Morgunblaðið - 15.10.1960, Side 10

Morgunblaðið - 15.10.1960, Side 10
10 MORGVNBLAÐ1Ð Laugardagur 15. okt. 1960 Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar- Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22180. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. KEFLAVIKUR- FLUGVÖLLUR F'YRSTA spurningin sem vaknar, þegar flugvalla- mál okkar eru reifuð, er þessi: Hafa íslendingar efni á að nota ekki Keflavíkur- flugvöll en byggja í þess stað nýjan flugvöll, sem líklega mundi kosta ekki minna en hálfar þjóðartekjur lands- manna? Á fundi í Flug- málafélagi íslands í marz 1958 komst flugmálastjóri m. a. svo að orði, að það væri álit verkfræðinga, að flug- vallargerð í líkingu við það sem Reykjavíkurflugvöllur er nú, myndi ekki kosta þjóð- ina minna ’en 800—900 millj. kr. Nýr flugvöllur yrði auð- vitað að vera miklu full- komnari en Reykjavíkurflug- völlur og sér því hver heilvita maður, að engin ástæða er til að fullnýta ekki þá 2000 millj. króna fjárfestingu, sem áætl- að er að nú þegar sé komin í Keflavíkurflugvöll einan. Ef Keflavíkurflugvöllur yrði aðalmiðstöð flugsins hér á landi, þyrfti auðvitað að leggja varaflugvöll, t. d. á norðausturlandi, sem gæti tekið á móti stórum þotum og yrði þá tilvalið að nota í þær framkvæmdir eitthvað af því fé, sem annars færi í nýj- an flugvöll hér í nágrenni Reykjavíkur. Takmark okkar hlýtur að vera að gera Kefla- víkurflugvöll ákjósanlegt stökkbretti milli fjarlægra staða og laða erlend flugfélög að honum. Ef þjónusta væri góð þar syðra og í íslenzkum höndum, ef þar væri nýtízku hótel; góð flughöfn og ef þar væri fullkomin tollgeymsla væru miklir möguleikar á því að völlurinn yrði þýðing- armesti flugvöllur á ákveðn- um leiðum, eins og til dæmis þegar flogið yrði beint frá vesturströnd Bandaríkjanna til Lundúna eða suður í Ev- rópu eða frá Japan suður í Evrópu eða Moskva—New York. Þá má geta þess að í Bandaríkjunum einum eru um 100 þús. einkaflugvélar. Gert er ráð fyrir að vél- ar þessar verði langfleyg- ari með tímanum og gætu þá farið til Evrópu með viðkomu hér. Þá var einu sinni talað um að Japanir vildu koma upp á Keflavík- urflugvelli birgðastöð fyrir hátollavörur sem þeir hugð- ist dreifa um Evrópu. Ekki hefur heyrzt frekar um það mál. Sannleikurinn er sá, að aldrei hefur verið gert neitt til þess að auglýsa Keflavík- urflugvöll og lítið til að laða erlend flugfélög að honum. Meira að segja hefur komið fyrir, að erlendar vöruflutn- ingavélar hafa ekki getað skilið eftir 2—300 kíló af vör- um á vellinum, þegar þær hafa orðið að taka meira benzín en ráðgert var, vegna slæmra veðurskilyrða. Samt vita allir að Keflavíkurflug- völlur er búinn öllum full- komnustu tækjum, í fyrra var sett þar upp ný aðflugs- lýsing og kostaði hún um 9 millj. króna. Á vellinum eru öll helztu loftsiglingatæki, sem nú eru í notkun, og má t. d. geta þess að þar er verið að setja upp fjölstefnuvita, sem gefur ekki aðeins flug- vélunum upp stefnu, heldur einnig fjarlægð. Öryggi er því eins og það verður bezt á kosið og með sæmilegum varaflugvelli hér á landi mætti ætla að Keflavíkur- flugvöllur ætti mikla framtíð fyrir sér. Allt þetta