Morgunblaðið - 13.10.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.10.1960, Blaðsíða 16
16 MORGUNnt 4 ÐIÐ Fímmtudagur 13. okt. 1960 Grænt Ijós Lloyd C. Douolcis 34 kveikjarann sinn til að koma eldi í vindingsstúfinn, þegar Paige, sem einnig hafði verið með þeim fyrstu, sem fóru út til að fá sér reyk, kom honum til hjálpar. — Þakka yður fyrir, andvarp- aði ungí maðurinn og sogaði að sér reykinn með áfergju. — Finnst yður leikritið ekki ssemi- legt? — Ekki sem verst, svaraði Paige. — Það má drepa tímann með því að horfa á það. Þeir fóru nú að tala saman og gengu hægt gegn um mannþröng ina í leikhúsganginum, og út í rólegt horn, þar sem þeir voru lausir við ónæði. — Eigið þér heima hér nærri? spurði Paige letilega. — Nei, hvorki hér né annars staðar. Brosið, sem fylgdi svar inu, var ekkert sérlega viðkunn anlegt, en svo batnaði það, er hann bætti við: — Fyrir nokkr- um árum átti ég heima á suður- strönd Erievatnsins. — Já, einmitt. Þar hef ég líka átt heima. Eg heiti Paige. Hann gat allt eins vel sagt sannleik- ann nú, hugsaði hann. Það var varla iíklegt, að hann sæi þenn an mann aftur. — Eg heiti Ingram — Davíð Ingram. Gaman, að við skyldum rekast hvor á annan. Þeir brostu og tókust í hendur. — Hafið þér verið hér lengi, hr. Paige? — Síðan um miðjan dag i dag og hef verið mestallan tímann í tyrknesku baði að sjóða af mér rykið. Þetta var leiðinleg ferð og þar til óhreinleg. .— Maður þekkir það, tautaði Ingram. — Eg kom frá Shanghai fyrir hálfum mánuði og hef rétt skroppið til New York í millitíð inni. — Ætlið þér aftur til Kína? — Nei, svaraði Ingram með á- herzlu. Paige sló öskuna af vindlingn um sínum og yppti öxlum, rétt eins og honum mætti vera nokk urnveginn sama, hvort Ingram færi eða færi ekki. — Það var nú ekki ætlun mín að vera önugur, en maður verður það stundum óviljandi — mér þykir það svo leitt. Paige tók þessari afsökun með þvi að kinka kolli. Hvenær ætli fólk vildi hætta þessari afsökun. Það var ekki*'til orð í móðurmál- inu, sem orkaði verr á hann. Hann kramdi vindlingsstúfinn í öskubakkanum. Nú var hringt til merkis um, að þriðji þáttur færi að byrja, og þeir létu berast með straumnum til sæta sinna. —■ Eruð þér nokkursstaðar ráð inn seinna í kvöld? spurði Ingr- am. — Nei, hvergi, svaraði Paige kæruleysislega. — Eigum við að hittast við dyrnar á eftir? — Já, það getum við vel gert. Þeir skildu síðan í hálfrökkr- inu og Paige þreifaði sig áfram í sæti sitt á þriðja bekk. Gaman- leikurinn hélt áfram hávaða sín- um og gauragangi, en var ann- ars hreint ekki leiðinlegur. Unga stúlkan var ekki sem verst en hræðilega mögur, svona ung. Konur á þeim aldri ættu að gæta betur að sér. Þær gátu ekki þol að að megra sig til léngdar — sízt af öllu þessar Ijóshærðu. Það var svo skrítið til að vita, að þær dökkhærðu þoldu það betur Höfðu líklega sterkari taugar. Það gæti verið gaman að rann- saka sambandið milli taugakerf is og háralits. Þessi Clarissa Mont rose ætti að vera að minnsta kosti fimmtán pundum þyngri . . . „Og þú hélzt, að ég væri konan hans Jerry“, kvakaði Clarissa ástleitin á svipinn. „Öll þau