Morgunblaðið - 27.10.1960, Síða 2
2
MORGUNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 27. okt. 1960
Gestir á tékknesku vélasýningunni.
Tékknesk véla-
r • r || r % •
syning i Heoni
I GÆR var opnuð í húsa-
kynnum Vélsmiðjunnar Héð-
ins tékknesk vélasýning. Var
þar fyrst og fremst um að
ræða sýningu á járnsmíða-
vélum, en Héðinn hefur und-
anfarin fjögur ár haft um-
boðssölu fyrir slíkar vélar.
Sveinn Guðmundsson, forstj.
Héðins, sagði meðal annars, að
40% af útflutningi Tékka væru
vélar, en sú þjóð væri hin
þriðja stærsta í heiminum um
framleiðslu á járnsmíðavélum.
Hann gat þess að Tékkar hefðu
yfir að ráða 6 milljónum lesta
af stáli árlega, en yrðu þó að
flytja inn 1 milljón til viðbótar
til þess að geta annað véla-
framleiðslu sinni.
Framleiðslan seld
Framleiðsla Tékka á járn-
smíðavélum er sérgrein þar í
landi. Sveinn gat þess, að ein-
mitt framleiðsla þessara véla
væri undirstaða vélaiðnaðarins
í heiminum.
Hr. J. Skrivansk, forstöðu-
maður vélaútflutnings og for-
stöðumaður sýningarinnar í
Héðni, tók fram, að Tékkar
væru nú þegar búnir að selja
allar þær járnsmíðavélar, er
þeir hyggðust framleiða á árinu
1961. Framleiðslan yrði þreföld-
uð á næstu þremur árum. Kæmi
þar til að eftirspum væri mjög
mikil, enda væru þær vélar, er
á þessari sýningu kæmu fram,
flestar þegar seldar.
Iðnvarningur fyrir fisk
Um viðskiptasambönd íslend-
inga og Tékka sagði sýningar-
stjórinn, að viðskipti við ísland
væru einkar hagstæð, þar sem
Tékkóslóvakía væri staðsett
inni á miðju meginlandi en ís-
land úti á r eginhafi. Eðlilegt
væri því, að Tékkar seldu ís-
lendingum iðnvarning en
keyptu í staðmn sjávarútvegs-
vörur.
Bæði fulltrúar Tékka og
Sveinn Guðmundsson lögðu
áherzlu á að atvinnuþróun þjóð-
anna beindist að aukinni vél-
væðingu og því væri þessi sýn-
ing talandi tákn um vaxandi
vélvæðingu.
í gær kl. 16 var hin tékk-
neska vélasýning opnuð á 4.
hæð Héðinshússins. Gat þar að
líta 55 sýningargripi og bar þar
Frumsýmng
AKRANESI, 26. okt. — Leikíé-
lagið hér í bænum frumsýnir í
kvöld gamanleikinn „Þrír skálk-
ar“ undir leikstjór* Ragnhildar
Steingrímsdóttur. Með þessu
leikriti hefst leikár félagsins.
— Oddu:.
Dagskrá Alþingis
DAGSKRA Sameinaðs þings: Fyrir-
spurn: Veðdeild Búnaðarbankans. —
Dagskrá efri deildar: 1. Fiskveiðiland-
helgi Islands, frv. 2. Framleiðslu- og
atvinnuaukningarsjóður. — Dagskrá
neðri deildar: 1. Bann gegn vinnu-
stöðvun atvinnuflugmanna. 2. Eftir-
lit með happdrættum. 3. Happdrætti
háskólans. 4. Lækkun á byggingar-
kostnaði. 5. Lántaka til hafnarfram-
kvæmda.
Nóbelsverðlaunin....
Frh. af bls. 1.
ista Angioletti, sagði í Róm að
hann teldi 'Saint-John Perse einn
mestan núlifandi rithöfunda. —
„Nóbelsverðlaunin eru réttát og
verðskulduð viðurkenning á list
hans og vinnu“, sagði hann.
Perse er tíundi Frakkinn sem
hlýtur bókmenntaverðlaun Nob-
els. Franrois Mauriac, sá eini
hinna níu, sem er á lífi, tók und-
ir árnaðaróskirnar til Perse, sem
hann sagði að væri bezta ljóð-
skáld Frakka. „Það gleður mig
einnig persónulega að hann
skyldi fá Nobelsverðlaunin",
sagði Mauriac. „Ég hef þekkt
Perse frá því hann var 18 ára
og var ég einn af hans fyrstu
aðdáendum“.