sýnir að íslend- ingar eiga drjúgar eignir þar sem Keflavíkurflugvöllur er. Auðvitað kemur ekki til mála annað en fullnýta hann og stórbæta þjónustuna frá því sem nú er, því sannast sagna er þjónusta við erlend flug- félög og farþega í mestu nið- urníðslu. Sem dæmi um það, hversu stórt fjárhagsatriði hér er um að ræða má geta þess, að áætlaðar tekur af vellinum þetta ár, eru um 16 millj. íslenzkra króna. Fyrir hverja lendingu erlendra þrýstiloftsflugvéla fáum við l um 23 þús. ísl. króna, þ. e. lendingargjöld, afgreiðslu- gjöld og benzínskattur. Ef vel er á spilum haldið, ættu tekj- ur okkar að geta numið tug- um milljóna af Keflavíkur- flugvelli í framtíðinni. Auðvitað má um mál þetta deila, en áður en þeir sem andvígir eru Keflavíkurflug- velli í þeirri mynd, sem rætt j hefur verið um hér að fram-| an láta frá sér heyra, ættu J þeir að svara eftirfarandi spurningum: 1) Höfum við efni á því að ávaxta ekki þær stóreignir, sem við eigum í Keflavíkur- flugvelli? 2) Höfum við efni á því að leggja fyrst niður Reykja- víkurflugvöll, síðan Kefla- víkurflugvöll og byggja loks nýjan flugvöll fyrir milli 1— 2000 milljónir króna? * UTAN UR HEIMI J Sextug sígaretta Sjóliðinn frægi í SUMAR sem leið átti ein af þekktustu sígarettum veraldar sextugsafmæli, þ. e. Players Navy Cut. Það gefur örlitla hugmynd um vinsældir Players að fyrir- tækið John Players & Sons greið ir á hverjum einasta vinnudegi 1 milljón pnuda, eða rúmlega 100 milljónir króna í skatta til ríkis- ins. Lögfræðingurinn John Player stofnaði fyrirtæki þetta árið 1862, en það var ekki fyrr en árið 1900 að „the famous Navy Cut Cigarettes" komu á markaðinn. Á 16. öld fluttu ævintýramenn tóbakið frá Ameríku til Evrópu, og í heimalandi þess höfðu þeir einnig lært hvernig átti að nota það. Indíánarnir notuðu reykjar- pípur, en þeir tóku einnig þurrk- uð tóbaksblöð og vöfðu þau sam- an í síValning (fyrstu vindlarnir) eða pökkuðu þeim inn í maísblöð (fyrstu sígaretturnar). PAPELETE Sígaretturnar vöktu mikia hrifningu hjá Spánverjum, en í stað maísblaða notuðu þeir sér- staklega fínan pappír og nefndu sígaretturnar papelete. Papelete breiddist út til Ítalíu, Austurlanda og Rússlands, en Þrjár litlar mýs í geim- ferð K AN AVER ALHÖFÐI 13. okt. (NTB) Bandaríkjamenn skutu þremur músum í dag 1125 km út í geiminn og náðu þeim aftur lifandi og heilum á húfi til jarð- ar. Þetta er lengsta geimferð sem lifandi dýr hafa enn farið út fyrir jörðina. Gamla metið áttu tveir apar, sem Bandaríkja- menn skutu upp í 500 km hæð í fyrra. Að vísu hafa Rússar skot- ið hundi upp í 2000 km f jarlægð, en þeir náðu honum ekki aftur lifandi til jarðar. Mýsnar þrjár kallast gælu- nöfnunum Sally, Amy og Moe. Þær voru í litlu hylki í nefi Atlas-eldflaugar, sem er ná- kvæm eftirlíking af stærra hylkx sem Bandaríkjamenn hyggjast bráðlega nota til að senda menn út í geiminn. Eldflaugin fór upp í 1125 km hæð. Henni var skotið upp írá Kanaveral höfða og kom hún niður J SuOur-Atlantshafi um 8000 km frá skotstefS. Þess* leið fór eldflaugin á 25 mínútum. | það var ekki fyrr en í herferðum Wellingtons um Portúgal og Spán að Englendingar kynntust þeim. