Morgunblaðið - 14.10.1960, Qupperneq 20
Útvegsmal
Sjá bls. 11.
JVtotgnmÞIðfriijfr
235. tbl. — Föstudagur 14. október 1960
IÞROTTIR
eru á bls. 18.
slendingar
um174þúsund
NÝ Hagtíðindi skýra frá því, að
af 173.855 íbúum landsins árið
1959, hafi 116,043 búið í kaupstöð
um landsins á móti 57.812 í sýsl-
um, en þar af búa í kauptúnum
og þorpum 21.395 manns. Er íbúa
tala sveitanna og þorpa, með
færri en 300 íbúa alls 36.417. —
Konur eru rvú alts 86.082 á móti
87.773 körlum.
Eftirfarandi yfirlit sýnir mann
fjöldann í kaupstöðum og sýslum
landsins, eins og hann vai 1. des.
1959 og 1958.
Kaupstaðir 1958 1959
Reykjavík 69268 71037
Kópavogur 5149 5611
Hafnarf jörður . 6606 6881
Keflavík 4377 4492
Akranes 3644 3747
ísafjörður 2701 2701
Sauðárkrókur . 1105 1175
Siglufjörður 2691 2703
Óiafsfjörður 875 888
Akureyri 8422 8589
Húsavík 1411 1431
Seyðisfjörður 748 723
Neskaupstaður ... • 1417 1456
Vestmannaeyjar . • 4425 4609
Samtals 112839 116043
Sýslur 1958 1959
Gullbringusýsla • 5212 5331
Kjósarsýsla 2254 2331
Borgarfjarðarsýsla 1459 1430
Mýrasýsla 1856 1861
Snæfellsnessýsla . • 3507 3606
Dalasýsia 1126 1159
A-Barðastrandars # 572 531
V-Barðastrandars. 1904 1949
V-ísafjarðarsýsla . 1823 1862
N-ísafjarðarsýsla . . 1850 1823
Strandasýsla 1594 1592
V-Húnavatnssýsla • 1372 1395
A-Húnavatnssýsla • 2269 2276
Skagafjarðarsýsla . . 2712 2699
Eyjafjarðarsýsla . • 3806 3771
S-Þingeyjarsýsla . • 2739 2770
N-Þingeyjarsýsla . . 1974 1954
N-Múlasýsla 2530 2487
S-Múlasýsla 4240 4262
A-Skaftafellssýsla . 1299 1353
V-Skaftafellssýsla . 1415 1412
Rangárvallasýsla .. 3073 3056
Árnessýsla .......... 6731 6902
Samtals 57317 57812
Á öllu landinu
1958
170156
1959
173855
Slysið á Njarðargötunni:
Bent á manninn,
áfengið tékkst
sem
hjá
ENN er unnið að rannsókn slyss
ins, sem varð á dögunum á
Njarðargötunni, er bíl var ekið
með ofsahraða á húsvegg. Einn
þáttur rannsóknarinnar hefur
beinzt að því að fá upplýst, hvar
piltarnir tveir, sem í bílnum
voru, komust yfir áfengi, þá um
daginn eða kvöidið.
Við rannsóknir kom það
fram, að piltarnir höfðu farið
með flöskuna á kvöldsýningu í
Austurbæjarbíói. Eftir hlé, sem
ér um klukkan 10, tóku þeir
flöskuna upp og meðan á sýn-
ingu stóð, eða á tæpri klukku-
stund, luku þeir úr henni.
Við mjög ítariegar og endur-
teknar yfirheyrslur, hefur kom-
ið í ljós að piltarnir náðu i á-
fengisflöskuna að kvöldi þess
sama dags og slysið varð. Þá
hafði þriðji pilturinn verið í för
með þeim.
Sá þeirra í bílnum, sem minna
slasaðist, og þriðji pilturinn hafa
nú borið það fyrir rétti hjá rann
sóknardómara málsins, Ólafi Þor
lákssyni, að flöskuna hafi þeir
fengið hjá manni einum hér í
bænum, 26 ára gömlum skrif-
stofumanni og fyrrverandi leigu
bílstjóra.
Þessi maður var þegar tekinn
til yfirheyrzlu. Hann skýrði frá
því að annar piltanna, sem í
Aðalblaðafulltrúi
NATO talar á
námskeiði S.U.S.
