Morgunblaðið - 13.10.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.10.1960, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 13. okt. 1960 MORCUHBLAÐIÐ 17 — Kvikmyndir F rarrnh. af bls. 6. glaðværa lífi þar. sem Vínarborg hefir jafnan venð rómuð fyrir. En nú gerast mörg örlagarík atvik. Prinsessan verður ástfang in af píanóleikara sínum. sem er prófessor- við tönlistarháskólann í borginni, og konungurinn verð ur ástfanginn af glæsilegri konu sem er myndhöggvari. Um sama leyti brýst út bylting í Alaníu og konugurinn er settur af, en af því að hann er mjög borg- aralega þenkjandi maður, ger- is,t hann bílstjón hjá sendiherra lands síns í Vín. Við þetta vinn- ur hann svo hjarta þegna sinn, að hann er kallaður aftur til þess að taka við völdum. Fellst hann á að hverfa heirri, en ekki sem konungur, heldur sem forseti landsins, því að með Því móti getur hann kvænst ástmey sinni og Sándra sínum heittelskaða pianóleikara. Mynd þessi er að vísu ekki til- þrifamikil fremur en flestar myndir af þessu tagi, með gljá- myndarblæ, hlaðin skrauti og í- burði, en þar er mikil glaðværð ©g söngur og jafnframt gert góð látlegt gys að „snobbi“ manna fyrir „hátignunum" og pólitísku baktjaldamakki, sem er bæði gamalt og nýtt íyrirbrigði. Félagslíf Knattspyrnufélagið Fram Aðalfundur félagsins verður haldinn í kvöld kl. 8.30 í Fé- lagsheimilinu. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. KÆLISKAPAR — 2 millistærðir nýkomnar! ATLAS er fallegur, stílhreinn, mjög vel innréttaður og ger'ð- ur úr bezta efni af fyllstu vandvirkni. Vandaðri kæliskápur er ekki til. 5 ára ábyrgð. S Z- ISIIX O. KORNERUP HANSEN Suðurgötu 10 — Sími 12606. TIL LEIGU Er góð 4. herb. íbúð í vesturbænum ásamt stóru herb. í risi. Isskápur fylagir. Tilboðum sé skilað á afgr. blaðsins fyrir 15. þ.m. merkt: „M.G.M. — 13“. Bandsög Bandsög óskast (Stærð 16”). Nýja kompaníið Grettisgötu 51 — Sími 13850. Odýr ba rna fatnaðu r S Drengjaföt, síðar buxur og skyrta á 1—4 ára. Verð kr. 110.— settiö. Alullarpcysur. Verð frá kr. 95.— iniargainmúsíur. Verá frá kr. 73.— (Smásala) Laugavegi 81. 3#a herbergja íbúð Til sölu er skemmtileg 3ja herbergja íbúð við Ásgarð. Verður seld tilbúin undir tréverk. Hitaveita. Glæsilegt útsýni. Allar tegundir verzlana rétt hjá. ÁRNI STEFÁNSSON, hdl., Atálflutnmgur. Fasteignasala. Suðurgötu 4 — Sími: 14314. Steypustyrktarstál Eigum fyrirliggjandi takmarkað magn af 16/mm 25/mm 28/mm riffluðu steypustyrktarstáli. Leyfilegt spennuþol 1600 kg á fercm. Sindri Kf. Sími 19422. 4 LESBÓK BARNANNA CRETTISSACA 45. Hljóp jarl þá upp og Tildi ekki á líta um sætt- irnar þeirra Þorfinns og gengu þeir þá heim í garð Þorsteins og bjuggust þar um. En er jarl sá þetta lét iiann vopnast alla hirð sína, gengu síðan með fylktu liði þangað. Og áður liðið kom mð, skipuðust þeir til varnar fyrir garðshliðinu. Stóðu þeir fremstir Þorfinnur og Þor- steinn og Grettir og þá Bessi. Jarl bað þá selja fram Gretti og hafa sig eigi í ófæru. Þeir buðu hin sömu boð og fyrr, en sögðu að ella skyldi eitt yfir þá ganga. 