Morgunblaðið - 27.10.1960, Page 5
Fimmtudagur 27. okt. 1960
MORCTIISTILAÐIÐ
5
MENN 06
= MALEFNI=
Fyrir rúmium mánuði kom
fröken Gerda Brunskog, æf-
ingakennari frá Uppsölum,
hingað til landsins á vegum
fræðsluskrifstofu Reykjavík-
ur. Hún hefur flutt hér erindi
á fræðslufundum kennara,
kennt á námskeiðum fyrir
barnaskóiakennara og heim-
sött barnaskóla bæði hér í
bænum og utan hans. Gerda
Brunskog hélt heimleiðis í
fyrradag, en nokkru áður
hafði fréttamaður blaðsins tal
af henni.
— Við hvað starfið þér í
Svíþjóð?
— Ég kenndi sem æfinga-
kennari við kennaraskóla í
Uppsöium og var einnig náms
stjóri fyrir nokkra tilrauna-
skóla í landinu, en af þessum
störfum lét ég fyrir 3 árum.
Nú ferðast ég um og leiðbeini
við kennslu á vegum fræðslu-
skrifstofunnar í Stokkhólmi.
— I hverju er starfsemi til-
raunaskólanna fólgin?
— Skólaskylda í Svíþjóð er
nú 7 ár, en í tilraunaskólun-
um eru börnin 9 ár. Þar eru
reyndar nýjar kennsluaðferð-
ir og ef þær gefast vel eru
þær einnig teknar upp við
aðra barnaskóla. Fyrsti til-
raunaskóli í Svíþjóð hóf starf-
semi sína 1949 og nú er þriðji
hluti allra barnaskóla í land-
inu rekinn með þessu sniði og
gera má ráð fyrir að 1970
verði allir barnaskólar í land-
inu starfræktir með þessu fyr
irkomulagi.
— Er kennslutilhögun í
sænskum barnaskólum frá-
brugðin því er tíðkast hér á
landi?
— Já, kennslukerfið hér er
strangara og fer eftir ákveðn-
ari reglum. í Svíþjóð höfum
við til dæmis engin próf í lok
hvers skólaárs heldur prófa
kennararnir börnin af og til
yfir veturinn og gefa þeim
cinkunnir á vorin. Til þess að
gera kenniurum kleift að sam-
ræma prófin höfum við svo
vissar reglur, en þær gilda að
eins um móðurmálið og stærð
fræði. Tímaskipun er ekki
eins ströng og tíðkast hér,
stundum vinna börnin ef til
vill að einu fagi 2—3 vikur í
senn og eru svo prófuð í því
í lok þess tímabils. Rcynt er
að láta lesgreinanámið ekki
byggjast eingöngu á minni
heldur haga kennslunni þann-
ig að hún þroski börnin sem
mest. Þeim er kennt að vinna
sjálfstætt og saman í hópum
eftir því sem hægt er. Við
skiptum börnunum ekki í
bekki eftir getu, en samt reyn
um við að láta hvert barn
hafa verkefni, við sitt hæfi.
Þegar börnin setjast í 7 ára
bekk er alls ekki ætlazt til að
þau séu orðin læs og er yfir-
leitt talið æskilegra að svo sé
ekki.
— Hvernig lízt yður á skól-
ana hér?
— Mér finnst þeir mjög vist
legir, sérstaklega nýju skól-
arnir. Einnig eru þeir yfirleitt
byggðir á mjög hentugan
hátt. Hrifnust var ég af
Breiðagerðisskólanum og held
ég að segja megi að við höfum
ekkert svo skemmtilegt barna
skólahús í Svíþjóð. Einnig
þótti mér anddyri Melaskól-
ans mjög skemmtilegt, það er
bæði bjart, rúmgott og fallega
skreytt.
Umgengni í skólum hér
virðist yfirleitt vera mjög
góð, þeim vel við haldið, og
börnin prúð og vel vanin.
— Vilduð þér ekki að lok-
um segja nokkur orð um dvöl
yðar hér?
— Ilún hefur í alla staði
verið mjög ánægjuleg. Kenn-
arar hafa sýnt mikinn áhuga
á námskeiðunum, þau hafa
verið mjög vel sótt. Einnig
hef ég verið heppin með veð-
ur og þar af leiðandi notið
hinnar sérstæðu náttúrufeg-
urðar íslands í ríkum mæli.
i
Flugfélag islands hf.: — Hrímfaxi
fer til Glasgow og Khafnar kl. 7 í dag.
Kemur aftur kl. 21:30 í kvöld. Fer til
Glasgow og Khafnar kl. 7 í fyrramál-
ið.
Innanlandsflug: I dag til Akureyrar,
Egilsstaða, Kópaskers, Patreksfjarðar,
Vestmannaeyja og Þórshafnar. A
morgun til Akureyrar, Fagurhólsmýr-
ar, Hornafjarðar, Isafjarðar, Kirkju-
bæjarklaufiturs og Vestmannaeyja.
