Morgunblaðið - 15.10.1960, Síða 11
f Laugardagur 15. okt. 1960
MORGUNBLAÐIÐ
11
Kveðja til Kjarvals
ÉG var að lesa íyrir þig í Para-
dísarheimt, kaflann þar sem
eegir frá fyrsta áfanganum á
leið Þjóðreks biskups og Hiíð-
arfólksins til Paradísar: „Opnar
rú smápilturinn lófa sína i aft
, tÍJ fjalla“.
jh Þú staðnæmdist í miðjum pen-
sildrætti, lagðir frá þér lita-
spjaldið og stoppaðir mig í lestr
inúm. „Mikið óskaplegt skáld er
Ihann Halldór Kiljan, hvílík
snilld. Lestu þetta aftur fyrir
mig“. Og svo færðistu allur í auk
ana við málverkið og tókst að
lýsa fyrir mér áhrifum skáld-
verksins, þessa margradda óðs
til lífsins.
Það væri ekki aðeins að bera
í bakkafullan lækinn, en bein-
línis broslegt, að fara nú enn
einu sinni .Jóhannes Kjarval, að
því einu nýju tilefni að þú ert
inú einu ári eldri en í fyrra, að
fjasa um snilli þína framaní fólk-
ið, sem vitað hefur allt um hana
j. í meira en hálfa öld. Það væri
sannarlega þarfara verk af okk-
ur, sem notið höfum yfirfljót
andi gestrisnf þinnar og þeirra
forréttinda að sitja við fótskór
meistarans og skyggnast á bak
við tjöldin í vinnustofu hans, að
slá nú um þig skjaldborg og biðja
þér griða og næðist til að fá að
lifa og starfa af hjartans lyst.
En þú ert venjulega varkárari
gagnvart þeim, sem ætla að færa
'þér gjafir, en hinum sem hrifsa
vilja af þér. Reynslan hefur ef-
laust kennt þér að þeir sem ræna
okkur fara með minna en hinir,
sem við gefum af fúsum viija.
skóna þína, eða jafnvel alveg
gleymt að fara í þá, varð okkur
hinum oft óþægilega brugðið við
að líta undir ræðu þinni í eigin
barm og minnast óunnina af-
reka, sem meira máli skipti að
færu nú úr þessu að sýna sig.
Öll íslenzka þjóðin þakkar þér
í dag, Jóhannes Kjarval, lista-
verkin þín, sem þú hefur sjálfur
séð um að prýddu jafnt heimili
konunga sem sendisveina, en
ekki síður fordæmið, sem þú
hefur gefið æsku hennar með
lífi, sem ekki er vitað að annar
maður ,hafi skilað þjóð sinni í
þúsund ár.
R. J.
MEISTARI Kjarval! Það er
alltaf sama sagan, þegar einhver
minnist á aldur þinn. Maður rek-
ur upp stór augu og spyr sjálfan
sig: „Getur þetta verið “ Svo
Jóhannes Sveinsson Kjarval
er 75 ára i dag
Reyndin mun sem fyrr verða sú,
að þú ferð þína leið og við verð-
um þér hvorki skjaldborg né
friðspillar. Jóhannes Kjarval
mun standa af sér öll óveður og
öll blíðviðri eins og Hornbjarg-
ið, veðrast en láta hvergi und-
an síga. Kletturinn í hafinu, sem
engir straumar né vindar fá unn-
ið á.
Listaverk þín í þúsundatali
eru okkur flestum íslendingum
daglegur aflgjafi og bunulind
svöl og tær. Þau eru ein af uppi
stöðum lífs okkar hér við yztu
böf. En í svipinn er það mað-
urinn sjálfur, sem mér er efst i
ihuga og þá ekki sízt sá, sem birt-
ist í orðunum hér að framan. —
Hjartanleg gleðin sem Ijómar af
endlitinu þegar aðrir fá látið
ljós sitt skína og hinn opni hug-
ur gagnvart öllu sem er egía,
satt og fagurt, allt sem er í ætt
við hið innsta í manneðlinu og
náttúrunni kringum okkur. Og
aldrel of gáfaður til að læra
af öðrum og njóta þeirra.
