Morgunblaðið - 03.11.1960, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 3. nóv. 1960
MORGUNBLAÐIÐ
11
Páll Jónsson skrifar unn
þingkosningar i Danmörku
Kaupmannahöfn í október 1960.
SETA Þjóðþingsins danska verð-
ur óvenjulega stutt í þetta sinn.
Það var að venju sett fyrsta
þriðjudag í október, seint í þess-
um mánuði verður því slitið eft-
ir aðeins örfáa þingfundi, og þ.
15. nóvember fara sem kunnugt
er nýjar kosningar fram. Ekki
nema einu sinni á síðastliðnum
mannsaldri hefur þingsetan ver-
ið styttri. >að var haustið 1935,
þegar Stauning rauf þing sama
dag sem það var sett og stofn-
aði til nýrra jsosninga þremur
vikum seinna.
1 hönd farandi kosningar fara
fram m.'ssiri áður en kjörtímabil-
ið er á enda. Þing það, sem nú
verður rofið, var kosið 14. maí
1957. Ríkisstjórnin álítur óhyggi-
legt að láta kosningarnar bíða
vorsins. Henni finnst heppilegt að
þær séu um garð gengnar áður
en væntanlegar vinnudeilur hefj-
ast, þegar núgildandi kaups- og
kjarasamningar renna út 1. marz
JJ.k.
Löngu áður en Kampmann for-
sætisráðherra boðaði þingkosn-
ingar í nóvember voru stjórnmála
flokkarnir farnir að búa sig und-
ir kosningar á þessu hausti. En
kosningabaráttan byrjaði fyrir
alvöru, þegar almennar stjórn-
málaumræður fóru fram á þing-
inu skömmu eftir miðjan þennan
mánuð.
„Gerið góða tíma betri“ er eitt
aðalslagorð jafnaðarmanna í
þessari kosningabaráttu. Þetta
slagorð reyndist Erlander vel í
sænsku kosningabaráttunni í
september sl. Dönsku jafnaðar-
mennirnir halda auðsjáanlega, að
það verði eins farsælt í Dan-
mörku. Velmegunin þar er sem
kunnugt er mikil og hefur farið
sívaxandi sl. ár. Atvinnulífið er i
miklum blóma. Allir hafa at-
vinnu. „Þegnar þessa lands hafa
aldrei haft eins mikið fé til um-
ráða og sl. 2—3 ár“, segir Kamp
mann.
„Það er ekki ríkisstjórninni að
þakka, að verð á innfluttum efnis
vörum hefur lækkað um 17% á
nokkrum árum“, segir Erik Erik-
sen, formaður vinstri manna.
„Hlutfallið milli innflutnings- og
útflutningsverðsins hefur breytzt
mjög okkur í vil. Þetta hefur gert
að verkum að við getum nú flutt
inn árlega fyrir 1.500 milljónir
kr. meira en fyrir 5 árum“.
Þótt ríkisstjórn sú, sem setið
hefur við völd að undanförnu
hafi ekki skapað velmegunina í
landinu, þá gerir stjórnin sér
vonir um, að þetta góða efna-
hagsástand efli aðstöðu hennar
við kosningarnar.
Margt ber auðvitað á góma í
kosningabaráttunni. En það sem
fyrst og fremst er barizt um er
þetta: Eiga jafnaðarmenn að sitja
áfram við völd eða eiga vinstri
menn og íhaldsmenn að taka við
stjórnartaumunum? Þótt tveir
litlir borgaraflokkar, nefnilega
róttæki flokkurinn og réttarsam-
bandið, eigi sæti í stjórn Kamp-
manns, þá hafa jafnaðarmanna-
ráðherrarnir ráðið mestu um gerð
ir hennar. Ráðherrar smáflokk-
anna tveggja eru þarna eins og
fugJar í búri, sagði Poul Möller,
einn af aðalleiðtogum íhalds-
flokksins, þegar hann var að
gera gys að vanmætti þeirra.
„Öryggi með réttlátum skött-
um“ er annað slagorð jafnaðar-
manna. í stefnuræðu sinni við
setningu þingsins boðaði forsæt-
isráðherrann ný skattalög, ef
stjórn hans situr áfram við völd.
