Morgunblaðið - 27.10.1960, Síða 10
10
MORGVNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 27. okt. 1960
I
JHorniitiiMðMfr
Utg.: H.f. Arvakur Reykjavlk.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar! Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók.: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22180.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
FYRIR 8000 árum var Eystra
salt, sem á dönsku heitir
Östersöen eða Eystravatn,
stöðuvatn. Þá var Danmörk
KJARABÆTUR
EÐA VERKFÖLL
k FORSÍÐU blaðsins er
bent á leiðir til raun-
verulegra kjarabóta laun-
þega. Þessar tillögur hafa
kommúnistar ekk’ fengizt til
að ræða, þar sem þeir hafa
ekki áhuga á kjarabótum
heldur verkföllum. Hefur
það rækilega verið undir-
strikað með greinargerð
þeirri, sem hinn kommúníski
meirihluti Alþýðusambands-
stjórnar hefur sent frá sér
og birt er á öðrum stað í
blaðinu í dag. Þar er lagt til,
að verkalýðsfélögin geri
kaupkröfur sem jafngilda
þriðjungs kauphækkunum, en
algjörlega sniðgengnar allar
tillögur um raunverulegar
kjarabætur, að undanskilinni
kröfu um fast vikukaup, þar
sem því verður við komið.
Þvert á móti er lögð sér-
stök áherzla á , að álag á eft-
irvinnukaup verði hækkað úr
50% í 100%. Með öðrum
orðum, að það verði enn eft-
irsóknarverðara fyrir verka-
menn að leita eftir yfir-
vinnu en áður og launum
þeim, sem atvinnuvegirnir
geta greitt, verði deilt
þannig, að verkamenn verði
að vinna lengri tíma en
venjulega vinnuviku. —• í
fljótu bragði gera menn sér
ef til vill ekki Ijóst, hvers
vegna Alþýðusambandsstjórn
in vill þannig níðast á verka
mönnum. En skýringin mun
vera sú, að útflutningsfram-
leiðslan á erfiðast með að
greiða launahækkanir, en
hjá henni sé eftirvinnan mest
og þess vegna eigi að gera
sérstakar kröfur á hendur
henni, en ekki þeim, sem
frekar gætu ef til vill borið
kauphækkanir, en auðvitað
væri þó meiri von til þess að
þeir mundu fallast á ein-
hverjar kjarabætur. Hagur
verkalýðsins og von um bætt
kjör skiptir þannig engu
máli frekar en fyrri daginn,
heldur hitt að reyna að nota
verkalýðssamtökin í pólitísk-
um eyðileggingartilgangi.
Kröfur Alþýðusambands
íslands eru þannig vísvit-
andi miðaðar við það að úti-
lokað sé að þær geti fært
verkalýðnum kjarabætur,
heldur skuli þær vera vopn í
pólitískri baráttu kommún-
ista og beinast að því að
stofna til eins mikilla átaka í
þjóðlífinu og kostur er. Ef
einhverjir kynnu að yera svo
einfaldir að skilja ekki þess-
ar staðreyndir, þá skulum
við láta Þjóðviljann sjálfan
tala um tilgang þeirra vinnu
deilna, sem áður hafa verið
háðar. Um þetta segir blaðið
laugardaginn 15. þ. m.:
„....... nægir í því sam-
bandi að minna á verkföllin,
sem aftur og aftur hafa knú-'
ið þing og stjórn til þess að
breyta um stefnu“.
Þarna er blygðunarlaust
játað að verkalýðsfélögunum
hafi verið beitt tíl þess að
knýja lögmæt stjórnarvöld
til að stjórna á annan hátt
en þau töldu þjóðinni fyrir
beztu eða hrökklast frá völd-
um að öðrum kosti. Jafn-
framt er Ijóst, að í vinnu-
deilum varðar kommúnista
ekkert um hag verkalýðs.
En þrátt fyrír allt er ekki
ástæða til sérstakrar svart-
sýni. Sannleikurinn er sá, að
þessi skollaleikur kommún-
ista er svo augljós að þeir
vita sjálfir að þeir munu
mæta fullkom'nni andúð, ef
þeir gera tilraun til að fram-
kvæma hótanir sínar.
Ríkisstjórnin hefur lýst því
yfir, að hún muni ekki heim-
ila atvinnurekendum að velta
nýjum kauphækkunum yfir
á almenning aftur. Þar af
leiðir að vinnuveitendur
munu ekki telja sér fært að
fallast á kauphækkanir á
þessu stigi, án þess að sam-
hliða séu gerðar ráðstafanir
til betri vinnuhagræðingar
og framleiðsluafkasta. Á-
stæða er því til að ætla, að
þeir muni ekki láta undan
pólitískum verkfallshótun-
um. Á sama hátt eru verka-
menn minnugir þess að þeir
hafa ekki fengið kjarabætur
við hin pólitísku verkföll og1
eru því ekki fúsir til ævin- j
týramennsku. En ef til slíks
pólitísks verkfalls kæmi
samt sem áður, mundi það
vafalítið standa þar til það
færi út um púfur. Á slíkum
átökum mundu auðvitað allir
tapa, en mest yrði þó hið
pólitíska afhroð kommúnista
sjálfra, sem uppi stæðu sem
áhrifalausir og berskjaldaðir
vandræðamenn. Þetta gera
þeir sér sjálfir ljost og þess
vegna er ólíklegt, að þeir f
leggi út í ævintýrið. En hitt
er kannski ennþá ólíklegra,
því miður, að þeir reyni að
fara þær leiðir, sem Morgun-
blaðið hefur uent á til að
afla verkalýðnum varanlegra
og raunverulegra kjarabóta.
