Morgunblaðið - 03.11.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.11.1960, Blaðsíða 16
16 MORClllSBLAÐÍÐ Fimmtudagur 3. nóv. 1960 F O R M A L I Diana! Diana Barrymore! Það var eins og verið væri að berja neðan í hnakkann á mér, stöðugt og óaflátanlega. Og svo heyrði ég einhversstaðar að — rödd, hljómfagra og dásamlega, sem kom eins og úr órafjarlægð, yfir höfuðið á fagnandi áhorf- endahóp yfir víðáttumikið leik- svið, og kallaði á mig. Gat það verið röddin hans pabba? — Ó, Fig, elskan! Komdu aft- ur! Fig elskan. Enginn annar en pabbi notaði það gælunafn, og aðeins við mömmu. Fig, eiskan, farðu ekki frá mér. Blóðhundarn ir hlaupa yfir sálina í mér og rífa hana í tætlur. En þetta voru einmitt örvænt- ingarorðin, sem hann skrifaði mömmu þegar þau voru að skilja . . . Eg botnaði ekki neitt í neinu. En í sama bili vaknaði ég. Eg lá í hvítmálaðri stofu, og var undar- lega máttfarin. Bob, maðurinn minn, lá á hnjánum við rúmstokk inn, neri á mér hendurnar og endurtók í sífellu: — Þetta er allt í lagi, Diana. Nú lagast allt aftur. Hafði þetta þá alltaf verið röddin í Bob? Eg leit kringum mig með mestu erfiðismunum, þvi að ég gat ekki hrcyft höfuð- ið. Nú tóku hlutir að slcýrast kring um mig. Skór, hvitir karl- mannsskór, hvítar buxur . . . var þetta læknir? Eg gat hvorlti séð það, sem lægst var eða hæst, en reyndi að gera mér grein fyrir því litla, sem ég sá. Þarna var stóll. Og borð. Handtaskan mín. Hatturinn hans Bobs. Bréfið frá Leikarasambandinu, sem til- kynnti mér, að ég yrði rekin, ef ég kæmi oftar fram á leiksviði drukkin . . . og svo gráa bréfið, sem kom í sama pósti. Eg mundi, hvað í því stóð. Góða Diana . . . Mér þótti svo vænt um, þegar ég las, að þús ættir að leika í Boston. Eg hef svo lengi ekkert frétt af þér. Þú manst auðvitað ekkert eftir mér, en ég þekkti þig þegar þú varst smátelpa í Newport, og ég var gestur þegar kynningarveizlan þín var haldin 1938. Hvað þú varst falleg . . . og fjörug. Hvað hefurðu verið að gera öll þessi ár, Diana? Á ég að segja þér það, frú Óþekkt? í gærkvöldi reyndi ég að FREMJA SJÁLFSMORÐ. — Jæja, ungfrú Barrymore! Þetta var hógvær rödd, sem tal- aði. — Nú verðið þér að taka þetta . . . Sterk hönd tók undir hnakk- ann á mér og lyfti upp höfðinu, og ég opnaði munninn, hlýðin eins og barn. Einhversstaðar að kom teskeið. Eg fann málminn snerta mig og svo var ég að bis ast við að renna niður einhverj um illþefjandi vökva. Einhver bar glas af köldu vatni að vör- unum, og ég drakk það, þakklát í huga, og lét svo höfuðið síga aftur niður á koddann. — Taktu það rólega, sagði röddin. Þér hefur liðið illa. Svo þagnaði hún snöggvast, en hélt svo áfram: — Lofaðu nú að gera okkur ekki meiri erfiðleika. — Eg skal lofa því f’-TÍr hana, læknir, heyrði ég Bob segja. Það var eins og hann talaði úr óra- fjarlægð. — Það hefur allt setzt að henni, og ég hef ekkert getað hjálpað . . . Eg mókti og heyrði samtal þeirra eins og í draumi. Bob sagðí: — Eg trúði því ekki fyrst, læknir. Hún hefur verið með þetta áður en þá hafa það bara verið látalæti. Það er þessi dé- skotans leikaramennska í allri ættinni — pabbi hennar og mamma hafa gert þetta sama . . . Ef ég