Morgunblaðið - 03.11.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.11.1960, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐ1Ð Fhnmtudagur 3. nóv. 1960 Ensk hraðritun Stórt fyrirtæki óskar að ráða stúlku til bréfritunar. Kunnátta í erskri hraðritun áskilin. — Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, send- ist afgr. Mbl. fyrir laugardag 5. nóv. merktar: „Gott kaup — 1112“. Atvinna Kópavogur Piltur eða stúlka óskast í matvörubúð í Kópavogi nú þegar eða a næstunni. — Tilboð er greini aldur og fyrri otörf, óskast send afgr. Mbl. fyrir laugar- dagskvöld, merkt: „Stundvís — 1184“. Eyjólfur Guðmunds- son frá Hömrum Minning EYJÓLFUR GUÐMUNDSSON, fyrrv. bóndi að Hömrum í Gríms nesi, andaðist í Héraðssjúkra- húsinu í Keflavík fimmtudag- inn 27. f. m. Útför hans verður gerð frá Mosfellskirkju í dag. Eyjólfur Guðmundsson var fæddur að Holtakotum 1 Bisk- upstungum 29. desember 1896. Hann var sonur merkishjónanna, Guðmundar Bjarnasonar og Guð bjargar Eyjólfsdóttur, sem lengi bjuggu að Seli í Grímsnesi. Var Eyjólfur aðeins 5 ára að aldri Þab er efni i SOUPS sem gerir nana BRAGÐGÓÐA .................................................................... : ...... • •• f Þessir vellöguðu og rauðu Campeirs tómatar eru rækt- aðir sérstaklega fyrir okkur — Síðan er valið úr þeim og tómatsúpa búin til á einum degi. Þetta er ein bezta tómattegund í heimi, fallega rauð og hið mesta lostæti. Úr þeim búum við til beztu tómatsúpuna, sem þér bragðið. Bætið við dós af vatni og síðan hálfri til einni dós af mjólk eða vatni LOSTÆTI 4 til 5 diskar eftir smekk Frá Silla & Valda Austurstr. - KRON - Egilskjöri — Síld og Fiski - Matkaup hf. (heildsala) — Búðagerði, Búðagerði 10 — Búrið, Hjallavegi 15 — Bústaðabúðin, Hólm- garði 34 — Hagabúð, Hjarðarhaga 47 — Kjötbúð Laugarness, Dalbraut 3 — Krónan, Mávahlíð 25 — Melabúðin, Hagamel 39 — Ragnarsbúð Fálkagötu 2 — Sveinsbúð Borgar- gerði 12 — Teigabúðin, Kirkjuteigi 19 — Varmá, Hverfisgötu 84 — Víðir, Fjölnisvegi 2 Þingholt, Grundarstíg 2 — Kiötbúðin Austurveri, Miklubraut — Jónskjör, Sólheimum 35 Kjötmiðstöðin, Laugalæk, — Reynisbúð Bræðraborgarstíg 34 — Matardeildin, Hafnar- stræti 5 — Matarbúðin Laugavegi 42 — Kjötbúðin Réttarholtsvegi 1 — Kjötbúðin Grett- isgötu 64 — Kjötbúðin Brekkulæk 1 — Kjötbúð Vesturbæjar, Bræðraborgarstíg 43 — Kjörbúðin Kjöt og grænmeti, Snorrabraut 36 Umboðsmaður á fslandi — JOHN LINDSAY, Austurstræti 14, Reykjavík er foreldrar hans fluttu að Seli, en með þeim var hann þar alla þeirra búskapartíð, eða þar til hann, ásamt Bjarna, bróður sin- um, tók við búsforráðum, er fjölskyldan fluttist frá Seli að Hömrum vorið 1937. Þar bjuggu þeir bræður síðan saman og önn uðust um aldraða foreldra sína á meðan þau lifðu. En um hausiið 1949 tók svo Eyjólfur, einsam- all, við búsforráðum á þeirn hluta jarðarinnar á Hömrum, er þeir bræðut höfðu búið á. Um haustið 1941 giftist Ey- jólfur Ingu Ágústsdóttur, frá Ólafsvik, hinni ágætustu konu, sem þrátt fyrir langvarandi heilsuleysi, annaðist um heimil- ið, og einkum og sér í lagi um háaldraða tengdaforeldra sína, af frábærri umhyggju og mynd- arskap. Þau hjónin, Inga og Eyjólfur, eignuðust saman ijög- ur börn, þrjá syni og