Morgunblaðið - 15.10.1960, Qupperneq 16
16
MORCVNtf AÐiÐ
Laugardagur 15. okt. 1960
stund til að komast betta. Þeir
settust skammt frá uppþornuðum
árfarvegi.
— Þetta er fallegur málmgrýtis
moli, sagði Newell og krækti
hnefastórum steini til sín með
fætinum. Þetta græna er sjálf-
sagt eir, en hvað eru allar þessar
gulu agnir?
— Þú ert sjálfsagt búinn að
finna gull, sagði Davíð geispandi,
og lagðist endilangur með hend
ur undir hnakka. — Nei, vinur,
ef þér væri gull, svona nálægt
siðmenningunni, liði ekki á
löngu áður en hér væri orðið
krökkt af mönnum til að berjast
um það.
— Það er ég ekki viss um. Við
erum heila mílu frá stígnum, og
ef til vill hefur enginn manns-
íótur áður stigið á þennan blett
... Newell barði steininn, sem
hann hafði fundið, með öðrum
steini.
— Og verður aldrei framar, ef
ég má nokkru ráða, svaraði
Davíð syfjulega.
— Heyrðu nú, kall minn. Upp
með þig. Þetta verðurðu að sjá!
sagði Newell.
—O—
Það var komið rökkur, þegar
Pete kom aftur og sá, að hús-
bændur hans voru að kveykja
bál. Paige sagði, að hann kæmi
mátulega til þess að geta gert
eitthvert gagn, en hinn virtist
ekki skilja þá bendingu. Hann
var óvenju önugur og þögull, og
hafði augsýnilega ekki orðið mik
ið ágengt um daginn.
— Við getum eins vel tekið
okkur upp á morgun, sagði hann,
þvermóðskuléga.
— Ekkert liggur á, sagði Ingr
am. — Við kunnum prýðilega við
loftslagið hérna. Er það ekki,
Sylvía gamla?
— Hér -r ekkert að sjá, sagði
Pete. — Það er miklu betra út-
sýni hærra uppi.
— Það fáum við að sjá þegar
þar að kemur, sagði Paige. — Við
verðum hér kyrrir í tvo daga enn.
Ef þér viljið skoða yður um, þá
er það velkomið.
Pete gaf þeim félögum illt
auga, hjó hakanum í jörðina, svo
sem fimmtíu skref frá þeim, og
setti sig nálægt eldinum.
— Hann er að hugsa um að
strjúka frá okkur á morgun, hvísl
aði Ingram. — Eg held ég flytji
matinn hingað yfir til okkar, svo
að hann falli ekki í freistni.
Jafnvel þótt Pete hefði eitt-
hvað illt haft í huga, sáust þess
engin merki um morguninn eftir.
Hann var alveg sérstaklega stima
mjúkur við máltíðina og lét ekki
á sér sjá neitt ferðasnið. Ingram
glotti og gaf Newell merki.
— Ætli náungann hafi eitt-
hvað grunað? sagði hann.
— Það er hægast að komast að
því, sagði Newell og tók að hugsa
upp ráð.
Þegar þeir höfðu kveykt í pip
um sínum, löbbuðu þeir eftir
stígnum og létu viljandi sem þeir
ætluðu ekki í neina ákveðna átt.
Pete varð eftir í áningarstaðnum
og hreinsaði mataráhöld með
undraverðri iðni og dugnaði. Eft
ir hálfrar klukkustundar erfitt
klifur, urðu þeir ásáttir um, að
þeir hefðu fengið nóg, og settu
sig niður, undir stórum kletti og
fóru að reykja. Ingram tók af
sér húfuna og gægðist upp fyrir
klettastallinn, svo lítið bar á.
— Já, hann er svei mér trúr
fylgdarmaður, sagði hann. —
Þarna er hann.
— Svona trúmennsku verður
að launa. Við skulum fara til
hans og gefa honum einn af stein
unum okkar. Ef hann heldur, að
við höfum fundið hann hérna, er
það verst fyrir hann sjálfan.
Pete var í áningarstaðnum
þegar þeir komu i&ngað. Paige
stakk hendinni { vasa sinn og
rétti honum stein, og lét þess
getið, að líklega væri gull í hon-
um.
— Kannske fimm sent í tonn
inu, svaraði Pete með fyrirlitn-
ingu.
— Er það allt og sumt? Paige
kastaði steininum frá sér, og
lét sem sér væri alveg sama um
þennan úrskurð, en Ingram hafði
gaman af þessu.
Eins og þeir höfðu búizt við
hvarf Pete fljótt eftir hádegi og
gekk eftir ýmsum dularfullum
krókaleiðum þangað sem þeir
höfðu verið um morguninn. Þeg
ar hann var horfinn, gengu þeir
félagar þangað sem þeir höfðu
fundið gullið.
—O—
— Æ, guð minn góður, Newell
.. . þú mátt ekki láta hann dingla
lausan, öskraði Davíð. Hann er
brotinn á einum þúsund stöðum
og brotin nuddast saman.
