Morgunblaðið - 15.10.1960, Side 5
Laugardagur 15. oTct. 1960
MORGVNBLAÐIÐ
5
Hugleiðingar um sumaríeyfi
ij ÞESSAR myndir ásamt spurn
ingunum, sem fylgja, birtust^
fyrir skömmu í franska tíma-
ritinu „Elle“, og var tilgang-
urinn með þeim sá að hjálpa
frönskum stúlkum, til að gera
sér grein fyrir, hve vel þær
hefðu varið sumarleyfinu. —
Sumarleyfi íslenzkra stúlkna
er allt öðruvísi varið en þeirra
frönsku; það er að segja flest-
ar stúlkur hér á landi hafa
4—5 márnaða frí úr skólanum
og nota það yfirleitt til þess
að vinna sér inn peninga, en
franskar stúlkur fá aðeins
nokkurra vikna frí, til þess að
hvíla sig og skemmta sér. Það
er því líkt með þær og stúlk-
ur hér á landi, sem vinna allt
árið. Þó að þið ungu skóla-
stúlkurnar, sem notið sumar-
leyfið til þess að rinna, getið
ef til vill ekki lieimfært þess-
ar spurningar upp á ykkur
sjálfar, er ekki ólíklegt að þið
hafið gaman að því að kynn-
ast hveruig stöllum ykkar í
Frakklandi finnst sumarleyfi
sinu bezt varið. Þið getið
reynt að svara spurningunum,
ykkur til gamans, en niðurstöð
urnar skuluð þið ekki taka flá'
alvarlega. , ,
1. Klippt ykkur sjálfar eftir
nýjustu tízku?
2. Synt töluvert?
3. Málað mynd, eða gert eitt
hvað álika?
4. Eignast góða vinkonu?
5. Eytt sumarfríinu með
móður ykkar?
6. Prjónað peysu?
7. Létzt um 5 kíló?
8. Orðið jafnt og fallega
sólbrúnar?
9. Farið til Englands og Iært
ensku?
10. Hitt tilvonandi eigin-
mann?
Ef þið svarið sex spurning-
um eða fleiri játandi, hafið
þið notað sumarleyfið eins vel
og framast er unnt og eruð
vel undirbúnar fyrir veturinn,
bæði andlega og likamlega. —
Ef þið hafið þrjú til sex „já“,
þurfið þið ekki að sjá eftir
neinu, þið hafið átt prýðilegt
sumarleyfi og ekki eytt tíman-
um til einskis.
Ef „jáin“ eru aðeins þrjú
eða færri, hafið þið ekki not-
að sumarleyfið, eins vel og
þið gátuð. Takið strax ákvörð
un i þá átt, að gera meira
næsta sumar!
væntanlegur kl. 6.45 frá New York,
íer til Oslo og Helsingfors kl. 8.15.
Edda er væntanleg kl. 19 frá Ham-
borg, Kaupmannahöfn og Gautaborg,
fer til New York kl. 20.30. Leifur Ei-
ríksson er væntanlegur kl. 01,45 frá
Helsingfors og Osló, fer tU New York
kl. 3.15.
Flugfélag fslands hf.: — Hrímfaxi
fer til Oslóar, Khafnar og Hamborg-
ar kl. 10 í dag. Væntanleg tU Rvíkur
kl. 16:40 á morgun.
Innanlandsflug: I dag tU Akureyrar,
Egilsstaða, Húsavíkur, Isafjarðar,
Sauðárkróks. Vestmannaeyja. A morg
un til Akureyrar og Vestmannaeyja.
H.f. Eimskipafélag fslands. — Dettd-
foss er á Seyðisfirði. Fjallfoss kemur
til Vestmannaeyja í dag. Goðafoss er
i Trönsberg. Gullfoss fer í dag frá
Rvík. Lagarfoss er á leið til New
York. Reykjafoss er í Rostock. Sel-
foss er í Rvik. Tröllafoss er á leið
til Avonmouth. Tungufoss er á leið
tU LysekU.