áföst við Svíþjóð og fersk-
vatn í Eystrasalti. — Þá var
Danafljótið eini tengiliður
Eystrasalts við Kattegat. Um
tilveru þess vitna enn djúpar
rennur á hafsbotni.
Nú er EystrasaU innhaf, en
fyrir nokkrum dögum fékk
togarinn Bohuslan frá Simr-
ishamn trjárætur í vörpuna
er hann var þar á veiðum.
Þetta voru leifar af hinum
mikla fornaldarskógi, er áður
þakti stór landsvæði, sem nú
eru horfin.
Þá var Danmörk ekki eyríki
eins og nú með 500 eyjar og rúm-
lega 7.400 kílómetra strandlengja.
Jótland og eyjarnar voru eitt.
Þegar jöklar ísaldarinnar bráðn-
uðu, jókst vatnsmagn heimshaf-
anna, en landið reis við að losna
við þunga þeirra.
MILLIMETER Á ÁRI
Landið heldur áfram að rísa,
segir dr. phil. Axel Schou próf-
essor við landfræðistofnun Kaup-
mannahafnarháskóla. En þetta
skeður það hægt að mjög erfitt
er að mæla það. Slíkar mælingar
hófust í Danmörku nokkru fyrir
Danmö rk í dag.
1890 og hefur verið haldið áfram
síðan. Hafa þær leitt í ljós að
norðurhluti Danmerkur rís um
sem svarar einum millimeter á
ári. Þótt þetta sé ekki mikið, ma
þó sjá mismun á sumum þeim
svæðum sem umkringd hafa verið
grunnsævi. En suðurhluti Dan-
merkur sígur um tæpan milli-
meter á ári og getur orðið erfitt
að halda lægstu svæðunum ofan
sjávar. Þetta jarðsig er örara í
Holiandi, þar sem talsverð land-
svæði liggja nú þegar 4—5 metra
undir yfirborði sjávar.
ÍSINN BRÁÐNAR
Hvernig mun Danmörk líta út
eftir 8.000 ár?
Ef landið heldur áfram að rísu
óbreytt frá því sem nú er, ætti
norðurhlutinn að vera 8 metrum
hærri en hann er í dag og áður
sokkin landsvæði að vera risin úr
hafi. En fleira kemur hér málinu
við, og þá sérstaklega vöxtur út-
hafanna, sem er örari en hækkun
landsins.
ísinn heldur áfram að bráðna
á heimsskautunum. Allir jöklar
hafa minnkað á þessari öld. Yfir
borð heimshafanna hefur hækkað
um 140 metra- frá síðustu ísöld
og það heldur áfram að hækka.
MÆLINGAR
Jarðfræðiárið 1957—58 sýndu
dansk-amerískar rannsóknir að
Það er að sjálfsögðu aðeina
unnt að gizka á lögun Danmerkur
árið 1960, en að öllu óbreyttu
verður landið orðið að ótal sma-
eyjum og stór landsvæði sokkin
! í hafið, þar sem fiskimenn þeirra
Fyrir 8.000 árum var Danmörk áföst við Svíþjóð.
Grænlandsjökull fer minnkandi.
Á síðasta ári voru gerðar um-
fangsmiklar mælingar á jöklin-
um, sem- verða endurteknar árið
1964. Þegar þeim mælingum verð
ur lokið, munu vísindamennirnii
tíma geta fengið ótrúlegustu hluti
í vörpur. sínar.
(þýtt og stytt).
„Innrás í næsta
manuoi
LONDON, 25. okt. (Reuter). —■
Tass-fréttastofan rússneska sagði
svo frá í dag, að Bandaríkin
væru að undirbúa vopnaða árás
á Kúbu, sem yrði gerð í næsta
mánuði. Sagði Tass, að innrásin
yrði gerð í sambandi við flota-
æfingar Bandaríkjanna, Brazilíu,
Argentínu og Uruguay.
Þá sagði fréttastofan, að báðir
frambjóðendurnir til • forseta-
kjörs í Bandaríkjunum ynnu n.ú
stöðugt að því að æsa upp í
Bandaríkjamönnum hatur á í-
búum Kúbu.
fá mikilsverðar upplýsingar um
hraða bráðnunarinnar og geta þa
reiknað vatnsmagn það sem bæt-
ist árlega við heimshöfin.
Sumir visindamenn telja að
Nýtt hraðamet
CLOUDMASTER-vél Loftleiða
setti í lok fyrri viku nýtt hraða-
met íslenzkrar vélar á leiðinni
New York — Reykjavík. Flaug
hún án viðkomu á 8 klst. og 19
mínútum. Flugstjóri var Olaf
Olsen.
Eftir 8.000 ár lítur Danmörk ef tii vill þannig út.
UTAN UR HEIMI
Hafiö vinnur á
yfirborð sjávar rísi nú um 4 milli
metra á ári, og haldist þessi aukn
ing, mun yfirborð sjávar eftir
8.000 ár liggja 32 metrum hærra
en í dag.