Morgunblaðið - 13.10.1960, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.10.1960, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 13. okt. 1960 MORCVNHLAÐ1Ð 19 -3 Rannsöknð hafnarstæði í Þykkvabæ og Dyrhólaós Þáltill. Guðlaugs Gíslasonar og Sigurðar Óla Ólafssonar — Sparifjáraukning Frh. aí bls. 1 anna og auka gjaldeyrisinnstæð- ur þeirra. Hagur þeirra hefur r batnað um 7,5 millj. kr. í frjáls- um gjaldeyri umfram notkun yf- irdráttarins. Þetta hefur gerzt, ■ þrátt fyrir það, að hinn aukni frílisti hefur verið i gildi í fjóra mánuði. Aðstaðan í vöruskipta- gjaldeyri hefur batnað um 87,3 milij. kr. b) Sparifjármyndunin: í apríl- september 1959 jukust spariinn- lög viðskiptabankanna og fimm stærstu sparisjóðanna um 149 tnillj. kr. í april-september 1960 t jukust þau um 188 millj. kr. Hef- ur aukningin á seinna tímabil- inu því hækkað um 49 millj. kr. fram yfir aukningu fyrra tíma- bilsins. I c) Hækkun framfærslukostn- aðar: í greinargerð efnahagsnvála frumvarps ríkisstjórnarinnar var gert ráð fyrir 13 stiga hækkun vísitölunnar vegna gengislækk- unarinnar. Auknar fjölsikyldubæt ur og auknar niðurgreiðslur áttu að lækka hana á móti um 10 stig. Nettóaukning vegna efnahagsráð etafana átti því að verða 3 stig (3%). Auk þess var vitað urn hækkanir af öðrum orsökum, er nema mundu rúmlega 1 vísitölu- stigi. Væntanleg kjaraskerðing mundi þess vegna nema rúmlega 4%. Vísitala framfærslukostnað- ar 1. okt. verður 104 stig, eða alveg eins og ráð hafði verið fyr- ir gert. Söluskatturinn olli að vísu verðhækkunum umfram fyrrnefnd 14 stig um ca. 3 stig og annað (hækkun pósts og síma- gjalda, hitaveitu o.fl.) um önnur tvö stig, en lækkun tekjuskatts og útsvars og auknar niður- greiðslur á landbúnaðarvörum hafa lækkað vísitöluna á móti um sömu upphæð. t d) Kaupgjald hefur haldizt stöðugt og þrátt fyrir spádóma urn, atvinnuleysi er líða tæki á sumarið, hefur full atvinna hald ist og jafnvel frekar verið skort- ur á vinnuafli". Aðstaða iðnaðarins bætt 1 1 sambandi við iðnaðinn sagði ráðherrann, að aðgerðir ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálun- um hefðu mjög bætt aðstöðu hans á eftirfarandi grundvelli: a) Rétt gengisskráning bætir samkeppnisaðstöðuna, b) Frílist- inn bætir innflutningsskilyrði, c) Stöðvun verðbólgunnar eyk- ur rekstraröryggi, d) Afnám fjárfestingarhafta bætir aðstöðu og eykur svigrúm til fram- kvæmda. Taldi hann þessi atriði marg- fallt mikilvægari en hina nei- kvæðu þætti, þ. e. vaxtahækkun og takmörkun útlána. Minntist ráðherrann sérstaklega á þá staðreynd, að frílistinn væri nú orðinn raunhæfur, en hefði varla verið annað en nafnið tómt áður. Að lokum sagði ráðherrann að núverandi ríkisstjórn legði sér- staka áherzlu á að efla iðnaðinn. I ★ rf Á fundinum tók einnig til máls formaður Félags íslenzkra iðnrekenda, Sveinn B. Valfells, og ræddi um störf félagsins und- anfarna mánuði og ýms mál, sem snertu iðnaðinn sérstaklega. — Ræddi hann m. a. söluskattinn og önnur skattamál og taldi mjög til bóta að útsvör skyldu hafa verið gerð frádráttarbær á framtali. Að lokum ræddi hann um lánsfjármál iðnaðarins og skýrði frá því, að framkvæmda- stjóri FÍI, Pétur Sæmundsen, ásamt bankastjórunum Guð- mundi Ólafs og dr. Benjamín Eiríkssyni, væru nú í Banda- ríkjunum til að kynna sér lán- veitingaraðferðir og fram- kvæmd á lánamálum til smáiðn- aðarfyrirtækja í Bandaríkjunum. Árni Guðjónsson hæstarettarlögmaður Garðastraeti 17 TVEIR þingmenn Sjálfstæð- isflokksins, þeir Guðlaugur Gíslason og Sigurður Óli Ólafsson, flytja í