Eimskipafélag Reykjavíkur l»f. —
Katia er á leið til Archangel. Askja
fór frá Napoii i gær áleiðis tii Grikk-
lands.
H.f. Jöklar: — Langjökull er i Grims
by. Vatnajökull er i Kotka.
Hafskip. hf.: — Laxá er i Veetmanna
eyjum.
Skipaútgerð rikisins. Hekla fer frá
Hvík á morgun vestur um land. Esja
er á Austfjörðum á norðurleið. Herðu
breið er á leið til Rvikur. Skjaldbreið
fer í kvöld tU Breiðafjarðarhafna. Þyr
ill er á leið til Hamborgar. Herjólfur
fer frá Vestmannaeyjum kl. 22 í kvöld
til Rvíkur.
Skipadeild SÍS.: Hvassafell kemur
til Rvíkur i dag. Arnaríell er á leið
til Archangelsk. Jökulfell er í Hull.
Dísarfell er á leið tU Grimsby. Litla-
fell losar á Austfjarðahöfnum. Helga-
fell er í Onega. Hamrafell er á leið til
Batumi.
Alslaðar er sá nýtur, sem nokkuð
kann.
Allír eru í önn nýtir.
Fleiri eru nýtir en þeir heztu. 1
Nýtur er hver sig fæðir.
Lengi skal nýtum kenna.
Fátt er svo ónýtt að tU einskis sé nýtt.
Engum nægir ekkert.
Nægtin er bezt þá nálgast skortur.
Sá, sem er rýr i naevtuuum verður
dýr í skortinum.
Messur a morgun
MESSUR Á MORGUN:
Dómkirkjan: — Messa kl. 11 f.h.
Ferming. — Séra Jón Auðuns. —
Messa kl. 2 e.h. Ferming. — Séra Garð
ar Svavarsson.
Hallgrímskirkja: — Messa kl. 11 f.h.
— Séra Sigurjón Þ. Arnason. — Messa
kl. 2 e.h. — Séra Jakob Jónsson. Hæðu
efni: Davíð og Golíat.
Háteigsprestakall: — Messa í hátíða-
sal Sjómannaskólans kl. 11. — Séra
Jón Þorvarðarson.
Bústaðaprestakall: — Messa í Háa-
gerðisskóla kl. 2 e.h. — Séra Gunnar
Arnason.
Laugarneskirkja: — Barnaguðsþjón-
usta kl. 10,15 f.h. — Séra Garðar Svav-
arsson.
Fríkirkjan: — Messa kl. 2 e.h. —
Séra Þorsteinn Björnsson.
Elliheimilið: Messa kl. 10, Olafur
Olafsson kristniboði, prédikar.
Hafnarfjarðarkirkja: — Messa kl. 2.
Séra Garðar Þorsteinsson.
Neskirkja: — Messa kl. 2. — Séra
Jón Thorarensen.
Grindavíkurkirkja: — Barnasam-
koma á sunnudag kl. 2. Almenn sam-
koma kl. 5. Menn frá kristniboðssam-
bandinu tala. — Sóknarprestur.
Keflavíkurkirkja: — Barnaguðsþjón
usta kl. 11 f.h. — Séra Björn Jónsson.
Innri-Njarðvíkurkirkja: — Barna-
guðsþjónusta kl. 1,30 e.h. — Séra
Björn Jónsscnp.
\
— Jæja, Jón, svo að þér fenguð
að skjótast hingað í fimm
mínútur?
★
Hún: — Eg verð að segja þér
að pabbi er orðinn gjaldþrota.
Hann: — Eg vissi alltaf að
hann myndi finna einhver ráð
til þess að stía okkur í sundur.
★
— Ég hef skotið tígrisdýr í
Afríku.
— Það eru engin tígrisdýr í
Afríku.