egg, sem hún getur í sig látið“, heyrði Newell sjálf an sig segja við hjúkrunakonuna, sem var fyrir utandyrnar. „Ó, engillinn rninn!" suðaði elskau-inn og strauk tálguðu kinn ina með fingurgómunum. „Ekki er hún nú neinn engill, en hún getur bráðlega orðið það“ hugsaði Newell. Hann fletti lak inu frá og setti hlustarpípuna yf ir hægra lungablað . . . Anda djúpt, Clarissa. Rétt! Halda niðri í sér andanum . . . Hann færði pípuna undir vinstra brjóst, sem var svo vesældarlega máttleysis legt og hlustaði á sláttinn í hjart anu, sem var að reyna að gera eins og það gat. — Við segjum Jerry strax frá því, sagði elskarinn. — Kannski hann risi upp á afturfótunum. — Það mundi ég gera ef hún væri systir min, hugsaði Newell áfram. — Nýrun í yður eru eitr uð, hr. . . . Romanie, bætti hann við, eftir að hafa litið í leik- skrána. Digrir, kvapkenndir ökl ar bólgin augnalok, þokukennd hornhimna. Þér drekkið ofmikið . . . nú ekki meira ket, fyrr en ég leyfi það, hr. Romaine. Og næsta hálfa árið verða sjússarnir yðar kálsoð með ofurlitlu spínati í. — Æ . . . þetta var mér að kenna, æpti Jerry og kom vað- andi inn í sama bili og elskarinn kyssti Clarissu. — Þú hefur gert margt vitlaus ara, hugsaði Newell, og athugaði hann gaumgæfilega. — Þú ættir heldur að fá röntgenmynd af tönnunum í þér. Eg sá þig hrökkva í kút þegar Clarissa kleip þig í handlegginn rétt áðan. Ef þú gætir ekki að þér, geta þessar eitranir þínar gert þig að örkumlamanni um hálffertugt. Svona sjúkrarannsóknir voru orðnar að ávana hjá Newell. Ef hann sat í járnbrautarstöð eða í gistihúsi, var hann alltaf að rannsaka heilsufar fólksins, sem hann sá, og ef um eitthvað merki legt var að ræða, óskaði hann þess heitast að geta staðfest álit sitt við rannsókn í sjúkrahúsi. Stundum átti hann langar við- ræður við sjálfan sig um siðfræði starfs síns, sem nú var lokið. Þessi óskrifuðu lög höfðu verið grundvöllur undir heiðarlegu starfi hans sjálfs, og kröfur þess hin mikilvægustu allra siðferðis boðorða. Þar eð hann tilheyrði engum trúarflokki og leiddist pólitík, enda utan allra flokka, hlutu þessi lög að koma í staðinn fyrir guðstrú, stjórnmál og föður- landsást. Eins og nú var komið, hafði Ne well nægan tíma og tóm til að velta því fyrir sér, hvort allar þessar siðferðiskröfur væru rétt mætar. Það var nú til dæmist gamli maðurinn, sem hann hafði séð í svefnvagninum, vera að raka sig og fara kring um lítinn blett á öðru kinnbeininu, þar sem var opið sár Læknasiðfræðin heimtaði af Newell, að hann þegði og léti þetta afskiptalaust. En hann hafði sárlangað til að segja: — Góði vinur, ef ég hefði svona sár í andlitinu, skyldi ég flýta mér til einhvers krabba- meinslæknis. Þetta gat hann ekki sagt og gerði heldur ekki, en eitt hvað innra með honum ásakaði hann fyrir að ,hafa brugðizt skyldu sinni, sem gerði meiri kröfur til framkvæmda en ein- hverra siðareglna. Ingram beið hans úti fyrir leik húsinu og þeir löbbuðu saman út í milt maíkvöldið, í áttina að gistihúsinu, þar sem þeir bjuggu báðir. Ingram hóf viðræðurnar og bæði spurningar og svör voru varkárnislegar og ónærgöngular, þar eð