Morgunblaðið - 13.10.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.10.1960, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 13. okt. 1960 M ORCVIShLAÐIÐ 3 STAKSTEINAR „Óvinagrc iði“ I Tímanum í gaer birtist for. ystugrein með heitinu „Óvina- greiði“. Þar segir m.a.: „Það hefur verið margsinnis á það bent hér í blaðinu, að ósæm- andi væri að nota mál eins og landhelgismáiið — mál allrar þjóðarinnar — til auglýsmgar eða framdráttar einstökum fiokkura Mynd þessi er tekin í hófi islendingafélagsins í New York. í l.,3. og 4. röð eru kórfélagar, en í 2. röð frá vinstri eru: Fritz Weiss- happel, Gísli Guðmundsson, fararstjóri, Hannés Kjartansson, ræðismaður, Thor Thors, sendiherra, Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra, Sigurður Þórðarson, söngstjóri, Guðrún Miller, formaður Ísiendingafélagsins i New York, Guðmundur Jónsson, óperusöngvari, og Karl Sveinsson, formaður Karlakórs Reykjavíkur. Nákvæmni MORGUNBLAÐINU hafa nú borizt umsagnir bandariskra blaða um söng Karlakórs Reykjavíkur, sem nú er á tveggja mánaða söngferðalagi um Bandaríkin. Er kórnum alls staðar hælt á hvert reipi fyrir fágaðan og stílhreinan söng og einsöngvurum og undirleikare horið mik’ð lof. stórkostlegt starf við þjólfun þessa söngflokks — og að vissuyleyti skapað þar hljóð- færi, sem að viðbrögðum og hljómmagni er áþekkast stórri hljómsveit. Tónrænt jafn- vægi kórsins er fullkomið og blæbrigði öll sérstæð. Má segja, að helzta sérkenni kórsins sé hið trúlega litróf, 1 boði lslendingafélagsins Þó hefur blaðinu einnig borizt eftirfarandi fréttabrél frá einum kórfélaga, Ragnari Ingólfssyni: Þegar þetta bréf er ritað hefur Karlakór Reykjavíkur sungið á fjórum hljómleik- um fyrir fullu húsi og við fá- dæma undirtektir áheyrenda, sem eru þegar orðnir á 6. þúsund. Mörg aukalög voru sungin í hvert sinn og einsöngvurum fullkomift jafnvægi Listræn meðferð Blöðin eru öll sammála um að nákvæmni og jafnvægi í söngmeðferð séu einna sterk- astar hliðar kórsins. Meðal annars segir í Wilmington News: Söngur íslenzka kórs- ins í Wilmington var mikill tónlistarviðburður. Hinir ís- lenzku söngmenn eru vissu lega verðugir fulltrúar kór sönglistar í N-Evrópu og ein- söngvari og undirleikarar fullkomnuðu efnismeðferð- ina. Ef taka ætti fram ein- hver sérlega lofsverð atriði í söng kórsins væri helzt að minnast hins hreina og bjarta tenórsöngs, sem kom svo skýrt fram í íslenzku vöggu- vísunum tveim og Svaninum eftir Armas Jarnefelt Standard-Sentinel í Halzle- ton segir meðal annars: Sig- urður Þórðarson hefur unnið sem fram kemur í söng hans. Þetta litróf hafði ásamt list- rænni og stílhreinni meðferð allra verkanna á efnisskránni hin mestu áhrif á hlustendur. Lögin, sem hér eru vinsæl- ust og þekktust, voru sérlega vel sungin, en hinsvegar duldist engum, hvar máttur og kór, undirleikara og stjórn anda klappað lof í lófa. Guðmundur Jónsson hefur sungið í hléi nokkur lög við frábærar móttökur og bera blaðadómar yfirleitt með sér, að kór og einsöngvarar hafi unnið hugi og hjörtu áheyr- enda. Karlakór Reykjavíkur fær frábæra dóma Sameinuðu þjóðunum. Gylfi Þ. Gíslason og Thor Thors héldu ræður og fögn- uðu komu kórsins til