hefði ekki komið heim og fundið hana í tæka tíð . . . Og svo dó röddin út. Eg lá þarna, svífandi milli þessa heims og annars, hálfsof- andi, hálfvakandi. Gráa bréfið hnippti eitthvað í minnið mitt. Eg minntist kynningarveizlunn- ar minnar, þó ekki greinilega, heldur eins og einhverrar kvik- myndar, sem ég hefði séð endur fyrir löngu. Salarins, sem var allur eitt ljóshaf, gylltur og svartur, og einn veggurinn einn spegill. Og hvað ég hafði verið glæsileg í hvíta satínkjólnum, sem Molyn- eux hafði sniðið á mig í París, sumarið áður. Eg hugsaði með mér: ég man varla eftir þessari stúlku, sem stendur þarna í röð mótakendanna. En ég man eftir Tony Duke með kampavinsglasið í hendinni: — Eg gef ykkur fal- legasta, gáfaðasta og glæsilegasta nýliða ársins 1938! Við Tony ætl uðum að opinbera trúlofun okkar næsta vor. Eg mundi lika það, sem Cholly Knickerbocker skrif- aði um mig. — Eftirtektarverð- asti nýliðinn. Eg var hreykin. Eg man eftir þegar frú Cornel- ius Vanderbilt greip báðar hend- ur mínar og sagði: — Mesta hrósið, sem ég get sagt um þig, Diana, er það, að þú ert lifandi eftirmynd mömmu þinnar, þegar hún stóð i sömu sporum — þú ert falleg, eins og hver stúlka ætti að vera falleg þegar hún kemst í fullorðinna töiu. Láttu það ekki breytast, væna mín. Minnið mitt var að gera mér hinar og þessar grillur. Allt í einu hvarf speglasalurinn, og nú kom gærkvöldið í staðinn, í hótel herberginu: Bob var úti að liðka hundinn, en ég lá í rúminu og horfði á veggina þrengjast að mér, án þess að geta rekið upp óp — ég gat aðeins hugsað. þetta er að bera mig ofurliði, ég þoli það ekki lengur. Eg var eins og í einhverjum skrípaleik, en dóna- legar auglýsingar utan á leikhús- inu sýndu hálfnakta stúlku, sem allir héldu að væri ég, en í auglýsingum var ég kölluð kven kynið af Jerry Lewis . . . Eg var full, slagaði á sviðinu, og allir sáu það og mér fannst ég vera eins og fimmtaflokks stelpa í ómerkilegum skrípaleik. Þú lagð ist lágt, Diana, að selja Barry- more-nafnið svona ódýrt og ger ast subbuleg dræsa í ómerkilegri skrípasýningu . . . Þegar ég hugsa um allt, sem þú hefur fengið og hefðir getað haft . . . Við skulum segja það eins og það er, Diana: þú ert búin að vera, þrjátíu og fjögra ára gömul. Þú ert öllum heillum horfin. Þú er á svarta listanum í tveimur af hverjum þremur leikhúsum í öllum ríkj- unum. Og þú veizt, að þú hættir ekki að drekka og Bob ekki held ur, og að Leikarafélagið rekur þig að lokum og þú kemur aldrei nærri leikhúsi framar . . . Og til hvers er þá að vera að halda þessu áfram? Hvað annað get- urðu gert? Þú gætir kannski komizt að sem afgreiðslustúlka í nærfataverzluninni hjá Macy, en það getur maður ekki gert, þegar maður heitir Barrymore. Þá var var það, sem ég tók pill urnar . . . tók pillurnar . . . pill- urnar. Eg opnaði augun. Bob stóð þarna og horfði á mig. Mér fannst nú, eins og svo oft áður, að við værum tvö börn, villt í skógi, sem þekkja engan veg, en verða bara að halda saman . . . — Eg þoli það ekki lengur, sagði ég upphátt. Bob kinkaði kolli. — Eg veit það, elskan. En nú er allt í lagi. Reyndu að sofa. Eg féll snöggiega í fasta svefn. Síminn við rúmið mitt tók að