Morgunblaðið - 30.09.1960, Page 23

Morgunblaðið - 30.09.1960, Page 23
Föstudagur 30. sept. 1960 MORGIJ'NBLAÐIÐ 23 Fulltrúar Sjóma smasam handsins sjálf kjörnir Leikflokkur Þorsteins Ö. Stephensen, sem að undanförnu hefur sýnt gamanleikinn „Tveir í skógi“, við mjög góða aðsókn í Iðnó, sýnir nú á vegum Félags íslenzkra leikara, leikinn í Austurbæjarbíói annað kvöld. Ágóðinn rennur í Styrktarsjóö íslenzkra leikara, en tilgangur þess sjóðs er að styrkja leikara til menntunar erlendis. — Myndin sýnir leikflokkinn er hann lagði upp í reisu sína um landið í vor. Leitin Frh. af bls. 24 skýiahæðin var mest um 1.000 fet og þegar varnarliðsflugvél- arnar sneru heim rétt fyrir Ijósa- skiptin voru skilyrðin orðin mjög slæm. Heldur mun veðrið hafa farið versnandi í nótt, því spáð var minni skýjahæð á syðri hluta strandlengjunnar, allt niður í 1.000 fet og munu skilyrðin á xiyrðra svæðinu öllu lakari. fj — ★ — Samt var áætlað að leggja upp snemma í morgun, bandarísku vélarnar frá Keflavík, en Kata- línubátarnir frá Kulusuk. Ekki er alveg ljóst hvernig þeir munu haga leitinni í dag, en talið er, að norski flugbáturinn muni halda meðfram ströndinni norð- ur á bóginn, ef skilyrði leyfa. Hann mun sennilega koma til Keflavíkurflugvallar annað kvöld og er líklegt, að flugbátarn- ir fari öðru sinni meðfram allri strandlengjunni, ef ekkert finnst. — ★ — Samkvæmt upplýsingum, er Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, veitti Mbl. í gærkvöldi, er eng- in ís að ráði við Grænlandsströnd allt norður fyrir Kulusuk, sem er kippkorn fyrir norðan Ang- magsalik. En úr því að norðar dregur má á þessum tíma búast við jakaflotum, eða smáforeiðum, sem koma undan hinni samfeldu ísbreiðu, er mjakast suður með ströndinni, þegar haustar. — Oinus Framh. af bls. 3 svo byggja aðarai útgáfur á sög- unni og þýðingar. Þrjár gerðir af sögunni Jónas Kristjánsson cand. mag. sagði að til væru þrjár gerðir af Dínus sögu drambláta, nokkuð frábrugðnar hver annarri. Elzta handritsbrot af sögunni væri að finna í Árnasafni og mundi það frá 15. öld. En elzta gerð sög- unnar væri til hér á landi og í Stokkhólmi. í þessari útgáfu er prentuð elzta gerð sögunnar og önnur yngri gerðin, en báðar yngri útgáfurnar eru taldar gerð ar eftir þeirri elztu með nokkr- um breytingum. Kr. Kristjánsson yann í GÆR fór íram á Háskólavell- inum knattspyrnuleikur milli starfsmanna Kr. Kristjánssonar og Hreyfils. Leiknum lauk með sigri starfsmanna hjá Kr. Krist- jánssyni og unnu þeir með 1:0. Það var Kristján Tryggvason sem skoraði. Slikir leikir milii Btarfsmannahópa færast í auk- ®na með síauknum áhuea á knatt spyrnuíþróttinni. - Kartöflur Framh. af bls. 24. Grænmetisverzlun landbúnaðar- ins hefði fyrir löngu lofað því, að setja upp eigin pökkunarstöð og dreifa kartöflunum í neytendaum búðum, svo að kaupmenn losn- uðu bæði við kostnaðinn af pökk uninni og þyrftu ekki að hafa herbergi, sem alltaf stæði autt nema þegar kartöflur væru vegn ar í poka. Þetta hefði brugðizt, þrátt fyrir fyrirheit og hefðu kaupmenn nú gefizt upp á bið- inni. — Átti Mbl. því næst tal af Jó- hanni Jónassyni, framkvœmda- stjóra Grænmetisverzlunar land- búnaðarins og sagði hann, að bréf kaupmanna hefði ekiki bor- izt fyrr en í gær og þess vegna hefði lítill tími gefizt til undir- búnings. Stjórn Grænmetisverzl- unarinnar hefði þegar komið sam an til að ræða málið og ákveðið að taka á leigu húsnæði, sem fé- laginu hefði staðið til boða við Kambsveg. Væri ætlunin að koma þar upp pökkunarstöð í skyndi. Pökkunarvél hefði