AÐALBLAÐAFULLTRÚI
Atlantshafsbandalagsins,
Paul de Lieven, er væntan-
legur hingað til lands á morg-
un. Er ákveðið, að hann tali
á utanríkismálanámskeiði
Sambands ungra Sjálfstæðis-
manna, sem verður í Skíða-
skálanum í Hveradölum um
helgina.
De Lieven er af lettneskum
aðalsættum, sem áttu miklar
eignir í Rússlandi. Hann flúði
undan kommúnistum og stund-
aði háskólanám í Þýzkalandi.
Þaðan fluttist hann til Kanada
og gekk í her landsins nokkru
fyrir siðustu heimsstyrjöld. 1
styrjöldinni var hann í víkinga-
sveitum og barðist bæði í Norð-
ur-Afríku og á grísku eyjunum.
Hann hefur starfað í upplýsinga
deild Atlantshafsbandalagsins
því nær frá því samtökin voru
sett á stofn, og vegna starfs síns
hefur hann ferðazt um flest lönd
í bandalaginu.
Eins og áður hefur verið til-
kynnt, verður Pétur Benedikts-
son, bankastjóri, aðalleiðbein-
andi á utanríkismálanámskeiði
SXJS, en auk hans og de Lieven
tala þar Gunnlaugur Pétursson,
borgarritari, og Jóhann Haf-
stein, bankastjóri. Námskeiðið
hefst kl. 3,30 á morgun.
bílnum var, hefði komið til sin
með margumrædda flösku, dag -
inn sem slysið varð, beðið sig
að geyma hana fyrir sig þar tii
síðar.
Enn voru þeir tveir teknir
fyrir dóm og nú skýrðu þeir
nokkru nánar frá málavöxtum,
og kom nú annað í Ijós. Þeir
sögðust hafa keypt flöskuna hjá
skrifstofumanninum. — Og sá
þeirra, sem þekkir hann gjörst,
sagði að hann hefði fengið hana
„upp á krít“. Hefði hann oftar
fengið flösku upp á þá skilmála
og þá á sama verði og í útsölum
ÁVR. —
Þessi þriðji piltur, sem dróst
inn í málið, hafði skilið við fé-
laga sina áður en þeir drukku
upp úr flöskunni í bíóinu.
Skrifstofumaðurinn var nú
kallaður enn á ný fyrir rann-
sóknardómarann. Honum var
skýrt frá framburði piltana. En
Síld á
Akureyrarpolli
AKUREYRI, 13. okt. — Tvö skip
hafa undanfarið verið að sild-
veiðum hér á Akureyrarpolli.
Hefur afli verið fremur tregur
þar til í dag, að síldin gaus upp
og fékk annar, Ester, 600 tunnur
síldar í einu kasti. Er það milli-
síld 25—28 sentim. löng. Mest-
megnis fór síldin til beitufryst-
ingar, en einnig hafði hún farið
í niðursuðu. — St. E. Sig.
95 nemendur
á Laugarvatni
í VETUR verða 95 nemendur við
Menntaskólann að Laugarvatni.
Var ekki hægt að taka við öllum
sem sóttu um skólavist. Nær allir
nemendur skólans búa í heima-
vist. í sumar hefur verið að því
unnið að gera vistlegar setustof-
ur fyrir nemendur og taldi Jó-
hann Hannesson skólameistari,
að þar með hafi tekizt að leysa
mikið vandamál heimavistarinn-
ai. Þá var í sumar fullgerður há
tíðasalur skólans, og skólinn
sjálfur málaður utan sem innan.
í vetur hefur Ólafur Briem
leyfi frá störfum, en kennslu-
störf hans annast Kristinn Krist-
mundsson norrænudeildarmaður.
nú neitaði skrifstofumaðurinn
eindregið að svara nokkrum
spurningum rannsóknardómar.
ans varðandi þetta mikilvæga
atriði í rannsókn málsins. Því
hefur ekki verið hægt að fram-
kvæma frekari samprófanir í
málinu og skrifstofumaðurinn
neitað fullyrðingu
að hjá honum hafi
flóskuna „upp á
hefur ekki
piltanna, um
þeir keypt
krit“.