Paige mundi eftir önug- leik Ingrams áður og vildi ekki gefa tilefni til xneira af slíku. Tveim klukkustundum síðar, þegar þeir sátu báðir snöggklædd ir í herbergi Ingrams, játuðu þeir hvor fyrir öðrum, að þeir væru á lausum kili. Hvorugur hafði gef ið neinar frekari upplýsingar um sjálfan sig, en eftir að hafa feng ið sér vel að drekka, kom þeim saman um, að þeir væru báðir ónytjungar, hvernig svo sem á því gæti staðið. Allt í einu fór Ingram að losa um málbeinið og segja sögu sína, og með miklum ákafa, þar sem honum var órétturinn, sem hann hafði orðið fyrir, í svo fersku minni. Hann hafði verið fimm ár í Kína, á vegum stórs amerísks iðnfyrirtækis, og hefði aldrei lagt á sig allar þær þrengingar, sem hann varð að þola — ásamt lágu kaupi — ef hann hefði ekki átt loforð, eða að minnsta kosti grundaðar vonir um hækkun í launum og kjörum, og það fljótt. Fyrir tveim árum hafði unn- usta hans komizt að raun um, að hún gæti ekki fylgt honum til Kína. Ingram hafði komizt yfir þessi vonbrigði, tiltölulega ó- skaddur. Auðvitað höfðu tanga lamandi bréf farið milli þeirra áður en skilnaðurinn var full- komnaður, og í rauninni varð honum það fremur léttir að fá eitthvað fast undir fótum í þvi máli. Með auknum áhuga réðst hann að verki sinu — því að nú varð hann að sýna, að vefnaðar- vörukaupskapurinn væri honum mikilvægari en Hortense. Þessi dugnaður hans varð til þess, að húsbændur hans lögðu á hann ennþá meiri vinnu en áður, og hann tók við henni, án þess að ' mögla. Nú átti hann ekki nema ! eitt áhugamál — að þóknast hús I bændum sínum. Hann brosti bara, þegar Hortense skrifaði honum, að nú ætlaði hún að fara að giftast Bradford, bezta vini j hans heima, sem hann hafði ætl 1 að að fá fyrir svaramann! Þegar I hann hafði sent heillaóskaskeyt- ið, flýtti hann sér til Tientsin, til þess að ljúka verki, sem annar maður hafði ekki nennt að fram kvæma. | Þegar hann svo tók hálfs árs orlof, fór hann aftur til Banda- ríkjanna — þó ekki með neinni sérlegri hrifningu, þar sem hann átti þar að engu að hverfa, en það gat nú samt verið gaman að sjá breytingarnar, sem orðnar væru í fjarveru hans. Hann fór svo beint til New York, til þess að tala við stjórn fyrirtækisins, en fékk þar að vita, að þar væru breytingar á rekstri félagsins, sem gerðu það að verkum, að Skáldið 09 mamma litla 1) Síðan við fengum sjónvarpið förum við aldrei snemma að hátta og tökum með okkur tebolla og góða bók í rúmið! 2) Satt segirðu a r k ú ó 'M SORRV, VIVIAN, I OIDN'T KNOW VOO WERE A HOSTESS FOR THE PANCE..3UT I'VE , AUREADV PROA/.ISEO SOME FRIEN0S I'O INVES- TIGATE A FISHINS RESORT ' IN THE NORTH WOOPS/ rvE TRIEP SO HARQ 60 DESPERATELY HARD, TO GAIN SOME SOCIAL RECOGNITION IN THIS TOWN...BUT I'VE GOTTEN NO HEUPj FROM VOU...N0NE/ GEORGE BLAKELV, DO VOU REALIZE THAT EVERV TIME I MAKE Pl-ANS FOR SOMETHING WORTHWHILE VOU CHASE OFF ON ONE OF THOSE PISGUSTING FISHING TRIPS.' % <: — Mér þykir það leitt, Vivian, ég vissi ekki að þú ættir að vera gestgjafinn á dansleiknum. En ég hefi þegar lofað nokkrum vin- um mínum að rannsaka veiðU'að í Norðurskógum. — Georg Blakely, hefur