Morgunblaðið - 15.10.1960, Side 8

Morgunblaðið - 15.10.1960, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 15. okt. 1960 Hammarskjöld málsvari smáþjóðanna. RÚSSNESKI einvaldsherrann er að snúa heim eftir þriggja vikna dvöl í New York á fundi Allsherjarþings S.Þ. Þing þetta mun lengi í minnum haft vegna allrar framkomu Krúsjeffs á því. Vafalaust bar meira á honum þar en öðrum stjórnmálamönnum, en ERLENDIR VIÐBURDIR: Krúsjeff hverfur af hdlmi skipta Rússa af Kongó-málinu. Þau afskipti hafa lætt fyrsta gruninum í hug hinna dökku Af- rikuþjóða, að rússnesk afskipti geti orðið þroska ungra ríkja stórhættuleg. Þær finna það jafn framt að þeim sé hollast að leysa vandamál sín án utanaðkomandi afskipta, kannski með nokkurri hlutlausri aðstoð SÞ. Vernd fyrir smáþjóðir Árás Krúsjeffs á Hammar- skjöld fékk heldur ekki neinn hljómgrunn meðal Afríku- og Asíuþjóðanna. Hann virðist einn- ig hafa fengið rangar upplýsing- ar um viðhorf Afríkuþjóða í Kongómálinu. Það er að vísu rétt, að Afríkuþjóðirnar viðurkenndu fyrst og fremst stjórn Lumumba í Kongó og frá þeim heyrðust gagnrýniraddir þegar SÞ feng- ust ekki til að veita Lumumba virka aðstoð gegn fjandmönnum hans. En þessi gagnrýni ristir ekki djúpt, því að á móti henni anna. Það eru þvert á móti hii ríkin. Að þessu leyti eru samtök- in aðallega samtök smáþjóðanna og ég treysti því að þær muni bera gæfu og vit til að nota sér samtökin og veita þeim forustu. Ég mun sitja kyrr í stöðu minni þetta kjörtímabil sem þjón ustumaður samtakanna í þágu allra hinna þjóðanna meðan þær vilja að ég sé kyrr. Og enn fleiri svipleiftur úr ræðu Hammarskjölds: — Það er auðvelt að segja af sér. En það er ekki auðvelt að sitja kyrr. Það er auðvelt að beygja sig fyrir vilja stórveldis. Hitt er viðurhlutameira að veita mótspyrnu. Eins og allir sem hér eru við- staddir vita hef ég oft áður þurft að veita mótspyrnu og í ýmsar áttir. Ef það er ósk þjóðanna sem finna í samtökunum beztu vernd sína, að ég veiti enn mótspyrnu, þá mun ég gera það enn sem fyrr. . , _ , . » ar geti fullkomlega treyst hon- um. Hann hefur verið sterkur, eins og í Súez-deilunni, þegar al- menningsálitið magnaði samtök Sameinuðu þjóðanna svo að þau gátu stöðvað hernaðarárás Breta og Frakka. En hann hefur líka brugðist eins og í Ungverjalandi, þegar í hlut átti einræðisveldi, sem hirti ekki um réttlæti eða heiður. . Krafa smáþjóðanna Ósigur Krúsjeffs á þingi SÞ. varð mestur fyrir það, að hann tók ekki tillit til þessarar þró- unar. f Ungverjalandsmálinu virtu Rússar verndaraðgerðir SÞ. að vettugi. Að þessu sinni virt- ist Krúsjeff ekki hafa skilið, hve smáþjóðirnar telja samtökin mik- ilvæg til að viðhalda frelsi sínu á tímum stórvelda átaka. Því fékk hann alla nema hina ósjálf- stæðu leppfulltrúa upp á móti sér, þegar hann gerði atlöguna Milli þess sem hann talaði um forustu Rússa í baráttunni gegn nýlenduveldunum, barði hann i borð og vildi beita ofríki. Þannig varð hann sjálfur undarleg í- mynd gömlu nýlenduvaldhaf- anna, sem skeyttu því engu atT ræða málin efnislega, því að vald ið var þeirra. Stærsti nýlendukúgarinn Og ræða Macmillans varð Krúa jeff skeinhætt. Hún var töluð stilltum rómi en það leyndi sér ekki að Krúsjeff sveið undan