verið keypt fyrir alllöngu, en alltaf dregizt að koma henni í gang, þar eð lengi hefði verið beðið etft ir lóð undir væntanleg húsa- kynni verzlunarinnar. Sá væri ljóður á, sagði Jóbann, að einungis væri um eina pökk- unarvél að ræða og sagðist hann efast um að hún mundi fullnægja þörf helmings verzlana í Reykja- vík. En ef allt gengi að óskum yrði hægt að hefja pökkun eítir 10—12 daga. Hins vegar tók Jóhann fram, að Grænmetisverzlunin mundi ekki treysta sér til að setja kart- öflur í neytendaumbúðir án aukaálags. Kaupmenn sœju sér ekki fært að standast straum af pökkunarkostnaðinum og þess vegna væri á þessu stigi málsins ekki hægt að segja neitt um hvaða leið yrði fundin út úr þeim vandræðum nem-a að verð kart- aflanna yrði hækkað. — Græn- metisverzlunin mundi samt sem áður selja kartöflur í heilum og hálfum sekkjum nú sem fyrr, verðið væri mitt á milli heild- sölu og smiásöluverðs — og ef nauðsyn krefði yrði reynt að koma upp kartöflustöðum á fleiri en einum stað í bænum. Fyrst í stað yrðu kartöflupokarnir seld- ir í stöðvum verzlunarinnar í Ingólfsstræti. Jóhann bætti því við að lokum að fiskkauproenn og KRON mundu selja kartöflur áfram samkvæmt því er hann bezt vissi. ísafjarðarvöllur AÐALFTJLLTRÚAR og varafull trúar á þing Sjómannasambands íslands voru sjálfkjörnir. Þingið verður sett kl. 2 á laugardag í Iðnó, uppi. Stendur það fram á sunnudag. Aðalfulltrúar voru kjörnir þessir: Bjarni Hermundsson, Hafnar- firði; Björn Pálsson, Eskihlíð 14 Listmuna- uppboðið í DAG heldur Sigurður Bene- diktsson listmunauppboð í Sjálf- stæðishúsinu. Mestmegnis eru þar málverk. Kjarval hefur mál- að 3 þeirra, þ.á.m. mynd frá Helgafelli frá 1927 Tvö málverk eftir Þorvald Skúlason verða á uppboðinu. Eftir Þórarinn B. Þorláksson er málverk frá Þór- bergsstöðum í Dölum, málað í ágúst 1904. Þá verða á uppboðinu tvær af blómamyndum Kristínar Jóns dóttur. — Loks má geta gamall- ar landslagsmyndar eftir Jón Þorleifsson, teiknimynd eftir Björn teiknikennara Björnsson („Bangsa") og verk eftir þá Guð- mund Einarsson frá Miðdal, Gunnlaug Scheving, Ludvig Ein- arsson, Gunnlaug Blöndal, Eyjólf J. Eyfells, Örlyg Sigurðsson, Jó- hannes Geir Jónsson, Eggert Guðmundsson og Höskuld Björns son. Nokkrar erlendar myndir eru einnig á uppboðinu og allmargt annarra muna. Uppboðið hefst kl. 5 síðdegis í dag; munirnir verða til sýnis á staðnum milli kl. 10—4. Akranessíminn A Rvík; Einar Jónsson, Hafnarf.-^ Garðar Jónsson, Skipholti 6 Rvík; Guðmundur H. Guðmunds son, Ásv.g. 65 Rv.; Haraldur Ól- afsson, Sjafnarg. 10 Rv.; Hilmar Jónsson, Nesveg 37 Rvík; Hjalti Gunnlaugsson, Kvisthaga 21 Rv.; Jón Helgason, Hörpugötu 7 Rv.; Jón Júníusson Meðalholti 8 Rv.; Jón 'Sigurðsson, Kvisthaga 1 Rv.; Karl E. Karlsson, Rauðalæk Rv.; Kristján Guðmundsson, Sólheim um 28 R.; Magnús Guðmundss., Felli Garðahr.; Ólafur Björns- son, Keflavík; Ólafur Sigurðs- son, Laugateig 26 R.; Pétur Sig- urðsson, Tómasarhaga 19 R.; Ragnar Magnússon, Grindavík; Sigfús Bjarnason, Sjafnargötu 10 R.; Sigríkur Sigríksson, Akra nesi; Sigurður Sigurðss. Njörva sund 22 R.; Skjöldur Þorgrims- son, Laugamesv. 84 R.; Sveinn Sveinsson, Grettisg. 