Morgunblaðið - 30.09.1960, Blaðsíða 20
20
MOR'GVNBlÁÐlh
Föstudagur 50. sept. 1960
einhvern til að taka móti gestum
í biðstofunni á morgun. Gæti
önnur hvor ykkar tekið það að
sér?
— Með ánægju, svaraði Phyllis.
— Má ég það, Sonja?
— Vitanlega, góða mín, en
þetta verður bara ekki eins
skemmtilegt og þú heldur. Dóm-
prófasturinn talar aðeins við
karlmenn árdegis. Sonja var
með glettnisglampa í augunum.
— Koma nokkurntíma skemmti-
legir menn til yðar, dómprófast
ur?
— Allir menn eru skemmti-
legir, svaraði hann stuttort.
— Ef til vill. En þér segið
þetta rétt eins og þér væruð að
fræða okkur á þvi, að allir menn
væru dauðlegir.
— En það telur dómprófastur-
inn þá einmitt ekki vera, sagði
Patricia.
— En hvað finnst yður sjálfri?
spurði hann bliðlega og reyndi
að mæta augum hennar.
— Eg veit ekki, svaraði Pat-
ricia, — en líklega hefði ég svar
að játandi, ef ég hefði Verið
spurð fyrir tveim klukkustund-
um.
Nú varð þögn, sem engan virt
ist langa til að rjúfa. Þær kvöddu
og gengu til dyra. Patricia gekk
eins og hún væri hikandi. Loks
ins herti hún upp hugann og
gekk aftur að borðinu.
— Mig langaði svo til að tala
við yður — má ég það? spurði
hún, feimin, og stamaði.
-— Já, klukkan þrjú á morgun.
—O—
Eugene Corley skildi við Paige,
jafnskjótt sem þeir höfðu lokið
morgunverðinum, en lofaði að
þegja yfir leyndarmáli hans við
Elísu. Þetta vandamál með nöfn
in hafði hingað til enga þýðingu
haft, en hafði það nú, er þau
voru í sama bænum og gátu
hitzt hvenær sem skyldi.
— Þú manst að kalla mig Park
er, sagði Newell. — Mundu nú
að hlaupa ekki á þig!
— Þú býst við að hitta Elísu?
spurði Corley.
Newell hló íbygginn. — Þeirri
spurningu er bezt, að þú svarir
sjálfur. Þú ætlar víst hvort sem
er að sitja að henni meðan þú
stendur við í bænum. Eg skal
reyna að láta mér nægja að tala
við hana í síma . . . annars býst
ég við, að henni sé nokkuð sama
. . . og svo getur þú sagt henni
frá mér, að hún hafi verið dá-
samleg í dag. Og það er ekkert
smjaður, heldur blákaldur sann-
leiki.
Newell hafði búizt við að
verða ennþá einmanalegri en áð-
ur, þegar Corley hefði yfirgefið
hann, en sér til nokkurrar furðu
þótti honum ekki nema vænt um
að geta verið einn með hugsanir
sínar. Það vaf einkennilegt, að
þessar tveggja klukkustunda við
ræður höfðu eins og gefið honum
aftur sína réttu persónu. Það var
eins og endurtekningar Corleys
á rétta nafninu hans, hefði losað
hann við Parker og gert hann
að Paige.
Þessvegna var það nú Newell
Paige sem gekk fram með stöðu
vatninu, þar sem landslagið var
svo fallegt. Sylvia flaðraði upp
um hann og var óþolinmóð. Hann
hafði næstum engu orði eytt á
hana í dag.
En hvar höfðu hugsanir hans
verið meðan Corley var hjá hon
um 1 gistihúsinu? Hann mundi
nú, að langar þagnir höfðu orðið
í viðræðum þeirra. Og hvers-
vegna langaði hann ekki lengur
til að hitta Elísu? Hann hafði
sent henni rósir og innilegt bréf,
en hann hafði bara enga löngun
til að tala við hana eða neinn
annan . . . að undanteknum dóm
prófastinum, vitanlega. Löngun
hans til að hitta þann mann hafði
ekki minnkað. Honum varð það
æ Ijósara, að þar gat hann ef til
vill fundið hröktum hugsunum
sínum skjól.