hamast og ég vaknaði. Það var mörgum klukkustundum seinna. Ann Andrews, skriftamóðir mín, var að hringja til mín frá New York. Hún eyddi engum tíma í vorkunsemi. Jæja, elskan, ég heyri, að þú hafir komizt á for- síðurnar í öllum Boston-blöðun- um með því sem þú gerðir í gær kvöldi. Eg var komin til sjálfrar mín. Eg spurði. — En hvernig voru þá New York-blöðin? Ann, sem hafði fyrir löngu gefið upp alla von um mig, and varpaði: — Svo er guði fyrir að þakka, að þú komst ekki nema á innri síðurnar hjá þeim. — O-o, mér finnst nú þeir hefðu getað haft meira við mig. Ann var alls ekki skemmt. — Eg verð að segja, að ég skil blátt áfram ekki í þér. Eftir allt, sem þú hefur orðið að þola áður, því þurftirðu að sleppa þér svona núna? Reyndu ekki að segja mér að þig hafi raunverulega langað til að deyja. Eg hugsaði mig um. — Nei, mig langaði ekki til að deyja . . . en mig langaði heldur ekki til að lifa. Ann skellti í góm og lét í ljós óþolinmæði. Hún segir mér allt af sannleikann, eins og hún tel- ur hann vera; það eru nú einu sinni hennar forréttindi. Hún þekkti bæði pabba og mömmu, og hún veit um allan minn feril frá upphafi til enda. Og hún hef- ur enga trú á því að vera að vor- kenna sjálfum sér. Hún telur, að hver maður fái það, sem hann á skilið. Nú sagði hún: — Diana, þú býrð þér sjálf til helvíti og flytur það með þér. Veiztu það ekki . . . ? Eg hugsaði um þessi orð henn ar, meðan ég var að ná mér í Al- menna Sjúkrahúsinu í Boston, þennan dag og ég hugsa um þau núna^ þegar ég sit og er að velta því fyrir mér, hvernig . . . og hvar . . . ég eigi að byrja söguna, sem krefst svo mikilla skýringa, jafnharðan. Svo miklir hafa ver- ið draumar minir og svo litlar framkvæmdir . . . svo mikil lof- orð og svo miklu eitt til ónýtis. Þegar ég lít um öxl, finnst mér ég hafa átt þrjú mismunandi líf. Hið fyrsta þeirra var þegar ég var að alast upp með kennslu konum í New York og París, og var óþekktarormur, og óx svo upp í það að komast í allan Ijómann og dýrðina meðal fína fólksins. Hið annað var hjá ungu leikkonunni á Broadway, sem lagði sig alla fram um að halda uppi frægu nafni, í heimi, sem takmarkaðist af útsláttarsemi föður hennar og eigin villu og svima. Og í þriðja lagi er líf mitt síðan, sem helzt mundi þurfa Tennessee Williams og Dostojewski samanlagða til að lýsa, og samúð heilags Ágústín- usar tilað fyrirgefa. Eg skal reyna að segja frá því eins hreinskilningslega og mér er unnt. Hver veit nema ég kom ist til einhvers síðbúins skilnings á sjálfri mér, þegar ég fer að segja frá þvi. Það virðast vera til meira en ein Diana Barrymore — ein, sem ég þekki og önnur, sem ég þekki ekki. önnur hefur valdið hverskyns hneykslum. Hún hefur drukkið of mikið og tranað sér ofmikið fram á al- j mannafæri. Hún hefur tekið þátt í götuuppþotum. Oftar en einu sinni hefur hún orðið matur fyr | ir ómerkileg blöð og tímarit. Hún I hefur verið óheppin í viðskiptum ; sínum við karlmenn — marga karlmenn. Sú Diana hefur verið bölvaður heimskingi. En svo er hin — hún sem segir þessa sögu. Eg er sú dama, sem ég var fædd og uppalin til að vera. Þegar ég heyri, hvað Diana Barrymore hefur gert fyrir sér — og seinni