Hann segir, að jafnaðarmenn vilji
lögleiða réttlátara niðurjöfnunar-
kerfi, gera skattheimtuna ein-
faldari og láta draga skattinn frá
kaupi launþega, þegar þeir fá
það útborgað.
Allir flokkar eru sammála um,
að núgildandi skattalög séu orð-
Viggo Kampmann
in úrelt, en þá greinir mjög á um
það, hvernig beri að breyta þeim.
Vinstri menn og íhaldsmenn
bera í sameiningu fram tillögur
þess efnis að beinir ríkisskattar
verði lækkaðir um 800 milljónir
kr. á næsta fjárhagsári, sem byrj-
ar 1. apríl. Ríkisstjórnin vísar
þessum tillögum á bug og segir,
að svona mikil skattalækkun
mundi auka kaupmáttinn um of
og skapa verðbólgu. Ríkisstjórn-
in lofar þó einhverri lækkún á
sköttum, þegar það reynist ger-
legt án þess að raska efnahags-
legu jafnvægi í landinu.
í Danmörku eru innheimtir
langt um hærri skattar en nauð-
synlegt er vegna gjalda ríkisins.
Þetta hefur verið gert árum sam-
an, upphaflega til að draga úr
kaupgetunni vegna of mikils inn
flutnings og þar af leiðandi gjald
eyrisvandræða. Nú hafa Danir
sem kunnugt er eignazt mikinn
gjaldeyrisforða. Um leið hafa
stórauknar tekjur flestra íbúa
landsins gert að verkum, að tekj-
ur ríkissjóðs hafa aukizt langt
um meira en gjöld hans og meira
en búizt var við, þegar núgildandi
andi skattaákvæði voru sam-
þykkt. Vinstri menn og íhalds-
menn gera ráð fyrir, að tekjuaf-
gangur ríkisins muni nema 1200
milljónum kr. á þessu fjárhags-
ári og nálega 1600 milljónum á
komandi ári.
Ríkisstjórnin vill áfram skapa
ríkissjóði álitlegan tekjuafgang.
Vinstri menn og íhaldsmenn telja
þetta ekki aðeins ónauðsynlegt.
Þeir segja, að það sé blátt áfram
hættulegt fyrir athafnafrelsi ein-
staklinganna, að svona mikið fjár
magn færist frá þjóðfélagsþegn-
unum yfir til ríkisvaldsins. Þetta
dregur auðvitað úr því fé, sem
einstaklingarnir hafa til umráða
til fjárfestingar o. fl., en fjár-
magn ríkisins vex og stjórnarvöld
in verja því til lánveitinga
styrkja o. fl. Ríkisvaldið nær
þannig stöðugt fastari tökum á
atvinnulífinu og einstaklingum.
Vilja menn auka ríkisvaldið eða
vernda frjálsræði þegnanna?
Þetta er kjarni málsins í þessari
kosningabaráttu, segja vinstri-
menn og íhaldsmenn.
Þingkosningar í Danmörku
hafa venjulega ekki stórvægileg-
ar breytingar í för með sér. Er
ekki heldur búijt við því í þetta
sinn. Engum dettur í hug, að jafn
aðarmenn fái meiri hluta þing-
sæta. Til þess þyrftu þeir að
bæta við sig nálega 20 sætum.
Flokkaskiptingin er nú þannig,
að jafnaðarmenn hafa 70 þing-
sæti, róttæki flokkurinn 14 og
réttarsambandið 9. Stjórnar-
flokkarnir hafa þannig í samein-
ingu 93 af 175 sætum. Færeysku
og grænlenzku þingmennirnir eru
þarna ekki meðtaldir.
menn vinni eitthvað á og að
vinstri menn muni h. u. b. standa
í stað.
Almennt er gert ráð fyrir, að
kommúnistar komi engum manni
á þing. Til þess að fá þingsætx
verða þeir að fá að minnsta kosti
eitt sæti í einhverju kjördæmi
eða 60.000 atkvæði í öllu landinu.
Við kosningarnar 1957 komst að-
eins einn kommúnisti að í kjör-
dæmi sínu. Það var Aksel Lar-
sen. En kommúnistar fengu 5 upp
bótarsæti. Seinna hefur Aksel
Larsen sem kunnugt er verið rek-
inn úr kommúnistaflokknum.
Stofnaði hann þá nýjan flokk.
