Morgunblaðið - 27.10.1960, Page 19
Fimmtudagur 27. okt. 1960
MORGTJNBLAÐIÐ
19
Kristileg „mið-
nætursamkoma44
í Iðnó í kvöld
INGVARI Kvarnström, sem
iblaðið átti viðtal við nú fyrir
stuttu, líkar vel að prédika
yfir Reykvíkingum. — Sézt
iþað bezt á því, að í kvöld, eftir
að hann hefur prédikað í Fíla-
delfíu kl. 8,30, ætlar hann að
prédika og syngja í Iðnó kl 11 í
kvöld.
'i Hann var spurður, hvort þetta
sé ekki óheppilegur samkomu-
tími. — Það er eftir því, hvernig
á það er litið. Jesú talaði um
nótt, sem koma mundi, þegar
enginn gæti lengur unnið fyrir
Guðsrí'ki. Getur þessi samkomu-
tími ekki minnt okkur á það, hve
nálægt við erum komnir þeirri
nótt, sem Jesús átti við með orð-
um sínum.
— Haldið þér að þér fáið
nokkra aðsókn svona seint?
— Fiskimaðurinn veit aldrei,
hvað hann hefur fengið í nótina,
fyrr en hann hefur innbyrt hana.
Við köstum nótinni í kvöld kl.
11 og leggjum það svo í Guðs
hönd, hvað í hana kemur.
— Allir eru velkomnir á þessa
samkomu?
Kvárnström svarar með leift-
ur í augum: — Já, allir fslend-
ingar eru hjartanlega velkomnir
á þessa samkomu, svo fremi að
húsið rúmi þá, en það hef ég
ekki séð ennþá, og veit ekki
hvað það er stórt.
— Kongó
Frh. af bls. 1.
hermennirnir verið sakaðir
um margskonar ofbeldisverk.
• í VOPNALEIT
Fulltrúi SÞ í Kongó, Indverj-
inn Dayal, boðaði í dag til fundar i
við sig þá Mobutu og Justi Bom- j
boko, formann ráðgjafastjórnar
hershöfðingjans. Ásakaðj Dayal
Mobutu fyrir aðgerðir hermann-
anna, en Mobutu svaraði því til
að aðgerðir þessar hafi átt sér
stað án leyfis yfirvaldanna. Hern
um hafi verið fyrirskipað að leita
vopna hjá borgarbúum, en hafi
ekki verið veitt heimild til að
beita valdi við leitina.
Samþykkti Mobutu að draga
herlið sitt út úr borginni til
Leopold-herbúðanna utan borgar-
innar. Hét Mobutu Dayal nánu
samstarfi á öllum sviðum.
Nokkru eftir fundinn með
Dayal, skýrði Mobutu frá því að
hann hefði ákveðið að vísa tveim
bandarískum fréttamönnum Ass-
ociated Press fréttastofunnar úr
landi. Sagði hann að ástæðan fyr-
ir brottvísuninni væri sú að þess-
ir tveir fréttamenn bæru ábyrgð
á grein sem birt hefði verið í
Bandaríkjunum, þar sem gefið er
í skyn að valdasól Mobutus sé
lækkandi.
— ★ —
Frá höfuðborg Katangahéraðs í
Kongó, Elisabethville berast frétt
ir um liðssafnað Sameinuðu þjóð
anna þar Þangað eru nýkomnir
250 hermenn frá Svíþjóð og Mar-
okko á vegum SÞ til að efla SÞ
herlið það sem fyrir var í borg-
inni.
Er liðsauki þessi sendur vegna
hótana Tshombe forsætisráðherra
um valdbeitingu til að reka Ian
Berendsen, fulltrúa SÞ úr hér-
aðinu.
Bylting
WASHINGTON, 26. okt. (NTB
Reuter) — Óstaðfestar fréttir
hafa borizt frá E1 Salvador,
minnsta og þéttbýlasta ríki Mið-
Ameríku, um að þar hafi verið
gerð stjórnarbylting. Samkvæmt
fréttunum hefur forseti lands-
ins, Jose Maria Lemus, sem
þekktur er fyrir baráttu sína
gegn kommúnistum, verið hand-
tekinn af byltingarmönnum
„Njósnari“ að
Hólogolondi!
HÚSNÆÐISVANDRÆÐIN koma
hart niður á handknattleiks og
körfuknattleiksmönnum. Erfitt er
að fá hingað lið vegna þess hve
salurinn að Hálogalandi er lítill.
Handknattleikur þar verður
þrengri og öðru vísi en í full-
stórum sal, sem allir nema ís-
lendingar eru vanir.
En Tékkarnir sem hingað
koma í boðí Víkings, og sagt er
frá á öðrum stað á síðunni, réðu
snögglega bót á þessum vanda.
Maður nokkur í heimaborg liðs-
ins, sem hér átti nokkurt erindi
í sumar, tók að sér fyrir liðið að
mæla salinn í Hálogalandi og
taka af honum myndir. Háloga-
land verður því ekki ókunnugt
gestunum. Og til þess að lenda
ekki í vandræðum, sagði sá er
hingað kom í sumar, mun liðið
æfa á jafnstórum velli og Há-
logaland er.
Svona ráðgóðir eru Tékkar!
SIGURGEIR SIGITRJÓNSSON
hæstaréttarlögmaður.
Málflutningsskrifstofa.
Aðalstræti 8. — Sími 11043.