Ef einhver hefði sagt við Paige
fyrir tveim dögum, að hann
myndi láta hrífast af predikun '
um ódauðleikann, hefði hann
haft gilda ástæðu til að brosa.
Það var svo framandi hugsana-
gangi hans. Hann trúði ekki á
þetta og vildi ekki trúa. Hann
gat yfirleitt ekki hugsað sér ó-
girnilegri tilhugsun en eilíft líf.
Og nánari umhugsun um það
mál gerði ekki annað en vekja
honum hroll.
En skýring séra Harcourts á
þessu viðfangsefni hafði varpað,
á það nýju ljósi. Hann hafði beð
ið áheyrendur sína að hafa ei-
lífðina í huga — vera sér hennar
meðvitandi.
— Tíminn, mældur í svo eða
svo mörgum sólaruppkomum og
sólarlögum á mánuði, er fremur
til trafala en gagns fyrir rétta
hugsun, hafði hann sagt. — Það
sem skeður í dag . . . illt eða
gott . . og það, sem dagurinn á
morgun kann að færa af lof-
orðum eða ógnunum er einskis
vert og getur aldrei haft neina
þýðingu fyrir þann, sem heldur
sér fast að hugsuninni um eilíft
líf.
— Hefur ykkur aldrei þótt það
eftirtektarvert, hafði hann hald
ið áfram, — að allir kynþættir
og þjóðir, gamlar og nýjar, sið
aðar og ósiðaðar, hafa haft í sér
bjargfasta trú á ódauðleikann?
. . . Menn hafa skýrt þennan ó-
dauðleika sem framhald meðvit
undarinnar eftir dauðann, af því
að sú skýring var einföldust.
Menn hafa talið hann frá gröf-
inni og skýrt hann með ýmsum
orðum, sem eru mannlegum skiln
ingi framandi . . . Ekki nema ör
fáir hafa hugsað sér ódauðleik-
ann sem gagnlega aðstoð, sem
hægt væri að hafa not af í íifinu.
Hvað svo sem hann kann að þýða
fyrir okkur . . . annars staðar . . .
í annars konar lífi . . . þá liggur
mesta blessun hans í daglegri
tilveru okkar.
Því að eilífðarhugsunin gefur
kjark. Sá sem á eilífðarhugsun-
ina, stendur stöðugur og ekkert
illt getur hent hann. Ljósið og
myrkrið mætast og jafnar hvort
annað til. Hann veit, að enda
þótt skipið hans hallist og velti,
sekkur það ekki. Þegar andlegur,
líkamlegur eða siðferðislegur sig
ur vinnst; hrópa menn ekki.
„Konungsríkið er komið til vor“.
Og ef eitthvert ár hefur helzt tii
síns ágætis óvenjumikið af eigin
girni, fjárglæfrum og öðrum ein
kennum afturfarar, hrópa menn
heldur ekki: „Þarna fór konungs
ríkið í súginn". Sá sem er sér
eilífðarinnar meðvitandi, losnar
ekki einungis við að láta þyrla
sér inn í gagnsæja vonbrigða-
hrifningu, heldur einnig við hitt
að láta bugast af þunga óraun-
verulegra slysa og áfalla.
Sá, ssem er sér eilífðarinnar
meðvitandi, trúir ekki á slys og
áföll og orð eins og kreppa er
ekki til í orðasafni hans. Að hans
dómi er það, sem kallað er
kreppa ekki annað en eitt stig
á stöðugri þróunarbraut.
Newell sneri heim til gisti-
húss síns, eftir að dimmt var orð
ið líkamlega þreyttur en andlega
vakinn og fastákveðinn að reyna
að hitta séra Harcourt á morgun.
