Morgunblaðið - 03.11.1960, Síða 17

Morgunblaðið - 03.11.1960, Síða 17
Fimmtudagur 3. nóv. 1960 17 MOlRGUNBLAÐIÐ * I. O. G. T. St. Andvari nr. 265 Fundur í kvöld kl. 8,30. I. Inntaka nýliða. II. Ferðaþættir frá Afríku. Magnús Óskarsson III. Framh. umr. um blaðaút- gáfu. — Félagar mætið stundvíslega Æ. T. I. O. G. T. Saumafundir hefjast kl. 3 e.h. í G.T. húsinu. Reglusystur fjölmennið. Nefndin. Silfurfunglið Fimmtudagur — DANSAÐ í KVÖLD ★ Hliómsvtit FINNS EYDALS ásanit söngstjörnunni * HELENU EYJÓLFSDÓTTUR Munið hiua vinsælu sérrétti. Kvöld í Silfurtunglinu svíkur engan. — Sími 19611 Allir kaupa nú miða í skyndihappdrœtti Sjálfsfœðisflokksins Dregib um tvo V O L K SW AG E N á þriðiudaginn 4 LESBÓK BARNANNA CRETTISSAC A 57. Nú er Grettir þar aðra nótt, og kom ekki þrællinn heim. Þá þótti bónda mjög vænkast. Fór hann þá að sjá liest Grettis. Þá var upp brot ið hiisið, er bóndi kom til, en hesturinn dreginn tii dyra og lamið í sundur í honum hvert bein. Þórhallur sagði Gretti, hvar þá var komið, og bað hann forða sér, — „því að vís er dauðinn, ef þú bíður Gláms“. Grettir svarar: „Eigi má ég minna hafa fyrir hest minn, en að sjá þrælinn“. — o — 58. Nú líður dagurinn, og er menn skyldu fara til svefns, vildi Grettir eigi fara af klæðum og lagðist niður í setið gegnt lokrekkju bónda. Hann hafði röggvarfeld yfir sér og hneppti annað skrautið niður undir fætur sér, en einu snaraði hann undir höfuð sér og sá út um höfuðsmáttina. Setstokkur var fyrir framan setið mjög sterkur, og spyrnti hann þar 1. Ljós brann 1 skálanum um nóttina. — o — 59. Og er af mundi þriðj- ungur af nótt, heyrði Grettir út dunur miklar. Var þá rið- tð skálanum og barið hælun- nm, svo að brakaði í hverju tré. Þá var farið ofan af hús- vnum og til dyra gengið. Og •r upp var lokið hurðinni, sá Grettir, aff þrællinn réttl um Biöfuðiff, og sýndlst honum afskræmilcga mikið og und- arlega stórskorið. Glámur fór seint og réttist upp, er hann kom inn í dyrnar. Hann gnæfði ofarlega við rjáfrinu, snýr að skálanum og lagði handieggina upp á þvertréð og gnæfði inn yfir skálann. 60. Grettir lá kyrr og hrærði sig hvergi. Glámur sá, að hrúga nokkur lá i setinu, og réðist nú innar eftir skál- anum og þreif í feldinn stund ar fast. Grettir spyrnti í stokkinn, og gekk því hvergi. Glámur hnykkti i annað sinn miklu fastara, og bifaðist hvergi feldurinn. í þriðja sinn þreif hann í með báðum höndum svo fast, að hann rétti Gretti upp úr setinu. Kipptu nú í sundur feldinum I í millum sín. 4. árg. ★ Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson ★ 3. nóv. 1960. Gamli bfllinn „Kastaðu matnum út“, kölluðu hin, en nú var ég á svo mikilli ferð, að ég átti fullt í fangi með að stýra Sem betur fór hafði Jens litli oiðið eftir í bíln um með stóra bassahorn- ið sitt og hann hlés nú og blés allt, hvað hann ork- aði, svo menn og skepn- ur og bílar gætu í tíma forðað sér út af veginum. Allar beygjur tókum við á tveimur hjólum, unz hjólböruhjólið að framan festist í aurbrettinu og við fórum út af inn á ak- ur, þar sem nokkrar kýr voru á beit. Þar stöðvað- ist bíllinn loksins. „Hér er gott að vera“, hugsaði ég með mér og lagðist endilangur í gras- ið til að hvíla mig. Þá heyrði ég æðisgengið ösk ur! Það var nautið, sem æddi til mín. Bíllinn var eldrauður og boli var sýnilega ekki hrifinn af þessari heimsókn. Það fór skjálfti um mig, svo að ég sá ekki vel, hvort boli hafði heldur tvö eða þrjú horn og fjóra eða fimm fætur. Hann var að minnsta kosti fljótur og þetta var það stærsta og illvígasta naut, sem ég hafði nokk- uru sinni séð. Til allrar hamingju fékk ég bílinn strax í gang, Jens reif frambrettið af, og á síð- asta andartaki komumst við inn á veginn og ók- um eins og við gátum með nautið hlaupandi á eftir. Á veginum stóð lög reglubíll með mörgum lögregluþjónum. „Nemið staðar", hrópuðu þeir. En það var nú einmitt það, sem ég gat ekki. Þá slóg- ust þeir í eftirförina. Fyrst kom nautið og síð- an lögreglubíllinn með alla lögregluþjónana. Þeir drógu á okkur, en Jens kastaði mat til nauts ins og brjóstsykri til lög- regluþjónanna. Boli fór að gæða sér á matnum, en lögregluþjónarnir sett ust á vegarkantinn og átu brjóstsykur. Brátt komumst við upp á hæðina, þar sem hitt fólkið beið og þar stanz- aði bíllinn, því að benzfn ið var búið. Allir settust í grasið og tóku að gæða sér á því, sem eftir var af nestinu. Óli stökk og sótti benzín á bílinn. Ekki leið á löngu þar til við komum aftur til bæjarins, og ég reyndi að stöðva bílinn, en hann hélt stanzlaust áfram. Lögregluþjónarnir, sem við höfðum áður komist í kast við, fóru nú aftur að elta okkur „Meiri brjóst- sykur“, kölluðu þeir, „við viljum meiri brjóstsyfk- ur“. En því miður áttum við ekki meira. Rétt i sömu svipan datt fram- hjólið undan og við þut- um beint inn í bakarí, þar sem bakarinn var að búa til rjómakökur. Þá komu lögregluþjón- arnir og voru nú heldur reiðir. „Gerið þið svo vel“, sagði ég og benti á rjómakökurnar, „eins og þið sjáið, þá er af nógu að taka“. Það létu þeir ekki segja sér tvisvar, og brátt var allt upp etið. Bakarinn varð ekki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.