— Það er ekki von, ég er búinn
að skjóta þau öll.
★
— Lögregluþjónninn segir, að
þér hafið verið drukkinn og
reynt að klifra upp í ljósastaur.
— Hvað átti ég að gera dóm-
ari góður? Það voru fjórir krókó
dílar á hælunum á mér.
Keflavík
Austfirðingafélag Suður-
nesja heldur aðalfund sinn
sunnud. 16. okt kl. 2 e.h. í
Ungmennafélagshúsinu —
uppi Félagar mætið.
Stjórnin
Til Ieigu
Skemmtilegt húsnæði á
Laugaveg 28 fyrir skrif-
.stofu, saumastofu, léttan
iðnað o.fl. Uppl. í símum
17762 og 19060.
Naglar
Til sölu eru naglar, stærðir
2”, 2%” og 3”. Einnig 500
fet mótatimbur 2x4. Álf-
hólsvegur 51 B — Sími
23297.
Amerískur
Beáver Lamb Pels, jakki,
frekar stórt númer, sem
nýr til sölu. Verð kr.. 4700
Sími 15013.
Sænskt borðstofuborð
úr ljósri eik og fjórir stól
ar, til sölu á Háteigsvegi 44
eftir kl. 4 í dag.
Óska eftir
íbúð til leigu nú þegar. —
Sími 23269 eftír kl. 1.
Til sölu
tvenn dökkblá drengjaföt
á 13—16 ára. Tækifæris-
verð. Uppl. í síma 16735.
Ódýr pallbíll
með stóru húsi og í góðu
lagi til sölu. Sundlaugaveg
28.
Les ensku og dönsku
með byrjendum gagnfræða
stigs. Uppl. Laugateig 39,
(kjallara) ekki i síma kl. 6
til 7 í kvöld. Steingr. Guð-
mundsson.
Óska eftir
3ja herb ibúð strax. Helzt
á hitaveitusvæði. Há leiga
í boði. U£pl. í síma 34823.
Hráolíuofnar
til sölu. — Uppl. gefur
Haraldur Ágústsson, Fram
nesvegi 16 Keflavík. Sími
1467.
Unglingsstúlka
Unglingsstúlka óskast til
heimilishjálpar nokkra
tíma á dag. Uppl. í síma
18952 í dag.
Herbergi
Stúlka óskar eftir herbergi
helzt í Laugarneshverfi. —
Uppl. í síma 32117.
Keflavík
Til sölu sófasett, 2 stólar og
sófi, fataskápur og pianetta
Uppl. Vatnsnesvegi 20, —
sími 2092.
60—100 ferm. húsnæði
óskast fyrir léttan iðnað 1
Grensáss-verksm.hverfi —
eða nágrenni. Uppl. í síma
17695 frá kl. 10—11 f.h.
13—15 ára piltur
óskast á gott sveitaheimili,
til áramóta. Nánari uppl.
verða gefnar í, síma 19195
5 herb. hœð
er til sölu við Sigtún. — Upplýsingar gefur
Málflutningsskrfistofa
VAGNS E. JÓNSSONAR
Símar 1-44-00, 1-67-66 og 3-21 47.
Sendisveinn óskast
hálfan daginn.
Oamla KompaníiÖ hf.
Skólavörðustíg 41.
Verzlunarhúsnœði
óskast til lelgu fyrir sérverzlun. Má vera í úthverfí.
Tilboð sendist afgr. Morgunbl. fyrir þriðjudagskvöld,
merkt: „Verzlun — 1806“.
Skrifstofustúlka óskast
Stúlka óskast nú þegar til símavörzlu og annarra
skrifstofust.arfa. Nokkur kunnátta í vélritun nauð-
synleg. Umsóknir merktar: „Skrifstofustúlka —•
1803“ mcð upplýsingum um menntun og fyrri störf
ásamt meðmælum sendist blaðinu fyrir 20. þ. m.