Þegar við vinir þínir báðum
um leyfi þitt til að koma upp
afmælissýnigunni til að hressa
upp á borgina og veita aðdáend-
um þínum nokkurn sumarauka,
spurðirðu með þessu einkenni-
iega tvíræða brosi. sem þó aldrei
•iýgur um hjartalagið: „Þurfa
ekki ungu mennirnir sjálfir að
nota skálann sinn“.
Einihvers staðar hefi ég lesið
að skáldin séu samvizka þjóð-
anna, og á það sannarlega við
um þig umfram flesta menn hér
ihjá okkur. Væn ekki samvizka
þessarar þjóðar, þessa bæjar, dá-
iítið gloppótt á stundum, ef þú
Ihættir skyndilega að birtast í
Austurstræti og á Borginni, tann
Ihvass með reiddan hnefann og
augasteinana eins og sprengi-
kúlur, eða veifandi hattinum
góða til merkis um að þú gæfir
ekki alltof mikið fyrir dýrð okk
ar ef við snerum við frökkun-
um eins og þú. Og þó þú hefðir
ekki sjálfur lokið við að reima
fór fyrir mér, er þú varst sagður
sjötugur og nú er eins um þetta,
þegar sagt er: „Hann Kjar.val er
sjötíu og fimm ára í dag“.
Það hefur verið sagt, að þeir,
er séu manni kærir, hafi engan
aldur og allan. Þannig er því farið
með þig í augúm þjóðarinnar og
ég held, að báðir aðilar geti vel
við unað. Starfsferill þinn er að
vísu orðinn langur, en afköstin
og árangurinn eru samt óskiljan-
leg á ekki lengri tima. Þú hefur
ef til vill ekki tekið eftir því sjálf
ur? En þetta er nú sannleikur
sögunnar. Þú hefur sjálfur sagt
eintovern tímann að það væri
mikið starf að vera maður og af-
skapalegt erfiði að vera listamað-
ur. Er þetta ekki nokkuð góð lýs-
ing á sjálfum þér? Er þetta ekki
innsti kjarninn í lífi þínu og
starfi?
Nú eru margir að koma yfir sig
húsi í höfuðstaðnum, og það er
eitt aðaláhugamál íslendinga að
eignast hús. Þeir bókstaflega lifa
og deyja í húsbyggingum. Ef ég
man rétt, þá átti líka að byggja
fyrir þig hús, og stundum var
talað um Kjarvalshús. Svo voru
lagðir peningar til hliðar fyrir
Kjarvalshúsi í nokkur ár og sjóð-
urinn gildnaði ár frá ári. Þá leizt
þér ekki á blikuna lengur, og þú
sagðir við þá á Alþingi: „Ég þarf
ekkert hús, gjörið svo vel góðir
hálsar, byggið heldur yfir Lista-
safn ríkisins, fyrir þessa aura,
það er á götunni". Ef þetta for-
dæmi þitt kæmist í tízku, hvað
þá? Mundi ekki hálf Reykjavík
urborg verða að listasafni? Jú
vissulega, en vertu alveg rólegur,
Kjarval. Svona hluti gerir eng-
inn nema þú. Já það er mikið
lífsstarf að vera maður.
Svo er það hann Guðbrandur
okkar, sá hefur nú verið í góðum
skóla. Hefur þú talað við hann
nýlega? Á etirlaun er hann kom-
inn, en hverjum dytti það í hug?
Og þegar maður gaukar því að
honum, að hann eldist vel, þá
svarar hann ósköp blátt áram,
að það sé nú mikið honum Kjar
val að þakka, hvað kerlingu Elli
gangi slælega að ná á sér tók-
um. Þarna sérðu, hann hefur
verið í góðum skóla, hann Guð
brandur. Svo er í honum GILLI-
GOGG. Þetta skiljum við.
