Morgunblaðið - 27.10.1960, Síða 13
Fimmtudagur 27. okt. 1960
MORGVNBLAÐIÐ
13
Kommúnistar gera kröfu
um þriðjungs launahækkun
BLAÐINU hefur borizt eftirfar-
andi bréf, sem Alþýðusambandið
Ihefur sent verkalýðsfélögunum,
varðandi samþykktir, er mið-
stjórnin hefur nýskeð gert um
kjaramálin.
Kæru félagar,
t Á ráðstefnu þeirri um kjara-
jnál, sem Alþýðusambandið boð-
aði til í maílok í vor, var það
sammæli allra, að afleiðing geng
islækkunar og annara ráðstafana
í efnahagsmálum væru þær, að
mýju dýrtíðarflóði hefði verið
steypt yfir þjóðina, kaupmáttur
launastéttanna færi minnkandi
og full hætta væri á samdrætti
framleiðslu og minnkandi at-
vinnu.
Um það, hvernig mæta bæri
þessari þjóðfélagsþróun, sagði orð
rétt í ályktun þeirri, sem sam-
þykkt var af öllum, er ráðstefn-
una sátu:
„RáÖstefnan álítur, að kjara-
málum verkafólks sé nú svo kom
ið, að óhjákvæmilegt sé fyrir
verkalýðsfélögin að láta til skar
ar skríða og hækka kaupgjald og
hrinda þannig þeirri kjaraskerð-
ingu, sem orðið hefur“.
Niðurlagsorð ályktunarinnar
fjölluðu um, hvernig vinnubrögð-
um að undirbúningi aðgerða
skyldi hagað. Þau voru á þessa
leið:
,,Ráðstefnan telur því nauðsyn-
legt, að hvert verkalýðsfélag
hefji nú undirbúning að þeirri
baráttu, sem óhjákvæmilega er
framundan, og felur miðstjórn
Alþýðusambandsins að samræma
kröfur félaganna ag baráttu
þeirra, og hafi hún um það sam-
ráð við verkalýðsfélögin, eftir
hverjum þeim leiðum, sem hún
telur heppilegastar“.
Á liðnu sumri hefur miðstjórn-
in rætt það við fjölda verkalýðs-
félaga, hvernig heppilegast væri
að haga þeim undirbúningi og
því samræmngarstarfi, sem
þarna er rætt um.
Til samráðs um þessi mál hélt
miðstjórnin líka fund þann 17.
september s.l. og boðaði hann
allmarga forustumenn samtak
anna. Á fundinum mættu, auk
miðstjórnarmann, Hermann Guð-
mundsson, formaður Hlífar í
Hafnarfirði, Tryggvi Helgason,
forseti Alþýðusambands Norður-
iands, Herdís Ólafsdóttir, for-
maður Verkakvennadeildar Akra
ness, Björgvin Sigurðsson, for-
maður Fulltrúaráðs verkalýðsfé-
laganna í Árnessýslu, Björn Jóns
son, formaður Verkamannafélags
Akureyrarkaupstaðar og Ingólf-
ur Jónasson frá Iðju Reykjavík.
Á þessum fundi var þeim ein-
dregnu tilmælum beint til mið-
stjórnar, að hún semdi frumdrög
og ábendingar að kröfum, sem
sameiginlegar gætu orðið — og
sendi hún þær síðan sambands-
félögunum með ósk um, að þau
tækju málin til umræðu og sendu
síðan niðurstöður sínar sem
fyrst til Alþýðusambandsins. Ali-
ir miðstjórnarmenn greiddu því
•atkvæði að verða við þessum
tilmælum.
Miðstjórnin kaus síðan undir-
nefnd til að vinna að undirbún-
ingi krafanna. Hélt hún nokkra
fundi og skilaði áliti á miðstjórn-
arfundi þann 19. október.
Samþykkt var með 6 atkvæð-
um gegn 3 að senda út til
sambandsfélaganna svohljóðandi
frumdrög að sameiginlegum kröf-
um. Auðvitað er hér aðeins um
meginþætti krafna að ræða, en
félögin verða sjálf að athuga um
sérkröfur, er þau kunna að vilja
bera fram.
1. Kaupkröfur 15—20%.
2. Almenn stytting vinnutím-
ans í 44 klst. á viku, þannig að
ekki verði unnið eftir hádegi á
laugardögum. Kaupið verði sama
og nú er fyrir 48 stunda vinnu-
viku.
3. Kaupgjaldsákvæði samninga
falli úr gildi og nýjar samninga-
viðræður verði teknar upp, ef
verðlag hækkar um ákveðna
hundraðstölu — t. d. 3%.
4. Krafa um, að fast vikukaup
verði greitt alls staðar, þar sem
hægt er að koma því við. — Þar
sem því verður ekki viðkomið,
verði tímakaupið 4% hærra.
5. Allir eftirvinnutaxtar verði
afnumdir, og öll vinna, sem unn-
in er umfram dagvinnu, verði
þannig greidd með 100% álagi
á dagvinnukaup.