I\fý þingskjöl
FRV. um stuðning við bændur
til bústofnaaukningar og véla-
kaupa. Flm.: Ólafur Jóhannes-
son o. fl. Frv um breytiugu á
lögum um landnám, ræutun og
byggingar í sveitum. Flm.:Björn
Pálsson o. fl. Stjórnarfrumvarp
um veitingu ríkisborgararéttar,
þar sem lagt er til að tíu manns
verði veittur ríkisborgararéttur,
er þeir sem heita erlendum
nöfnum, hafa fargað nafni sínu
og fengið sér íslenzkt. Þá hefur
verið útbýtt fyrirspum til land-
búnaðarráðherra frá Ólafi Jó-
hannessyni um framkvæmd
þáltill. um ráðstafanir til að
tryggja starfsgrundvöll vcðdeiid
ar Búnaðarbankans og breyt-
ingartillögum við vegalög fra
Jóni Árnasyni' og Ásgeiri Bjarna
syni.
V-Þýzkaland
vann N-Irland
LONDON, 26. okt. (Reuter); —
Vestur-Þýzkaland vann Norður
írland 4:3 í landsleik, sem háður
var í sambandi við undankeppni
Heimsmeistarakeppninnar. Leik-
urinn fór fram í Belfast og stóðu
leikar 1:1 í hálfleik.
VETRARGARÐLRIIMIVi
Dansleikur
í kvö!d
★ FLAMINGO- kvintettinn
ásanit söngvaranum
★ JÓNI STEFÁNSSYNI skemmta
Nauðungaruppboð
sem fram átti að fara í dag á Langholtsvegi 103, hér
í bænum, eign Karls L. Guðmundssonar o. fl. fellur niður.
Borgarfógetinn í Beykjavík.
íbúð óskast
Góð 4—5 lierbergja íbúð óskast til leigu
í Kópavogi eða Reykjavík í nóvember nk.
Upplýsingar í síma 16757.
Jörð til sölu
í neðri hluta Árnessýslu. Húsakostur góður, sími,
rafmagn, og vegasamband. 20 kúa f jós. Fjárhús fyrir
200 fjár. Hlóður fyrir 1400 hesta. Vel ræktað tún
og miklir möguleikar til frekari ræktunar.
KANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIB HRL.
Laufásvegi 2 — Sími 19960.
Skemmtifundur
i Storkklúbbnum, í kvöld kl. 8,30
Bingó — Skemmtiþóttur — Dans.
Aðgöngumiðar í Reynisbúð, Bræðraborgerstíg 43,
Hlíðarkjör, Eskihlíð, Kjötbúðin Langholtsvegi 17,
Kjötborg, Búðargerði 10, skrifstofu kaupmannasam-
taka íslands, Laugavegi 22.
Félag matvörukaupmanna
Félag kjötverzlana
Nauðungaruppboð
sem fram átti að fara í dag á Nökkvavogi 12, hér í bæn-
um, talin eign Torfa Þorbjörnssonar o. fl. fellur niður.
Borgarfógetinn í Beykjavík.
Þakka innilega auðsýnda vináttu, tryggð, gjafir, heim-
sóknir, blóm og slreyti í tilefni af sjötíu ára afmæli mínu
13. okt. s.l.
Guð blessi ykkur öll.
Aldís Sveinsdóttir.
Ég þakka hjartanlega öllum sem glöddu mig á 75 ára
afmælinu mínu 22. þ. m. með heimsóknum, gjöfum, blóm-
um og skeytum og gjörðu mér daginn ánægjulegan.
Lifið heil.
Þorbjörn Klemensson,
Lækjargötu 10, Hafnarfirði.
Faðir okkar
GUÐJÓN JÓNSSON
Melkoti, Leirársveit,
andaðist i sjúkrahúsi Akraness 26. október.
Börnin.
Jarðarför móður okkar, tengdamóður, systur og
mágkonu
SIGUBLAUGAR G. GRÖNDAL,
Miklubraut 18,
fer fram n.k. föstudag 28. okt. kl. 3 frá Fossvogskirkju.
Sigríður og Haukur Gröndal,
Valborg og Ólafur G. Jónsson
Mikkelína og Sigurður B. Gröndal,
Sigrún og Eiríkur H. S. Gröndal,
Jórunn og Þorvaldur B. Gröndal,
Ilerdís og Ingi B. Gröndal
Ólafur E. Guðinundsson
Sigríður Gnðmundsdóttir og Friðrik Guðmundsson
Minningarathöfn um
GUÐFINN GlSLASON
fyrrum bónda að Fossi í Vesturhópi,
fer fram í Hallgrímskirkju föstudaginn 28. okt. kl. 1,30.
Jarðarförin fer fram að Breiðabólstað í Vesturhópi laug-
ardaginn 29. okt. kl. 2 eftir hádegi.
Synir hins látna.
Jarðarför móður okkar
BÓELAR ERLENDSDÓTTU R
frá Hlíðarenda,
fer fram laugardagir.n 29. þ. m. og hefst með húskveðju
að Bjarkalandi V-Eyjafjöllum kl. 12 á hádegi. Jarðsett
verður að Hlíðarenda Fljótshlíð kl. 2,30 sama dag.
Börn hinnar látnu.
Alúðar þakkir ti! allra nær og fjær, sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför móður og tengda-
móður okkar
STEFANlU STEFÁNSDÓTTUR
Álfaskeiði 27, Hafnarfirði.
Ágústa Einarsdóttir, Sigurbjartur Loftsson