Morgunblaðið - 15.10.1960, Side 1

Morgunblaðið - 15.10.1960, Side 1
20 siður iOfiieldi I Kongd Leopoldvitte, lJf. okt. (Reuter) SÍÐDEGIS í dag réðust nokkrir stuðningsmenn Lum- umba á varaforseta stjórnar- nefndar Mobutus, Albert Ndele, og særðu hann illa. Kom árás þeirra í kjölfar átaka, er urðu í dag milli lög- reglumanna í Leopoldville og um 300 stuðningsmanna Lum umba, er höfðu safnazt sam- an frammi fyrir aðalstöðvum SÞ í borginni og hugðust fagna þeirri ákvörðun SÞ að neita að framselja Lumumba. Beittu byssuskeftum, kylfum og stígvélum Mannsöfnuðurinn frammi fyr- ir aðalstöðvum SÞ átti að vega upp á móti göngu, er stuðnings- inenn Kasavubus beittu byssa- skeftum, kylfum og stígvélum sínum til að dreifa hópnum. Eftir tveggja klst. fund með yfirmönnum liðs SÞ í gær, til- kynnti Mobutu að hann væri fallinn frá þeirri fyrirætlun sinni að láta handtaka Lum- umba, að minnsta kosti meðan hann héldi sig innan dyra bú- staðar síns. Frh. á bls. 2. Réttarhöldin í Tyrklandi: Krnfizt dauðadóma yfir fyrrv. forseta og ríkisstjórn Yassiada-eyju, Tyrklandi, lJf. okt. (Reuter-NTB) í DAG hófust á Yassiada- eyju, skammt undan Istan- bul, réttarhöld yfir fyrrver- andi forseta Tyrklands, Celal Bayar, Adnan Menderez, fyrrverandi forsætisráðherra, og ráðherrum í stjórn hans, er steypt var af stóli 27. maí sl., auk fjölda annarra sam- starfsmanna þeirrar stjórnar. Alls eru 500 manns á ákæru- bekk, þar af sjö konur. Dauða dóms er krafizt yfir Bayar, Menderez og 36 nánustu samstarfsmönnum þeirra, en allt að tíu ára fangelsisvistar yfir öðrum ákærendum. Hinir ákærðu eru sakaðir um misbeitingu valds, óheimila not- kun fjársjóða ríkisins, stjórn- málaleg misferli &vo og að banna fréttablöð og vinna í andstöðu við stjórnarskrá ríkisins, og koma á einveldi. Bayar er sérstaklega sakaður um svik við þjóðþingið. Áhorfendur að réttarHöldun- um í dag voru um 600. Voru þar starfsmenn sendiráða, frétta- menn og skyldmenni hinna á- kærðu. Var vandlega leitað á öllum áður en þeir voru fluttir til eyjarinnar, sem er vandlega víggirt, og vopnað herlið þar umhverfis, er réttarhöldin fara fram. Framh. á bls. 2. Einfærir um varnir TAIUEI, Formósu, 14. okt. — (Reuter): — Talsmaður þjóð- ernissinnastjórnarinnar á Form- ósu, James Shen, sagði í dag, að hermenn Formósu, gætu og myndu verja eyjarnar Quemoy og Matsu, án aðstoðar Bandaríkja- oianna, ef með þyrfti. Yfirlýsing þessi var gefin vegna ummæla John Kennedys, fram- bjóðanda demókrataflokksins til forsetakjörs í Bandaríkjunum, en hann sagði, að eyjar þessar væru óverjanlegar og Banda- ríkin ættu því ekki að hætta á heimsstyrjöld þeirra vegna. Castro þjóðnýtir banka og tramleiðslufyrirtœki Morðið SVO sem frá hefur verið skýrt í blaðinu var formað- ur japanska sósíalista- flokksins, Inejiro Asanuma, myrtur á opinberum kosn- ingafundi í Tókíó sl. mið- vikudag, af 17 ára ofstækis- fullum unglingi. Mynd þessi var tekin af atburðinum, en sjónvarpað var frá kosningafundinum, svo að milljónir manna fylgdust með því sem fram fór. — Von enn viðtækari aðgerða Havana, Kubu, lJf. okt. (Reuter) STJÓRN Fidels Castros á Kúbu ákvað á ráðuneytis- fundi, sem hófst í gærkvöldi, að þjóðnýta alla banka í land inu svo og 382 fyrirtæki ýmiss konar, þar á meðal 105 sykurvinnslustöðvar í eigu kúbanskra aðila. Nokkrir bankanna og fyrirtækjanna eru í eigu Bandaríkjamanna, en langflest í eigu kúbanskra. Aðlagað stefnu byltingarinnar Fundur ráðuneytis Castros hófst, sem fyrr segir, í gær- kvöldi og hélt áfram í dag með stöðugum viðræðum. Voru lög um þjóðnýtinguna samþykkt snemma í dag, en menn óttast að hinar áframhaldandi viðræð- ur hafi í för með sér víðtækari þjóðnýtingu. Tilkynnt var og í dag, að Fidel Castro muni ávarpa þjóðina á morgun og skýra frá því hvers vegna þessi lög eru sett. í lögunum segir m. a.: Nauð- synlegt er að breyta hinu gamla Framh. á bls. 19. Skiptust á kveðjum í MORGUN klukkan rúmlega níu barst Ólafi Thors, forsætis ráðherra, svofellt skeyti frá N. Krussjeff, forsætisráðherra Ráð- stjórnarríkjanna, úr flugvél hans TU 114: „Við erum á flugi yfir íslandi á leiðinni til Moskva. — Ég sendi íslenzku þjóðinni, rikis stjórninni og yður persónulega vináttukveðjur. N. Krúsjeff“. Forsætisráðherra svaraði með svofelldu skeyti: „Ég þakka kveðjur yðar, herra forsætisráðherra, til þjóðar minn ar, ríkisstjórnar og mín persónu- lega og sendi yður og þjóðum Ráðstjórnarríkianna beztu kveðj ur“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.