Loftleiðir hf.: — Hekla er væntan-
ieg kl. 8 frá New York, fer til Oslo,
Gautaborgar, Khafnar og Hamborgar
kl. 9:30.
H.f. Eimskipafélag íslands. — Detti-
foss er á leið til New York. Fjallfoss
fór í gær til Siglufjarðar. Goðafoss er
á leið til Leningrad. Gullfoss er í
Leith. Lagarfoss er á leið til Rvíkur.
Reykjafoss er í Rvík. Selfoss er á leið
til Rotterdam. Tröllafoss er í Ham-
borg. Tungufoss er á leið til Gdynia.
Eimskipafélag Reykjavíkur hf. —
Katia er í Archangelsk. Askja er á
Spáni.
Hafskip hf. — Laxá er í Vestmnna
eyjum.
Jöklar hf.: — Langjökull er á leið
til Rvíkur. Vatnajökull er í Rvík.
Skipaútgerð ríkisins: Hekla fór vestur
um land í gær. Esja er á Akureyri.
Herðubreið er í Rvík. Þ»yrill er á leið
til Manchester. Herjólfur fer frá Vest
mannaeyjum í kvöld til Rvíkur. Bald-
ur er í Reykjavík.
Skipadeild SÍS.: — Hvassafell er á
leið til Finnlands. Arnarfell er í Arch
angelsk. Jökulfell er á leið til Rvíkur.
Dísarfell er í Gdansk. Litlafell er í
Rvík. Helgafell er í Gdansk. Hamra-
fell er á leið til Islands.
Sextugur er í dag Sigurjón
Sigurðsson, Sigtúni 23. Hann
dvelur í dag á heimili sonar síns
Teigagerði 12.
Söfnin
Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla
táni 2. Opið daglega kl. 2—4 e.h. nema
r íánudaga.
Listasafn Einars Jónssonar er opið
frá kl. 1,30—3,30 miðvikudaga og sunnu
daga.
Þjóðminjasafnið: — Opið sunnudaga
kl. 1—4, þriðjudaga, fiinmtudaga og
laugardaga kl. 1—3
Náttúrugripasafnið: — Opið á sunnu-
dögum kl. 13:30—15, og þriðjudögum
og fimmtudögum kl. 14—15.
mánudag.
Tæknibókasafn IMSÍ
(Nýja Iðnskólahúsinu)
Útlánstími: Ki. 4,30—7 e.h. þriðjud.,
fimmtud., föstudaga og laugardaga. —
Kl. 4,30—9 e.h. mánudaga og mið-
vikudaga. — Lesstofa safnsins er opin
á vanalegum skrifstofutíma og út-
lánstíma.
Bókasafn Lestrarfélags kvenna, —
Grundarstíg 10. er opið til útlána
mánudaga, miðvikudaga og föstudaga
kl. 4—6 og 8—9.
Listasafn ríkisins er opið þriðjudaga,
fimmtudaga og laugardaga kl. 1--3,
Pennavinir
Iranskur piltur um tvítugt hefur á-
huga á að komast í bréfasamband við
íslenzka stúlku 16—18 ára, skrifar á
ensku. Nafn og heimilisfang er:
IJ.M.D. C & M.P.
Manocher Gholchin,
Aghajary, Iran, Asía.
18 ára norskur drengur vill skrifast
á við íslenzkan pilt eða stúlku á
svipuðum aldri. Skrifar á ensku, nafn
og heimilisfang er:
Terje Kværnberg,
Olav Ryes Pl. 5,
Osló N.Ö., Norge.
Enskur drengur óskar að skrifast á
við íslenzkan dreng eða stúlku. Nafn
hans og heimilisfang er:
Nicola Gelhar,
43 Crownstone R.D.,
Brixton S.W.2.,
England.
16 ára amerísk stúlka, sem búsett
er á Kýpur langar til að skrifast á
við íslenzkan pilt eða stúlku og skipt-
ast á póstkortum. Nafn hennar og
heimilisfang er:
Ruth Keshishian,
8, Averof, Nicosia, *
Cyprus.
• Gengið •
Soiugengl
1 Sterlingspuna ........ Kr. 107,23
1 Bandaríkjadollar ...... — 38,10
1 Kanadadollar .......... — 38,96
300 Danskar krónur ....... — 553,20
100 Norskar krónur ....... — 534,35
100 Sænskar krónur ....... — 737,70
100 Finnsk mörk .......... — 11,90
100 Austurrískir shillingar — 147,30
100 Belgiskir frankar .... — 76,35
100 Svissneskir frankar .... — 884,95
100 Franskir frankar ...... — 776,15
100 Gyllini .............. — 1010,10
100 Tékkneskar krónur — 528.45
100 Vestur-þýzk mörk ..... — 913.65
1000 Lírur .................. — «1,39
100 Pesetar .............. — 63,50
ÁHEIT og CJAFIR
Áheit og gjafir til Strandakirkju,
afh. Mbl.: — Aheit afh. af séra Are-
líusi Níelssyni 100 kr., JE 100, LK 40,
NN 50, SH 50. EÞ 120, EE 100, KA 100,
Fríður 20, ASA 300, HHN 100, AK 50.