sameinuðu I þingi tillögu til þingsályktun- ar um athuganir á hafnar- framkvæmdum í Þykkvabæ og við Dyrhólaey. Er lagt til, að rannsóknum þessum verði hraðað svo, að þeim verði lokið á árinu 1961, ef mögu- legt er. VÉLSKÓLINN i Reykjavík var settur 4. þ. m. í setningarræðu — Japan Framh af bls 1 Hávaðasamur fundur Milljónir manna um allt Japan urðu áhorfendur að þessum hræðilega atburði, þar sem sjón- varpað var frá stjórnmálafund- inum. Áður en atvik þetta gerð- ist var mönnum heitt í hamsi á fundinum, æsingahróp gullu við og áróðursblaðasneplum hafði verið dreift eins og skæðadrífu af svölum yfir salinn. Rétt áður en atvikið varð hafði Asanuma orðið að nema staðar í ræðu sinni vegna fagn- aðarláta annarsvegar og pú- hljóða og skarkala hinsvegar. Hrópin var tekið að lægja og hann ætlaði að halda áfram máli sínu, þegar unglingurinn tók sitt ofboðsstökk upp á sviðið. Útlitið válegt í Japan Menn óttast að morðið kunni að hafa alvarlegar afleiðingar i Japan. Þegar í kvöld voru farn- ar mótmælagöngur og borin spjöld þar sem Ikeda forsætis- ráðherra er sagður bera ábyrgð á morðinu. Óttast menn að svo kunni að fara að skæð morðalda rísi upp í Japan, eins og gerð- ist í landinu á árunum fyrir stríð. Unglingurinn, sem hér var að verki, var fluttur til aðallög- reglustöðvarinnar í Tókíó og yfirheyrður þar í 1 klst. Var þá runninn af honum mesti móður- inn, hann ruglaður og örvingl- aður. Kveðst lögreglan ekki enn hafa fengið neinn fullnægjandi framburð hjá honum, hvers- vegna hann framdi verknaðinn. Aukaþing Japanski Jafnaðarmannaflokk- urinn boðaði í kvöld til sérstaks flokksþings, sem á að hefjast á morgun végna þessa atburðar. Annars á japanska þjóðþingið að koma saman til aukafundar eftir fimm daga, en þingkosning- ar eiga að fara fram eftir nokkr- ar vikur. í æsingunum miklu, sem urðu í sumar, voru gerðar tvær morð- tilraunir á háttsettum japönsk- um stjómmálamönnum. Varafor maður Jafnaðarmannaflokksins, Jotaro Kawakami var stunginn hnífi í þinghúsgarðinum 17. júní, og forsætisráðherra Japana, No- busuke Kishi, hlaut tvær rýt- ingsstimgur í læri í forsætisráð- herrabústaðnum 14. júlí. Asanuma lætur eftir sig konu og eina dóttur. Hafa þeim borizt samúðarkveðjur kvaðanæva að, m. a. frá Ikeda forsætisráðherra. Kawakami, sá sem stunginn var í júní, mún nú taka við for- ystu Jafnaðarmannaflokksins. I greinargerð er bent á hver nauðsyn væri að koma upp höfn á hinni löngu strandlengju frá Þorlákshöfn að Höfn í Horna firði. Þar segir ennfremur, að árið 1952 hafi varnarliðið látið geri allitarlega athugun á hafn- argerð í Þykkvabæ, sem muni hafa leitt í Ijós, að hafnargerð þar sé möguleg. Ennfremur er þess getið, að Jón Kjartansson hafi á þingi 1956 fengið sam- þykkta þingsályktun um at- huganir á hafnarbótum við Dyr- hólaós. Sú athugun hafi þó ekki enn farið fram. sinni skýrði skó'.astjórinn, Gunn ar Bjarnason, svo frá, að skól- inn mundi í vetur starfa í 6. bekkjardeildum. í rafvirkja- deild yrðu 14 í 1. bekk og væri það óvenju margt. í vélstjóra- deildinni verða 5 bekkir, í fyrsta bekk 17, sem er talsvert færra en undanfarin ár. Meðaltal nem enda sl. 14 ár er rúmlega 12 í 1. bekk og losar aðsóknin þvi að- eins að vera helmingur af með- alaðsókn sl. 14 ár. Taldi skóla- stjóri að orsökin að þessari dræmu aðsókn nú á tímum tækni og vélvæðingar væri m. a. að erfiðlega gengi að komast í nám í vélsmiðjurnar, en fjög- urra ára iðnnám í vélsmiðju er inntökuskilyrði í skólann. Á kennaraliði skólans verða þær breytingar að r.okkrir stundakennarar og einn