eina dótt- ur, sem öll eru á lífi og hin mannvænlegustu. Hjónabandið varð ekki langt, en ástrikt og gott. Inga andaðist í júlímánuði 1955. Vorið eftir varð Eyjólfur því að bregða búi, og fluttist hann þá með börnin til æskuvinar síns, Stefáns Diðrikssonar, bónda og ’oddvita, að Minni-Borg, og konu hans, Ragnheiður Böðvars dóttur, sem ekkí lét sig muna um' að bæta þessum barnahópi við heimili sitt, eftir að hafa áður alið upp stóran barnahóp. Var þetta vissulega gert af miklum drengskap og vissi ég að þeir Eyjólfur og Stefán hugs- uðu gott til ánægj ulegrar sam. vinnu, sem þó varð alltof stutt, því Stefán andaðist 18. jauúar 1957. Það kom því i hlut Eyjólfs, sem hann og jnnaðist af sinni alkunnu fórnfýsi, að veita þessum æskuvini sínum, í þungri banalegu, alla þá aðstoð og umönnun, er hann mátti. En vel hafa þsiu, börn Stefáns og Ragnheiðar munað þetta, eftir að Eyjólfur, tiltölulega stuttu síðar missti heilsuna og varð sjálfur að líða langvarandi sj úkdómsþrautir. Þannig er mannlífið. Gott er það áreiðan- lega að gera vel og hitta sjálfan sig fyrir. Börnin þeirra, Eyjólfs og Ingu, sem nú hafa misst sína góðu foreldra, eru enn ung að aldri, eða á aldrinum 12 til 18 ára. En einn son hafði Eyjólfur eignaðist áður en hann giftist, og er hann nú uppkominn mað- ur. Svo sem hér hefur stuttlega verið lýst, voru það landbúr.að- arstörfin, sem Eyjólfur helgaði krafta sína, svo að segja ein- göngu, þótt einnig stundaði hann sjóróðra á vetrarveitíðum á yngri árum eins og þá var al- gengt að ungir menn gerðu. Eyjólfur var harðduglegur tli allra verka, greindur ve. léttur í lund og á allan hátt vei gerður maður. Hann var því vinsæll, svo að af bar. En því lám fagna þeir einir, sem til þess vinna. Og þó er það ef til vill vafamál, að það sé raunverulega á sjálfs- valdi nokkurs manns, að kynna sig svo, að öllum þyki vænt um hann. Eyjólfi tókst þetta. án þess að vita af því sjálfur og sennilega einmitt vegna þess, að þetta erfiða ,,sjálf“ okkar mann- anna var honum áreiðanlega minni fjötur, en flestum öðrum. Hann hafði meiri ánægju af því, að gera öðrum greiða, en að efla eigin hag. Ef fjöldinn væri þannig, væru erfiðleikarnú- I mannlífinu áreiðanlega minni en þeir eru, en það er önnur saga. Þeir, sem þekktu Eyjólf bezt, og jafnvel allir, sem kynntust honum nokkuð vita að hér er ekkert ofmælt. Vinirnir hans mörgu, sveitungarnir hans, sem ekki létu sig muna um það, á mesta annatíma, að eyða tíma og kostnaði í langar ferðir til þess að heimsækja hann í sjúkra húsinu, sumir mörgum sinnum, eru beztu vitnin um þetta Þær ferðir voru áreiðanlega farnar í fórnfúsum þakkarhug. En bezt gæti ég trúað, að vinarbros þessa góða manns, helsjúks á sóttarsænginni, hafi þeim fu.nd- izt borga ferðina og meira en það. Eyjólfur var einn at þess- um fáu mönnum, sem maöur mætir á lífsleiðinni, sem alltaí eru veitandi, en aldrei er hægt að borga. Hann virtist æfiniega sjá einungis það bjarta og góða í öllu. Það er dásamlegt að kynnast slíkum mönnum, og þeirra er gott að minnast. Blessuð sé minning hans. Ingólfur Þorsteinsson. 1 m Blómlaukar Haustfrágangut Gróðrastöðin víð Miklatorg Símar: 22-8 22 — 19-7-75.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.