Kommúnistar fengu ekki nema
72.000 atkvæði í öllu landinu við
síðustu kosningar. Er ekki bú-
izt við, að þeir geti nú fengið
60.000, þar sem allmargir fyrr-
verandi flokksbræður þeirra
fylgja Aksel Larsen. Hann gerir
sér von um að ná kosningu í kjör
dæmi sínu. Takist það ekki, fær
sósíalistaflokkur hans ekkert
þingsæti.
Aksel Larsen fótbrotnaði fyrir
skömmu og fer nú haltrandi á
stjórnmálafundi. Sagt er, að þetta
Axel Larsen
Vinstri menn hafa 45 og íhalds
menn 30 manns á þingi, en þessir
flokkar eru líklegastir til að taka
við af stjórn Kampmanns, ef hún
verður að segja af sér.
Loks hafa kommúnistar 5 sæti,
sósíalistaflokkur Aksels Larsen 1
og slésvíkski flokkurinn 1.
Yfirleitt er búist við, að stjórn-
arflokkarnir fái að nýju meiri
hluta þingsæta. Jafnaðarmenn
munu gera sér vonir um að vinna
aftur 4 sæti, sem þeir töpuðu við
kosningarnar 1957. En talið er
líklegt, að fylgi hinna stjórnar-
flokkanna minnki. Spurningin
verður þá sú, hvort það minnkar
svo mikið, að þeim þyki ráðleg-
ast að sitja ekki áfram í stjórn
með jafnaðarmönnum. Fari svo,
verður stjórn Kampmanns að
segja af sér.
Talið er sennilegt, að íhalds-
Erik Eriksen
skapi honum samúð og að
sumir aðrir frambjóðendur öf-
undi hann af fótbrotinu.
Loks ber að nefna óháða flokk
inn, sem tekur þátt í kosningun-
um en hefur aldrei átt sæti á
þingi. Hann fékk 53.000 atkvæði
við síðustu kosningar. Komist at-
kvæðatala hans upp í 60.000, fær
hann líklega 4—5 þingsæti, en
annars ekkert.
Hvernig sem kosningarnar fara,
hverfa að minnsta kosti þrír
ráðherrar af stjórnmálasviðinu
að þeim loknum, nefnilega rétt-
arsambandsmaðurinn Viggo
Stracke vegna heilsubrests og
tveir aðrir aðalmenn róttæka
flokksins: Jörgen Jörgensen
kennslumálaráðherra og Berthel
Dahlgaard efnahagsmálaráðherra
vegna aldurs.
Guðm. Halldórsson forseti
Landssambands Iðnaðarmanrta
Björgvin Frederiksen kjorinn heiðursforseti
EINS og skýrt hefur verið frá i
fréttum var 22. Iðnþing íslend-
inga háð í Reykjavík dagana 26.
til 29. nóv., en það er jafnframt
aðalfundur Landssambands iðn-
aðarmanna.
Er þetta fjölmennasta Iðnþing,
sem haldið hefur verið, en það
sátu samtals 77 fulltrúar víðs-
vegar að af landinu.
Af málum, sem voru á mála-
skrá Iðnþingsins, ber sennilega
hæst iðnfræðslumálin, lánamál
iðnaðarins og skráning verk-
stæða og löggildingarskilyrði.
Miklar umræður urðu um
þessi mál og önnur, sem á mála-
skránni voru, og samiþykkti Iðn-
þingið margar ályktanir.
Við setningu Iðnþingsins
mættu ýmsir gestir, þar á meðal
Bjarni Benediktsson, iðnaðar-
málaráðherra og Geir Hallgríms-
son, borgarstjóri.
í ávarpi iðnaðarmálaráðherra
kom m. a. fram, að hann hefði
Styrjöldirmi haldið áfram
þar til sjálfstæði er fengið, segir Abbas
Algeirsborg, Alsír,
1. nóvember. — (Reuter)
í DAG var þess minnst víða
um heim að sex ár eru liðin
frá því að styrjöld hófst í
Alsír. Frakkar hafa eflt her-
lið sitt í landinu, því búizt
var við átökum í tilefni af-
mælisins, en allt var þar með
kyrrum kjörum í kvöld.