57 B R.; Þorgils Bjarnason, Laugaveg 11 R. Lloyd farinn SEYÐISFIRÐI, 29. sept. — Brezki togarinn Lord Lloyd, sem dreg- inn var hingað til hafnar með mikinn leka í fyrri mánuði, held- ur héðan í kvöld. í ljós kom, að lekið hafði með botnstykki dýpt- armælisins. Froskmaður var fenginn til að gera við það, en síðan fór mikill tími í að þurrka skipið og hreinsa, aðallega vélar- rúmið, því sjórinn hafði flætt upp á miðja vél. Hafði sjórinn skolað kolum úr kolaboxunum og fór kolasalliijn í legur á aðalvél- inni. Tók það tíma að hreinsa allt upp. Vélsmiðjan Stál á Seyð- isfirði annaðist verkið. aftur í lag opnaður ISAFJARÐARFLUGVÖLLUR verður að líkindum tekinn í notk un á sunnudag. og munu helztu forráðamenn flugmálanna þá fljúga vestur og verður völlur- inn opnaður með hátíðarbrag. SlMSTÖÐ VARST J ÓRINN á Akranesi skýrði Mbl. svo frá í gær, að tekizt hefði að gera við bilunina á talsímasambandinu við Reykjavík, í fyrrinótt. Það var verið að vinna með jarðýtu við Innra-Hólm aðfara- nótt miðvikudagsins og sleit hún j arðsímastrenginn. Með bráða- birgðaviðgerð var símasambandi komið á aftur milli Akraness og Reykjavíkur þegar árdegis á miðvikudaginn. Eftir hádegi þann dag komu símamenn frá Landssímanum í Reykjavík og unnu þeir fram á nótt, aðfaranótt fimmtudagsins, við að Ijúka fullnaðarviðgerðinni á jarðsíma- ' strengnum. - íþróttir Framh. af bls. 22 fyrir rúmri viku. Þá keppti hann við heimsmethafann Otis Davis. Þeir fengu enn sama tíma 45.7 sek., en Davis var sjónarmun á undan. Nú er Kaufmann kominn til Bandaríkjanna. Þar er hann fædd ur af þýzkum foreldrum. E-i Kaufmann hefur búið í Þýzka- landi síðan 1939. Engin veit, hvort Bandaríkjaförin þýðir punkt á j hans ferli, en víst er að hann i keppir ekki í náinni framtíð. ^ Þá tilkynnti grindahlaupar- inn Lauer, að hann myndi ekki keppa meira á þessu ári. Hann kvaðst þó ekkj hættur, en ætlar sér að vera með í 3—4 ár ennþá. En hann sagði að lækn- ir hans hefði sagt að skaddaður fótur hans þyrfti algera hvíld. „Ef ég held áfram að hlaupa á : þessu ári, get ég átt það á hættu J að geta ekki verið með á næsta keppnistímabili eða kannski aldrei. Það vil ég ekki“, sagði : Lauer. Hjartans þakkír færi ég öllum þeim, sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu 14. þ.m. — Guð blessi ykkur öll. Kristín Þorleifsdóttir, frá Landamótum, Vestmannaeyjum. Konan mín Gl’ÐRÚN ÁRNADÓTTIR Bergstaðastræti 78, lézt í Landakotsspí tala aðfaranótt 29. þessa mánaðar. Ámi Ginarsson. Faðir okkar KARL ISFELD rithöfundur, andaðist í t andakotsspítala 28. september. Einar Karlsson, Sigurður Isfeld Karlsson. Útför mannsins míns EYJÓLFS GÍSLASONAR Þurá Ölfusi fer fram laugardaginn 1. október. Húskveðjan hefst heima kl. 13,30 og jarðarförin að Hjalla kl. 14. — Blóm og kransar afbeðið, en þeim sem vildu minnast hans er bent á sjóð sem er stofnaður til minningur um hann. — Gjöfum veitt viðtöku í Heildverzlun Þórodds Jónssonar, Reykjavík og að Núpum, Ölfusi. — Bifreið fer frá Bif- reiðastöð íslands kl. 12. Þuríður Sigurgeirsdóttir Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við andiáf og jarðarför eiginkonu minnar EIRÍKSSlNU ÁSGRlMSDÓTTUR Hverfisgötu 29, Siglufirði. Sérstakar þakkir viljum við færa Kvennadeildinn Vöm, Kvennafélaginu Von og Verkakvennafélaginu Brynju fyrir auðsýnda samúð og virðingu. Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna og bamabama. Björn Sigurðssou. Þökkum af alhug öllum þeim, sem á margvíslegan hátt sýndu okkur samúð við fráfall og jarðarför STEINDÓRS J. ÞÓRISSONAR Ingibjörg Egilsdóttir, Ólöf Jónsdóttir, Þórir Bjarnason, og systkini. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför eigin- manns míns og föður okkar FRANK L. CORNELlUSAR Sérstaklega vil ég þakka starfsmönnum Keflavíkur- flugvallar fyrír alia þá hjálp, sem þeir sýndu mér og börnum mínum. Inga Björnsdóttir Cornelíus og böm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.