í utanríkisþjónustu
Saint-John Perse, heitir réttu
nafni Aléxis Léger, og er fæddur
árið 1887 á kóraleyjunni Saint-
Léger-les-Feuilles nálægt Guada-
loupe í Vestur-Indíum. Ellefu ára
gamall fluttist hann til Frakk-
lands til að ljúka námi. 1914 gekk
hann í utanríkisþjónustu Frakka
og var sendur til Kína árið 1917.
Hann var skipaður ráðuneytis-
stjóri utanríkisráðuneytisins
franska árið 1932 og gegndi þvi
starfi þar til liann flýði land
árið 1940.
Verk Perse
Fyrsta bók Perse, Eloges, var
gefin út 1910 og var höfundur þá
nefndur Saint Léger Léger. En í
seinni útgáfu ,sem út kom 1925
er nafninu breytt í St.-John
Perse. Anabase, sem fyrst var
gefin út 1924, geymir minningar
höfundar frá Kína og Gobi eyði
mörkinni. Af öðrum verkum
Perse má nefna Exil, sem hann
ritar eftir flóttann frá Frakk-
landi og út kom í Bandaríkjun-
um 1942, og Vents, lengsta verk
Perse. sem út kom 1946.
(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
mest á rennibekkjum, borvél-
um og rafmótorum. Við það
tækifæri ávarpaði hr. Karel
Franc, sendifulltrúi Tékka hér
á landi, sýningargesti, svo og
Sveinn Guðmundsson, forstjóri
Héðins, en Ásgeir Bjarnason,
framkvæmdastjóri, lýsti sýning-
unni, sem verður opin almenn-
ingi frá kl. 2—7 daglega, einnig
sunnudaga.
Stúdentaráðskosn-
ingar á laugardag
STÚDENTARÁÐSKOSNIN GAR
fara fram í Háskólanum á laug-
ardaginn kemur. Þá verður í
fyrsta sinn kosið eftir hinum
nýju lögum, sem samþykkt voru
seint á síðastliðnum vetri.
Einstaklingskjör i deild
Ekki er nú lengur um lista-
framboð að ræða fyrir allan
skólann í senn heldur kýs hver
deild sinn fulltrúa úr hópi
þeirra einstaklinga, sem fram
eru boðnir innr.n deildarinnar.
Alls eru um 30 stúdentar í
kjöri.
9 manna ráð áfram
Deildir Háskólans eru nú 5
talsins: guðfræðideild, lækna-
deild, laga- og viðskiptadeild,
heimspekideild og verkfræði-
deild; fá þær hver um sig einn
mann kjörinn í Stúdentaráð. Að
auki eru svo þrjú sæti, sem
skiptast á milli deildanna eftir
hluttöku í kosningunum og loks
skipar fráfarandi stúdentaráð
einn mann í hið nýja ráð.
Situr lengi
Stúdentaráð það, sem nú verð
ur kosið, mun sitja óvenjulega
lengi — eða fram í marz-mán-
uð 1962, og skulu kosningar eft-
Lancíað úr Langjökli
Grimsby, 26. oktöber.
Einkaskeyti til Mbl.
LOKIÐ er við að landa 500
lestum af frystum fiski úr
ms. Vatnajökli hér í Grims-
by, °S gekk löndun vel og
árekstralaust.
Welch mótmælir
Denis Weloh, formaður félags
yfirmanna á togurum i Grimsby,
hafði áður lýst því yfir að tog-
araskipstjórar litu þessa löndun
ilium augum. Jafnvel þótt fisk-
urinn hafi löngu verið keyptur,
sagði Welch, hefðu seljendur átt
að fresta afskipun þar til við-
ræðum um fiskveiðilögsöguna
lýkur. Sagði Welch að þegar full
trúar fiskiðnaðarins fara næst á
fund sjávarútvegsmálaráðherra,
muni þeir bera fram mótmæli
MenningartengSí
Indlands osf
Islands
SUNNUDAGINN 16. október
síðastliðinn var stofnað í Reykia
vík félag til að koma á menn.
ingartengslum milli Indands og
Isiands og veita fræðslu hér á
landi um indverska menningu:
heimspeki, trúarbrögð, þjóðíé-
lagshætti, vísindi o. fl. og leit-
ast við að kynna íslenzka menn-
ingu, bókmenntir og listir í Ind-
landi. Rætt hafði verið um þessa
félagsstofnun við indversxu
sendinefndina sem kom hingað
í ágústmánuði sl. á vegum ís-
landsdeildar Guðspekifélagsins.
Varð það að ráði, að íslands-
deildin beitti sér fyrir stofnun
þessa félags, og hlaut það nafnið
Indía (India Society).
Kjörin var 7 manna stjór.’i, og
hana skipa Gunnar Dal, formað
ur, Gretar Fells, varaformaður,
Steinunn S. Briem, Guðjón B.
