Morgunblaðið - 30.09.1960, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 30.09.1960, Qupperneq 17
Föstudapur 30. sept. 19ð0 MORCUNBLAÐ1Ð 17 Fimmtugur: Jón G. Sólnes Bankafulltrúi í DAG er fimmtugur einn af ■kunnustu borgurum á Akureyri, Jón G. Sólnes bankafulltrúi. Jón er fæddur á ísafirði, en fluttist barn að aldri með fósturforeldr- um sínum hingað til bæjarins. !Á unglingsaldri hóf Jón störf við Landsbankaútibúið hér á Akur- cyri og hefur unnið þar sleitu- lítið síðan, eða um 30 ár. í öllu starfi sínu við bankann hefur Jón notið trausts og álits, enda starfs- og hæfileikamaður ágætur. Hefur hann nú um all- langt skeið verið bankafulitrúi. Jón tók gagnfræðapróf frá skólanum hér á Akureyri 15 ára gamall, og þar á ofan hefur hann með sjálfsnómi allt fram á síð- ustu ár aflað sér góðrar mennt- unar m. a. í helztu tungumálum álfunnar. Þá var hann um eitt skeið við nám í Englandi og vann ennfremur við Hambrosbanka. Jón G. Sólnes hefur átt gildan |>átt í margvíslegri félagsmála- starfsemi hér á Akureyri. Hann hefur verið einn af forystumönn- um Verzlunarmannafélagsins og um hríð við stjórn þess, starfað mikið í Bridgefélagi og Golf- klúbb Akureyrar og var einn af stofnendum Lionsklúbbs Akur- eyrar, — og næst-fyrsti forseti hans. >á var hann einn af stofn- endum Varðar, fél. ungra Sjálf- stæðismanna 1929 og átti sæti í fyrstu stjórn félagsins. Hann hefur síðan verið einn af helztu forustumönnum Sjálfstæðis- manna á Akureyri og gegnt marg víslegum trúnaði á þeirra veg- um. Formaður Brunabótafélags ís- lands var Jón kjörinn, þegar lögum þess var breytt 1955. Hann var kjörinn bæjarfull- trúi 1946 og hefur verið það ó- slitið síðan og lengst af þeim tíma í bæjarráði. Hefur óvenju staðgóð þekking hans á fjármál- um og atvinnumálum komið þar að góðum notum .Hann hefur staðið að ýmsum mikilvægum framkvæmdum á vegum bæjar- félagsins, og við störf sín í þágu Akureyrarbæjar hefur hann Mikil aðsókn að Bogasalnum Á LAUGARDAGINN var opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins list- sýning þar sem listakonan Bat- lYosef og John Ffrench sýna verk sín. Sýnir Bat Yosef allmargar klippmyndir og nokkrar andlits- myndir, en Ffrench sýnir leir- muni sem allir eru gerðir úr ísl. leir og nokkrar litlar teikningar. Fjöldi gesta var við opnunma. Og mikil aðsókn var um helgina og tala gesta um 700. Bat Yosef hefur selt 12 myndir og nær ail- ir leirmunir Ffrench seldust um helgina. Sýningin er opin dag- lega frá 2—10 síðdegis. notið fyllsta trausts og fylgis, sem engan veginn er einskorð- að við samherja hans og flokks- bræður. Jón G. Sólnes er maður ákveð- inn í skoðunum, einarður og hreinskilinn, skurpgreindur og úrræðagóður. Enginn málrófs- maður," en prýðilega orðfær, ef því er að skipta. Hvatur maður. og röskur og aldrei nein logn- ] molla í kringum hann. Hvergi, vílsamur en hress og kátur ogj dregur slenið af öðrum með nær veru sinni. Jón er að maklegleikum vin- sæll og vinmargur, veitull höfð- ingi og menningarmaður að allri gerð. Hann er kvæntur Ingu Pálsdóttur frá Reykjavík og eiga þau fimm mannvænleg börn. Ég þakka Jóni Sólnes drengskap og vináttu í minn garð og bið hon- um og fjölskyldu hans allra heilla. Akureyri, 30. september 1960. Gísli Jónsson. POSTHOLF Átt þú ekki pósthólf, sem þú notar lítið cða ckkert. Kg vil kaupa pósthólf góðu verði. Tilboð sendist Mbl. sem fyrst merkt: „Póstliólf — 1959“. POSTHOLF Unglingar óskast til að bera blaðið út við SJAFNARGÖTU HRINGBRAUT II Talið við skrifstofuna sími 22480. Sparisjóðurinn PIJNDIÐ Klapparstíg 25 ávaxtar sparifé með hæstu innlánsvöxtum. Opið kl. 10,30—12 f.h. og 5—6 e.h. Kranabílt með ámoksturtækjum til leigu. Steinstólpar hf. Hötðatúni 4 — Sími 17848. Ceymslupláss óskast Óska eftir 300—400 ferm. geymsluplássi í 2—3 mánuði. Þarf að vera á götuhæð og með stórri hurð fyrir innkeyrslu bíla. Uppl. í síma 13410. Byggingarsamvinnufélag prentara 4ra herb. íbúð til sölu Af sérstökum ástæðum er 4 herb. íbúð til sölu á 12. hæð í háhýsi félagsins að Sólheimum 23. íbúðin er að verða tilbúm undir tréverk. Uppl. kl. 10—12 á staðnum og kl. 5—7 á skrifstofu félagsins að Haga- mel 18. B. S. F. prentara. íbúð til leigu 5 herbergja hæð í nýju húsi til leigu. Tilboð merkt: „1962“ sendist Mbl. sem fyrst. Ensk fataefni glæsilegt úrval nýkomið. ÁRNI & BJARNI Bankastræti 9. Börn — Fullorðnir Lærið talmál erlendra þjóða í fámennum flokkum. Innritun alla daga frá kl. 5—7 í Kennaraskólanum, sími 13271. !J{(Md<)tyþetvten$$toar\ UMIR Yfirfelldar lamir, amerísk gerð fyrirliggjandi. $ltiph<»lt% Sími 2-3737 /...allir þekkja KIWI glj áann, KIWI er heimsþekkt gæðavara. O. JOHNSON & KAABER H/F, REVKJAVIK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.