BO 500, Frá móður 200, Frá gamalli
konu 30, VK 10, NN 100, NN 10, GEK
200, Nína 10, NN 100, Skerfirðingur
500, Langamma 10, Gömul móðir 10,
Guðbjörg 50, ÞSG 100, SE 500, ÞK 25,
BLB 100, NN 50, A 20, ÞÞ 10, Blá-
stakkur 100, Dóra 450, KÞ 150, Rann-
veig 25, ómerkt í bréfi 25, Ingigerður
20, NN 200, MM 200, Kona 100, Gamalt
áheit JG 200, NN 100, ÞS 50, Agnes
50, SEB 60, ES 100, EG 100, Frá þakk-
látri 101, NN 200, Jökull 500, REE 50,
Gamalt áheit 100, NN 100, JHÞ 500,
MÞG 120, SK 50, GA 20 kr.
— Þú verður að fara varlega,
þetta er síðasti boltinn okkar.
— ★ —
Aleinn ræ eg úti á djúpi,
ó, sú sjónin skær!
Sjórinn gullnum sólskinshjúpi
sveipast fjær og nær.
Sjór er gagnsær — grilli’ eg niður,
gnötra eg við að sjá:
Hafskip sokkið! — helgrár bryður
hákarl bleikan ná.
Áfram ræ eg, ei skal dvelja,
áfram, bátur! svíf;
yfir sólbros, undir helja,
ó þú falska líf!
Steingrímur Thorsteinsson:
Efra og neðra.
— Litla dóttir mín gleypti gull
mola, og það þarf að skera hana
upp. Eg veit ekki hvort óhætt er
að treysta Gísla lækni.
— Jú, án efa, hann er mjög
heiðarlegur maður.
— ★ —
Kennarinn: — Geturðu nefnt
mér dæmi um mildan vetpr?
— Já, 1957, þá var kennarinn
veikur í sex vikur samfleytt.
— ★ —
Hann: — Hvers vegna kaup-
irðu alltaf of stórar skyrtur
handa mér?
Hún: — Heldurðu að ég vilji
láta búðarmannin vita hvílíkum
væskli ég er gift.
Kona óskar eftir SKRIFSTOFUSTARFI heimavinna (vélritun) kem ur einnig til greina. Tilb. sendist Mbl. fyrir n.k. m. mót, merkt: „Vandvirkni — 1754“ Innréttingar í eldhús og svefnherbergi. Stuttur afgreiðslutími. — Sanngjarnt verð. Trésmíðavi.nnustofan Hefill Vesturg. 53B — Sími 23651
Til sölu Dodge ’42 ákeyrður. Uppl. í síma 19683. 2ja—3ja herb. og eldhús óskast strax eða fyrir 14. maí. Tilb., merkt: „3 í heimili — 1092“ send ist Mbl. sem fyrst.
Pinnari og laghenlur maður óskast. Skógerðin h.f. Rauðarárstíg 31 Kvenmaður sem kann flökun óskast str*x í fiskbúð í tvo tima f.h. Tilb. sendist Mbl. — merkt: „Flökun — 1762“
Þvottavél Nýleg Thor-þvottavél til sölu. Uppl. í síma 34269. Pússningasandur Vikur — Bruni Sími 32181.
Keflavík Til sölu sendiferðabíll í góðu lagi. Útb. kr. 15 þús. Uppl. í síma 2044 eða 2305. A T H U G I Ð að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en í öðrum blöðum. —
íbúð til leigu
Ný 5 herb. hað til leigu (ekki í fjölbýlishúsi). Ein-
hver fyrirfranigreiðsla æskileg. Tilboð merkt: „íbúð
— 1757“ sendist Mbl. sem fyrst.
Onfirðingar
Önfirðingar í Reykjavík og nágrenni
Spiluð verður félagsvist og dansað kl. 8,30 laugar-
daginn 29. okt. í Skátaheimilinu.
Mætum öll og lögnum vetri.
STJÓRNIN.
Stúlka vön skrifstofustörfum
óskast til heildverzlunar í miðbænum við vélritun,
bréfaskriítir, símavörzlu o. fl. Vön stúlka gengur
fyrir. — Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf
eða nám sendist Morgunbl. fyrir laugardag merkt:
„Skrifstofustörf 1751“.
Iðnaðarhusnæði
Til leigu á goðum stað 40—50 ferm. húsnæði, fyrir
léttan og hrem'egan iðnað. Þeir sem hafa hug á þessu
leggi tilboð inn á afgreiðslu blaðsins fyrir hádegi
á laugardag merkt: „Iðnaður — 1759“.
ATVINNA
2 stúlkur óskast í búsáhaldaverzlun allan
og hálfan daginn. Uppl. í síma 23349.
milli kl. 10—12 og 4—6.
Sendisveinn óskast
uuiBimuí
Hringbraut 49.