— Eg -veit það, svaraði Paige,
— en ég get ekki að því gert.
Eg skal fara eins varlega og ég
mögulega get. Þessi 170 punda
byrði var farin að valda honum
svima. Sylvía dansaði hringinn í
kring um hann og rak upp með
aumkunarbops, eins og henni
þætti fyrir því að geta ekki hjálp
að neitt.
Pete hafði lagt af stað snemma
morguns með hakann um öxl.
Davíð hafði séð hann fara og
vakið Newell. — Hananú! sagði
hann. — Þarna má sjá gullgrafar
ann á leið til vinnu sinnar!
Newell geispaði, reis upp á
olnboga, með úfið hárið flaksandi
út í loftið.
— Þá getum við unnið i friði
í allan dag, sagði hann. -g- Vinur
okkar er ekki nærri eins snið-
ugur og við héldum.
Þegar þeir komu í dalinn þar
sem gamli árfarvegurinn var,
fóru þeir að klifra, en komust
fljótt að raun um, að það gat
verið hættuspil fyrir óvana menn.
Dvergfura ein hafði brotnað,
þegar Ingram greip í hana, er
hann ætlaði að hrapa. Paige hafði
komið rétt á eftir honum, á öll
um gangi, ýmist á tveim eða
fjórum fótum og datt þess í milli.
Það kom brátt í ljós, að Davíð
á heimleið, og gekk síður en svo | anum á Pete. Fanturinn lá endi-
sarsaukalaust, eins og nærri langur á jörðinni og hreyfði sig
mátti geta.
— Hertu þig upp, gamli minn.
Nú eigum við ekki langt eftir,
sagði Newell hughreystandi og
óskaði þess heitast, að hann væri
að segja satt. öðru hverju var
hann rétt að því kominn að
missa móðinn og gefa allt upp á
bátinn.
hvergi.
XV.
Siðan Paige varð uppkominn,
var þetta í fyrsta sinn, sem hann
hafði sofið heilan sólarhring í
einni lotu. Hann vaknaði í svita
baðj við það, að sólin skein á
hann. Og þegar hann hálfsofandi
Eftir langt stríð, svo að hjartað vætti varirnar með tungunni,
barðist og lungun ætluðu alveg ! fann hann lengstu skeggbrodda,
að brenna upp, af þessari geysi- j sem hann hafði enn haft á efri
lorfii nrnrmplil 1 n rfíti Vmnn Tn rtnn m 1 i.iix
legu áreynslu, lagði hann Ingram ' vör.
frá sér og tók að rannsaka brotið
nánar.
— Eg get ekki bundið um þig
nema rétt til bráðabirgða, kall
Einfaldur og sniðfastur stíll
herbergisins, sem hann var í,
hjálpaði honum nokkuð til að
átta sig. Hann opnaði bólgin augn
minn, sagði hann, um leið og , lokin sem snöggvast og það fór
hann reif skyrturnar þeirra í j hrollur um hann við endurminn
ræmur, og dró nagla úr kassan-l inguna um það, sem gerzt hafði.
um, sem niðursuðudósirnar höfði?; Allir ofreyndir og eyðilagðir
verið í. — Við verðum að bíða j vöðvar í. öllum skrokknum
þangað til við komum til manna- kveinkuðu sér, þegar hann seild
byggða með að fá þetta almenni ist eftir úrinu sínu á hvíta borð
lega gert, en ég skal gera það inu við rúmstokkinn. Klukkan
sem ég get í bili. I var hálfellefu. Hann lét sig síga
_ , . , . 'varlega niður á votan koddann,
- E" hverl'i1* komumst við til og ætlaði að stynjaj en hætu við
mannabyggða? Ingram nisti tonn það . hólfu kafi sársauk
um af sarsauka. — Heldurðu, að _ sem það olu honum innvort
við getum truað þessum glæpa-
manni fyrir þvi að fara og sækja
t .
ís.
hjálp? Hann kreppti hnefana og
horfði á handatiltektir Newells.
Nú heyrði hann eins og ofur
lítið högg á gólfið undir rúminu.
- Nei, svaraði Newell. - Vi'ð N_tWel br°sti’ lét höndina síga
verðum að verða samferða allir niður . fynr rumstokkinn og
þrir j smelltx ofurlitið með fingrunum.
— Viltu sjá! Þarna kemur!^ fan>? h?nn raka tunguna
hann. Hann hefur þá elt okkur, ' 1 Sylvlu a hond Slnni naest
eftir allt saman!
Paige gekk á móti Pete, bál-
reiður, og skammaði hann fyrir
að vera að flækjast að baki þeim
í stáð þess að hjálpa þeim eftir
megni. Pete setti upp ólundar-
bros og sagði, að sér kæmi það
lítið við þó að þeir mölvuðu á |
sér lappirnar, þegar þeir væru að
reyna að leyna fundi sínum fyrir
honum.
Ingram hafði mikla löngun til
að segja fá orð í fullri meiningu
við Pete, en Newell benti honum
að þegja. Þeir höfðu ekki efni á
að eiga í ófriði við Pete — eins
og á stóð.