Hann vissi ekki um hvað hann
ætlaði að spyrja hann; aðalatrið
ið var að standa augliti til auglit
is við hann. Hann skildi nú þessi
áhrif, sem hann hafði haft á frú
Dexter, og um leið skildi hann
þessa sérgáfu, sem henni hafði
verið léð og hún hafði kallað
„persónulegt samræmi".
Þegar Page hafði orðið þess
vísari um morguninn, að viðtals
tími dómprófcistsins var klukkan
milli tíu og tólf, gekk hann til
dómkirkjunnar og var kominn
þangað á slaginu tíu.
Hann hafði tekið Sylvíu með
sér, af því að hann vissi, að hún
myndi bíða þar sem henni væri
sagt, eins - lengi og vera vildi.
Það var einkennilegt að eiga er
indi í kirkju, og þegar hann kom
fyrir hornið og nálgaðist bústað
dómprófastsins, tók hann að óska
þess að hann kynni betur, hvern
ig ætti að haga sér í slíkri heim-
sókn.
Á hurðarrúðunni var áletrað
spjald, sem bauð gestinum að
ganga inn. Þetta stuttorða boð
fannst honum nægilega vingjarn
legt til þess að ná einnig til
Sylviu. Tíkin lagðist á ábreið-
una, eins og henni var skipað
og Paige gekk að opnum dyrun
um. Hann gekk hægt til að venja
augun. við rökkrið þarna, eftir
alla birtuna úti. Biðstofan var
sýnilega manntóm.
Þegar Paige kom innar, varð
hann þess var, að hann var ekki
einn þarna. Ung stúlka stóð í
gluggakróknum hinumegin og
horfði út um gluggann. Hún var
hattlaus og kápulaus og hlaut því
að vera í þjónustu kirkjunnar.
Gullna hárið á henni glitraði í
sólinni. Hún hlaut að vera niður
sokkin í það, sem hún var að
horfa á eða hugsa, því að hún tók
alls ekki eftir honum. Hann gekk
hægt í áttina til hennar og von
aði, að hún heyrði fótatak hans.
Hann komst þarna í hálfgerð
vandræði. Ef hann gengi alveg til
hennar, gat hún orðið hrædd,
en kæmi hún auga á hann ein-
mitt þegar hann væri að snúa
við, leit það hálfkjánalega út.
Hann stóð því kyrr og beið. Loks
virtist hún verða þess vör, að hún
væri ekki ein og leit við. Paige
greip andann á lofti þegar hann
sá vangasvip hennar. Nú sneri
hún sér alveg við.
Skáldið og nramma litla
1) Nei, skáldið er á móti öllu, sem 2) Spurðu hann bara sjálf! Hann 3) .... á móti því að rithöfundar
heitir: Gerðu það sjálfur. er meira að segja....... skrifi bækurnar sínar sjálfir!
— Þarna er bátur Markúsar ..
yið skulum höggva á hann gat
og skilja Mahkús hér eftir!
— Pabbi! .... Þú mátt ekki!
— Ég verð, strákur .... Ann- I fyrir veiðiþjófnað! !
ars sendir hann mig í fangelsi I — Ég læt þig ekki gera þetta
1 pabbi!
Þegar Paige síðar reyndi að
lifa þetta andartak upp aftur,
skildi hann, að svipur hennar
hafði verið endurspeglun af hans
eigin svip. Hún stóð alveg graf-
kyrr með hálfopnar varir, meðan
hann horfði þögull á hana án
þess að leyna undrun sinni. Hon,
um fannst sem hann stæði and
sþænis lifandi mynd frú Dexter,
eins og hún hlyti að hafa litið
út í æskublóma sínum.
Hvorugt þeirra vissi, hve lengi
þau stóðu þannig og störðu hvort
á annað. Loksins hreyfði stúlk-
an sig, brosti, gekk stutt skref
áfram og sagði lágt. — Ætluðuð
þér að tala við dómprófastinn?