46. Jarl kvaðsl engan þeirra spara skyldi. Margir góðgjarn ir menn báðu jarí, að hann héldi eigi til svo mikils vandræðis, sögðu, að þelr myndu mikið afhroð gjalda, áður en þeir væru drepnir. Jarl sagði þá, að Grettir skyldi fara í friði fyrir hon- um út til íalands. Luku þeir jarli fé, svo að honum gazt að, og skildu með engum kærleikum. Varð Þorfinnur frægur af fylgd þeirri, er hann hafði veitt Gretti. 47. Þórhallur hét maður, er bjó á Þórhallsstöðum í For- sæluual. Þar var reimt mjög og fékk hann varla sauðamann, svo að bonum þætti duga. Það var eitt sumar á Al- þingi, að Þórhallur gekk til búðar Skafta lögmanns Þór- •ddssonar. Hann fagnaði vel Þórhalli og spurði, hvað að iáðindum væri. Þórhallur mælti: „Heilræði vildi eg af yður þiggja. Það er svo háttað að mér helzt lítt á sauðamönnum. Vill nú engi til taka sá, er kunnugt er til, hvað fyrir býr“. 48. Skafti svarar: „Fá skal eg þér sauðamann þann er Glámur heitir, ættaður ár Svíþjóð. Hann er mikill og sterkur og ekki mjög við al- þýðuskap. Þórhallur kvaðst ekki um það gefa, ef hann geymdi vel fjárins. Að áðurnefndum tíma kom sauðamaður á Þórhallsstaði. Tekur bóndi við honum vel, en öllum öðrum gazt ekki að honuin. Hann var ésöngvinn og trúlaus. stirfinn og við- skotsillur. Öllum var hann hvtmleiður. • LJÓMALIND átti heima á bæ í Hollandi, þar sem akrar og engi eru ein endalaus flatneskja og til breytnin ekki önn-ur en skurðir og síkin, sem lið- ast um landið þvert og endilangt. — Ljómalind leiddist. Á sumrin borð- aði hún gras og á veturna át hún hey. Hún gat ekk- ert gert nema bara að éta og gefa bóndanum, herra Van-Haag sem mesta mjólk. — Ettu bara sem mest var bóndinn vanur að segja. — >ví meira sem þú etur, því nteira mjólk- Ljóm ar þú og svo verður þú 'ika feitari og fallegri. Ljómalind reyndi að gera Van-Haag til geðs, en samt var hún aldrei ham ingjusöm eða ánægð. Öðrum megin við hag- ann lá vegur, og þar átti hesturinn Skjóni daglega leið um, þegar hann kom til að sækja mjólkina úr Ljómalind og aka henni til borgarinnar. Hann sagði henni, að í borginni væru steinlagðar götur og meðfram götunum stæðu húsin í löngum, löngum röðum. Ljómalind langaði að komEwst til borgarinnar og sjá þetta allt sjálf. Hún sá aldrei önnur hús en bóndabæinn, gripahúsin og . vindmylluna. >egar hvasst var snérust væng- irnir á myllunni svo hratt, að Ljómalind svim- alind aði af því að horfa á þá. Hinum megin við hag- ann, var langur skurður. Á sumrin kom maður á bóti eftir skurðinum til að sækja ostinn til herra Van-Haag, svo að hægt væri að selja hann á markaðstorginu. Ljómalind fannst gam- an að horfa á bátana, þeg ar þeir liðu hljóðlega yf- ir vatnið. Hún hugsaði með sér, að mikið væri nú gaman að geta farið á báti alla leið tii markaðs- torgsins í borginni. Aumingja Ljómalind, hvað henni ‘eiddist, að vera alltaf eir. og kom- ast ekki neitt. Dag nokk- urn ranglaði hún um hag ann og leit hvorki tii hægri né vinstri. Vissi hún þá ekki fyrri til, en hún datt ofan í skurðinn. Skurðurinn var ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.