Getur dregizt
Forsætisráðhera útlagastjórnar
Alsír, Ferhat Abbas, hélt útvarps
ræðu í Túnis í dag og lýsti því
yfir að styrjöldin geti enn dreg-
izt á langinn. Hann sagði að styrj
öldin væri „umfram arllt bar-
átta fyrir sjálfstæði gegn ný-
lendustefnunni“. Alsírbúar, sagði
hann „vita hvaða þýðingu þessi
styrjöld hefur. Þeir munu berj-
ast þar til yfir lýkur, það er, þar
til Alsír hefur fengið sjálfstæði".
Sameining
Abbas lýsti fylgi sínu ’ við þá
tillögu Habib Bourgiba, forseta
Túnis, frá 7. október sl. að Alsír
og Túnis sameinuðust, og sagði
það vera beztu leiðina til að öðl-
ast sjálfstæði. Með þeirri sam-
einingu væri tryggt sjálfstæði
allra Arabaríkja Norður-Afrí'ku,
Túnis, Alsír og Marokkó. En
Túnis og Marokkó, sem áður
voru frönsk yfirráðasvæði, hafa
bæði fengið sjálfstæði.
M ó t m æ 1 i
Stuðningsmenn byltingarinnar
í Alsír efndu til fundarhalda og
mótmæla í mörgum Arabalönd-
unum í dag. Stúdentar við
Bandaríska Háskólann í Beirut í
Libanon fóru hópgöngu til
franska sendiráðsins þar í borg
hrópandi „Niður með Frakka“.
Nasser forseti Arabíska Sam-
bandslýðveldisins flutti útvarps-
ræðu, þar sem hann réðist harð-
lega á Atlantshafsbandalagið og
„hinn frjálsa heim“. Spurði Nass
er: „Ef hinn frjálsi heimur er í
rauninni frjáls, hvers vegna held
ur hann þá áfram að láta Frökk-
um í té vopn til að hefta frelsi
Alsírbúa?"
—o—
Kwame Nkruma, forsætisráð-
herra Ghana, sendi Ferhat Abb-
as orðsendingu í dag þar sem
hann segir að Ghana muni
standa áfram með Alsirbúum í
baráttu þeirra fyrir sjálfstæði.
Tvö þúsund kínverjar, þeirra
á meðal Chei-Yi utanríkisráð-
herra, komu saman í Peking til
að hlusta á ræðumenn frá Alsír,
Nigeríu og Sudan ráðast á
„heimsvaldastefnu“ Frakka og
stuðning Atlantshafsbandalags-
ins við Frakkland.
í hyggju að útvega í Iðnlána-
sjóð 15 millj. kr.
ie Þrjú ný félög
Fyrir Iðnþinginu lágu upptöku
beiðnir frá 3 félögum og iðnfyr-
irtækjum í Landssamband iðnað-
armanna og voru þær samþykkt-
ar. —
Iðnfulltrúar sátu boð iðnaðar-
málaráðherra, borgarstjóra, véla
Guðmundur
Bjögvin
sýningu Héðins í boði forstjóra
fyrirtækisins og á laugardag sátu
þeir boð ísl. aðalverktaka á
Keflavíkurflugvelli.
Einnig hlýddu þeir á fyrirlest-
ur um efnahagsmálin, sem Jónas
Haraldz, ráðuneytisstjóri, flutti.
ie Stjórnarkjör
Forseti Landssambands iðnað-
armanna, Björgvin Frederiksen,
baðst eindregið undan endurkosn
ingu og var Guðmundur Hall-
dórsson, húsasmíðameistari, kos-
inn forseti Landssambandsins.
Einnig óskaði varaforseti
Landssambandsins Einar Gísla-
son, málarameistari eftir því að
verða leystur frá störfum í
Landssambandsstjórn og var Jón
E. Ágústsson, málarameistari,
kosinn í hans stað.
Aðrir í stjórn voru kosnir:
Tómas Vigfússon, húsasm.m., og
Gunnar Björnsson, bifreiðasmíða
meistari. Fyrir í stjórninni var
Vigfús Sigurðsson, húsasmíða-
meistari.
f Iðnþingslok kom fram tillaga
þess efnis, að fráfarandi forseti
Björgvin Frederiksen, yrði kos-
inn heiðursfélagi Landssambands
iðnaðarmanna, og var það sam-
þykkt samhljóða.
Að svo búnu sleit Guðmundur
H. Guðmundsson, fundarstjóri
Iðnþingsins þinginu.