Við skulum ekkert vera að tala
um myndlistina í dag. Við vitum
þetta öll og við skiljum þetta
öll. Þitt framlag á því sviði er og
blífur. Það eiga mörg séní eftir
að skrifa fram og aftur um list
þína, þegar við erum báðir komn
ir undir græna torfu, en hvað
séní skrifa, er ekki nokkur leið
að taka ábyrgð á. Og það er
ómögulegt að vita, hvort það verð
ur GILLIOGG í þeim. Ef séníin
verða ekta, þá eiga þeir að geta
lesið mikið úr sjálfum verkum
þinum, þótt þeir hafi ekki lifað
það að sjá þig á hraðferð eftir
Austurstræti, takandi ofan hatt
þinn á konunglegan hátt. Eða
heyrt þig fara með kveðskap þinn
og útskýringar. Séð þig standa
við hraunjaðar og hamast við
mikið verk. Að ég ekki tali um
að hlusta á þig hella úr skálum
reiðinnar og skipta síðan um ham
til hins betra. Eða þegar ég var
eitthvað mikið upp á kant við
Ragnar okkar í Smára og þú
sýndir mér forkunnar mikið mál
verk. Ég spurði, hver ætti þenn-
an dýrgrip, og þú svaraðir því
til, að hann Ragnar í Smára ætti
að fá það. Ég varð forviða og
sagði eitthvað á þá leið, að þetta
væri allt of gott verk fyrir slík-
an ídíót. Þá brostir þú og sagðir,
að Raggi væri nú nokkuð góður
ídíót. Þar með var það útrætt. En
þetta var mörgum árum, áður en
þú tókst þig til að bjarga Ragnari
frá lögreglusektum og fórst að
safna krónupeningum í stöðu-
mæla fyrir Ragga. Svona mætti
lengi halda áfram, að aumka
séníin, sem eiga eftir að láta Ijós
sitt skína í framtíðinni. Við skul
um annars ekkert vera að fárast
yfir þessu. Þú ert búinn að festa
þetta allt á léreftið, og þar eiga
séníin að lesa þinn persónuleika.
Þessar línur eru skrifaðar þér,
sem smákveðja í tilefni dagsins.
Ég veit að þær eru heldur fáar
og mættu vel vera fleiri, en nú
ætla ég að vera svolítið sniðugur
og geyma hitt til stóra afmælis-
ins, þegar þú verður áttræður.
Það eru bara fimm ár, og ef ég
tóri þar til, þá veit ég, að ég sendi
þér línu og byrja á sama hátt og
ég hóf þessa kveðju.
Svona enda ég kveðjuna með
því að óska þér og okkur öllum
til hamingju með daginn. Það eru
til þúsundir íslendinga, en aðeins
einn Jóhannes Sveinsson Kjar-
val. Þegar meistari Kjarval á
merkisafmæli, þá á GILLIGOGG
líka afmæli, en það er dálítið
leyndarmál, sem aðeins fáir
skilja.
Valtýr Pétursson.
Þótt vildi ég reyna að yrkja
þér óð,
er orkan fjörlaus, og sálarglóð
kulnandi, og eins og á förum.
En þó er gaman, að gleðjast
um stund
og gægjast á hvor annars
vinafund.
Við minnumst þess meðan við
hjörum.
Þínum glófexta hesti þú
hleyptir á skeiS.
Og hver hefir séð meiri
glæsireið?
Þar gullstjörnur gneista í sporL
Sama hvort ferðu um fjöll
eða sund
ferðin þekkist, þú einn átt þinn
lund
með ilmandi angan og vori
Og hraunin og mosaþembur
hylla þinn dag,
því hver hefir kveðið þeim
inndælli brag
en meistarinn sjálfur þeim
syngur?
Við aðrir horfum áhöfðingjans
verk
hissa, og sjáum hve guðsmynd
er sterk,
og hreyfist þar út í hvern fingur.
Ég segi ekki meira, en mætavel
skil
að um manninn þennan er
glaðst við yl,
og margir um skáldið skrifi.
Og ættjörðin kveði ’onum
afmælisbrag
með ástarþökk fyrir daginn í dag.
Og — meistarifin mikli lifi!