Baldvinsson, Sigurlaugur Þor-
kelsson, Jóhann M. Kristjánsson
og Kristmann Guðmundssn.
Þeir, sem hafa hug á að gerast
félagar, geta snúið sér til ein-
hvers úr stjórninni, og verða
þeir taldir stofnendur, sem til-
kynnt hafa þátttöku fyrir 15.
nóvember.
vegna löndunarinnar úr Lang-
jökli. Yrði þá ráðherra tilkynnt
að ef áframhald verði á lönd-
unum muni tekið til athugunar
hvort ekki sé rétt að nota áhrif
verkalýðssamtakanna.
Sanmingsrof
Þetta er talið þýða að reynt
muni verða að fá löndunarverka
menn til að neita að vinna við
fiskfarma frá íslandi. Mjög ólík-
legt er að það takist, þar sem
löndunarverkamenn eru starfs-
menn hafnarvinnuráðsins og
eiga yfir höfði sér refsingu ef
þeir neita að afferma ákveðin
skip og rjúfa þannig gildandi
samninga.
GJÖGRI, 25. okt. — Hér hefur
verið ágæt tíð, hægviðri og sól,
en smávegis frost um nætur. Hef
ur kúm verið beict fram að þessu
eins og um sumar væri, enda tún
skrúðgræn ennþá! 1 nótt gránaði
þó í fjöll og er hálfkalt í dag.
Lóðafiskirí er mjög gott, hafa
fengizt á annað hundrað pund á
irleiðis fara fram £ þeim mán-
uði. — Stúdentar í Háskólanum
eru nú nær 800.
ísland
í B-ribli
LEIPZIG, 26. okt: — Síðasta um-
ferð Olympíuskákmótsins var
tefld í kvöld.
Eftirtalin lönd komast í A,-
úrslitariðil: .
Ur A-riðli: Júgóslavía, Búlgar-
ía og Austur-Þýzkaland. Noregur
varð í 4. sæti.
Úr B-riðli: Rússland, Argentína
og Holland.
Úr-Criðli: England, Tékkósló-
vakía og Svíþjóð.
Úr D-riðli: Bandaríkin, Vestur-
Þýzkaland.
LEIPZIG, 26. okt. — ísland hefir
tvo vinninga gegn einum hjá
Túnis, en einni skák var ekki
lokið. Freysteinn tapaði fyrir
Belkadhi, Arinbjörn á vinnings-
stöðu í biðskák við Lagha, Gunn
ar vann Kahia og Ólafur vann
Kchouk.
ísland nær væntanlega 6. sæti
og kemst upp í B-úrslitariðiI.
Það er þó undir því komið að
Bretinn Golombek tapi ekki bið
skák, sem hann á, en hann
kveðst tefla hana til vinnings. —
Freysteinn.
Samkvæmt NTB-skeyti kom-
ast eftirtalin Iönd í A-úrslitarið-
il:
Rætt um leyfi
fyrir bílasölur
BÆJARRÁÐ Reykjavíkur hefur
á fundum sínum undanfarið haft
til meðferðar umsóknir frá ein-
staklingum, sem eru að sækja um
leyfi fyrir bifreiðasölum sínum.
Umferðarnefnd er látin fjalla um
umsóknirnar áður en þær koma
til kasta bæjarráðs. Á síðasta
fundi var samþykkt að verða
ekki við óskum um að heimila
bíasölur á þessum stöðum hér í
bænum: Barónstíg 3, Ingólf-
sstræti 9, Vitatorgi, Njálsgötu 40
og Klapparstíg 37. Var þessi sam
þykkt gerð skv. tillögu umferð-
lóð. — Regína. arnefndar.
-
NA 15 hnúfar / SV 50 hnúfar ¥ Snjóhomo » ÚSi \7 Skúrir K Þrumur 'W&ií KuUaM Hitaski! H HmÍ L * Lmqi
Haustblíðan heldur enn á-
fram, stillur og frostlaust á
daginn en talsvert næturfrost.
Er ástæða til að benda á, að
undanfarnar nætur hefur ver
ið 4—5 stigum kaldara niðri
SV-land til Breiðafjarðamiða:
Hæg austan og NA átt, víðast
úrkomulaust.
Vestfirðir til Austfjarða og
miðin: Hægvirði, síðan NA
kaldi, víðast úrkomulaust i
við gras en í mannhæð frá nótt en dálítil snjókoma með
jörðu. Þannig var lægsti gras- köflum á morgun.
SA-land: Hæg NA átt, létt-
skýjað.
SA-mið: NA kaldi, dálítil
Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi. rigning á morgun.
hiti í Reykjavík 8° í fyrrinótt,
en 4° í mannhæð.