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær papelete varð að sígarettu, en það tók nokkurn tíma. Áhugi Englendinga á sígarett- unum vaknaði fyrir alvöru í Krím-stríðinu, en bandamenn þeirra, Frakkar og Tyrkir, reyktu sígarettur og sömuleiðis rúss- nesku stríðsfangarnir. KONUR BYRJUÐU SNEMMA Sennilega álíta flestir að konur hafi fyrst nú á síðari árum tekið að reykja sígarettur, en svo er ekki. í byrjun reyktu fleiri konur papelete en karlar. Breti, sem ferðaðist um Frakkland árið 1840 segir svo frá að það sé mjög í tízku þar í landi að konur reyki sígarettur. Það hefur ætið verið náið sam band milli sígarettunnar og styrj aldanna. Það var til dæmis í Búa stríðinu að sú hjátrú varð til að ekki mættu nema tveir kveikja í sígarettum með sömu eldspýt- unni. Sennilega hafa Búarnir verið skyttur góðar og fljótir að miða. NAYY CUT Navy Cut sígaretturnar eiga uppruna sinn að rekja til flotans, „Navy Cut" eins og sést á vörumerki Players, sjóliðanum. Þegar um miðja 19. öld var sá siður tekinn upp í brezka flotanum að leyfa sjólið- um að kaupa tóbaksblöð tollfrjáls. Þeir vöfðu blöðin þétt saman og bundu utan um þau með þunnu snæri. Players minnist þessarar aðferðar með björgunarhringnum umhverfis höfuð sjóliðans, en hann á að tákna björgunarhring úr tóbaki. ÚRVALSSKEGG Sjóliðinn á Playerspökkunum er alskeggjaður. En það voru alls ekki allir sjóliðar, sem gátu bor- ið skegg. Það þurfti sérstakt leyfi til að hætta að raka sig, eða „leyfi til að láta vaxa skegg“ eins og það var nefnt. Ef hann fékk leyfi til að láta vaxa, mátti sjóliðinn alls ekki raka sig. Flot- inn var á móti smáskeggjum og tilsniðnum hökutoppum. En svo John Player kom í ljós eftir mánaðar tíma að skeggið yrði ekki nægilega mynd arlegt, var sjóliðanum fyrirskip- að að raka sig til að kasta ekki rýrð á snyrtileik flotans. En ef skeggið hins vegar var vel heppn- að, mátti sjóliðinn ekki raka sig fyrr en í fyrsta lagi eftir hálft ár. Meðan á ræktuninni stóð var sjóliðanum meinað að fara í land, því hálfvaxið skegg var ekki til virðingarauka fyrir flotann. TÓBAKSSKATTURINN Sígarettan er nú orðin ein þýð- ingarmesta tekjulind fjármála- ráðuneytanna. Þegar einhver ráð hermnn er í vanda staddur með fjárlögin, leysir hann oft vand- ann með því að segja við sjálfan sig: — Ja, við getum alltaf hækkað tóbaksskattinn örlítið. Jafnvex Elísabet I Englandsdrottning not aði sér vinsældir tóbaksins og heimtaði tvö pence í skatt af hverju innfluttu pundi tóbaks. En hún var hreinn byrjandi á þessu sviði miðað við fjármálaráð- herra nútímans. Players fyrirtækið skýrði frá því í sambandi við afmælið, að frá því árið 1900, þegar fyrsta Players Navy Cut sígarettan kom á markaðinn, hafi sígarettu tollurinn hækkað um 2.050 af hundraði! 1 hvert skipti sem sigaretturna? hækka í verði, hugsa milljónir neytenda í heiminum sem svo: — Nú er ég hættur! En lítið bara á, neyzlan eykst og eykst ,og óhætt er að staðhæfa að ef draga á úr tóbaksnotkun- inni, verður það varla með skatta hækkunum. Sjóliðinn skeggjaði lítur fram- tíðina með öryggi gegnum bjarg- hring sinn úr tóbaki. (lausl. þýtt).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.