Banda- ríkjanna. Töldu þeir, að betri landkynning væri vart hugs- anleg og — eins og Thor Thors komst að orði — hefði kórinn farið sigurför 1946, og væri enginn vafi á þvi að þessi söngför kórsins yrði önnur sigurganga. Ennfremur flutti Hannes Kjartansson, ræðismaður, ávarp, og kórinn söng nokk- ur lög. Um 150 manns sóttu hóf þetta, sem var Islendingafé- laginu til mikils sóma. Kórinn færði því gjöf til minningar um kvöldið og sæmdi frú Guðrúnu Miller heiðursmerki sérstæð blæbrigði kórsins kom skýrast í ljós. Hljómlist íslendinga og ann- arra Norðurlandaþjóða er ákaflega sérstæð og er greini- legt að söngflokk sem þennan þarf til að túlka þá tónlist sem vert er.... Svo segja hinir bandarísku gagnrýnendur —• og má kór- inn og íslendingar allir vel við una. Laugardaginn 1. okt. kom kórinn til New York, og bauð íslendingafélagið í New York kórfélögum og fleiri gestum til kvöldverðar. Frú Guðrún Miller, formaður félagsins, bauð gesti velkomna, en auk karlakórsins voru þar Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráð- herra, Thor Thors, sendiherra, og sendinefnd íslands hjá kórsins. Næst syngur kórinn í San- dusby og Mt. Vernon í Ohio, en síðan í Goshen í Indíana. Þá liggur leiðin til Michigan- fylkis og verður sungið þar í þrem borgum. Er þá farið að nálgast íslendingabyggðirnar í Minnisóta og Dakota, en í Kanada verður kórinn vænt- anlega um 20. október. SPILIÐ, sem hér fer á eftir var spilað í tvímenningskeppni. A 4 borðum varð lokasögnin sú sama eða 5 hjörtu, sem unnust á þremur borðum en töpuðust á einu vegna góðrar varnar and- stæðinganna. A A K G 10 9 8 V 10 9 4 + 7 ♦ K 8 3 A 6 A D 7 4 2 *D152 N V6 ♦ Á K D y 10 8 6 4 G 9 3 2 + D10 7 S * 9 5 «53 V Á K G 8 3 ♦ 5 * A G 6 4 2 Á þeim borðum þar sem 5 hjörtu unnust fékk vestur fyrsta slaginn á tigulkóng og lét síðan út spaða 6. Eftir þetta vinnst spilið auðveldlega með því að gefa slag á hjartadrottningu og gera spaðann góðan. Á einu borði fann vestur einu vörnina og þar spilaðist spilið þannig: Vestur tók fyrsta slag- inn á tigulkóng og lét síðan út tigulás. Þetta lítur ekki út fyrir að vera góð vörn, en þar sem Vestur á 4 tromp þá áleit hann að þetta væri bezta leiðin til að setja spilið niður, sem og reynd- ist rétt. Augljóst er að sagnhafi verður að trompa tigulásinn í borði og var það einnig gert í umræddu spili. Nú var hjarta 10 látin út og henni svínað, en Vestur drap ekki. Nú kemur síð- asta trompið úr borði og þá kem- ur i Ijós að Austur á ekki fleiri tromp. Suður drepur því með kóngi og tekur því næst ásinn. Næst lætur Suður út spaða og drepur í borði með kóngi, lætur úr borði laufa 3 og drepur með ás heima. Enn er spaði látinn út, en nú trompaði Vestur með hjartadrottningunni og lætur út tigul, sem Suður trompar. Nú er lág laufi spilað og drepið með kóngi í borði, spaðaás tekinn og spaðagosi látinn út. Austur lætur drottninguna á og Suður tromp- með síðasta trompinu. Nú er að- eins laufagosinn eftir á hendi Suðurs og þann slag fær vestur á drottninguna og varð því spil- ið einn niður. Sýningarsal náttúrugripa- safnsins lokað SÝNINGARSAL Náttúrugripa- safnsins í Landsbókasafnshúsinu við Hverfisgötu hefur nú verið lokað þar sem Landsbókasafnið