Hallvarður Sigurjónsson, pilt-
urinn sem slasaðist meira, er enn
meðvitundarlaus.
Hvað skyldi hann nú hafa
brotið af sér þessi? Ljósmynd
ari blaðsins kom þar að í gær
sem lögregluþjónn var að setja
ofan í við ökumann. Aumingja
maðurinn hafði lagt bílnum
sinum upp við gangstéttina ;
fyrir framan Búnaðarbanka-
húsið, og stungið krónu í gjald
mælinn, en hvort sem hann
hefur nú átt leiðinlegt erindi
í bankann eða bara verið að
fá sér kaffisopa á Café Höll,
hefur hann verið dálítið utan
við sig — og ekið öfugt inn
í Austurstrætið.
Kópavogur
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Kópa
vogi halda fund í Valhöll í kvöld
og hefst hann kl. 8,30. — Ólafur
Thors, forsætisráðherra, flytur
ræðu um það, sem efst er á baugi
í landsmálunum. — Sjálfstæðis-
menn í Kópavogi eru hvattir til
þess að fjölmenna á fundinn.
Aðalfundur Verzl-
unarráðs íslands
AÐALFUNDUR Verzlunarráðs
íslands hófst í gær. 1 upphafi
fundarins minntist Gunnar Guð-
jónsson, formaður ráðsins, kaup-
sýslumanna, er látizt höfðu frá
því er síðasti aðalfundur var
haldinn, og heiðruðu fundar-
menn minningu hinna látnu með
því að rísa á fætur. Fundarstjóri
var kosinn Arni Arnason, kaup-
maður, og fundarritarar þeir
Sveinn Finnsson og Gísli V. Ein-
arsson.
Formaður ráðsins flutti ræðu.
Talaði hann aðallega um efna-
hagsráðstafanir þær, sem ríkis-
stjórnin gerði á árinu og ræddi
áhrif þau, sem þær hafa haft til
þessa. Er ræða hans birt á 6.
síðu blaðsins í dag.
Farinn á veiðar
irá St. Johns
FLJÓTT og vel hefur geng-
ið að þétta og lagfæra tog-
arann Skúla Magnússon í
hafnarborginni St. Johns á
Nýfundnalandi. Það var 4.
okt. sl. að Hafnarf jarðartog-
arinn Maí kom með togar-
ann til hafnar.
f fyrradag barst svo Bæj-
arútgerð Reykjavíkur
skeyti frá skipstjóranum,
þess efnis að vonir stæðu til
að togarinn kæmist á veiðar
aftur um hádegisbilið i gær,
fimmtudag.
Næst flutti framkvæmdastjóri
Verzlunarráðsins, Þorvarður J.
Júlíusson, skýrslu um störf
stjórnarinnar á liðnu starfsári og
las upp reikninga.
Þessu næst voru kjörnar nefnd
ir, er fjalla eiga um þau mál,
sem fyrir fundinum liggja.
Að lokum voru birt úrslit
stjórnarkosninga. Stjóm V. í.
skipa nú eftirtaldir menn:
Tilnefndir af sérgreinafélögum
V. f.: Birgir Einarsson, ísleifur
Jónsson, Gunnar Asgeirsson,
Hans R. Þórðarson, Kristján G.
Gíslason, Eggert Kristjánsson,
Egill Guttormsson, Hilmar Feng-
er og Gunnar Friðriksson.
Kosnir af meðlimum V. I. utan
sérgreinafélaga: Gunnar Guð-
jónsson, Þorvaldur Guðmunds-
son, Magnús Víglundsson, Magn-
ús J. Brynjólfsson, Othar Elling-
sen, Sveinn Guðmundsson, Hall-
grímur Fr. Hallgrímsson, Tómas
Björnsson, Sigurður Óli Ólafsson
og Sturlaugur H. Böðvarsson.
Smygi?
BÍLSTJÓRI einn kom á lögreglu
stöðina í fyrrinótt og kvaðst
hafa grun um, að tveir menn,
sem hann hafði nýlega ekið um
bæinn, hefðu haft smyglvarning
í fórum sínum. Lögreglan fór á
fund mannanna eftir tilvísun bil
stjórans og lagði hald á ferða-
tösku eina. en í henni voru síga-
rettur og tyggigúmmí. Málið er
í rannsókn.