Sigurður Arngrímsson. -
Bifreidaverkstæði
hurfi löggildingu
Frumvarp um slíkt lagt tram á Alþingi
í GÆR var lagt fram á Al-
þingi stjórnarfrumvarp til
laga um löggildingu bifreiða-
verkstæða og miðar það að
því að gerðar verði meiri
kröfur en áður til þeirra fyr-
irtækja, er taka að sér við-
gerðir á bifreiðum. Þykir
slíkt eðlilegt og ónjákvæmi-
legt framhald af þeim auknu
Áður en forsetahjónin ís-
lenzku fóru heim, kom forset-
inn, á fund í „Kólfi“, sem er
einskonar „akademiskur
klúbbur“, þar sem nokkrir ísl.
háskólaborgarar, aðallega þó
eldri menn, hittast við og við.
Martin Bartels, formaður
þessa félags, bauð forsetann
velkominn. Forsetinn lét í
ljósi gleði yfir að vera þarna
kvöldstund með nokkrum is-
lenzkum háskólaborgurum í
Kaupmannahöfn. Eftir að
menn höfðu setið að snæðingi,
spjallaði forsetinn Iengi við
alla, sem þarna voru viðstadd-
ir.
Á myndinni, sem var tek-
in á þessum fundi, eru frá
vinstri: Hjörtur Þorsteinsson,
Hallgrímur Thomsen, Árni
Friðriksson, Gunnar Björns-
son, Stefán Jóh. Stefánsson,
Ólafur Halldórsson, Ásgeir
Ásgeirsson forseti, Stefan
Karlsson, Martin Bartels, Vil-
hjálmur Finsen, Lárus Einars
son, Páll Ásgeir Tryggvasin,
Einar Kristjánsson og Páll
Jónsson. — Ljósm.: Hallgrím-
ur Thomsen, lögmaður.
4v ... .sij*.
kröfum, sem með nýjum um-
ferðarlögum hafa verið gerð-
ar til ásigkomulags vélknú-
inna ökutækja. Koma hér
bæði til hagsmunir eigend*
tækjanna og almennt öryggi
í umferðarmálum.
Bifreiðaverkstæði —
en ekki þjónustustöðvar
I hinu nýja frumvarpl
dómsmálaráðuneytinu heinuUi
„að ákveða, að á tilteknuM
stöðum á landinu eða á landimi
öllu, megi ekki inna af hendá
viðgerðar- eða viðhaldsstörf A
bifreiðum eða bifhjólum,
greiðslu, hvorki almennar vi0-
gerðir né sérviðgerðir, nema á
verkstæðum, sem öðlazt hafa til
þess löggildingu Bifreiðaeftirlits
ríkisins“.
Þessu ákvæði eru þó undan-
þegnar þjónustustöðvar, sem ann
ast daglegt eftirlit ökutækja og
vandalitla viðhaldsvinnu.
Löggildingarskilyrði verði
ákveðin í reglugerð
„Með reglugerð, er ráðherra
setur, skal kveða á um, hvaða
skilyrði löggilt bifreiðaverk-
stæði skuli uppfylla, að því er
varðar starfslið, verkstjórn, hús-
næði, búnað og reikningshald,
um form löggildingarumsóknar
og meðferð, afturköllun löggild-
ingar og annað það, er við kem-
ur framkvæmd laga þessara",
þar á meðal hvað telja beri
þj ónustustöðvar.
I greinargerð með hinu nýja
frumvarpi segir svo:
„Frumvarp þetta er samið f
iðnaðarmálaráðuneytinu, að
fengnum tillögum Iðnaðarmála-
stofnunar íslands, Félags bif-
reiðaverkstæðaeigenda og Fé-
lags bifvélavirkja.
Framangreind samtök hafa
um skeið unnið að athugim máls
þessa og meðal annars notið í
því efni tæknilegra upplýsinga
og leiðbeininga norska verkfræð-
ingsins Johans Meyer, er dvaldi
hér á landi um hríð sl. vetur, á
vegum Iðnaðarmálastofnunar ís-
lands.
Váxandi kröfur
Nýlega hafa verið sett umferð-
arlög, þar sem lögfestar eru mun
meiri kröfur en áður til gerðar
og búnaðar skráningarskyldra
vélknúinna ökutækja. Hefur
slíkt óhjákvæmilega í för með
sér, að einnig verður að gera
Framhald á bls. 19. .