6. Kröfur um almennt kvenna-
kaup verði eigi lægri en kvenna-
nefnd sú, sem kosin var á kvenna
ráðstefnu A.S.Í. s.l. vor, hefur
sett fram, og birtar hafa verið
sambandsfélögum í bréfum dags.
20. sept. og 4. okt. s.l.
Meginefni þeirra er það, að
bilið milli kvennakaups
og karla styttist þannig, að
kvennakaupið verði ekki lægra
en 90% af almennu karlmanns-
kaupi og að undir karlmanns-
kaup falli nokkru fleiri vinnu-
flokkar en hingað til, þar á
meðal öll ræstingarvinna, öll
vinna í sláturhúsum, öll vinr.a
við blautan saltfisk og skreið svo
og við hurnar o. s. frv. Sjá bréf-
in. — Þessi síðasti liður var sam
þykktur með samhljóða atkvæð-
um. Einn sat hjá.
Jafnframt framanrituðum kröf-
um var samþykkt að kjósa fjóra
menn til að hefja þegar viðræð-
ur við ríkisstjórnina um eftirfar-
andj ráðstafanir:
1. Almenna lækkun á vöru-
verði m. a. með niðurfellingu við
aukasöluskatts í tolli (8.8%) —
lækkun aðflutningsgjalda og !
ströngum verðlagsákvæðum.
2. Lækkun útsvara af almenn
um launatekjum.
3. Almenna lækkun útláns-
vaxta.
4. Afnám ákvæðis laga, sem
banna að kaupgjaldssamningar
séu tengdir verðlagi.
5. Aðrar ráðstafanir, sem verka
lýðsfélögin kynnu að meta til
jafns við beinar launahækkanir.
Þessi tillaga, töluliðir 1—5, var ,
samþykkt með 6:3 atkvæðum. |
Forsætisráðherra hefur þegar
verið ritað bréf og farið fram á, !
að þessar viðræður geti hafizt
sem fyrst. í nefndina voru kosn-
ir: Eðvarð Sigurðsson, Eggert G.
Þorsteinsson, Óskar Hallgríms-
son og Snorri Jónsson.
Væntum við, að félögin taki
nú til óspilltra málanna við að '
gera sér grein fyrir þessum mál-
um, ræða þau og gera um þau
eigin tillögur. Er nauðsynlegt, að
miðstjórn berist vitneskja um af
stöðu félaganna sem allra fyrst.
— Og höfuð nauðsyn er, að full-
trúar á S'ambandsþingi hafi að
baki sér mótaða félagsafstöðu til
aðal atriða kjaramálanna.
Við vonumst eftir ötulu starfi
og ákveðnum og skjótum svör-
um.
Skattar 1960
Síðasti gjalddagi skatta og annarra þinggjalda í ár
eru um næstu mánaðamót.
Skrifstofan verður opin til kl. 7 e. h. föstudaginn
28. þ. m. til móttöku skatta.
TOLLSTJÓKASKRIFSTOFAN, Arnarhvoli.
Atvinna
Laghentur reglumaður getur fengið
atvinnu. Iðnnám gæti komið til greina.
Uppl. í verksmiðjunni Þverholti 17.
*
Virmufatagerð Islands h.f.
Vandláfir karlmenn
láta okkur annast skyrtiiþvottinn.
Afgreiðslustaðir:
Efnalaugin Gyllir,
Langholtsvegi 136 og 35.
Notað og nýtt,
Vesturgötu 16.
Verzlunin Sif,
Laugavegi 44.
Búðin min,
Víðimel 35.
Sækjum
Sendum
Opel-Rekord
Til sölu vegna flutnings af landi. Árgerð 1957, mjög
vel með farinn. Að mestu ekið erlendis.
KJARTAN RAGNAHS HRL.,
Bólstaðahlíð 15
sími 16740 oð 12431 (heima).
Tvær mjög litið notaðar
G E M
Sloppapressur til sölu. Tilboð sendist fyrir 1. riov.
í pósthólf 258, merkt: ,,Sloppapressur“.
Sérverzlun á Suðurnesjum
til sölu. Verzlunin er á góðum stað. Góður lager.
Gott verð eí samið er strax. Tilboð sendist Morgun-
blaðinu, merkt: Keflavík — 1753“ fyrir 31. þ. m.
AtMSELL
GtJIUðlÍH ANZKAR
Fóðraðir að innan.
Hrufóttir að utan.
Góðir og mjög ódýrir.
Heildsölubirgðir:
STEFÍ THORfflSEN H.F.
Sími 24051 — Laugavegi 16.
CABOON nýkomið
Stærð: Þykkt: Verð:
122x2.20 16 mm. 432.50
122x2.44 16 — 479.—
122x2.20 19 — 497.—
122x2.44 19 — 553.—
122x2,20 22 — 558.—
122x2.44 22 — 621.—
— Pantanir óskast sóttar. —
Kristján Siggeirsson h.f.
Laugavegi 13 — Sími 13879.
Blómlaukar
Haustfrágangur
Gróðrastöðin við Miklatorg
Símar: 22-8 22 — 19-7-75.