fasta- kennari, Ingvar Ingvars.jon, sem starfað hafa við skólanrs, láta af störfum og 3 nýir kennarar bæt- ast í hópinn. Fastur kennari ei ráðinn Jón Ármann Jónsson, sem kennir verklega vélfræði, rafmagnsfræði, stærðfræði. Briet Héðinsdóttir kennir þýzku og Runólfur Þórðarson efnafræði. — Skólarnir Framh. af bls. 11. anfarin ár hefir verið í bygg- ingu, kæmist í not, myndi verða hægt að verða við beiðnum frá öðrum stöðum um skólavist. Er unnið að byggingunni nú og hef- ir verið síðari hluta sumars. Kennara íbúð er þegar lokið þar ásamt smíðaherbergi. Múrhúðun að utan er langt komin. Kennaralið skólans breytist að nokkru. Lúðvík Halldórsson hefir fengið 5 mánaða orlof til náms í Bandaríkjunum og kem- ur því ekki að skólanum fyrr en 1. marz. Jón Einarsson frá Kletti í Borgarfirði kemur í stað Reynis Bjarnasonar en enn er ekki ráðið með einn kennara. Sannur æskulýðsfulltrúi Axel Andrésson sendikennari Í.S.Í. og fræðslumálaskrifstof- unnar er nú í Stykkishólmi og kennir svo sem áður íþróttir eftir sínu kerfi og eru öll börn í skólanum hjá honum auk margra annarra sem ekki eru komnir á skólaaldur. Er hann alltaf jafn vinsæll og fyrr, sann- ur æskuleiðtogi sem vill rækta með börnunum hreinar og fagrar hugsanir. Er það mal allra að starf hans verði seint fullþakkað. — Fréttaritari. Sigurður Olason HœslaréttarlöicmaSur Þorvaldur Lúðvíksson HéraSsdómsIögmaSur MálflutninBsskrifstofa /Vuslurstræti 14. Sínii 155-35 Lítil aðsókn að vél- stjóradeild Vélskólans Verzlun — Einbýlishús Verzlunarhúsnæði ásamt einbýlishúsi nálægt mið- bænum til leigu nú þegar. Leigist saman eða sitt hvort. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld merkt: „Hagkvæmt — 1036“. Skrifstofu- eða iÖnaðarhusnæði til leigu (100—200 ferm.) í nýju húsi. Uppl. í síma 10485. Innilegustu þakkir færi ég öllum þeim, sem glöddu mig á sjötugsafmæli mínu 8. okt. s.l. Jónína tíuðjónsdóttir, Háteigsvegi 25. Innilegar þakkir vil ég færa kunningjum og vinum fyrir heimsóknir, gjafir og skeyti á sjötugsafmæli mínu. tíuðmundur Steinsson. Innilegt þakklæti til alira er sýndu mér velvild á 75 ára afmæli mínu. Kristján Stígsson. Faðir okkar VILHJÁLMUR FINSEN fyrrverandi sendiherra, andaðist í Ósló 11. þ. m. Bergljót Finsen, tíunnar Finsen. Litla dóttir okkar SÓLRtJN BJÖRK CARLSEN andaðist i Landakoti 30. september. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Erla Carlsen, Eiríkur Carlsen. Móðir okkar SÍGIJRLAUG HANNESDÓTTIR verður jarðsungin íöstudaginn 14. þ.m. kl. 3 e.h. Fyrir hönd vandamanna. Hjálmar Hafliðason, Marteinn Sívertsen Jarðarför eiginmanns míns GUÐMUNDAR GUÐBRANDSSONAR frá Leiðólfsstöðum, er lézt að heimili sínu Álfheimum 42 hinn 4. þ. m. fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. okt. kl. 1,30 Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Sigríður Einarsdóttir. Faðir okkar og tengdafaðir ÞORBJÖRN JÓNSSON frá Hvammi í Ölfusi verður jarðsunginn, laugardaginn 15. okt. að Kotströnd kl. 2. — Kveðjuathöfn verður í Dómkirkjunni kl. 11,30 sama dag. — Bílferð frá Kirkjunni fyrir þá sem óska. tíuðrún Þorbjörnsdóttir, Runólfur Sigurjónsson Ölína Þorbjörnsdóttir Útför VltíDlSAR SIGURÐARDÓTTUR Fuglavík, fer fram frá Hvalsneskirkju laugardaginn 15. okt. Húskveðja hefst að Fuglavík kl. 1,30. Sigurður Bergmann, börn og tengdaböm. Þökkum innilcga auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför SltíURÐAR SIGURÐSSONAR frá Helluvaði. Halldóra tíuðlaugsdóttir, Hrefna Sigurðardóttir, Sigurður Halldór Svcrrisson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.