5) SÞ
geri réðstafanjr til að efla menntun afrísks fólks.
Um Afríku:
SAMEINUÐU þjóðirnar verða að hvetja allar
þjóðir og ríkisstjórnir til þess að láta ekki
þjáningar nýlenduþjóðanna sem vind um eyru
þjóta. SÞ ættu að krefjast: 1) Sjálfstæðis allra
nýlendna umsvifalaust. 2) Ekki verði unað
„aðgerðum nýlendustefnunnar í formi hernáms
og landleigusamninga innan endimarka annarra
ríkja.“ 3) Jafnréttis og virðingar fyrir rétti
allra þjóða til að ráða sjálfar sér og landi sínu.
Um S Þ:
'I/’AKIN hefur verið athygli
* á því, að Tíminn hefur
ekki fengizt til þess í sumar
að ræða um það, hver væri
stefna Framsóknarflokksins í
efnahagsmálum. Skömmu eft-
ir að Eysteinn Jónsson kom
heim úr langri utanferð
skýrði blaðið þó frá því, hver
efnahagsstefna flokksins
væri. Af því hefur verið dreg-
ha sú ályktun að Eysteinn
sjálfur væri höfundur stefn-
unnar.
Stefna Framsóknarflokks-
ins er sú, samkvæmt orðum
Tímans, að flokkurinn vilji
hækka yfirfærslugjald en af-
nema jafnframt uppbótakerf-
ið. Hann vilji halda „upp-
byggingarstefnunni" áfram
af fullum þrótti en draga
jafnframt úr íjárfestingu,
hann vilji jafna skattana og
taka upp meiri óbeina skatta,
þ. e. a. s. söluskatta.
Þar sem Eysteinn er nú
heima og hægt ætti að vera
fyrir Tímamenn að ná til hans
um skýringar, leyfum við
okkur að beina eftirfarandi
spurningum til Framsóknar-
blaðsins:
1) Hvað á að gera við pen-
ingana, .sem fást af hækkuðu
yfirfærslugjaldi, ef jafnframt
á að afnema uppbótakerfið?
2) Hvernig á að fara að
því að halda „uppbyggingar-
stefnunni" áfram af fullum
þrótti, en draga jafnframt úr
f j árf estingunni ?
3) Hvað er átt við með því
að jafna eigi skattana?
4) Þegar lýst er stuðningi
við eyðsluskatta, er það þá
ekki jafnframt yfirlýsing um
að rétt hafi verið stefnt af
stjórninni, er hún tók upp
söluskattinn?
Væntanlega vefjast spurn-
ingar þessar ekki fyrir hag-
spekingum Tímans, þegar
þeir hafa beinan aðgang að
fjármálamanninum mikla,
Eysteini Jónssyni.
Um S Þ:
Aðildarríki SÞ ættu að hafa til taks liðssveit-
ir, sem samtökin gætu gripið til í framtíðinni,
ef neyðarástand skapaðist einhvers staðar.
Um Hammarskjöld:
Bandaríkin veita Dag Hammarskjöld afdrátt-
arlaust fúlltingi sitt. Gagnrýni, sem beint er
gegn honum, er í rauninni gagnrýni á sam-
tökin sjálf.
Um afvopnun:
Viðræður um afvopnun er unnt og verður
að hefja að nýju hið bráðasta. Við erum ætíð
reiðubúnir til að taka til íhugunar hverjar skyn-
samlegar og framkvæmanlegar tillögur. Við
setjum það eina skilyrði, að slík afvopnunar-
áætlun leiði ekki til þess að nein ein þjóð öðlist
yfirburði á hernaðarsviðinu. Við erum reiðu-
búnir til að fallast á alþjóðlegt eftirlit í hvaða
mynd sem er.
Um geiminn:
Það er tillaga mín, að við gerum samkomu-
lag um, að engin þjóð geti lagt pláneturnar
undir sig. Okkur ber að sameinast um þá
stefnu, að fólk í okkar heimi stofni ekki til
fjandsamlegra átaka annars staðar í geimnum.
í stað framkvæmdastjórastöðunnar ætti að
setja á fót framkvæmdanefnd 3ja manna. Aðal-
stöðvarnar ætti að flytja frá New York.
Um Hammarskjöld:
Allsherjarþing SÞ ætti að gefa nýlenduveld-
unum og handbendi þeirra áminningu, svo að
hann misnoti ekki stöðu sína.
Um afvopnun:
„Það ætti að kasta öllu í haug á fjórum ár-
um.“ 1) Alþjóðlegt eftirlit með eyðileggingu
allra vopna. 2) Alþjóðlegt eftirlitslið til að fylgj-
ast með eyðileggingu vopna á erlendri grund.
3) Eldflaugastöðvar verði eyðilagðar, nema þar
sem um er að ræða flugvelli, sem hægt er að
nota £ friðsamlegum tilgangi. 4) Hætt verði
framleiðslu kjarnorkuvopna og annarra ger-
eyðingarvopna.
Um flugnjósnir:
U-2 njósnaflugið var aðalástæðan til þess að
leiðtogafundurinn í París fór út um þúfur. Það
skipti einkum miklu máli, sökum þess að Eisen-
hower lýsti yfir því, að þarna væri um að
ræða venjulega framkomu Bandarikjanna.