henni. Þingheimur hlýddi þögull og eftirtektarsamur, þegar Mae- millan benti á stærsta nýlendu- kúgarann. Maemillan gat trútt um talað, því að einmitt um þess ar mundir voru Bretar að gefa stærstu Afríku-nýlendu sinni, Nígeríu frelsi. En þar í salnum var annar vald-hafi sem átti eft- ir að fylgja fordæmi Breta og gefa nýlendum sínum trelsi, sjálf ur Krúsjeff. Við höfum undanfarna mánuði heyrt í heimsfréttunum heiti margra ókennilegra þjóða og ríkja, sem hlotið hafa sjálfstæði, aðallega í Afrífcu. En fjöldi ann- arra þjóða, sumar einnig með ó- kennileg heiti bíða enn eftir því að losna úr nýlenduheimsveldi Ri'l'sa. Hér skulu nokkrar þessara undirokuðu þjóða taldar: Úkrainumenn Hvít-Rússar Litháen-búar Lettar Eistar Armenar Grúsíumenn Azerbajsar Uzbekar Turkmenar Kirgizar Tadsjikar Kazakar Tartarar Jakútar Búrjatar Ennfremur halda Rússar eftir- farandi þjóðum svo í viðjum her- valds, stjórnmála og efnahags- mála, að yfirlýst sjálfstæði þeirra er yfirskyn eitt: Pólverjar Austur-Þjóðverjar Ungverjar Tékkar Rúmenar Albanir Búlgarar Mongólar í Ytri-Móngólíu Kórear í Norður-Kóreu Með þetta í huga var ekki nema eðlilegt, að Krúsjeff biði ósigur á þingi SÞ. og hann fengi hinar ungu þjóðir á móti sér, er hann hótaði að brjóta niður varn arvegg þeirra samtök SÞ. Baráttan heldur áfram En enginn má samt ætla að Krúsjeff sé af baki dottinn. Bar- áttan stendur áfram um fylgi Af- ríkuþjóðanna. Þær styðjast nú mjög við Sameinuðu þjóðirnar en ef allt fengi að þróast í friði mætti vænta þess að þær hneigð ust fremur til samstarfs við Vest urveldin sem hafa gefið þeim frelsi, en við það nýlenduveldi sem hvergi hefur slakað á kúg- un sinni á öðrum þjóðum. Ýmsir þröskuldar eru þó í vegi fyrir samstarfi Afríkuþjóðanna og vest rænna þjóða, þeir örðugustu eru t.d. Alsír-málið, sem nokkur von er til að leysist og Suður-Afríku málið, sem engin lausn virðist fyrirsjóanleg á. Enn mun hinn mikli munur á lífskjörum valda breiðu bili milli þessara þjóða. Það gera kannski framar öllu, hinar öruggu sam- göngur nútímans. Höf og eyði- merkur geta ekki lengur aðskil- Framhald á bls. ekki hefur það orðið honum til álitsauka, hvorki fyrir stjórn- vizku, stillingu eða kurteisa hegð un. Krúsjeff snýr heim, hverfur af hólmi í rússneskri þotu eftir verulegan persónulegan ósigur. Hann ætlaði sér að vinna þingið með trompum, en spilin snerust í hendi hans svo hann sat eftir ir,eð tóma hunda. Er. þingið held ur áfram vonandi í betra and- rúmslofti og með betri um- gengissiðum. Menn ræddu mjög um það á sínum tíma þegar Krúsjeff boð- aði komu sína á þingið, hver til- gangur hans væri / eð svo ó- venjulegu uppátæki. Sumir gátu sér til, að nú ætlaði Krúsjeff að breyta til og bjóða sættir að nýju. Það fór á aðra leið, því að þótt Krúsjeff hafi verið vondur, hefur hann aldrei Orðið verri en einmitt á þessu þingi. Hann sagði Vesturveldunum á hendur al- gjöru stríði — köidu stríði. En uppskar í staðinn lokauppgjör hins gamla ímyndaða sáttatíma. Macmillan sem hafði fyrir París- arfundinn reynt af ítrasta megni að koma á sáttum milli austurs og vesturs, og varð sjálfur fyrir vonbrigðum og álitshnekki þegar það mistókst, gerði reikningana við Krúsjeff upp á hrífandi hátt í óvenju glæsilegri