—Takið þér saman allt dótið,
skipaði Paige. — Við leggjum af
stað tafarlaust.
kom rauður hausinn fram undan
rúminu, og loks voru báðar fram
lappirnar komnar upp á rúmið,
rétt við koddann.
— Hvern skollann hefurðu náð
í þarna?
Sylvía opnaði kjaftinn og lagði
tusku á stærð við tvo lófa á
brjóstið á Newell. Newell bar
þessa einkennilegu gjöf undir
birtuna og athugaði hana vand-
lega. Svo hló hann og Sylvía
lagði trýnið á handlegg hans.
Hurðin, sem hafði verið í hálfa
gátt, opnaðist nú hægt og gæti-
lega. Hjúkrunarkona með vatns
skál í hendi og handklæði, gekk
hægt að rúminu. Sylvia hljóp til
hliðar og rýmdi fyrir henni.
— Jæja, eruð þér vaknaður?
Hvernig gengur? Síðan tók hún
Eg verð hér til morguns. Eg hefði
gaman af sjá staðinn þar sem . . .
hann fótbrotnaði.
Paige fékk suðu fyrir eyrun.
Þolinmæði hans var að þrotum
komin. Það heyrðist brak, þegar
hafði fótbrotnað. Og nú voru þeir hægri hnefi hans lenti á kjálk-
— Ekki i dag! hvæsti Pete. — að þvo honum í framan. — Það
_ •¥ U f _ xtl TT’ U/vfX! • xmr «11 TYI Ol'r’O pf on rl i ÍC Tii ó /vlrlrim
Skáldið og mamma litla
1) Bara að ég vissi, hvað ég ætti að
gefa Siggu Sigurðar og manninum
hennar að borða á sunnudaginn ....
2) .... við komum til þeirra í fyrra-
sumar. Manstu nokkuð hvað við feng-
um að borða h^á þeim? .... Jú, við
fengum ....
3) .... fiskibollur hráar í miðjunni
- og einn íspinna hvort.
W
a
r
t
ú
á
— Eva, ég þoli ekki þá skömm
mS standa ein við móttökuna á
dansleiknum án föður þíns . . •
Hann verður að vera kominn aft-
ur! . . . Hann verður!
— Þú þarft ekki að æsa þig
svona upp Vivian. Hann verður
ekki kominn!
— Eva, ég hef gert allt, sem
d mínu valdi stendur til iyfts
jþér í þjóðfélaginu . . . Ég hefi
unnið að því að fá þig tekna í
réttu félögin . . . Ég hef séð um
það að þú umgengist þezta fólkið
. . Ég hef unnið fyrir þig Eva,
og nú vil ég að þú gerir svo-
litið fyrir mig!
— Hvað?
— Ég vil að þú farir með föð-
ur þínum í veiðiförina og sjáir
um að hann verði kominn aftur
í tæka tíð fyrir dansleikinn.
var nu meira standið hjá okkur
með þennan hund í gærkvöldi!
Við reyndum að halda honum
frá herberginu yðar, en þá gerði
hann svo mikinn hávaða, að
Stafford læknir sagði, að við
skyldum heldur hleypa honum
inn en vekja allan spítalann.
— Eg man nú lítið eftir þessu,
sagði Paige máttleysislegá. —
Hún var rétt að færa mér þennan
lepp, sem minnir óþyrmilega á
tusku úr vaðmálsbuxum.
— Já, það er aftan úr buxum.
Við fundum yður og hr. Ingram
vin yðar liggjandi á akbrautinni,
en hundurinn gelti allt hvað af
tók. Einhver stór og ruddalegur
dólgur læddist burt, og þegar
við vorum að bera ykkur inn,
sneri hundurinn við, hljóp eftir
honum og . . .
— ... kvaddi hann, hélt Paige
áfram. — Ætli hann hafi gert
honum nokkuð?
— Líklega ekki. Að minnsta
kosti hafði hann sig burt af eigin
ramleik.
SHtltvarpiö
Laugardag:ur 15. október
8.00—10.20 Morgunútvarp — (Bæn.
8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. ~~
8.40 Tónleikar. — 10.10 VeÖurfr.)*
12.00 Hádegisútvarp.
12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig-
urjónsdóttir).
14.00 Laugardagslögin.
(Fréttir kl. 15.00 og 16.00).
16.30 Veðurfregnlr.
19.00 Tómstundaþáttur barna og ung-
linga (Jón Pálsson).
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Islenzkt tónlistarkvöíd: — Arni
• Thorsteinson níræður. — Elsa
Sigfúss og Sigurður Björnsson
syngja lög eftir Arna og lesið
verður úr minningabók tónskálds
ins. — Dr. Hallgrímur Helgason
flytur inngangsorð.
21.25 Leikrit: „Scampolo'4 eftir Dario
Niccodemi, í þýðingu Björns Franz
sonar. — Leikstjóri: Rúrik Har-
aldsson.
22.00 Fréttir og veðurfregnú
22.10 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.