árin hef ég varla I getað opnað blað, án þess að j geta átt von a einhverju um hana 1 — þá hnykkir mér við. — Skömm | er að heyra þetta! segi ég við ' sjálfa mig og í fullri alvöru. —• a L á á - Ég býst við að nú sé Jca j Malotte öllum lokið gamli fé- lagi! Fiskurinn tekur ekki hjá gHÍItvarpið Fimmtudagur 3. nóvember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón« leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 ,,A frívaktinni", sjómannaþáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 14.40 „Við, sem heima sitjum"; nýr heimilisþáttur (Svava Jakobsdótt ir B.A. hefur umsjón með hönd- um). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00 Fréttir. — 16.00 Fréttir og veður- fregnir). 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir sjá um tímann). herra Blakely, svo hann fer heim með þá sögu til vina sinna að þessi staður sé ófær .... Og ég fer á hausinn! .... Tapa öllu sem ég á! — Ekki gefast upp Jói .... Þar sem þú hefur reynt allt annað, hvernig væri að láta Blakely reyna eina af gervibeit- unum mínum á morgun? 18.25 18.30 18.50 19.30 20.00 20.30 21.45 22.00 22.10 22.25 23.00 12.00 13.15 13.30 15.00 18.00 18.25 18.30 18.50 19.30 20.00 20.05 20.35 21.00 21.30 22.00 22.10 23.00 Veðurfregnir. Þúngfréttir. — Tónleikar. Tiikynningar. Fréttir. Ungversk tónlist: Janos Starker leikur á selló og Otto Herz á píanó: a) Rapsódía nr. 1 eftir Béla Bartók. b) Sónata op. 4 eftir Zoltán Kodály. Kvöldvaka: a; Lestur fornrita: Lárentíusar saga Kálfssonar; II. (Andrés Björnsson). b) Olafur Sigurðsson bóndi á Hellulandi flytur vísnaþátt úr Skagafirði. c) Tryggvi Tryggvason og félag- ar syngja ísl. þjóðlög. d) Inn í Laugafell; ferðaþáttur (Hallgrímur Jónasson kenn* ari). Islenzkt mál (Asgeir Bl. Magn- ússon cand. mag.). Fréttir og veðurfregnir. Upplestur: „Eintal við flöskuna'% smásaga eftir Friðjón Stefánsson (Nína Sveinsdóttir leikkona). Kammertónleikar: Strengjakvart ett í F-dúr op. 96 eftir Antonin Dvorák (Janácek-kvartettinn leikur). Dagskrárlok. Föstudagur 4. nóvember —10.00 Morgunútvarp (Bæn. 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). Lesin dagskrá næstu viku. „Við vinnuna'*: Tónleikar. —16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00 Fréttir. — 16.00 Fréttir og veður- fregnir). Börnin heimsækja framandi þjóð ir: Guðmundur M. Þorlákssson kynnir Indíána við Amazón-fljót. Veðurfregnir. Þingfréttir. — Tónleikar. Tilkynningar. Fréttir. Daglegt mál (Oskar Halldórsson, cand. mag.). Efst á baugi (Haraldur J. Ham- ar og Heimir Hannesson annast þáttinn). Tónleikar: Ljóðsöngur og ljóíl án orða eftir Mendelssohn (Fiytj endur: Walter Gieseking, Max Lichtegg og Hans Willi Haeussl* ein). Upplestur: Helga Bachmann leikkona les kvæði eftir Guð- mund Kamban. „Harpa Davíðs": Guðmundur Matthíasson söngkennari kynnir tónlist Gyðinga; II. þáttur. Utvarpssagan: „Læknirinn Lúk- as“ eftir Taylor Caldwell; III, (Ragnheiður Hafstein þýðir og les). Fréttir og veðurfregnir. Erindi: Auk oss trú (Jón H. í»or- bergfeson bóndi á Laxamýri). I léttum tón: Lög eftir Tóifta september. KK-sextettinn otf Ellý Vilhjálms flytja. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.