þú tekið eftir því að í hvert skipti sem í) hefi eitthvað í huga sem okkur er hagur í, stingur þú af í þessar andstyggilegu veiðiferð- ir þínar. Ég hef reynt svo mikið, svo hræðilega mikið, að skapa okkur viðurkenningu hjá íbúun- um hér í borg . . . En ég hef enga hiálp íengið hjá þér . . . . AND NOW WHEN THE ONE BIG CHANCE COMES ALONG...THE CHANCE FOR US TO STAND IN THE RECEP- TION LINE AT THE CLUB WITH THE DURHAM VAN WINKLES, YOU'RE GOING FISHING/ R Enga! . . . Og nú, þegar þetta mikla tækifæri býðst . . . tæki- færi fyrir okkur að standa fyrir móttöku gestanna í klúbbnum neð van Winkles hjónunum, þá ert þú að fara að veiða! Flmmtudagur 13. októbrr t.00—10.90 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 3.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) 12.00 Hádegisútvarp. — (12,25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 ,,A frívaktinni“, sjómannaþáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir kl. 15.00 og 16.00) 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Þingfréttir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Sigrandi kirkja (Séra Arelíus Níelsson). 21.00 Frægir söngvarar: Bernard Lad« ysz bassasöngvari syngur óperu* íög. 21.15 Upplestur: Hulda Bunólfsdóttir leikkona les kvæði eftir Guðmund Böðvarsson. 21.40 Itölsk píanómúsík: Giovanni dell* Agnola leikur: a) Sónata op. 26. nr. 3 eftir Muzio Clementi. b) Fjórar sónötur eftir Domenico Scarlatti. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður 1 Havana'* eftir Graham Greene; XXX. (Sveinn Skorri Höskulds- son). 22.30 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsv. Islands i Þjóðleikhúsinu 11. þ.m.: Hljómsvstj.: Bohdan Wodiczko. Sinfónía nr. 4 eftir Tjaikovsky. 23.20 Dagskrárlok. Föstudagur 14. október 8.00—10.20 Morgunútvarp. (Bæn. -• 8.05 Tónleikar. -— 8,30 Fréttir. 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 Tónleikar: „Gamíir og nýir kunn- ingjar. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. Fréttir kL 15.00 og 16.00) 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Þingfréttir. 19.25 Veðurfregnir. 9.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Herúlar (Skúli Þóröarson magister). 20.55 Frá kveðjutónleikum Karlakórs Reykjavíkur 27. f.m. Söngstjóri: Sigurður Þórðarson. Einsöngvar- ar: Guðmundur Jónsson, Kristinn Hallsson og Guðmundur Guð- jónsson. a) „Brennið þið vitar“ eftir Pál Isólfsson. b) ,,Ar vas alda“ eftir Þórarin Jónsson. c) „Kyrie“ eftir Sigurð Þórðarson d) „Sof þú, blíðust*'; ísl. þjóðlag í raddsetningu Sigurðar Þórð** arsonar. e) „Gleðihreimur trumbunnar‘% tékkneskt þjóðlag. f) „Flyv fugl, flyv“ eftir Hart* mann. g) „Landkjending“ eftir Grieg. 21.30 Utvarpssagan: „Barrabas“ eftir Pár Lagerkvist; X. — sögulok (Olöf Nordal þýðir og flytur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10sKvöldsagan: „Trúnaðarmaður f Havana” eftir Graham Greene; XXXI. — sögulok. (Sveinn Skorri Höskuldsson þýðir og les). 2.30 A léttum strengjum: Ricardo \ Santos og hljómsveit hans leika frönsk og ítölsk lög. 13.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.