pólitískri pæðu. Skopmynd úr suður-amerisku biaði. Þannig vill Krúsjeff endurskipuleggja Sameinuðu þjóðirnar. Fyrirætlun mistókst Að aflokinni för Krúsjeffs sýn- ist það glöggt að hverju hann stefndi frá upphafi. Hann vonað- ist til þess að geta fengið hinar nýju þjóðir Afríku og Asíu í lið með sér gegn Vesturveldunum. Nú var tækifærið til þess, þegar hvorki meira né minna en 15 ný Afríkuríki fengu á einu bretti inngöngu í samtökin. Að þessr* sýnist öll viðleitni hans hafa beinzt. Geðillskuköst hans brut- ul fram, þegar hann fékk þessu ekki komið til leiðar. Þá sneri hann reiðinni gegn Hammar- skjöld framkvæmdastjóra SÞ. og krafðist breytinga á skipulagi þeirra sem allir sáu að myndu gera þau áhrifalaus. Svo virðist sem upplýsingar Krúsjeffs um ástand í Afríku- ríkjunum hafi ekki verið réttar. | Hann virðist því ekki hafa gert sér réttar hugmyndir um viðhorf afrísku fulltrúanna. Áróðurs- og vígorð hans um að Rússland hefði forustu í baráttunni gegn nýlenduveldunum höfðu ekki þau áhrif á afrísku fulltrúana, sem hann virðist hafa gert sér vonir um. Vel má vera, að þau hefðu orðið áhrifaríkari fyrir nokkrum mánuðum, en það hefur breytzt upp á síðkastið vegna af- hamlar, að slík pólitísk afsikipti SÞ. á innanríkismál eins ríkis gætu einnig verið mjög varhuga- verð. Hammarskjöld svaraði árásum Krúsjeffs á einbeittan en stillileg an hátt. Krúsjeff hafði .beint þessum orðum til hans: — Til að fyrirbyggja allan mis skilning, þá vil ég taka fram, að vér treystum Hammarskjöld ekki og getum ekki treyst honum. Ef hann tekur ekki í sig kjark til að segja af sér, ef svo má segja á kurteislegan máta, þá m-unum vér draga óhjákvæmilegar álykt- anir af því. Hammarskjöld svaraði: — Það eru ekki Sovétríkin né heldur neitt annað stórveldi sem íþarfnast verndar Sameinuðu þjóð Mælt er að þessari ræðu Hamm arskjölds hafi verið svarað með meira, innilegra og ákafara lófa- taki en heyrzt hefur nokkru sinni fyrr i fundarsal Sameinuðu þjóð- anna. Og þótt Krúsjeff gretti sig og berði í borðið fór ekki á milli mála að Hammarskjöld hafði snert á viðkvæmum strengjum. Hann hafði nú í fyrsta skipti hreyft merkilegu atriði í þróun- arsögu samtakanna, sem kemur æ betur í ljós, að SÞ. eru á síð- ustu árum að verða einn bezti skjöldur hinna minnimátta smá- þjóða gegn ágengni og ofbeldi sterkari ríkja. Þessi skjöldur er settur saman úr andlegum þátt- um almenningsálitsins í heimin- um, réttlæti og sáttavilja og hann er fjarri því enn orðinn nógu sterkur til þess að þjóðirn- að Hammarskjöld og Sameinuðu þjóðunum. Það er erfitt að segja, hvaða áhrif viðbrögðin á þinginu hafa á hann. Ólíklegt er að hann geri nokkuð úr hótunum sínum um að ganga úr Sameinuðu þjóð unum, því að með því myndi hann einangra kommúnistaheim- inn. En hann 'hefur nú sjálfur fundið það persónulega í fyrsta skipti, að það er krafa smáþjóð- anna að stórveldin og þar á með al Rússland sjálft hlíti vilja sam- takanna. Krúsjeff beið mikinn ósigur á Allsherjarþinginu. Hann fékk nýju ríkin ekki í lið með sér. Þvert á móti vakti framkoma hans á þinginu og árásir á SÞ. meiri tortryggni í garð hans með- al nýju þjóðanna en nokkuð ann- að miu Rússar hafa aðhafzt. —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.