þarf nauðsynlega á öllu húsrými sínu að halda. Þeim sýningar- gripum, sem enn eru nýtilegir, verður til bráðabirgða komið fyr ir í geymslu, en jafnframt er unn ið að uppsetningu nýs sýningar- safns í húsakynnum Náttúrugripa safnsins að Hverfisgötu 116. Þar sem safna þarf flestum sýningar- grpum úr dýraríknu að nýju og setja þá upp mun vart hægt að opna hið nýja sýningarsafn al- menningi fyrr en eftir tvö ár. (Fréttatilkynning frá • Náttúrugripasafninu). ' og að flokkum og félagssamtök- um bæri að forðast tilraunir til að beita þessu máli sjálfum sér til pólitísks ávinnings. Hinsvegar væri það skylda flokks að freisía þess að varðveita i lengstu lög þjóðareiningu um málið“. Síðar segir blaðið: ,Það er því illa farið þegar póli- tísk blöð taka að flagga með málinu og eigna sér það, eins og ' „Samtök hernámsandstæðinga" 1 hafa gert síðustu daga. Kemur þá oftast fram röng mynd af fylgi fólksins við málið og einnig verða þá atburðir á borð við þá, sera áttu sér stað framan við Alþingis húsið á þingsetningardaginn. Annað mál er það, þegar fjöl- mennustu stéttarsamtök landsins, cins og Alþýðusambandið, boðar til fundar um málið“. Við þessi orð er það fyrst og fremst að athuga, að það var eng in þjóðareining boðuð um málið af hálfu Alþýðusambandsins. i Þvert á móti þverklofnaði stjórn 1 Alþýðusambandsins um það hvort halda skyldi útifundinn, sem , Framsóknarflokkurinn stóð að. Upplýst var að hvorki Sjálfstæðis 1 flokkurinn né Alþýðuflokkurinn vildu taka þátt í þeim fundi og Farmanna- og fiskimannasam- bandið hafði beinlínis snúizt gegn honum. Eftir áróðri Timans í sum ar að dæma, skyldi maður svo ætla að „samtök hernámsand- stæðinga“ væru honum ekki síður hjartfólgin en Alþýðusamband ís lands. Vel mælt En Tíminn segir fleira um mál ið: „Flokkar ættu því að forðast að boða til fundar um málið í sínu nafni eða telja það sérstaklega einkunnarorð á sínum skildi öðr um flokkum fremur" Og síðar seg 1 ,,En atburðir peir, sem gerðust * þingsetningardaginn framan við {Alþingishúsið eru aðeins óvina- greiði og málinu hættulegir. Þetta er mál þjóðarinnar allrar og að- eins í nafni hennar allrar eigum við að berjast fyrir því“. Þessi orð eru vel mælt og drengilega og hljótum við Sjálf- stæðismenn að fagna þeim og vænta þess að við þau verði stað- ið af hálfu Framsóknarflokksins og ekki framar af þess flokks hálfu tekið þátt í kommúnistisk- um aðgerðum i málinu. „Alþingi götunnar“ Þjóðviljinn gerir í gær að um- talsefni þau orð Morgunblaðsins að bezt væri fyrir kommúnista að gera sér grein fyrir því í eitt skipti fyrir öll, að á tslandi verð- ur skrílmenning „Alþingis göt- unnar“ aldrei þoluð. Þetta segir Þjóðviljinn að sé mælt „fyllsta dólgshætti og almenningi hótað ofbeldi, ef hann leyfir sér að nota þau lýðréttindi, sem tryggð eru i stjórnarskránni“. „Og því aðeins er hið kjörna Alþingi íslendinga starfi sínu vaxið að það hafi fyllsta samráð við Alþingi götunnar“. Af þessu tilefni er rétt að minna Magnús Kjartansson, al- þingismann götunnar á 36. grein stjórnarskrárinnar, en hún hljóð- ar svo: „Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess né írelsi“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.