— Já, svaraði Paige, og reyndi1
að horfa í augu hennar — þetta
voru sömu löngu augnhárin,
sömu fagurdregnu augnabrúnirn
ar og sama rafgula lithimnan. —•
Eg heiti Parker, sagði hann. —
Dómprófasturinn þekkir mig
ekki. Eg á ekki heima hér í borg
inni.
—Gerið svo vel að fá yður
sæti, hr. Parker, sagði hún og
benti á stóran ieðurstól. Þetta
var sama handarhreyfingin, sem
hann hafði svo oft dáðzt að hjá
frú Dexter. — Eg skal segja hon
um til yðar. Hún gekk nokkur
skref að dyrunum og hann dáðist
að yndisþokkanum í hreyfingum
hennar. En allt í einu var eins og
hún áttaði sig og- dytti eitthvað
í hug. — Eg heiti Phyllis Dexter.
Paige hneigði sig og sagði svo
að varla heyrðist: — Já . . . ung
frú Dexter.
Phyllis yfirgaf hann nú og
gekk áleiðis að bókastofudyrun-
um. Þetta einkennilega atvik
hafði gert henni hverft við og
hún hafði hjartslátt. Þar eð hún.
varð þess vör, að hana hitaði líka
í kinnarnar, beið hún ofurlitið
við dyrnar.
Síðan gekk hún að stóra skrif-
borðinu og sagði: — Það er hér
einhver hr. Parker, sem vill fá
að taia við yður. Dómprófastur-
inn hafði setið álútur við a3
lesa bréf. Þegar hann heyrði til
hennar, leit hann hægt upp og
horfði í augu hennar. Svo brosti
hann og gaf henni merki um að
koma nær. Hún hlýddi og tók sér
stöðu við hlið hans. Hann tók báð
um höndum utan um aðra hönd
hennar, lyfti henni upp að and-
litinu, fetti fíngerða fingurna of
urlítið aftur og athugaði lófann
rétt eins og lófalesari, og lét eins
og hann athugaði línurnar í hon
um gaumgæfilega.' Þegar hann
SHÍItvarpiö
Föstudagur 30. september
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.13
Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.).
12.00 Hádegisútvarp.
(12.25 Fréttir og tilkynningar).
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.25 Tónleikar: „Gamlir og nýir kunn-
ingjar.
15.00 Miðdegisútvarp.
(Fréttir kl. 15.00 og 16.00;
16.30 Veðurfregnir.
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 A Vífilsstöðum: TJr 50 ára sögu
heilsuhælisins. Gils Guðmunds*
son og Stefán Jónsson taka sam
an dagskrána að tilhlutan Sam*
bands íslenzkra berklasjúklinga.
21.35 Utvarpssagan: „Barrabas" eftir
Pár Lagerkvist; IV. (Ólöf Nor-
dal). ^
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður 1
Havana“ eftir Graham Greene;
XXI. (Sveinn Skorri Höskulds-
son).
23.00 Dagskrárlok.
Laugardagur 1. október
8.00—10.20 Morgunútvarp. (Bæn. —
8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. —
8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.).
12.00 Hádegisútvarp. — (12,25 Fréttir
og tilkynningar).
12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig-
urjónsdóttir).
14.00 Laugardagslögin. — Fréttir kL
15.00 og 16.00).
16.30 Veðurfregnir.
19.00 Tómstundaþáttur barna og ungl-
inga (Jón Pálsson).
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Tónleikar: Sinfonie Espagnole
eftir Lalo (Arthur Grumiaux
fiðluleikari og Lamoureux-hljóm
sveitin leika; Jean Foumet stjórnar>,
21.00 Leikrit: „Sannleikurinn er sagnsi
beztur'*. gamanleikur eftir John
Mortimer, i þýðingu Gissurar Ó.
Erlingssonar. — Leikstjóri: Helgl
Skúlason. t
22.00 Fréttlr og veðurfregnir.
! 22.10 Danslög.
* 24 00 Dagskrárlok. ^